Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 8
8 T f M I N N snjötittlingarnir vanir aÖ vakna og fljúga af stað til að bjarga sér. Og þeir hlustuðu ekki á veðurfregnir útvarpsins, litu ekki sjálfir til veðurs. Þeir hlýddu innra kalli um að hefja lífsbaráttu dagsins tillitslaust. Engin stórhríð gat heft för þeirra, því síður hellirigning eða stormur, jafnvel ekki þrumuveður. Og það var ekki matarþörfin ein, sem þessu olli. Þó að þeir hefðu á ein- hvern undursamlegan hátt haft gnægð matar í hellisskúta, hlöðu eða búri, og þó að lífi þeirra hefði engin ógn staðið af mönn- unum né öðrum meinvættum, þá hefðu þeir engu að síður borið þrá í brjósti til að komast í burtu, út í lífsbaráttuna, út í víðáttu heiða og móa, fjalla og öræfa. Lífs- nautn snjótittlinganna er ekki, fremur en okkar hinna fuglanna, eingöngu fólgin í því að hafa nóg að eta, jafnvel ekki í mestu harðindum að vetrarlagi. Þeir unna flug- inu, hafa gaman af að skjótast tístandi í smáhópum með ótal sveiflum og rykkjum frá einu barði eða holti til annars. Þeir unna eltingaleiknum við fræ og hnetur, orma og lirfur. Þeim þykir gaman að krafsa með hvössum klóm, gaman að stinga stutta, digra nefinu niður í snjósallann og brjóta með því kjarna og hnetur. Þeir unna sjálfri lífsbaráttunni og fljúga jafnglaðir í huga úr fylgsni sínu út í stórhríð að morgni eins og þeir verða fegnir að leita skjóls að kvöldi. Þannig var Keilunefur Tr'ítilsson og fé- lagar hans. Þess vegna hlutu þeir líka að gera það, sem þeir gerðu, snemma morguns í dimmum hellisskúta með skafl fyrir út- göngudyrum. Þeir hlutu að ráðast með allri orku vængja og klóa á snjótröll, stein- tröll og nátttröll, á allt, sem lokaði þeim leið til frelsis og lífsnautnar. Þið getið kallað það kjánaskap, eða hvað sem þið viljið, en þeir gátu ekki annað. Og þarna lágu ljóselskir og lífselskir smáfuglarnir, þreyttir og bugaðir, inni- luktir í rökkri og þrengslum, en snjótröll og steintröll horfðu á þá sigri hrósandi með frosið glott skilnings- og samúðar- leysis á stirðnaðri ásjónu. Og það var auð- sjáanlega ekki í fyrsta sinn, sem steintröll- in höfðu leikið sér að þjáningum lífsins á þessum sama stað. Sauðarhorn, lærleggur og rifbein stóðu upp úr moldargólfinu í einu horninu, en hálfrotnaður æðarkollu- skrokkur lá á miðju gólfi. Sauðkindin hafði sennilega leitað skjóls í stórhríð eins og snjótittlingarnir nú og lokazt inni á sama hátt og þeir. Þess vegna höfðu mennirnir hlaðið grjöti fyrir hellismunnann. Sorgar- söguna um æðarkolluna, sem bar bein sín þarna inni, kunnið þið öll og þarf ég ekki að dvelja við hana. Snjóskaflar geta verið skemmtilegir, til dæmis sem leikvöllur fyrir börn, sem hafa fengið sleða í jólagjöf eða afmælisgjöf. Ljóshærður drengur, vinur minn, sem aldr- ei hendir steinum í mig, sagði mér einu sinni gamansama sögu um slíkan skafl, sem gerði dagana stutta og gatsleit þrjátíu og sex buxnarössum á þremur vikum. Allt öðru máli gegnir um snjóskafl, sem lokar lifandi smáfugla inni í skuggalegum hellisskúta, þar sem rotnandi bein standa upp úr óhreinlegu gólfi og nokkur ljósfælin skorkvikindi liggja í dvala undir freðinni klakaskorpu. Þvílíkur óheillaskafl veldur ótrúlegustu kvölum á hverju augnabliki, gerir dagana óralanga og vikurnar óendan- legar. Ég ætla að hlífa ykkur við því að hlusta á átakanlegasta kaflann úr sögu Keilunefs, enda getið þið sjálf fyllt út í eyðurnar, ef þið hafið kjark til þess. Þegar margir dagar voru liðnir, varð Keilunefur þess vís, er hann vaknaði snemma morguns.að tveir félagar hans lágu dauðir á gólfinu. Næsta dag dóu aðrir tveir. Skömmu síðar dreymdi hann merkilegan draum, sem gaf honum nýja lífsvon og auk- inn kjark. Hann þóttist vera staddur í lækjarhvammi innst í dal snemma um vor. Fuglasöngur og lækjarniður ómaði honum í eyrum, en gróðurangan fyllti vit hans. Ungur kvenfugl sat í urð skammt frá yfir hálfgerðu hreiðri. „Hjálpaðu mér við hreiðurgerðina, vinur minn,“ kallaði unnusta hans. „Já,“ svarar hann. Þau kepptust við að fullgera hreiðrið, sem var í skjóli undir stórum steini í jaðri urðarinnar. Þau bjuggu til stóra dyngju úr stráum, mosa og tágum, þau fléttuðu hreiðurkörfuna úr refahárum, fíngerðum stráum og rjúpnafjöðrum. Frúin verpti sex skínandi fallegum, dröfnóttum eggjum, og ungaði þeim út. Keilunefur sat á eggjunum stund og stund, og þegar ungarnir voru komnir, sótti hann þeim flugur, lirfur og orma. Hver atburðurinn rak annan með þeim hraða, sem einkennir draumana. — Hann var sólskríkja í skrautlegum sumar- búningi, sat á háum steini og söng, söng og söng ástarljóð fyrir maka og afkvæmi. En skyndilega vaknaði hann til ömurlegs veruleikans í skútanum. Allir félagar hans voru dauðir, nema einn kvenfugl. Og svo undarlega brá við, að þessi vinkona hans, er hann hafði ekki veitt neina sérstaka at- hygli til þessa, var nákvæmlega eins og unnustan, sem hann hafði séð í draumnum. Tveim dögum síðar varð Keilunefur þess var, að vatn var farið að renna inn í skút- ann frá skaflinum. Birtan inni fór vaxandi og loks rann upp hið langþráða augnablik. Óvinurinn hafði orðið að láta í minni pok- ann fyrir yl sólarinnar. Skaflinn var bráðn- aður og sólargeislarnir streymdu hindr- unarlaust inn í anddyrið um op á milli steinanna. Tæpara mátti það heldur ekki standa. Keilunefur var orðinn svo þjakaður, að hann gat við illan leik hoppað upp á stein- inn, en þaðan valt hann niður í brekkuna. En hann hresstist fljótt, er hann hafði etið nokkur fræ. Annan eins sælgætismat hafði hann aldrei bragðað.Og brátt varð hann svo styrkur í fótum og vængjum, að hann gat fært vinkonu sinni mat, og litlu síðar komst hún einnig út í birtuna og frjálsræðið. Draumur Keilunefs hefur rætzt. Vinkona hans úr skútanum er nú konan hans. — Byggja þau fallegt hreiður undir steini í urðarjaðri á hverju vori, eignast 5 til 7 dröfnótt egg og keilunefjaða unga. En ef þið viljið hafa fyrir því, að gægjast einhverntíma inn í hellisskútann, þá mun- uð þið finna þar, auk kindar- og æðarkollu- beina, beinagrindur af sex snjótittlingum." Þannig lauk sögu Tindilvængju. Fuglarn- ir á höfðanum þökkuðu með því að slá um sig með vængjunum. Tindilvængja hneigði sig og hóf sig til flugs. Nefprúð smaug inn í holu sína og Brúnkolla grúfði sig svo fast yfir hreiðrið sitt, að ylinn 'frá líkama hennar lagði út í yztu afkima hvers ein- asta eggs. Bnnaðarbanki Islands Reykjavík rtilui á Akareyri Bankiim er stofnaðnr með lögum 14. jjúní 1929. Tekur á móti fé til ávwxtimar í HLAIJPAREIKNINGI, I SPARISJÓÐI, A IMLÁNSSKÍRTEM og ern vextir greiddir tvisvar á ári af þcim. Greiðir hæstn vöxtu. Gefur npplýsingar iini allt, sem lýtnr að ávöxt- im sparif jár. Hvergi jafn fljót og lipur afgreiðsla. Ríkisábyrgð á öllu innstæðnfé. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.