Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 17
T í M I N N 17 um, þvert á móti öllum umferðareglum, og leitaði þess eins, að komast sem fyrst út úr borginni. „Eruð þér snarvitlaus?" æpti læknirinn. Köster smaug fram hjá æðandi strætis- vagni, minnkaði benzíngjöfina andartak og setti á fulla ferð aftur. „Akið hægar,“ hrópaði prófessorinn, „hvaða gagn er að þessu, ef við drepum okkur?" „Við gerum það ekki.“ „Innan tveggja mínútna, ef við höldum áfram á sama hátt.“ Köster þeyttist framhjá rafmagnsspor- vagni, öfugu megin og hafði nú framundan langa, beina götu. Hann leit snöggvast á Jaffé og muldraði: „Ég veit að ég verð að koma yrður ó- sködduðum áfram, treystið því að þér komizt það.“ „Já, en hvaða gagn er að þessum vitfirr- ingsakstri, sparið fáeinar mínútur------•“ „Það hefir þýðingu," rumdi í Ottó, um leið og hann vék eldhratt til hliðar fyrir þungum vöruvagni. „Við þurfum að aka 220 kílómetra.“ „Hvað segið þér, maður?“ „Já,“ — bíllinn smaug fram milli póst- bifreiðar og strætisvagns — „ég vildi ekki segja yður frá því fyrr.“ „Hefði engu breytt,“ urraði í Jaffé. „Ég hjálpa án tillits til vegalengdar. Akið til járnbrautarstöðvarinnar. Við verðum fljót- ari með lestinni.“ „Nei.“ Köster var kominn í úthverfi borgarinnar. Stormurinn sleit orðin af vörum hans. „Hef athugað það — lestin fer of seint.“ Hann mætti aftur augnatilliti Jaffé, og læknirinn hefir efalaust séð eitthvað ó- venjulegt í andliti hans. „Guð á himnum,“ muldraði hann. „Vin- kona yðar?“ Köster hristi höfuðið, nú svaraði hann ekki lengur. Hann var kominn út á greið- an þjóðveg og bíllinn geistist áfram með æðishraða. Læknirinn hnipraði sig saman bak við vindskerminn. Köster reif af sér leðurhjálminn og rétti honum. Hljóðhorn- ið var þeytt stanzlaust. Skógarnir endur- köstuðu hljóðinu. Köster dró aðeins úr hraðanum, meðan þeir þutu gegnum þorp og bæi, ef ekki var annað fært. Svo þrýsti leitarljósið sér aftur fram gegnum mána- skinsmóðu næturinnar, eins og æðandi vofa. Vagnhjólin tóku að drynja — hvísla — orga — blása. Vélin var knúin öllu sínu ægiafli. Köster lá álútur fram yfir stýrið. Það var eins og allur líkami hans væri eitt risavaxið eyra, sía, sem greindi sundur hin margvíslegustu vélahljóð og sæti um hvert hið minnsta aukahljóð, hvert laumulegt ískur eða urr, sem geymt gat í sér vélbilun — og dauðann. Vegirnir urðu votir, og þar sem þeir voru leirbornir, kastaðist bíllinn til á rásinni. Köster var tilneyddur að hægja ferðina. En í staðinn tók hann beygjurnar enn krappar og hraðar. Hann ók ekki lengur af neinu viti, heldur af eðlishvöt. Bíllukt- irnar lýstu beygjur vegarins aðeins upp að hálfu leyti. Um leið og vagninn sveigði, lágu þær i biksvörtu myrkri. Læknirinn þagði. Skyndilega var eins og loftið framundan léki í bylgjandi bárum í geislastaf leitar- ljóssins. Það tók á sig lit, varð eins og bleikt silfur og bærðist líkt og blæja. Það var eina skiptið, sem Jaffé heyrði Köster blóta. And- artaki seinna voru þeir í kafaþoku. Ljósin voru deyfð. Það var eins og þeir syntu í baðmullarhafi. Tré — alls kyns mögulegir, furðulegir og draugalegir skuggar þutu framhjá í þessari mjólkurlituðu móðu. Það var gerómögulegt að greina nokkurn veg lengur, einungis til- viljun, slempilukka og skuggar, sem komu þjótandi í fang þeim — og hurfu örhratt að baki. Eftir tíu mínútur sluppu þeir gegnum þokubeltið. Þá var andlit Kösters ösku- grátt og innfallið. Hann leit á Jaffé og tautaði eitthvað, þá jók hann ferðina að nýju. Bíllinn þeyttist öskrandi áfram. — Köster laut yfir stýrið, kaldur, rólegur, með vald yfir hverri taug og hverjum drætti. Hinn raki hiti í herberginu gerði sjúk- lingnum þungt fyrir brjósti. „Er það ennþá ekki hætt?“ spurði ég. „Nei,“ anzaði læknirinn. Pat horfði á mig. Ég brosti til hennar á móti — afskræmdu brosi. „Að hálfri klukkustund liðinni verða þeir komnir,“ sagði ég uppörvandi. Læknirinn leit upp. „Eftir hálfa aðra til tvær klukkustundir enn. Það rignir.“ Það var satt. Regnið draup þétt niður yfir tré og runna. Ég starði út tárvotum augum. Hve langt fannst mér ekki síðan að við höfðum gengið saman þarna í garðinum, innan um rósir og hvítfjólur, og Pat hafði raulað barnalög í tunglsskini hinnar mildu nætur, um leið og hún dansaði mjúklega milli runnanna. Ég gekk út að garðshliðinu aftur. Biðin var mér óbærileg. Regnið var stytt upp, en móða lá í lofti. Ég blótaði, vissi vel hvað slíkt þýddi fyrir Köster. Fugl heyrðist garga. „Haltu kjafti,“ muldraði ég. Svo datt mér allt í einu í hug feigðarboði 1 sambandi við væl fuglsins. „Þvættingur,“ sagði ég hátt, en skalf þó allur við tilhugsunina. Fluga suðaði einhversstaðar, en hún kom ekki nær — ekki nær. Hún suðaði aðeins lágt og tilbreytingarlaust. Nú þagði hún, byrjaði svo aftur — á sama hátt. Allt í einu tók ég að skjálfa eins og espilauf. Þetta var engin fluga. Þetta var bíll, langt, langt burtu, sem geistist fram yfir ásótt land. Ég stóð eins og steyptur, hélt niðri I mér andanum og hlustaði með opinn munn til að heyra betur. Nú kom það aftur — og enn, þetta suðuhljóð, líkt og í geðvondri hvefsu. Nú varð hljóðið sterkara, og ég gat greinilega heyrt slög vélarinnar. — — Og skyndilega var sem lamandi áhrifum næturinnar, hinni magnstola ang- ist og örvinglan væri svift af mér. Með fáeinum skrefum náði ég dyrunum, greip í dyrastafinn og kallaði: „Þeir koma, læknir. Pat litla! Nú koma þeir, ég heyri þegar til þeirra.“ Allt kvöldið hafi læknirinn auðsýnilega álitið mig sturlaðan. En nú stóð hann samt á fætur og hlustaði líka. „Það getur verið annar bíll,“ sagði hann. „Nei, ég þekki vélarhljóðið.“ Hann leit illilega til mín. Gagnvart Pat var hann umhyggjusamur, eins og móðir við barn, en handa mér átti hann enga þolinmæði. „Þvættingur," sagði hann stutt og þurr- lega og fór aftur inn. Ég var kyrr í dyrunum, titrandi af æs- ingu. „Karl, Karl,“ hvíslaði ég. Nú þaut hann gegnum þorpið á æðislegri ferð. Svo varð hljóðið veikará um stund. Þá var hann bak við skóginn. Og nú! Nú! <—---------------------- GIÆÐELEG JÓL! Gefjun. GLEÐHÆG JÓL! Iðunn. GLEÐDLÆG JÓL! Efnalaugin Glœsir. GLEÐILEG JÓL! Hainpiðjott h.f. ------------------------- GLEÐILEG JÓL! RaUarastofa Sigur&ar Ólafssonar, EiinsUipafél.húsinu. GLEÐILEG JÓL! Guðm. Þorsteinsson. gullsmiður. Löng, hvítgul ljósrák skar sig gegnum loftið, véladrunurnar bergmáluðu við hús- vegginn. Læknirinn stóð allt í einu við hlið mína, blindaður af hinu hvassa ljósi. Svo stöðvaðist bíllinn utan við garðs- hliðið með þungu glamri í grófgerðri möl- inni. Hallgr. Jónasson þýddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.