Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 12
12 T f M I N N Jón Eyþórsson: p JMildir veíur á Islandi Þegar litið er yfir íslenzka árferðissögu, eins og hún er skráð í hinu ágæta safni Þorvalds Thoroddsen: Árferði á íslandi, þá mótast ósjálfrátt í huganum dapurleg mynd af æfikjörum íslenzku þjóðarinnar á liðnum öldum og baráttu hennar við vetr- arríki, eldgos, drepsóttir og hallæri. Lífs- braut margra horfinna kynslóða af ís- lenzkri alþýðu er rétt og látlaust lýst í þessari vísu, sem margir kunna: Örðugan ég átti gang yfir hraun og klungur. Einatt var mér fjall í fáng frá því ég var ungur. Það má vissulega líkja íslenzkri árferðis- sögu við svellrunnið hraunaklungur, þegar litið er yfir feril þjóðarinnar á liðnum öld- um. Og þó er það svo, við nánari athugun, að víðar en varir er sem hylli undir grænar og fagrar eyjar á torleiðinu. Það er þegar eftirmæli vetrarins eru eitthvað á þessa leið: „Þá var vetur svo góður, að menn mundu varla þvílíkan." — Hinir mildu vet- ur hafa verið þjóðinni mitt í baslinu, eins og fóthvíld þreyttum göngumanni í ófærð. Þá þagnar snöggvast raunarollan um fjár- felli og harðrétti, sem annars fylgdu í fót- spor allra harðindavetra. Þjóðin var svo varnarlítil — svo óbrynjuð gegn hvers- konar kreppu, að ekkert mátti út af bera. Þá stoð sultur við dyr allrar alþýðu. Það er annáll hinna mildu og góðu vetra, sem ég ætlaði að rekja. Slíkir hafa margir orðið á síðasta áratugi. Það, sem af er þess- um vetri er ágætt dæmi upp á kjaravetur. Hann er í flokki hinna hagstæðustu, sem hér geta orðið, mildur, snjóléttur og áfalla- laus að heita má. En flestir mildir vetur verða storma- og úrkomusamir hér á landi, einkum sunnan lands. Það liggur í hlutar- ins eðli, þegar litið er til hinna veðurfræði- legu orsaka. Landi voru er svo í sveit komið, að það er mjög á takmörkum hlýrra loftstrauma úr suðri og kaldra loftstrauma frá íshaf- inu eða Grænlandi og verður því oft skammt öfganna á milli. Á þessum strauma- og veðramótum myndast bylgjur þær í loftinu, er við tölum daglega um sem „lægðir“ eða stormsveipa, og flestar hreyf- ast frá suðvestri til norðausturs. Ef sveip- arnir leggja leið sina fyrir norðan ísland, draga þeir með sér hlýja suðræna loft- strauma; fari þeir hinsvegar fyrir sunnan landið, verður norðanáttin ríkjandi. Að þessu eru áraskipti og þess vegna líka ár- ferðismunur. Nú má játa það, að frumor- sökin til þess að lægðirnar og þá líka hita- takmörkin liggja að meðaltali lengra norð- ur sum árin, heldur en annars, er ekki nægilega ljós — og þessvegna er heldur ekki hægt að segja fyrir, hvernig muni vetra, en það liggur nærri að setja það í að svo mundi fleirum fara, en nú geta aðrir svarað fyrir sig. Sturla hvíldi sig 3 daga á Hæli eftir ferð- ina, í góðu yfirlæti. Síðan hélt hann niður að Fljótshólum, en þangað var Sigríður komin áður. Litlu síðar gerðu þau brúðkaup sitt og reistu bú á jörðinni. Þar hafa þau búið síðan og eignazt 8 börn. Svo kann eg ekki sögu þessa lengri. samband við mismunandi mikinn hita frá sólinni á undanförnu sumri. Lofthjúp jarðarinnar má líkja við geysi- mikla vél, sem er sífellt að verki. Hún dælir hlýju lofti norður eftir en dregur kalt loft í staðinn suður á bóginn og vermir það. Þessi vél er knúin af afli sólarinnar. Ef vel er kynt, getum við látið okkur skiljast, að afköst vélarinnar verði meiri, þ. e. meiru hlýju lofti verður dælt norður á bóginn og veðrátta verður mild og umhleypingasöm í norðlægum löndum. Hér kemur svo líka mjög til greina lands- lag og skipting láðs og lagar. Hugsum okk- ur t. d. að landbrú væri frá Vestfjörðum til Grænlands. Af því myndi leiða hvorki meira né minna en það, að allt miðbik ís- lands yrði jökli hulið og sízt byggilegra heldur en suðurhluti Grænlands. Þá kæm- ist engin kvisl af hlýjum sjó norður fyrir landið. Austur-Grænlandsstraumurinn myndi skella á landbrúnni og leggjast sem köld straumröst austur með landinu að norðan. Krikinn milli íslands og Grænlands myndi fyllast hafís og þaðan myndi ísflök og fjalljakar sigla suður með landinu að austan og gera siglingaleiðir hættulegar eða ófærar milli fslands og Bretlandseyja. Nú er hins vegar opið sund milli Vest- fjarða og Grænlands. íshafsstraumurinn kemst þar óhindraður suður úr og spinnur ísband úr jakatoga íshafsins fram með austurströnd Grænlands. Aðeins í miklum ísárum fyllist sundið milli Vestfjarða og Grænlands af hafís og þá legst hann að norðurströnd íslands og siglir stundum austur og suður fyrir landið. — Til þess að geta stiklað á hinum helztu kjaravetrum, sem í annála hafa verið færðir, verð ég vitanlega að fara fljótt yfir sögu. Heimildir frá fyrri öldum eru allar sóttar í Árferði á íslandi í 1000 ár eftir Þorvald Thoroddsen. Árferðisannálar frá 13. öld og þar áður eru svo stopulir að ekki þýðir að byggja neitt á þeim. Frásagnir eru þá helzt um aftakaharðindi og einstök illviðri, sem grípa eitthvað inn í sögulega viðburði eða öllu hungri og manndauða. Á 14. öldinni fara annálar að verða fyllri. 1330 er nefndur hinn góði vetur, en gras- leysusumar fylgdi eftir. 1340 er „vetur svo góður fyrir sunnan land, að menn mundu trautt þvílíkan. Fundust egg undan fuglum í Flóa nær miðri góu á öskudag og oftlega síðan. — 1352 er vetur talinn hlær (hlýr) og ofan- fallasamur. 1361 er vetur hlýr og mjög regnsamur frá jólum, en frost mikil um hvítasunnu- skeið og í annan tíma, er sól gekk sem hæst. — 1391. Vetur góður, sumar gott og haust svo gott fram um miðjan desember, að ná- lega fraus hvorki né snjóaði, en ofanföll mikil fyrir sunnan land, svo að ónýttust hey manna. Á 14. öldinni er alls getið um 7 góða eða ágæta vetur. En þar ber 1340 af öllum hinum. Á 15. öldinni eru árferðisannálar mjög lélegir og ganga mest út á drepsóttir og eldgos. 1428 var vetur góður og linur. Skiptjón GLEÐILEG JÓL! EintsUipafélafi íslands. GLEÐILEG JÓL! Sjjóklœðagerð íslands. \ GLEÐILEG JÓL! | Gtslt J. Johnsen. GLEÐILEG JÓL! S œlgœtisgerðin Víkingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.