Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 2
2 T í MI N N, fimmtudagmn 28. júlí 1960. 222 nemendur braut- skráðir f rá Iðnskólanum Iðnskólanum í Reykjavík var sagt upp 2. júní s.l. í skólaslitaræðu rakti skóla- stjóri starfsemi skólans s. 1. ár. Brautskráðir voru 222 nem endur, 5 útskrifuðust með ágætiseinkunn, 117 með 1.1 eink., 85 með II. eink. og 15 með III. eink. Hæstu einkunn á burtfararprófi h'authlat Kári Ævar Jóhannesson ú'ívarpsvirki 9,19 og næst hæstur var Ingólfur Oddgeir Georgsson útvarpsvirki 9,15. Guðmundur Sæ- mundsson húsg.bólstrari hlaut 9,42, en hafði aðeins tekið tvær námsgreinar við skólann. Hann hafði Iokið öðrum prófum áður frá öðrum iðnskóla. Hlutu þessir r.emendur allir verðlaun frá skól- anum, auk þess hlutu verðlaun: Eyjólfur Axelsson, húsg.sm., Krist ján J. Ágústsson, húsasm. Krist- ján S. Ebenesarson, húsasm., Ól- afur Guðlaugsson, ketilsm., Bjarni Karlsson, útvarpsv., Jónas Valdi- marsson, pípul., Jens Madsen rafv., Éifar G. Jónsson, húsasm. og Pét- ur Óskar Sigurbjörnsson, vélv. ] Heildartala bekkjardeilda, að meðtöldum námskeiðum, var 71 c-g nemendur voru alls 1404. I burtfararprófsbekkjum hins reglu- lega skóla voru 203 nem., í 3. bekk 188, í 2. bekk 200, í 1. bekk 258. Á haustnámskeiðum voru 359, í verklegu námskeiði málara voru 12. Framhaldsnámskeið voru 8 og nemendur á þeim 192. Kennslu var hagað svipað og áður í bóklegum greinum og teikn ingum. Verkleg kennsla á vegum skólans hefur hins vegar aukirt nokkuð, og er sívaxandi áhugi fyrir henni meðal iðnstéttanna. Verkleg kennsla fyrir prentara og setjara hefur verið tekin upp sem fastur liður í starfsemi skólans og sama má segja um verknám málara. Rafmagnsdeildin starfaði svipað og áður. en þó í auknum rnæli. Námskeið í meðferð olíu- kynditækja og í rafkerfi bifreiða fóru að mestu leyti fram í raf- magnsdeildinni. Má segja að deild in sé nú að veiða allvel búin að tækjum, sem flestöll hafa verið gefin af iðnfyrirtækjum og iðn- rneisturum, sem hafa sýnt þessari deild mikinn hlýhug og áhuga. Önnur námskeið á vegum skól- ans voru námskeið fyrir bygginga meistara, haldið í samráði við bygginganefr.d Reykjavíkur fyrir þá, er sækja ætla um leyfi til að ítanda fyrír mannvirkjagerð í Reykjavík, og námskeið, þar sem fram fór almenn fræðsla í trans- i'tor-tækni. Upplýsingaþjónusta, sem veitir .upplýsingar um framhaldsnám fyrir iðnaðarmenn var tekin upp á vetrinum og virtist gefa góða raun. Verkleg deild fyrir húsa- og húsgagnasmiði mun væntanlega taka til starfa næsta haust. Deild- in er að mestu leyti tilbúin, og hafa meistarafélögin í þessum iðn um svo og mörg verzlunar- og iðn- fyrirtæki sýnt henni mikinn áhuga og gefið til hennar stórgjafir. Af þessum sökum virðist sýnt, að unnt verður að hefja starfsemi i þessari deiid, þegar skólastarfið hefst á hausti komanda. Félagslíf í skólanum var lítið, enda á það mjög erfitt uppdrátt- •ar vegna hinna mörgu tímabila, er skólaárið skiptist í. Skólafélagið var þó endurreist í nýju formi, þannig, að einn kennari í stjórn félagsins er sem tengiliður milli námstímabilanna. Virtist þetta gef ast vel, ef áhugi er fyrir hendi um félagslíf nemenda yfirleitt. Við uppsögn skólans voru marg- ir gestir, m.a. þeir, sem útskrif- uðust 1920, 1930 og 1940. Heiðr- uðu þeir skólann með ávörpum cg gjöfum og færðu honum árn- aðaróskir. Björn Rögnvaldsson bygginga- meistari, sem lauk prófi 1920, var þá eini nemandinn, er útskrifað- íst Hann minntist veru sinnar í skólanum og bar saman kennslu og aðbúnað þá og nú. Hann færði skólanum kennslutæki í burðar- þolsfræði fyrir byggingariðnaðar- rnenn að gjöf. Haraldur Ágústsson, kennari, talaði fyrir hönd þeirra, er út- skrifuðust 1930. Fæi'ðu þau skól- arum gjöf, rakamæli fyrir tré, sem notast skal við kennslu í efn- isfræði trésmiða. Er þetta í ann- að sinn, er þessi árgangur færir skólanum góða gjöf. Geir Herbertsson, prentari, tal- aði fyrir hönd þeirra, er útskrif- uðust 1940. Þau færðu skólanum peningagjöf, er þau óskuðu eftir að rynni : gjafasjóð skólans. — Ekólastjóri þakkaði gestm kom- una og hinar góðu gjafir og árn- aðaróskir, afhenti síðan braut- skráðum nemendum burtfarar- skírteini og nemendum á íransist- omámskeiði námskeiðsvottorð. — Að lokum bauð skólinn gestum, starfsliði skólaars og þeim, sem liöfðu hlotið verðlaun til kaffi- drykkju í kennarastofu. 308 þar —110 hér Þrjú norsk síldarskip hafa landað síld á Seyðisfirði af og til í sumar og fengið til þess sérstakt leyfi ráðuneytis. Raunar er hæpinn ávinning- ur að þessu fyrir norsku bát ana, því að verðmunur er mikill á síldinni hér og í Nor- egi. Hér á landi fá skipin 110 kr. fyrir mál síldar, en í Nor- eði sem svarar 308 ísl. kr. — Sigli skipin sjálf til Noregs fá þau 38.50 norskar krónur fyrir hektólítrann af síld, en losi þau í flutningaskip á mið unum fá þau 28.50 norskar krónur. — Hvað sem þessu líður, þykir síldarsjómönnum á Seyðisfirði — og sjálfsagt víðar — nokkuð annarlegur hinn mikli verðmunur á síld- inni hér og í Noregi. Héraðshátíð í Mýrasýslu í Mýrasýslu verður haldin að Bifröst sunnudaginn 7 ágúst Góð skemmtiatriði. Nánar auglýst síðar. "SAMSÖKbtA.RFÉuÖGIN. Eins oS kúnnugt er af fréttum, hefur hinn aldraði Frakki, Gaston Domini- eini, sem sakaður var fyrlr morð á kunnri brezkri fjölskyldu er hún tajld- aði á túni Dominicinis, verið látinn laus 83 ára að aldri. Þegar Dominicini fór í fangelsið var hann hressilegur, beinn og braustur, en nú er hann annar maður, hefur iila þolað fangavistina., en kannski naer hann sér aftur þegar hann sest að að nýju á búgarði sínum Grand'Terre. Tæpum 2 milijónum jafn að niður í Borgarnesi Kaupfélag BorgfirtSinga greiíir hæsta útsvariS Nýlega er lokið niðurjöfn- un útsvara í Borgarneshreppi og var alls jafnað niður 1982 þúsund krónum á um 350 gjaldendur, en það er lítið eitt hærri upphæð en jafnað var niður s.l. ár. Við álagningu útsvara var notaður útsvarsstígi Reykja- víkur eins og hann er í lög- um frá síðasta þingi og var hann lækkaður um 25%. — Hæstu gjalendur eru Kaup- félag Borgfirðinga, sem greið ir kr. 320.000,00 og Verzlunar fél. Borg h.f., sem greiðir kr. 54.600,00. Hæstu einstaklings útsvör greiða: Eggert Einarsson, héraðslæknir kr. 19.300 Ásgeir Þ. Ólafsson, héraðslæknir kr. 17.600 J ónSteingrímsson, sýslumaður 17.000 Niðurstöðu'/ilur fjárhags- áætlunar voru kr. 2.940 þús. og helztu gjaldaliðir þessir: Til menntamála kr. 442.000 Tryggingagj öld — 370.000 Til vegamála — 265.000 Til vatnsveitu frv. 250.000 Við álagningu útsvara í Borgarnesi 1960 var notnð heimild í nýjum lögum og lagt 1% veltuútsvör á fyrir- tæki, nema olíuverzlanir 1,3% Merk tíðindi Sprakk stórverzlun í Reykiavík í loft upp? Lesendur Vísis taka eftir ýmsum merkistíðindum sem blaðið flytur af erlendum vettvangi. Má sjá smáfréttir þessar víða í blaðinu og eru þær oft hinn furðulegasti sam 1 ■: Íips'ííngíi'úrm v.n-ú i stórvéUti U)>. > hívmmi, þar scm intkt t.iöúis kv«mi:s iiíj htinnt v.iv }» sÍtúKlm-, B!:; mvíi'lthts'i kuut. tisi bsirn. IvbUss' Uií.i. uiw í ívvíts: ipgtinfti vfiir spréngitigumi st'in iirí'sn ('T stni'tt iit jttvósitsi >om NíiftiaóUt sismttn i hnstnn tíningur. S.l. laugardag birti Vísir tvær merkisfrétir á bak síðu og mætti helzt af ann- arri ráða að mikil sprenging hefði orðið af jarðgasi í verzl un' í Reykjavík og hefðu 20 konur og börn meiðst! — Hin fréttin er þó öllu greinar- betri, stutt en laggóð. Þar segir: stjuv,v<ts||a.'4v Mf'nd' ■ í>g> ■ díntftítJmb, 'V.irð „Helene Keller, sem er bœði blind og daufdumb, varð fyrir skemmstu 80 ára“. Ekki verður annað sagt en hér séu merk tíðindi á ferð- inni, svo sem meðfylgjandi myndir sýna. Fréttir fró laadsbyggðinni Færabátar afja vel Hrísey. — Hér hefur verið slæmt veður síðustu dagana, norðan blástur og rigningar. Færabátar sem héðan róa, hafa aflað mjög vel í sumar. Eru dæmi þess að tveir menn hafa komið með tonn eftir daginn. Stærri bátarnir gera a? fiskinum og salta urn borð. Hafa þeir aflað vel og kom t.d. einn þeirra með 3 skip- pund af saltfiski eftir þriggja daga útiveru. Á bát þessum er þriggja manna áhöfn svo sjá má að sjómenn fá nokk- uð fyrir sitt. Fiskurinn sem veiðist er mest þorskur og er hann allvænn. — Þá hafa ver ið saltaöar hér rúmlega 2000 tunnur síldar. Þ.V. Nýtt rit um hand- ritamálið Blaðinu hafa borizt Ýit Hins íslenzka bókmenntafé- lags fyrir árið 1959, en þar meðal er ný bók eftir próf- essor Einar Ól. Sveinsson um handritamálið. Önnur rit fé lagsins eru Skirnir 1959 og ís lenzkir annálar 1400—1800, 4. hefti V. bindis. — Rit Ein- ars Ól. Sveinssonar, Handrita málið, er 106 bls. að stærð, og skiptist í 8 kafla. Þar er fjall að um sögu handritanna frá öndverðu, varðveizlu þeirra hérlendis, handritasöfnun og útflutning þeirra, útgáfur fornrita og rannsóknir ís- lenzkra fræða. í lokaorðum ræðir próf. Einar helztu rök- semdir þeirra, sem vilja að handritin séu um kyrrt í Dan mörku. — Skírnir 1959 hefst á grein eftir Alexander Jó- hannsson um byggingarsögu háskólans, og þar birtast að vanda margar ritgerðir um íslenzkar bókmenntir og sögu. Aðrir höfundar eru Hermann Pálsson, Margareta Schlauch, Skarphéðinn Pét- ursson, Magnús Már Lárus- son, Aðalgeir Kri°tjánsson, Þóroddur Guðmundsson, Sig fús H. Andrésson, Stefán Ein arsson og Halldór Halldórs- son. Ritinu lýkur með ritdóm um og skýrslum og reikning- um Bókmenntafélagsins 1958.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.