Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1939, Blaðsíða 10
10 TÍ MINN in illa. Sóttist því ferðin fremur seint, því að leiðin var lengst af í fangið. Stefna þeir nú vestanhalt við Kiðagilshnjúk og koma að Kiðagilsá um veginn. Lá hún með ís og varð ekki til tafar. Komust þeir um kvöld- ið í svo kölluð Klifberadrög, eftir því sem þeir héldu, en þar uppi var allt á kafi í fönn og því erfitt að átta sig á örnefnum. Gerðu þeir sér nú snjóhús á þann hátt, að þeir grófu með skóflublaðinu gröf, hæfi- lega stóra fyrir þá báða, hlóðu síðan veggi, beggja megin og reftu svo yfir með skíðum og sleða, en þöktu með snjóhnausum. Fyr- ir dyrnar hlóðu þeir snjó. Þegar þeir höfðu matast, lögðust þeir niður þétt saman og sváfu um 51/2 tíma. Leið þeim sæmilega þarna í snjóhúsinu, en var þó hrollkalt nokkuð eftir áreynsluna um daginn. Hund- ur Sturlu lá ofan á fótum honum, eins og hann var vanur í fjallferðum. Var honum því ekki kaldara en það, að hann fór úr peysu og lánaði Tómasi um nóttina. Á fimmtudagsmorguninn vöknuði þeir í býti, eða um kl. 5. Veður var nú orðið hægt með þoku, og ýrði úr loftinu ísing og snjór. Þeir félagar fengu sér nú bita í skyndi, rifu síðan snjóhúsið og héldu af stað, hvor í sína átt. Er það fyrst af Tómasi að segja, að hann fékk vont veður og var lengi á leiðinni, en náði þó heim um kvöldið. Var hann nokkra stund að ná sér eftir ferðina og uggði mjög um afdrif Sturlu, enda gerðu það fleiri norður þar, og töldu sumir hann af. Nú víkur sögunni aftur til Sturlu, þar sem hann skildi við Tómas. Þótti honum að vonum óhugnanlegt að leggja út í þok- una, en ekki lét hann það á sig ganga og hélt hiklaust leiðar sinnar og stefndi eins og vörður vísa suður á Sprengisand. Fór hann léttan, enda var færð sæmileg um sinn. Þegar hann kemur suður um Fjórð- ungsvatn, sér hann bjarma framundan sér. Þykir honum nú betur á horfast og herðir gönguna. Tók nú óðum að létta þokuna, og þegar komið var alllangt suður fyrir Fjórð- ungsöldu, var orðið albjart, og sólskin yfir öræfunum í suðri, eins langt og augað eygði. Virtust veðraskilin liggja um Tungnafellsjökul norðanverðan og yfir í Hofsjökul. En eftir því, sem veðrið batnaði, gerðist færið þyngra, svo að hann varð öðru hvoru að taka af sér skíðin og bera þau til hvíldar, því að svo voru þau stöm af sól- bráðinni. Ekki gaf hann sér tóm til að hvíla sig, en hélt áfram með vörðunum, unz hann heyrir fossanið fram undan. Þykir honum kynlega við bregða í fyrstu, en áttar sig þó brátt á því, að niðinn muni að heyra til Fjórðungskvíslar, og sé hún auð. Hafði hann áður ætlað, að allar ár á leiðinni væru á haldi, og hugðist að fara Þjórsá hjá Sól- eyjarhöfða. En nú verður honum hitt ljóst, að þessu sé lítt treystanda, og þykir heldur óvænkast sitt ráð. Tekur hann það til bragðs, sem vænlegast var, að halda vestur yfir Þjórsá þegar í stað, ef þess yrði kostur, og snýr því af leið í áttina til Arnarfells. Skömmu síðar bar hann að Þjórsá, og féll hún þar í þrem kvíslum. Sú fyrsta var auð og tók hún í klyftir. Miðkvíslin var mest og virtist óvæð með öllu, en svo vel vildi til, að í henni var stífla úr stórjökum, og tókst Sturlu að klöngrast þar yfir heilu og höldnu. Síðasta kvíslin var auð, en vatns- minnst, og óð hann hana í mitt læri. Við eina kvíslina tók Sturla sér stutta hvíld og mataðist. Annars fékk hann sér oft bita, en jafnan lítið í senn. Þegar á leið daginn, sótti á hann mikill þorsti, og svalaði hann sér á snjóbráð og lækjavatni. Krapablár miklar voru á sandinum vestan Þjórsár. Réð hann því af, að fara yfir hornið á Hofsjökli, beint á Arnarfell, og sýndist það skammt. En vatnsagi mikill var við jökul- röndina og neðan til á jöklinum, svo að ferðin sóttist ógreiðlega, og var hann 4 tíma yfir jökulinn og í Arnarfell. Þótti Sturlu þessi leið æði löng og sótti göng- una, sem mest hann mátti. Eins og kunnugt er, liggur Arnarfell hið mikla í suðausturbrún Hofsjökuls. Stórir skriðjöklar ganga fram á flatlendið austan þess og vestan, en niður frá fellinu breiðast gróðurlausir aurar að Þjórsá. Sturla hélt A uppdrætti þessum sést leiff sú, er Sturla Jónsson bóndi í Fljótshólum fór, norffan úr Bárffardal og s u ð u r í Ámessýslu, til fundar viff unnustu sína voriff 1916. Er leiffin milli Norffurlands og Suffur- lands mörkuð með brota- línu. y/t': As&Fs síaðirj HeMa nú vestur yfir aura þessa og upp á vestari jökulinn, því að þar ætlaði hann að láta fyrir berast um nóttina. Þegar hann var kominn upp þangað, var klukkan orðin 10y2 og sól runnin á fjöll. Hafði hann nú verið 15 stundir úr síðasta náttstað, og taldi því mál til hvíldar. Byggði hann sér snjóhús, eins og áður, en nú var það erf- iðara, því að grunnt var á ís, og varð hann því að hlaða það upp úr hnausum að mestu. Blíðu veður var um kvöldið, með nokkru frosti eftir sólarfall, og var ægifagurt um að litast. Framan í Arnarfelli hafði Sturla séð auða jörð á litlum kafla. Annars voru öll öræfin undir fönn og krapi, sem lýsti með grænleitum blæ í vorhúminu. Sturla býr sig nú til náða, sem bezt hann kunni, hefir sokkaskipti, borðar og fer í olíufötin. Síðan stingur hann niður staf sínum úti fyrir húsinu, svo að þess væri fremur von, að hann finndist, ef svo skyldi fara, að hann vaknaði ekki. Eftir það hlóð hann snjó í dyrnar á húsinu, breiddi gæruskinn- ið undir sig, en föt ofan á. Fótunum stakk hann niður í strigapoka mikinn, og lagðist hundurinn þar ofan á. Síðan sofnaði hann, enda var hann tekinn að þreytast, svo sem vænta má, því að vegalengd sú, sem hann hafði gengið um daginn, mundi talin löng dagleið á hestum, á sumardag. Færð hafði víðast verið slæm, stamur snjór, elgur og krap, svo að skíðum var ekki við komið, og varð þá að bera þau og farangurinn. Þann- ig var á Arnarfellsaurum og víðar. Eftir 1 y2 stundar svefn, vaknaði Sturla og var þá hrollkalt. Rís hann nú upp og skyggnist til veðurs. Var þá enn dimmt, en heiðskírt loft með allmiklu frosti, og hægur andvari af suðri. Þykir honum nú ráð, að nota skíðafærið, meðan frostið haldist, og býst til ferðar. Tekur hann stefnu suður af jöklinum, eftir því sem hann ætlaði, og heldur af stað. Jökullinn var ósléttur mjög, og sóttist því ferðin seint, því að víða varð að beygja af leið og gæta varúðar. En eftir stutta ferð, kemst Sturla af jöklinum, skammt fyrir austan Nauthaga. Var þá orðið albjart, og tók hann nú stefnu á Norðlingaöldu, ein- stakt fell, sem stendur á Fjórðungssandi við Spréngisandsveg. Snjór var mikill suð- ur frá jöklinum og skíðafæri allgott fyrst. Skammt fyrir sunnan Nauthaga fellur Miklakvísl til austurs og í Þjórsá. Er hún allmikið vatn. Þegar Sturla kom að kvísl- inni, hafði hún nýlega rutt sig. Var þvl líkast sem hefði snjórinn verið skorinn með hníf við báða bakka og djúpt niður að vatninu. Sturla renndi sér niður að vatn- inu, tók pjönkur sínar á bakið og óð yfir. Áin var í buxnastreng, en allt gekk þó vel. Hélt hann nú áfram sömu stefnu og áður, unz hann kom að á þeirri, er Hnífá nefn- ist, litlu ofar en vegurinn liggur. Klukkan var nú um 10, og komið gott veður. Tók hann sér nú nokkra hvíld norðan við ána og blundaði litla stund. Allt í einu vaknar hann við það, að honum heyrist vera kallað til sín með nafni. Litaðist hann um, en ekkert kvikt var neinstaðar að sjá, eins og vænta mátti. Heldur hann nú áfram yfir ána, og var hún lítil. Fyrir sunnan Hnífa, tekur við Fjórðungssandur, og var þar versta færð. Melar voru víða upp úr, en á milli þeirra vaðall og krap. Gerðist nú þungt að draga sleðann, og varð Sturla oft að taka af sér skíðin og bera þau. Fjórð- ungssandur nær suður að á, sem heitir Kisa, og kemur frá Kerlingarfjöllum. Þegar þangað kom, var klukkan 11 y2. Stanzaði Sturla norðan við ána, snæddi og drakk það síðasta af kaffinu. Hundinum gaf hann vel að éta til að búa hann undir ána, því að hún var mikil. Síðan óð hann ána, og tók hún í mitti, þó að brot væru þrædd. Veður var enn hið bezta: sólskin og sunn- anþeyr, og rann snjórinn ört. Þrammaði hann nú áfram, og fór færðin sízt batnandi,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.