Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 15
Laugarðagnr 8. IT'pt. 1968 MORCUNBLAÐIÐ 15 Þórisdalur í>órisdalur á sér merkilega sögu. Hann liggur, eins og kunn ugt er, austur af Kaldadal miðj- um milli Þórisjökuls og Geit- landsjökuls, fjöllum luktur á þrjá vegu, og sér ekki í hann af neinni alfaraleið. Af honum er er fyrst sagt í Grettissögu, en síðan að litlu getið um langt skeið. Enginn leggur leið sína þangað svo öldum skiptir og öll vitneskja um dalinn fær á sig blæ þjóðsögunnar. Hið upphaflega heiti dalsins breytist og hann er kallaður Árdalur. Lýsir það vel viðhorfi byggð- ar manna til staðarins. Það er ekki fyrr en seint á sautjándu öld, sem dalurinn er uppgötv- aður að nýju, og um landfræði- lega könnun hans er ekki að ræða fyrr en Björn Gunnlaugs- son gerir út leiðangur þangað sumarið 1835. Eins og áður segir, er Þóris- clals fyrst getið í Grettissögu og eiztu lýsingu á dalnum þar að finna. Frásögnin er skemmti- leg, þótt sitthvað sé við hana að athuga frá sannfræðilegu sjónarmiði, eins og fleira í Grettissögu. í sögunni segir að Grettir gekk upp á Geitlands- jökul og stefndi á landsuður eftir jöklinum og „fór þar til, er hann fann dal í jöklinum, langan ok heldr mjóvan, ok lukt at jöklum öllum megin, svá at þeir skúttu fram yfir dalinn. Hann komst ofan í ein- hverjum stað; hann sá þá fagr- ar hlíðir grasi vaxnar ok smá- kjörr; þar váru hverar, og þótti honum sem jarðhitar myndi valda, er lukðust saman jökl- arnii yfir dalnum. Á lítil fell eptir dalnum ok sléttar eyrar báðum megin. Lítill var þar sólargangr, en þat þótti honum raunverulega tilefni þess þá gleymt. Samkvæmt tímatali Grettis- sögu er veturvist Grettis í Þór- isdal talin 1024-1025, en sagan rituð um eða eftir 1300, eftir því sefn næst verður komizt. Síðan fara engar sögur af ferð- um í dalinn í meira en hálfa öld eða þangað til árið 1664. Það ár, „öndverðan dag næst- an fyrir Ólafsmessu fyrri,“ lögðu tveir prestar upp frá Húsafelli þeirra erinda að leita upp Þórisdal í Geitlandsjökli og höfðu heldur hljótt um fyr- irætlan sína. Þessir tveir ágætu klerkar voru þeir Björn Stef- ánsson á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og mágur hans, Helgi Grímsson á Húsafelli í Borgar- Prestahnúkar. (Ljósm. Þorsteinn Jósepsson). Á slóðum Ferðafélagsins firði, og fylgjarar þeirra, Björn Jónsson frá Hömrum í Gríms- nesi, sem síðar gerðist prestur að Hrepphólum austur og ungl- ingspiltur, Þorsteinn Þórðarson að nafni ei allfémikill eins og Helgi orðar það. Hugðust „þeir láta smáknap þenna síga fyrir bergið og skyggnast um ‘ í dalnum, ef á þyrfti að halda. Til þess kom þó ekki. Svo vel vill til, að varðveitzt hefur frásögn prestanna 'Deggja, Björns og Helga, af þessari för, er ferðasaga Björns rituð 38 ár- um síðar, en Helga skrásett samsumars, enda öllu ítarlegri, sem vænta má. Auðséð er af frásögn klerk- anna beggja, að þeir hafa þekkt til Grettissögu og annarra gam- alla heimilda' um Þórisdal, svo til kristinnar trúar að koma því, er hann fyndi í Þórisdal, ef nokkur mennsk skepna væri þar fyrir þeirra augum og þeir mættu orðum við koma, karl- kyns eða kvenkyns, og sam- þykkti Björn prestur heitið að sínum hlut að veita þar til for- tölur og orðaflutning.“ Er ekki að orðlengja það, að ferð þeirra gekk að óskum upp jökulinn og blasti þá við hinn alræmdi útilegumannadalur. En nokkuð var hann með öðrum hætti en þeir höfðu gert sér í hugar- lund, grýttur og gróðurlaus með snjóskriðum hér og þar, en jökullón í dalbotninum. Eng in sáu þeir merki mannvistar í dalnum. Hins vegar fundu þeir helli einn mikinn í brún dals- ins og krotuðu þar fangamörk ótal, hve margr sauður þar var í dalnum; þat fé var miklu betra ok feitara en hann hefði þvílíkt sét. Grettir bjósk nú þar um ok gerði sér skála af þeim viði, sem hann fékk þar til. Tók hann sér nú sauði til matar; var þar betri einn saúðr til niðrlags en tveir annars stað ar. Ein ær mókollótt var þar með dilki, sú er honum þótti mest afbragð í vera fyrir vaxt- ar sakar. Var honum forvitni á at taka dilkinn, ok svá gerði hann ok skar síðan dilkinn; hálf vætt mörs var í dilkinum, en var þó öllu betri.“ Þurs einn réð íyrir dalnum, sá er Þórir hét; við hann kenndi Grettir dalinn og kallaði Þórisdal. Lýsing Grettissögu á stað- setningu Þórisdals er í aðalatrið um rétt, en um útlit dalsins gegnir öðru máli, eins og síðar mun sagt verða. Sama er að segja um nafngift dalsins. Tel- ur Guðni Jónsson, sem sá um útgáfu Grettissögu fyrir Hið íslenzka fornritafélag, í formála fyrir sögunni, að örnefnið Þóris dalur hafi eflaust verið gamalt * dögum söguritarans og hið Þórisdalur sem Bárðarsögu, en þar er hans einnig getið að nokkru, enn- fremur þjóðsagna, er um hann gengu. Sömuleiðis hafa þeir kunnað skil á Árdalsóði Jóns Guðmundssonar lærða, sem hann orti um dalinn og inn- bygjara hans, en Jón dó 1658 eða aðeins sex árum áður en för prestanna var gerð. Kvæð- ið hefst á þessu alkunna er- indi: Væri ég einn sauðurinn í hlíð- um, skyldi ég renna í Áradal. Forða hríðum, * forða mér við hríðum. Fjórmenningarnir héldu sem leið liggur suður Kaldadalsveg, en er þeir komu um það bil á Langahrygg miðjan, sveigðu þeir af leið og stefndu í átt- ina austur til jökla. Það vakti eftirtekt þeirrg, að hrafn einn flaug í veg fyrir þá af jöklin- um og var „mjög starsýnn til þeirra,“ hvaf síðan. En er þeir komu að jöklinum, leizt þeim hann allófrýnilegur yfirferðar með djúpum gjám og sprungum. Sterngdi þá Helgi prestur þess heit, „að hann skyldi við leita (Ljósm Páll Jónsson). sín í bergið, Björn B og S, en Helgi H, „og var það djúpast gjört í bergið og mun lengst til sjá.“ Prestarnir höfðu haft með sér brennivínsflösku til að mýkja hjörtu guðleysingjanna í daln- um, nú þurfti ekki á því að halda, en með því að heitt hafði verið í veðri um daginn og þorstlátt að sækja á brattann, kom drykkurinn samt sem áður í góðar þarfir, og er brenni- vínsflaskan úr sögunni. Þeir gengu síðan upp á fjallsgnýpu eina skammt frá og hlóðu þar vörðu til jarðteikna og stungu í hellu með rauf á, er skyldi benda til hellisins austur í berg brúninni. Eftir það sneru klerk- ar aftur hver til sinna heim- kynna og höfðu þær fréttir að færa byggðarmönnum í Boi-g- arfirði og Árnesþingi, að þeir hefðu fundið Þórisdal. Þótti för þeirra að vonum allfrækileg og staðfesti gamlar sögusagnir um tilveru dalsins, þótt landkostir væru þar ekki jafnmiklir og ætlað hafði verið. Hitt hefur þó kannski þótt mestum tíðind- um sæta, að útilegumaðurinn fannst ’enginn í dalnum. Ekki varð þó margkvæmt í dalnum um sinn eftir komu klerkanna þangað. Það er ekki fyrr en rúmum 170 árum seinna eða 25. júlí 1835, sem Björn Gu-ítrilaugsson gerir út leiðang- ur sjö manna í dalinn í könn- unarskyni. Mæltu þeir sér mót á Hlöðuvöllum og og lögðu upp þaðan og riðu um Lamba- hlíðar allt norður til Þórisdals. Gengu síðan vestur yfir'dalinn unz þeir sáu til Kaldadals. Lýs- ir Björn Gunnlaugsson dalnum og för þeirra félaga í Sunnan- póstinum árið eftir. Kemur sú lýsing að mestu heim við útlit dalsins í dag, nema hvað jöklar hafa gengið nokkuð saman síð- an og gróður er lítillega tekinn að nema land í dalnum, en þeir Björn og félagar hans fundu ekki í honum eitt einasta gras- strá eða mosaþúfu, heldur tóm- an jökul, grjót eða ís, eins og Björn orðar það. Til gamans má skjóta því hér inn í, að í för með Birni voru m.a. tveir prest- ar, þeir séra Páll Tómasson og Árni Björnsson prófastur á Þingvöllum, svo má, að klerka- stéttin hafi sýnt alveg sérstak- an áhuga á dalnum. Eftir daga Björns Gunnlaugs- sonar hafa margir lagt leið sína í Þórisdal. Sumarið 1918 gerðu til dæmis fimm vaskir fjalla- menn út leiðangur þangað, en það voru þeir Helgi Jónsson, Einar Viðar, Haraldur Jóhann- esson, Trygvi Magnússon og Björn Ólafsson. Skoðuðu þeir dalinn allvandlega og skrifaði Björn síðan grein í Eimreiðjna um ferðina. Leggur hann þar til, að jökullinn sunnan dals- ins verði kallaður Þórisjökull, en áður var hann talinn Geit- landsjökuls eða Langjökuls og bar ekki sérstakt nafn. Skal nú dalnum að lokum lýst í stórum dráttum. Sagt er í kennslubókum, að Kaldidalur liggi milli Oks og Langjökuls, og má til sanns vegar færa. Nánar til tekið ligg ur Okið að honum að vestan, en Þórisjökull og Geitlandsjök- ull að austan. Allmikill kriki eða dalur verður þarna inn í fjöllin milli jöklanna og koma þaðan upptakakvíslar Geitár, sem síðan fellur norður um Kaldadal. Þvert fjallakrikans eða liggur klettabelti allhátt og beint ca. 6 km langt og virðist þarna vera um misgengi eða jarðsig að ræða. Lón er innan við klettabeltið, en síðan taka við sléttir melaurar inn dalinn. Þegar komið er éið sunnan og ek ið á leið í Þórisdal, er beygt af Kaldadalsvegi á móts við vesturöxl Þórisjökuls og ekið inn með hlíðum jökulsins og stefnt á ljósan líparhnúk suð- vestan í Geitlandsjökli, sem heitir Prestahnúkur. En vestur af honum er svokallað Hádegis fell eða Hádegishnúkar. Leiðin inn að Prestahnúk er varla fær nema jeppum eða öðrum fjalla- bílum. Prestahnúkur skagar suðvestur úr Geitlandsjökli og er allmikill slakki milli hans og jökulsins. Hnúkurinn er 1223 m. yfir sjávarmáli, brattur og klettóttur og litríkur með af- brigðum. í honum eru bíksteins lög, og var um skeið á döfinni að hefja þarna biksteinavinnslu, en við athugun reyndist það eklfi tiltækilegt. Prestahnúkur er kenndur við prestana, sem gerðu hina frækilegu för í Þór- isdal árið 1664, en misskilningur er að halda, að þeir hafi geng- ið á hnúkinn. Eigi að síður finnst mér verðugt, að þessi virðú- legi líparíthnúkur sé við guðs- mennina kenndur, enda hefur hann nokkra sérstöðu þarna meðal móbergsfjallanna, eins og hinir atorkusömu klerkar meðal almennings á sínum tíma. Inn af Geitárdalnum bera við loft þrír hnúkar með djúpum skörðum á milli og er sá í miðið strýtu- eða keilumyndað- ur. Þennan keilymyndaða hnúk virðast prestarnir hafa klifið og hefur Jón Eyþórsson, veður- fræðingur, stungið upp á því, að kenna hann við séra Helga Grímsson, sem fyrstur varð á tindinn, og kalla hann Helga- tind. Virðist mér það vel til fundið. Annars vantar tilfinn- anlega heiti á staði og kenni- heiti í Þórisdal og umhverfi hans. Hnúkurinn norðan við Helgatind heitir Þórishöfði, en syðri hnúkurinn er nafnlaus. Innan við þessa hnúka tekur Þórisdalur við. Þórisjökull klofn ar um þennan hnúkaröðul og ganga allmiklir skriðjöklar þarna hiður dalina fyrir utan og innan. Sér þess X. greimlega hvað þeir hafa þynnzt og hop- að á undanförnu hlýviðrisskeiði, sérstaklega þó skriðjökullinn, sem gengur þarna niður í Geit- árdalinn. Áður spyrnti hann tánni langt upp í Prestahnúk- inn, nú nær hann ekki einu sinni að hnúknum. Gulgrænn dýja- mosi og smágróðurflesjur eru þarna upp með Geitárkvíslun- um framan við hnúkana. Milli syðri hnúkanna er mó- bergshryggur, líklega um 1000 m. y.s.m. 1 þessum móbergs- hrygg austur af Helgatind er hellir sá hinn mikli, sem prest- arnir minnast á, og snýr dyr- um og gluggum að dalnum. Til skamms tíma var almennt ialið, að hellir þessi hefði eyðst af veðrun. En árið 1964, þegar fyrir mynni rétt 300 ár voru liðin frá ferð Geitárdalsins prestanna í Þórisdal, efndi Ferðafélag íslands til ferðar og rakst þá af tilviljun á hellinn. Þetta er ósköp venjulegur mó- bergshellir og kemur lýsing prestanna mjög heim við útilit hans í dag. Virðist veðrun mó- bergsins seinvirkari en ætla mætti 1 fljótu bragði. í tilefni afmælisins var að þessu sinni gengið á Helgatind og kom þá einnig í leitirnar raufarhellan, sem prestarnir stungu í vörð- una, og tekur það reyndar af öll tvímæli um kömu þeirra á tindinn. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.