Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 7
T f M I N N 7 Sigurður Thorlacius: Keilunefur Sagan, sem hér birtist, er kafli úr óprentaðri bók, Um loftin blá. Inngangurinn að þessum kafla er sá, að krian Tindilvængja, Nefprúð lundamamma og æðurin Brúnkolla, sem er aðalpersóna bókar- innar, talast við uppi á höfða á varpeyjunni. Sam- talið endar á því, að Tindilvængja fellst á að segja Brúnkollu og Nefprúð sögu, en mörg hundruð annarra fugla, æðarfuglar, lundar, kríur, máfar, hlusta einnig. Tindilvængja hóf sögu sína á þessa leið: Keilunefur Trítilsson heitir fugl. Hann er snjótittlingur eða sólskríkja, lítill vexti, en glæsilegur útlits. Forkunnarfagur er hann í sparifötunum vor og sumar með skjall- hvíta bringu og svartar herðar, svart nef og svarta fætur. Hann hefur svo bjarta og dillandi söngrödd, að unun er að heyra hann syngja. Við Keilunefur hittumst eitt sinn um haust á útleið yfir Atlantshafið. Veður var ofsalega hvasst. Bjóst ég sannast að segja við, að Keilunefur, sem var kornungur, myndi á hverri stundu gefast upp og þeyt- ast undan storminum niður í freyðandi öldurót úthafsins. En hann reyndist þraut- seigari en ég hafði búizt við. Loks komum við auga á skip, sem valt og hossaðist og stefndi í sömu átt og við. Við settumst í reiða skipsins, hvíldum okkur lengi dags og sögðum hvort öðru sögur og æfintýri. Slðan höfum við Keilunefur Trítilsson verið beztu vinir. Við hittumst á hverju vori. Hann er nú hættur að ferðast til annarra landa, en hann er ekki hættur að rata í þrekraunir og æfintýri. Sagan, sem hann sagði mér frá fyrsta vetrinum, sem hann dvaldi heima á íslandi, líður mér aldrei úr minni. Það var að áliðnum vetri. Inni til heiða og uppi til fjalla var löngu orðið haglaust, bæði fyrir fugla og fénað. Snjótittlingarnir leituðu byggðar o£ strandar. Trítluðu þeir og flögruðu í smáhópum umhverfis bæina, tíndu hnetur og grasfræ í heystæðum, brauðmola í hlaðvörpum. í hvert skipti, sem hrikti í hurð eða glugga, eða marraði í spori, hrukku þeir við allir í senn og flugu leiftursnöggt í loft upp tístandi og syngj- andi, en settust aftur jafnskjótt og færi gafst. En sumir snjótitlingarnir voru of styggir til þess að leita til bæja, enda var einnig þar þröngt um matföng fyrir alla þá óteljandi herskara, sem flúðu helstirðn- aðar hjarnauðnir öræfavíðáttunnar. Keilunefur Trítilsson, vinur minn, og fé- lagar hans leituðu hælis hér í Hvaley, sennilega meðfram vegna þess, sem ég hafði sagt honum héðan um landkosti og fegurð staðarins. Enda urðu þeir ekki fyrir vonbrigðum. Hér voru sæmilegir hagar og ágæt skjól fram með brekkunum. Keilu- nefur fann hellinn, sem þið kannist við, hérna undir klettinum, sem við stöndum á. Hlaðið var að mestu leyti fyrir hellis- munnann með grjóti þá eins og nú. En snj ótittlingarnir gátu hæglega smogið inn um op milli steinanna. Nótt eftir nótt leit- uðu þeir þar skjóls fyrir frostnæðingi og hretum. Og betra skjól var naumast hægt að hugsa sér. En svo dundi ógæfan á, þegar minnst varði. Litlu fuglarnir flögruðu í hóp að hellisskútanum í ljósaskiptunum að kvöldi dags. Veður var kalt og hryssingslegt, vax- andi snjókoma og fjúk. í brekkunni fram- an við skútann var afdrep, en nístandi bit- T ritilsson Sigurður Thorlacius ur norðaustan kólgan þeytti kófinu í sí- fellu fram af höfðanum. Þið sjáið skoruna í klettinum þarna. Hún er beint upp af hellismunnanum. í gegnum hana stóðu þykkar skafrenningsstrokur án afláts. Blístrandi og ýlfrandi feykti frostnepjan hárfínum snjósallanum á undan sér, en dimmgráar klappir og klakafreðin börð þumbuðu og þrjóskuðust við. Og skýin, sem þyrptust fram hjá, hlaðin snjó og sorta, litu í glottandi miskunnarleysi niður á smáfuglana í brekkunni. Það var eins og náttúruöflin hefðu gert samsæri gegn þess- um harðgerðustu sonum íslands. Skýin hvísluðu að vindinum: „Kveljum þá, kvelj- um þá“, en vindurinn hvæsti i eyru snjó- kornanna um leið og hann bar þau á örm- um sínum: „Drepum þá, drepum þá.“ Náttmyrkrið var að skella á. Keilunefur og félagar hans smugu hver af öðrum á milli steinanna inn í niðdimman skútann. Þeir hjúfruðu sig sem þéttast hver upp að öðrum í dálitlum afkima innst inni í hell- inum. Hriðin hamaðist úti fyrir og hvinur storms og brims heyrðust eins og í fjarska. Litlu fuglarnir í hellisskútanum báru ekki hatur eða kala í brjósti til neins. Jafn- vel hríðin og stormurinn voru í meðvitund þeirra eins og systir og bróðir. Þeir voru ókvíðnir og áhyggjulausir, og líkamshitinn og vinarþelið, sem streymdi frá einum þeirra til annars, vermdi þá og gerði þeim rótt í skapi. Þeir tístu nokkrum sinnum 1 barm sinn, eins og þeir væru að lesa kvöld- bæn, stungu nefi undir væng, og óðar en varði voru þeir allir steinsofnaðir. En úti fyrir hélt samsærinu áfram. Ský- in svört og úfin flykktust saman í þéttari og þéttari bólstra, vindurinn fór hamförum og snjókornin hlóðust niður og fuku saman í djúpa skafla. Og hvað haldið þið svo, að snjótittling- arnir hafi séð, þegar þeir vöknuðu í hellin- um snemma morguninn eftir? í fyrstu sáu þeir ekki nokkurn skapaðan hlut. Þeir sáu ekki einu sinni grilla í gulleit nef- in hver á öðrum. Hvernig gat staðið á þessu? Höfðu þeir vaknað of snemma? Eða hafði dagsbirtunni seinkað af einhverjum óskiljanlegum ástæðum? Keilunefur klór- aði sér á bringunni með nefinu, teygði fæt- urna aftur undan sér til skiptis, klóraði sér undir vængnum og loks á bakinu rétt fram- an við stélrótina. Að því búnu hoppaði hann út eftir hellisgólfinu. Og þið getið hugsað ykkur, hvernig honum varð innan- brjósts, vesalingnum, þegar hann varð þess áskynja, hvernig komið var. Stór og þykkur snjóskafl var kominn í brekkuna úti fyrir, og hafði lagzt yfir hellismunnann og lokað fyrir útgöngudyr fuglanna.Snjótittlingarnir flugu hver af öðrum út í hellismunnann og út undir snjóþekjuna. Þeir réðust hvað eftir annað á snjóskaflinn, börðust um með vængjunum í örvæntingu sinni, hjuggu með nefinu og klóruðu með fótunum. Fá- einir litlir snjókögglar, óreglulegir að lög- un, hröpuðu inn í skútann. Það var allt og sumt. Öðru fengu smáfuglarnir ekki til vegar komið. Skaflinn lá óbifanlegur eins og bjarg yfir hellismunnanum. Ennþá var aðeins nýtekið að birta af degi, og því niðdimmt í hellinum. En sólar- geislarnir láta ekki smámuni hindra ferð- ir sínar. Óðar en neðri rönd sólarinnar var komin upp fyrir hafflötinn, þótt hún sæist reyndar ekki fyrir dimmviðri, brut- ust geislar hennar í gegnum skýjaþykkni, hriðarkóf og djúpan snjóskafl alla leið niður í anddyri hellisins. Dauft endurskin lagði um skútann, svo að myrkravön augu gátu grillt í loft og veggi, gólf og afkima. Þið munið auðvitað öll hvað hellirinn er stór. Drengurinn, sem kom hérna um dag- inn, tíu ára er hann víst, tróð sér inn til að ná í dún úr tveimur æðarhreiðrum. Hann gat næstum staðið uppréttur rétt fyrir innan dyrnar, þar sem skútinn er hæstur. Á sumrin er bergið vott og gólfið fuggulegt og rakt í einu horninu. En þarna um veturinn var allt frosið, sem frosið gat. Klakaströnglar héngu niður úr steinnibb- um á tveim stöðum. Þunnur snjóskafl var fremst á gólfinu. Keilunefur og félagar hans leituðu allra bragða til útgöngu. Þeir hoppuðu í smá- hoppum um hellinn, leituðu út í hvern afkima, hverja smáholu, eins og þeir gerðu sér vonir um, að einhvers staðar kynni að finnast smuga, sem opnaði leið til frelsis. Þeir flugu upp eins hátt og rúm leyfði, lömdu hart og hrjúft bergið með litlum vængjum, réðust svo á nýjan leik að skafl- inum, sem grúfði hálfgagnsær, en þungur og samanþjappaður yfir hellismunnanum. Þessi styrjöld smáfuglanna við miskunnar- laust ofurefli náttúrukraftanna stóð yfir langa stund, eða þangað til þeir hnigu niður hver af öðrum steinuppgefnir og von- lausir. Og þó var styrjöldinni ekki þar með lokið. Síður en svo. Nú hófst hún einmitt fyrir alvöru — þögul, óvirk styrjöld þol- gæðis og þjáninga.“ „Óskapa kjánar voru snjótittlingarnir að ráðast á bergið og snjódyngjuna,“ greip Nefprúð fram í. „Kjánar!“ svarar Tindilvængja og heldur áfram: „Þú segir, að þeir hafi verið kjánar. Við getum kannske sagt það, sem sitjum hér í ró og makindum um sólbjartan sum- ardag. En hugsið ykkur, að þið, fuglarnir, sem hlustið á frásögu mína hér á höfðan- um, væruð sjálfir lokaðir inni í skugga- legum hellisskúta í nístandi kulda um há- vetur. Munduð þið ekki verða lafhræddir? Og munduð þið ekki gera nákvæmlega hið sama og snjótittlingarnir: ráðast á hvað sem fyrir yrði og berjast um, unz þið gætuð ekki meira fyrir þreytu? Annars sagði Keilunefur Trítilsson mér sjálfur, að hræðslan hefði ekki verið yfirgnæfandi í huga sinum, enda hefði hann ekki þá gert sér i hugarlund, hve geigvænlegar þján- ingar hungurs og örvæntingar biðu þeirra á þessum óheillastað. Hann segir aftur á móti, að sterk, eðlisbundin þrá eftir at- höfnum og frelsi hafi verið sér ríkust í huga. Á hverjum morgni í dögun voru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.