Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 15
T f M I N N 15 Erich Marie Remarque: Hraðað ferð til hjálp ar (Kafli úr sögunni Vinirnir) GLEÐILiEG JÓL! Vélsmiðjan Héðinn. Eftlrfarandl kafli er þýddur úr bók Erich Marie Remarque, Vinimir. Höfundurinn varð, eins og kunnugt er, heimsfrægur fyrir fyrstu bók sína, Ekkert að frétta frá vesturvígstöðvunum. En hún og Vér héldum heim, hafa verið þýddar á íslenzku af Birni Franzsyni. Þriðja bók Remarques, Vinirnir, er ef til vill bezt þeirra allra. Höfuðpersónur sögunnar eru: Patricia Hollmann, ung, umkomulaus stúlka, oftast kölluð gælunafninu Pat, og vinirnir þrír, Robert Lohkamp, ástvinur hennar, sá er segir söguna, Gottried Lenz og Otto Köster. Milli þessara fjórmenninga hefir tekizt föst vinátta, ekki yfirvarpsvelvild í hagsmuna- skyni, heldur djúp, órjúfandi tryggð, sem reynist þá bezt, er mest liggur við. Þeir félagar hafa tekið þátt í heimsstyrjöldinni, en að henni lokinni þurft heima fyrir að berjast við atvinnuleysið og áhrif hernaðarins á líf þeirra. Síðast setja þeir á stofn viðgerðaverksmiðju fyrir bifreiðar. Eiga einn bíl sjálfir, Ijótan, en afburðaganghraðan, og nefna hann „Karl“. Þegar eftirfarandi þáttur hefst, hafa Robert og Pat tekið sér nokkurra daga frí úr hinni þýzku stórborg og farið norður að hafi. Bækur E. M. Remarques eru á svarta listanum hjá nazistum og höfundar þeirra landflótta, eins og svo margir mestu snillingar þýzku þjóðarlnnar. Kaflinn er nokkuð styttur á stöku stað, og fyrir- sögn hans er sett af mér. H. J. Ég sat niðri við ströndina og horfði á sólarlagið. Pat var ekki með mér. Hún hafði ekki verið vel frísk um daginn. Þegar sólin var horfin stóð ég upp og bjóst til heimferðar. Þá sé ég allt í einu — langt í burtu, hvar þjónustustúlka ungfrú Mullers kom þjótandi og baðandi út hand- leggjunum, eins og hún ætlaði að fljúga. Hún hrópaði eitthvað, sem ég ekki heyrði fyrir bárugjálfrinu og golunni. Ég gaf henni merki um að nema staðar, þar til ég kæmi, en hún þaut áfram í áttina til mín, setti hendurnar fyrir munninn og — — guð minn góður! Ég greindi skyndilega orð eins og „konan yðar“ og „slys“! Ég tók sprett. „Hvað hefir komið fyrir“, æpti ég. En stúlkan kom engu öðru upp, fyrir mæði, en sömu orðunum ,sem ég hafði heyrt. Ég hljóp framhjá henni, stökk yfir girðinguna umhverfis húsið og ruddist inn í herbergi okkar. Þar lá Pat í rúminu, blóð- ug á brjóstinu og með knýttar hendur sem í krampa. Blóð rann úr munni hennar. Hjá rúminu stóð ungfrú Muller með hand- klæði og mundlaug. „Hvað hefir komið fyrir“, kallaði ég og ýtti henni til hliðar. Hún gegndi víst einhverju. „Komið með bindi, hvar er sárið?“ „Það er ekkert sár,“ hvíslaði ungfrú Muller með titrandi vörum og horfði á mig skelfdum augum. Ég rétti samstundis úr mér. „Blæðing“, sagði hún lágt. Það var eins og ég fengi högg í andlitið. „Blæðing". Ég þreif af henni mundlaugina. „Komið með ís, fljótt, ís“. Ég vætti hand- klæðið og lagði á brjóstið á Pat. „Já, en það er enginn ís til í húsinu“, umlaði ungfrú Muller. Ég sneri mér við. Hún hörfaði aftur á bak. „Já, en í guðanna bænum útvegið hann. Sendið til næstu veitingastofu — og símið samstundis eftir lækni“. „Við höfum ekki sírna". „Hvert þó í heitasta! Hvar er næsti sími?“ „Hjá Massmann". „Hlaupið þangað, fljótt, hraðið yður. Símið til næsta læknis. Hvað heitir hann, hvar býr hann?“ En áður en hún fengi tóm til að svara, stjakaði ég henni út úr dyrunum. „Fljótt, fljótt, þér verðið að hlaupa, heyrið þér. Hve langt er það?“ „Þrjár mínútur,“ anzaði hún og þaut af stað. „Og komið með ís“, kallaði ég eftir henni. Ég vætti þurkuna og skipti um vatn, ég þorði ekki að hreyfa Pat, vissi ekki, hvort hún lá rétt. Mér lá við örvinglan vegna þess, að ég vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Það korraði í henni; svo engdist hún saman, og straumur af blóði vall út um munninn. Hún greip andann á lofti í kvein- andi sogum, og úr augum hennar skein hyldýpi skelfingarinnar. Þá svelgdist henni lítið eitt á, fékk hósta, og blóðrennslið jókst. Ég hélt við bakið á henni og fann, hvernig vesalings granni líkaminn henn- ar skalf og titraði. Loksins hneig hún út af, máttlaus með öllu. Ungfrú Muller kom aftur, hún líktist vofu. „Hvað eigum við að gera“, hrópaði ég. „Læknirinn kemur undir eins“, stundi hún lafmóð. „ís á brjóstið og líka upp í hana, ef hægt er“. Ég hlóð ís á brjóstið á Pat og var nú hughægra við það, að geta aðhafst eitt- hvað. Muldi meiri ís í bakstur og horfði stöðugt á munn hennar, þennan yndislega, nú afmyndaða, blæðandi munn. Einhver varpaði frá sér hjólhesti úti fyrir dyrunum. Ég stökk á fætur. Lækn- irinn. „Get ég nokkuð hjálpað?“ spurði ég. Hann hristi höfuðið og opnaði tösku sína. Ég stóð fast við hlið hans, við rúm- stokkinn og hélt mér um rúmmarann. Hann leit upp. Ég veik eitt skref aftur á bak, en sleppti ekki augunum af honum. Hann athugaði brjóstkassann. Pat stundi. „Er það hættulegt?“ spurði ég. „Hver stundar konuna yðar?“ spurði hann einungis. „Hvernig? Stundar?" stamaði ég. „Já, hvaða læknir?“ spurði hann óþolin- móður. „Ég veit ekki------nei, ég veit ekki — held ekki-------“ Hann leit á mig: „Það hljótið þér þó að vita.“ „Já, en ég veit það ekki. Hún hefir aldrei sagt neitt um það við mig.“ Hann laut niður að Pat og spurði. Hún reyndi að svara, en þá kom enn hörð hósta- kviða. Læknirinn studdi hana. Hún greip andann á lofti. „Jaffé," stundi hún brotinni hrygluraust. „Felix Jaffé? Prófessor Felix Jaffé?“ spurði læknirinn. Hún svaraði með því að hreyfa augnalokin. Hann sneri sér hvatlega til mln. „Þér verðið að hringja til hans undlr eins. GLEÐELEG JÓL! Verfcsmiðjan Venus h.f. r- GLEÐILEG JÓL! tltvarpsviðgerðarstofa Otto B. Arnar. 0^0"0»a"OMO"0"0"0"0»0"0"0"°»»^°V GLEÐILEG JÓL! i Heildverzlun | Jóns Loftssonar. ------------------------------------------------------------------ ^ > GLEÐLLEG JÓL! Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar GLEÐILEG JÓL! Amatörverzlun Þorlcifs Porleifssonar GLEÐILEG JÓL! Landssmiðfan. i—----— ---------------——^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.