Tíminn - 23.12.1939, Page 11

Tíminn - 23.12.1939, Page 11
T í M I N N 11 eftir því sem sunnar dró. Kom þar brátt, að sleðinn var til trafala, og tók hann því það ráð, að skilja hann eftir, en binda far- angurinn í byrði. Nokkru siðar bar hann að Miklalæk innri. Gekk honum vel yfir lækinn og hélt áfram. Sturla var ekki kunnugur á Sprengisandsvegi, og mundi því ekki eftir nema einum Miklalæk. En þeir eru raunar tveir. Bar nú ekki til tíð- inda fyrr en hann kom að fremri læknum, og hugðist hann þá vera kominn að Dalsá. Lækurinn fellur 1 gili, og var nú mikill. Sturlu gekk þó vel að komast yfir hann og hrósaði happi yfir því, að vera sloppinn við Dalsá, því að henni hafði hann kviðið mest. Að vísu fannst honum landslagið vera nokkuð öðru vísi en hann átti von á, en ekki gerði hann sér angur yfir slíku og hélt áfram glaður í huga, enda gerðist nú færðin öllu betri en verið hafði um hríð, svo að hann gat notað skíðin meira með því að þræða lægðir. Ekki hafði hann gengið lengi, er hann heyrir vatnaglaum fram undan. Ætlar hann, að þar léti Þjórsá til sín heyra, og hugsar með sér, að heldur sé nú gangur í henni. Litlu síðar sér hann, hvar Dalsá liggur um leiðina þvera og er æði ófrýn. Sturla heldur nú niður hæðirnar norðan árinnar. Snjór var þar orðinn vatnsétinn, og veit hann ekki fyrri til en hann rennur í gjótu og brýtur annað skíðið. Þótti honum þetta illt og hugði að eitthvað miður gott mundi á eftir fara. Skilur hann nú skíðin eftir við vörðu skammt frá. Áin valt fram með miklum hávaða, kolmórauð með hvitum streng, og hafði varpað upp mannhæðarháum jakahrönnum á báða vegu. Reynir Sturla nú fyrst að komast yfir á vaðinu, en finnur brátt, að þess er enginn kostur. Snýr hann þar frá og reynir aftur neðar, en þar fór allt á sömu leið. Nú hagar svo til, að kipp- korn niður frá vaðinu, fellur árin í gljúfur, en upp frá gljúfrinu varpar hún sér á brot- um og er þó alstaðar ströng. Sturla fylgir nú ánni niður að þessum brotum og sér, að þar muni hún vera grynnst. Aftur var þar undanfæri ekkert, ef eitthvað kynni út af að bera, því að þá tók gljúfrið við. Leggur hann nú út í og reynir að þræða brotin, en brátt gerist áin svo djúp og ströng, að hann verður að hafa sig allan við. Snýr hann sér þá í strauminn, reynir fyrir sér með stafnum og fikar sig þannig áfram fet fyrir fet. Þar sem dýpst var, tók áin í buxnastreng, og mátti þá ekki dýpri vera, til að Sturla gæti staðið. En yfir komst hann, þó að hart væri sótt. En nú sér hann, að hundurinn hefir orðið eftir hinum meg- in árinnar. Hafði hann ekki gætt þess, að láta seppa fylgja sér, enda er óvíst, að það hefði komið að haldi. Hundurinn lagði út í ána, en straumurinn kastaði honum aftur til sama lands. Sturla hugsar nú með sér, að bezt sé að láta eitt yfir báða ganga, og snýr við til að sækja hundinn. En brátt finnur hann, að áin er miklu verri norður yfir. Dugði nú stafurinn verr en áður, því að broddurinn hafði týnzt í ána hið fyrra sinnið. Verður hann nú frá að hverfa við svo búið, og tekur til að kalla á hundinn og skipa honum að koma, en allt kom það fyrir ekki. Seppi þorði ekki. Klukkan var nú orðin hálf sex, og hafði Sturla tafizt við Dalsá í þrjár stundir, mest vegna hundsins. Þykir honum mikið fyrir að skilja svo við rakkann, en vonar þó, að hann muni koma á eftir sér. Heldur hann nú fram Gljúfurleit, og gerðist færðin ill með miklum aur og krapavaðli. Innarlega við svonefndan Langás stanzaði hann um fjórðung stundar og fékk sér bita. Hund- urinn var þá ókominn, og er það skemmst að segja, að til hans spurðist aldrei síðan. Liklegast er, að þegar hann var orðinn einn, hafi hann lagt út í ána, en straum- urinn fært hann niður í gljúfrið og drekkt honum þar. Sturla fann nú fyrst til ein- verunnar, eftir að hann missti hundinn, en áður hafði hann aldrei fundið til slíks, og þegar mest reyndi á, þótti honum jafn- an, sem einhver dulinn máttur stæði sér að baki. Klukkan var um 10, þegar Sturla hélt aftur á stað. Sótti hann nú gönguna sem fastast og fann lítið til þreytu. Fylgdi hann veginum og urðu víða fyrir vondar blár, með jafna þæfingi af snjó og krapi upp í hné, en á milli melarindar með miklum aur. Um lágnættið kom hann í Starkaðsver og fór fram hjá steininum. Mundi hann vel til Starkaðs og hugsar með sér, að ekki mætti fara fyrir sér eins og honum. Óhreint hefir þótt í kringum Starkaðsstein,-og var nú ekki laust við að nokkurn óhug setti að Sturlu, með því að dimmt var af nótt og loft skuggalegt. Annars var hann aldrei hræddur, en nú settist að honum einvera meira en áður, og fannst honum alltaf öðru hvoru hundurinn vera að koma á eftir sér. Niður frá Starkaðsveri heita Skúmstung- ur. Falla þar þverár tvær niður í Þjórsá og heita Skúmstungnaár, innri og fremri. Vegurinn sveigir niður að Þjórsá á þessum slóðum og liggur síðan upp á Sandafell, en svo nefnist hæðahryggur einn, sem verður þvert fyrir, þar sem Þjórsá kemur fram úr hálendinu og sameinast Tungnaá. En niður frá Sandafelli er sléttlendi, og heitir þar Hólaskógur. Sturla hélt nú niður yfir Skúmstungur ofanverðar og fylgdi ekki veginum vegna ánna, sem virtust vaxnar. Fékk hann þar vondan veg vegna gilja og skorninga, sem stóðu fullir af krapi. Kom hann ekki á veginn aftur fyrri en á framanverðu Sandafelli. Þar var hann í birtingu um morguninn. Hélt hann nú sem leið liggur fram Hólaskóg, og óð aur- inn jafnt og þétt í skóvarp eða meira. — Gerðist hann nú syfjaður, en fætur tóku að sárna af sandi og vaðli. Gekk hann stundum hálfsofandi og vaknaði við það, að hann rak tærnar í. Ekki hægði hann þó gönguna, og fannst honum fæturnir hreyf- ast af sjálfu sér, líkt og vél. Hélt hann þannig áfram niður í Þjórsárdal, og var kominn að Gjánni klukkan að ganga sex. Stanzaði hann þar við vörðu ofan við Gjána, fékk sér bita og tók upp síðustu sokkana, sem hann átti eftir þurra. Eftir nokkra stund hélt hann aftur á stað, og vantaði þá klukkuna 20 mínútur í sex. Veð- ur var enn hið blíðasta. Þrammar nú Sturla út vikrana í Þjórsárdal og fór mikinn, þó að svefn sækti nú á hann enn meira en fyrr. Kom hann nú að Fossá og óð hana í mitti á brotum skammt ofan við vaðið á veginum. Síöan heldur hann áfram út sandana í dalnum, og er þar færð betri en áður var. Þó þykir honum leiðin furðu togandi, enda tekur hann nú að þreytast nokkuð, en ekki linar hann gönguna fyrir því. Heldur hann þannig áfram, viðstöðu- laust að kalla, út yfir Rauðá, en síðan skemmstu leið að Skriðufelli, og kom þar í hlað klukkan tæplega 8 um morguninn. Ólafur bóndi Bergsson var úti staddur, og varð honum þetta fyrst að orði: „Er sem mér sýnist, að þetta sért þú, Sturla?“ Ól- afur er greiðamaður mikill, og tók hann Sturlu tveim höndum, leiddi hann til stofu og lét bera honum heita mjólk og lítið eitt af víni. Annað vildi hann ekki veita honum, áður en hann færi að sofa. Var honum nú vísað til sængur og sofnaði hann fljótt. Þá var klukkan um 8 y2. Svaf hann nú af til klukkan 1, að hann vaknar við það, að einhver kom inn í stofuna, þar sem hann svaf. Reis hann nú upp og talaði við komu- mann, og var honum þá borið kaffi. Er hann hafði drukkið það, sofnaði hann að nýju og svaf til kl. 4 um daginn. Klæddi hann sig þá og kom út á hlað. Ólafur var þar fyrir og varð hann hissa á því að sjá Sturlu svo snemma á ferli. Sturla kveðst vilja komast út að Hæli fyrir háttatímann, og segir að Gestur eigi sín von. Ólafur vill ekki með neinu móti sleppa honum við svo búið. Kveðst hann skyldi lána honum Blesa sinn, ágætan hest, ef hann bíði til morg- uns, en í dag fái hann engan hest hjá sér. Sturla var nú ekki vel fær til gangs lengur, fæturnir sárir og bólgnir, en and- litið skemmt af sólbruna og kali. Verður hann því að þekkjast boð Ólafs og vera kyrr á Skriðufelli um nóttina. Næsta morgun, sem var á sunnudegl, var veður enn hið fegursta. Lét nú Ólafur söðla Blesa, eins og hann hafði heitið, og reið Sturla síðan niður að Hæli. Urðu menn komu hans fegnir, eins og vænta má, því að hann hafði gert ráð fyrir að koma suð- ur á föstudagskvöld að öllu forfallalausu. Var Gestur orðinn uggandi um ferð hans og farinn að undirbúa leit. Var hann kom- inn upp að Fossnesi í þeim erindagerðum, er honum bárust boð um það, að Sturla væri kominn heill á húfi. Þeir, sem farið hafa Sprengisandsveg byggða á milli, geta bezt dæmt um það, hvert þrekvirki þessi ferð Sturlu var. Hin- um öðrum til glöggvunar skal þess getið, að leiðin öll frá Mýri að Skriðufelli, er að gömlu lagi talin 36 stunda reið að sumri til, ef hvergi er gist, og mun hún vera ná- lægt 270 km. Þykir full vel áfram haldið, ef farið er byggða á milli á 3 dögum, og þarf þá að meðaltali að hafa 12 tíma ferð á dag. Þessa leið fór Sturla á þremur sólar- hringum réttum og hafði sleða í eftirdragi eða burð, þar sem sleðanum varð ekki við komið. Þegar hann fór að heiman, gerði hann ráð fyrir því, að geta komið skíðum við á allri leiðinni, og ef færi hefði verið gott, mundi ferðin hafa orðið stórum mun auðveldari en hún var. En á allri leiðinni var hin versta færð: krapavaðall, aur og snjóstemma, svo að hann varð víða að bera allt saman, farangurinn, skíðin og sleðann, en ár allar auðar og í vexti. Þegar Sturla kom að Skriðufelli.voru liðn- ar 30 stundir frá því að hann lagði upp úr áfangastað á jöklinum vestan við Arn- arfell, og mun hann hafa gengið um 100 km. á þeim tíma. Tvo síðari sólarhringana, frá því að hann skildi við Tómas á Klif- beradrögum, hafði hann sofið aðeins hálf- an annan tíma og verið á ferð um 45 stund- ir, ef með eru taldar smáhvíldir og töfin við Dalsá. Segja má, að ferð þessi hafi verið gerð af allmiklu kappi, og að ekki hefði mátt mjög mikið út af bera, til þess að Sturla hefði átt sinn síðasta næturstað á fjöllunum í þetta sinn. En allt um það sýnir þó þessi för, að tefla má framarlega á hlunn, ef einbeittni og karlmennska fara saman og gæfa er í verki með. Sturla Jónsson er gildur meðal- maður á hæð, þrekinn um herðar, karlmannlegur svipurinn og þó góð- legur. Fyrir 12 árum síðan áttum við eitt sinn leið saman, og sagði hann mér þá nokkuð frá ferð þessari, og þó heldur fátt. Spurði ég hann, hver nauður hefði rekið hann til að ráðast í svo tvísýna för. Svar- aði hann því, að hann hefði átt kærustu fyrir sunnan. Mér varð það eitt að orði, að þó að 30 unnustur hefðu beðið mín, hefði ég ekki árætt að leggja á Sprengisand einn míns liðs svo snemma vors. Hygg ég,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.