Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.2009, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið Bragginn s f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 36. árg. I 43. tbl. I Vestmannaeyjum 29. október 2009 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I FJÖR Á VERSLÓ Á laugardaginn var Verslunarmannaballið haldið með pompi og prakt í Höllinni. Um 250 manns voru í mat og skemmtun, allir í sínu fínasta pússi. Þessar glæsilegu stúlkur stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Frétta en nánar er fjallað um skemm- tunina og dansleikinn á blaðsíðu 18. Sýningin Heima og heiman um lífshlaup Páls Steingrímsson, kennara, myndlistar- og kvikmyndatökumann á Safnahelgi: Pálsstofa opnuð í Byggðasafninu - Þar verða fjörutíu heimildarmyndir, tæki og tól sem hann notaði Pálsstofa verður opnuð á Byggða- safni Vestmannaeyja þann 6. nóvember í tengslum við Nótt safn- anna og Safnahelgi á Suðurlandi. Sýningin Heima og Heiman verður í anddyri, kjallara og aðalsal Safna- húss og er um lífshlaup Páls Stein- grímssonar, kennara, myndlistar- og kvikmyndatökumanns. Jóhanna Yr Jónsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafnsins, sagði undir- búning í fullum gangi og sjálf hefur hún staðið í málningarvinnu undan- fama daga en Ólafur Engilbertsson hannar og setur upp sýninguna. „I anddyri Safnahús er kynning á sýn- ingunni, í kjallaranum verða Vest- mannaeyjum gerð skil og Pálsstofa á efstu hæð Safnahúss. Páll er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og stofnaði Mynd- listarskóla Vestmannaeyja ásamt Bjarna Jónassyni en skólinn var starfræktur í 17 ár. Þetta tímabil verður í forgrunni niðri og uppi á safninu verður Pálsstofa þar sem gestum safnsins gefst kostur á að skoða heimildarmyndir sem Páll hefur unnið hér heima og á ferða- lögum sínum um heiminn," sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í sýninguna. Kristín Jóhannsdóttir, menningar- fulltrúi, sagði Pál Steingrímsson hafa afhent Byggðasafninu fjörutíu heimildarmyndir, tæki og tól sem hann hefur unnið með auk ýmissa muna sem hann eignaðist á ferða- lögum sínum um víða verðöld. „Myndimar eru allar komnar í hús og á efri hæð Byggðasafnsins er búið að hanna lítið rými, Pálsstofu þar sem hægt er að horfa á þessar einstöku heimildarmyndir. Á föstu- dagskvöld verður svo nýjasta mynd Páls, Skarfar-einstök aðlögun, frum- sýnd í Kiwanishúsinu. www.eyjafrettir.is Fjölgar störfum hjá okkur -Segir yfirverkstjóri Skipalyftunnar um endurbyggingu upp- tökumannvirkja -En höfðum aðra sýn Stefán Jónsson, yfírverkstjóri Skipalyftunnar sagðist lítið vita um málið þegar hann var spurður út í samþykkt bæjarstjórnar um að bæjarsjóður taki þátt í endurbygg- ingu upptökumannvirkja skipa- lyftu Vestmannaeyjahafnar. „Það hefur ekki verið haft sam- band við okkur en ég er ánægður með að það er komin hreyfmg á málið. Þetta er í höndum hafnar- ráðs og hafnarstjóra," sagði Stef- án og var í framhaldinu spurður hvort ekki skipti miklu að fá nýja lyftu enda máiið verið í hálfgerðu limbói frá því að tjónið varð fyrir þremur árum. „Það skiptir okkur máli eins og önnur fyrirtæki í bænum. Frá því að upptökumannvirkin hrundu þá höfum við verið í kringum 25 sem höfum haft vinnu í Skipalyftunni. Komi þokkaleg upptökumann- virki sem koma til með að þjóna meirihluta skipa Eyjaflotans, þá er það ekki spurning að störfum hjá okkur mun fjölga til muna. Auð- vitað er mikill hagur í því að hing- að komi upptökumannvirki en það hefur ekki verið rætt við okkur. Verkefnastjórn hefur verið skipuð og ég get lítið tjáð mig um þetta eins og staðan er núna. Það er búið að ákveða að fara þessa leið og við breytum engu héðan af. Við vorum með allt aðra fram- tíðarsýn og í millitíðinni verður algjört hrun og ég skil að menn þurfí að hugsa um kostnað en menn verða líka að horfa á þjón- ustugetuna. Ég hef ekki séð skýrslu Sigl- ingastofnunar og málið hefur ekki verið inni á borði hjá okkur. Auðvitað skiptir miklu máli fyrir okkur að fá upptökumannvirki rétt eins og önnur fyrirtæki í bænum,“ sagði Stefán. Sjá bls. 6. Við flytjum allt ... ... og ekkert er of stórt! Eimskip-Flytjandi er með um 80 afgreiðslustaði um land allt. Hvað getum við flutt fyrir þig? Hafðu samband og fáðu tilboð. Friðarhöfn 900 Vestmannaeyjar Sími 481 3500 Fax 481 3501 www.flytjandi.is E EIMSKIP SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR netáhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI <&> ÞJÓNUSTUAÐILI ['OYOTA í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S. 481-1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.