Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 6
6 T í M I N N á þær frá sér numinn, þá opnast dyrnar og inn kemur greifafrúin unga. Þarna er hún, drottning þeirra, gömlu mannanna! Hún, sem þeir þjóna og tigna innilegar en afi og amma þjóna fyrsta sonarsyni og tigna hann. Þarna er hún, sem þeir fundu í örbirgð og sjúka, og hafa nú gefið öll gæði þessa heims, eins og kon- ungurinn í æfintýrinu fátæku stúlkunni fögru, sem hann rakst á í skóginum. Henni til dýrðar óma nú veiðilúðrar og fiðlur á Eikabæ. Fyrir hana lifir, hrærist og starfar allt, sem anda dregur á þessu mikla höfuð- bóli. Hún er aftur komin til heilsu, þótt enn séu burðirnir veikir. Einveran er daufleg, og af því að hún veit að hofmennirnir eru úti í dag, dettur henni í hug að litast um uppi á hofmannaloftinu; þessum illræmdu híbýlum. Og svo gengur hún hljóðlega inn, og læt- ur augun reika af einu á annað, upp um gipsveggina og á gulreituð rúmtjöldin, en henni verður hverft við þegar hún sér að maður er í herberginu. Eberhard frændi gengur hátíðlega á móti henni, og leiðir hana að handritasyrp- unni miklu. „Sjáið þér, greifafrú!" segir hann. „Nú er starfi mínu lokið. Nú fer það, sem ég hefi skrifað, út um víða veröld. Nú verður frá tíðindum að segja.“ „Hvaða tíðindum, Eberhard frændi?“ „Æ, greifafrú, það kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, eins og elding, sem lýstur í hel og lýsir um leið. Allt frá þeim tíma að Móses dró hann fram úr þrumuskýinu á Sínaí og setti hann á náðarstólinn í hinu allra helgasta í tjaldbúðinni, allt frá þeim tíma hefir Jehóva setið óhultur, en nú opnast augu mannanna og þeir munu sjá hvað hann er: ímyndun, tómleiki, hugar- burður, andvana fóstur vors eigin heila. Hann skal afmáður verða," sagði öldung- urinn, og lagði ellihrjúfa hendina á skræðu- hlaðann. „Hér stendur það, og þegar menn lesa þetta, hljóta þeir að trúa. Þeir munu hrökkva upp sem af svefni, og skynja flónsku sína, þeir munu nota krossana í eldinn og kirkjurnar fyyrir korngeymslu, og prestarnir skulu með plógnum erja.“ „Æ, Eberhard frændi,“ segir greifafrúin unga, og það er ekki laust við að hrollur fari um hana, „eruð þér svo illur maður? Eða er það svona skelfilegt, sem þér hafið þarna skrifað?" „Skelfilegt!“ endurtekur öldungurinn. „Nei, það er aðeins sannleikurinn. En vér erum eins og smásveinar, sem fela andlitið í klæðum móður sinnar, þegar gest ber að garði. Vér höfum vanið oss á að fela oss fyrir sannleikanum, sem frá eilífu hefir verið gestkomandi vor á meðal. En nú mun hann koma og taka sér bólfestú meðal vor, nú skulu allir kynnast honum.“ „Allir?“ „Já, ekki heimspekingarnir einir, heldur allir, skiljið þér, greifafrú, allir.“ „Og á þá Jehova að hverfa?“ „Jehóva og allir englar; allir dýrlingar; allir djöflar; allar lygar.“ „Hver á þá að stjórna heiminum?“ „Heldur greifafrúin að nokkur hafi stjórnað honum áður? Trúir greifafrúin á þessa forsjón, sem lítur til fuglanna í loft- inu og telur öll vor höfuðhár? Enginn hefir stjórnað honum; honum verður aldrei stjórnað." „En vér mennirnir, hvað verður þá um oss?“ „Vér verðum að dufti eins og áður. Á þeim, sem útbrunninn er, getur ekki logað lengur, hann er dauður. Sprek erum vér, sem eldur lífsíns leikur um. Lífsneistinn flýgur af einu skiði á annað. Þau tendrast, blossa og slokkna. Það er lífið.“ „Eberhard frændi, er þá enginn anda- heimur?" „Enginn.“ „Ekkert hinum megin grafar?“ „Ekkert.“ „Ekkert gott, ekkert illt, ekkert mið, engin von?“ „Engin von.“ Hin unga kona gengur út að glugganum. Hún horfir á gulnað haustlaufið; á georg- inur og asters, sem drúpa þungum höfðum á haustvindbrotnum stilkum. Hún starir á blakkan vatnsflötinn; á haustmyrka ó- veðursklakka; og um stund gengur hún örvæntingunni á hönd. „Eberhard frændi,“ segir hún, „en hvað tilveran er eyðileg og ljót, og allt tilgangs- laust. Ég vil ekki lifa.“ En þá er sem hún heyri hjarta sitt stynja af kvíða. Svellandi lífsþróttur og logandi tilfinningar kalla hástöfum á hamingju þessa lífs. „Er þá ekkert til, sem fegrað getur lífið, úr því að þér viljið svifta mig trúnni á Guð og eilíft líf?“ „Vínnan,“ svarar öldungurinn. En hún starir aftur út og nú kennir hún fyrirlitningar á þessari fátæklegu speki. Hið yfirskilvitlega rís henni í fang, hún verður andans vör, sem í öllu býr, hún skynjar aflið, sem bundið felst í efninu, sem andvana sýnist, en losnað getur úr læðingi, til óendanlega fjölbreytilegs lifs. Sundlandi hugsun hennar leitar að ein- hverju heiti á návist heilags anda í nátt- úrunni. „Eberhard frændi,“ segir hún, „hvað er vinnan? Er hún nokkurs konar guð? Er hún takmark í sjálfri sér? Getið þér ekki nefnt neitt annað?“ „Ég þekki ekkert annað,“ svarar öldung- urinn. Þá rekst hún á nafnið, sem hún er að leita að, lítilmótlegt ef til vill, og oft illa flekkað. „Eberhard frændi, því nefnið þér ekki kærleikann?" Þá læðist bros um tannlausan munninn, þar sem ótal hrukkur mætast. „Hér,“ segir heimspekingurinn og slær krepptum hnefa á skræðuhlaðann, „hér eru allir guðir myrtir og ég hafði ekki Eros útundan. Hvað er kærleikurinn annað en holdsfýsn? Hvers vegna skyldi hann vera æðri öðrum þörfum líkamans? Gerið þér hungrið að guði? Gerið þér þreytuna að guði? Hvorutveggi eru jafn makleg. Á brott með alla heimsku! Lifi sannleikurinn!" Þá lýtur hún höfði, greifafrúin unga. Þetta er ekki rétt, þetta er ekki satt, en hún orkar ekki lengur að deila. „Þér hafið sært mig með orðum yðar,“ segir hún, „en samt trúi ég yður ekki enn. Guðum hefnda og ofbeldis kunnið þér að sigrast á, öðrum ekki.“ En öldungurinn tekur hönd hennar, legg- ur hana á bókina og segir með ofstæki vantrúarinnar: „Þegar þér hafið lesið bók þessa, hljótið þér að sannfærast." „Þá vona ég að það komi mér aldrei fyrir augu,“ segir hún. „Því að ef ég tryði þessu, þá gæti ég ekki lifað.“ Og beygð af harmi gengur hún frá heim- spekingnum. En lengi eftir að hún er farin, siltur hann í þungum hugsunum. Þessar gömlu, þéttkrotuðu guðlausu skræður, hafa ekki enn verið lagðar undir dóm heimsins. Nafn Eberhards frænda hefir ekki enn náð hátindum frægðarinnar. Hið mikla verk hans er geymt í kistu í ruslakompunni undir loftsvalastiganum í kirkjunni á Svartavatni. Það á ekki að koma mönnum fyrir sjónir fyrr en í aldar- lok. Hvers vegna hefir hann gert þetta? Óttaðist hann, að hann hefði ekki sannað mál sitt? Óttaðist hann ofsóknir? Þá þekk- ið þér illa Eberhard frænda. Skiljið nú: Sannleikann elskaði hann, en ekki lofstír sinn. Þess vegna fórnaði hann hinum síðarnefnda, ekki hinum fyrra, til þess að elskað barn gæti fengið að deyja í trúnni á það, sem henni var ástfólgið. Ó, kærleikur, vissulega ert þú einn að eilífu! Sigfús Halld&rs frá Höfnum þýddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.