Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 13
T f M I N N 13 víða af miklum sjávargangi. Braut 18 skip á Akranesi. — Þetta eru einu lofsamlegu ummælin um veðráttu 15. aldarinnar, sem færð hafa verið í letur. 16. öldin. 1572 var sumar gott, haust vott, en vetur góður „og stökk af margur mann“, bætir annálshöfundur við. — 1581. Vetur góður til góuþræls. 1595. Vetur afbragðsgóður, veiðiskapur í vötnum með net fram á jól. Þá þurfti aldrei að gefa geldum nautum hey. Pleiri vetur eru ekki annálaðir fyrir gæði á 16. öldinni. 17. öldin. Þar ná annálar meira eða minna til allra áranna. 1608. Vetur var þá mjög góður, en veðr- átta spilltist með sumrinu. Kom þá hafís er lá fram á Jónsmessu. 1611. Vetur góður, en haust mjög vot- samt og var kallað skriðnahaust, því skrið- ur féllu víða. 1617—1623 eru vetur taldir góðir öll árin eða 7 ár samfleytt, og oftast voru þá líka vor og sumur allgóð. 1624. Þá var vetur afbragðsgóður frá jól- um og gerði svo mikinn og fljótan gras- vöxt, að sóleyjar voru vaxnar í Skagafirði í síðustu viku vetrar og þá höfðu fuglar orpið og fundust nóg egg. Höfðu þá orðið 8 góðir vetur í röð. 1626 og 1629 voru vetur mjög góðir frá jólum. 1631 var vetur góður til jóla, en allgóður upp frá því. Sumarið var gott og grasgefið. Samt voru menn þá mjög þjakaðir af und- angengnum harðindum að því er segir. Munu það hafa verið hinn svonefndi svellavetur 1625 og frostaharðindisvetur- inn 1627—28, sem þar hafa riðið bagga- muninn og mátt sín meira en góðu vet- urnir. 1635 var vetur góður og hlutasamur syðra og vestra. Veðrátta var þann vetur bezt í uppsveitum, en þó felldu menn pening, því hey voru lítil eftir sumarið. 1636. Það haust fram að jólum var eymuna góð veðrátta til jóla, en óstöðugt síðan og vorið hart fram á sumar. Það er eftirtektavert að á þessum árum kvarta menn ákaft um illa afkomu, þrátt fyrir hagstæða veðráttu mörg árin. 1642—1646 voru vetur góðir 5 ár í röð og oft grassumur. 1647 var enn góöur vetur, hinn snjó- minnsti í manna minnum. Kom aðeins lítil föl á útmánuðum, frost nærri aldrei og sýndist mönnum gróa í kelduföllum á þorra. Fiskur mikill kringum allt ísland. 1649. Vetur hinn bezti um allt land. Lá löngum allt sauðfé úti og voru tekin fjalla- grös á Ströndum vestur um Pálsmessu í föstu. 1650 var góður vetur, en vorið kalt og vætusamt. 1651. Vetur góður, vor æskilegt og gott sumar. Árferði ágætt til lands og sjávar. Grasvöxtur mikill og nýting góð. Nægur fiskur. — 1652. Vetur góður frá áttadegi. — Vor gott og sumar hlýtt. Var sprottin sóley í síðustu viku vetrar og tún sláandi í far- dögum. 1655—1658 voru fjórir kjaravetur í röð. Einkum er veturinn 1658 annálaður. Þá var mjög snjólítið en stormasamt á sunnan. Sóley var þá sprottin á einmánuði. Austan lands var þó tíðarfar stirðara og jarðbönn. 1663—1665 voru þrír ágætir vetur í röð. 1667. Vetur hinn bezti svo á þorra þiðn- aði af vötnum af sólarhita. 1668 og 1670 voru vetur góðir, en vorin köld. 1679 var vetur hinn bezti með hlákum og góðviðri, svo aldrei kom fjúk né frost- dagur að heita mætti. Þá var ársæld mikil um allt land. Vor var afbragðs gott og snemmgróið, svo að sóley var útsprungin á páskum, en fífill viku eftir krossmessu. Sumarið var hið bezta með miklum gras- vexti og góðri nýtingu. 1682—1685 voru vetur góðir eða í betra meðallagi. 1692—93. Vetur í betra meðallagi til jóla, en síðan afbragðsgóðir um allt land, svo aldrei kom fjúkdagur. Torf var rist og stungið á þorra. Snjór sást hvergi á góu nema í fjalllautum. 1698. Vetur ágæta góður, en sjógæftir bágar. Þó fiskaðist vel syðra og vestra. Þannig eru taldir að minnsta kosti 40 vetur góðir eða ágætir á 17. öldinni og auk þess margir í betra lagi. Fimm vetur eru taldir afbragðsgóðir. Þorv. Thoroddsen tel- ur alls 32 góðæri á 17. öldinni, en það bendir til að sumur hafi stundum spillt árferði eftir góðan vetur. Harðindaár telur hann 33 og meðalár 35. Yfirleitt virðist árferði 17. aldar hvergi nærri næg skýring eða ástæða til hrörnandi afkomu íslenzku þjóðarinnar. 18. öldin. 1702 er vetur góður og jarðir nægar svo menn gátu haldið peningi sinum. 1704. Vetur góður og yfirleitt frostlaus, svo fáir mundu slíkan; kom varla snjór frá góubyrjun. 1707. Vetur hvarvetna góður með hlák- um, snjóleysum og hægðarfrostum. Syðra var farið að gróa á einmánuði. Vor af- bragðsgott. Þetta ár gekk stórabóla, sem talið er að 18 þús. eða þriðjungur landsmanna hafi dáið úr. 1708—09. Vetur allgóður, frostlítill og án jarðbanna. 1710. Vetur allgóður til jóla en ágætur þaðan af, svo menn mundu trautt slíkan. Greri á þorra og gerði aldrei stórhörkur þaðan af. 1716. Veturinn forkunnar góður, einkum nyrðra. 1719 og 1721 voru vetur góðir. 1726 og 1727 og 1729 voru vetur snjóléttir og hægviðrasamir. 1731. Vetur var þá svo snjólítill og frost- laus, að mýrar voru sjaldan hestheldar, en mjög var þá stormasamt og ógæftir. 1731—32. Vetur hinn bezti og vorið eins. 1733. Sá vetur var hinn bezti og komu fáir dagar, svo aö nautpeningi væri eigi beitandi sumstaðar, en víða voru lömb eigi tekin á hey. 1734 var enn vetur hinn snjóa- og frost- minnsti, en storma- og rosasamur. 1739—40. Þá gerði hinn bezta vetur. Frá jólum til viku af góu var veðrátta svo góð, að menn varla mundu slika. 1748. Eftir nýár þiðnaði og varð hinn allra bezti vetur, sem menn þóttust muna. Á þorra kom gróður fyrir útigangspening og jörð var þá klakalaus. 1758. Þá gerði góðan vetur um land allt — hinn bezta um 10 ára skeið. 1759—60. Veðrátta bærileg frá vetur- nóttum til jóla, en síðan bezti vetur til Kyndilmessu.. Var þá árgæzka um allar sveitir, segir Eggert Ólafsson. 1763. Sá veturinn var góður bæði til lands og sjávar. Þá var rist torf á þorra og þakin hús. 1768. Hinn bezti vetur frá jólum og þetta ár allt stök árgæzka til lands og sjávar. GLEÐILEG JÓL! Kolasalan s.f. ! GLEÐILEG JÓL! Yerzlunin Brt/njja. GLEÐILEG JÓL! Bifrei&aeinkasalan. —-— —.—i GLEÐILEG JÓL! \«i. Hreinn og Sirius. GLEÐILEG JÓL! Soffíubúúð. --- -----—;— --------4 GLEÐILEG JÓL! Verksmiðjuútsalan Gefjjun — Iðunn. t'--------------------------- GLEÐILEG JÓL! Kaffibœtis- verksmiðjan Frcyjja. --~~----~------------------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.