Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 9
ð fhamtndagi&n 38. jffií 1960. — Hefurðu saltað hér áður? I hvað svoleiðis. Við höfum fengið — Ekki hér. Dalvík. .— Vön þessu .... — Svona nokkuð. — Hvað fáið þið fyrir tunnuna? — 29 og einhverja aura fyrir heiltunnu. — Ef það er um sortéraða síld að ræða, áréttar eftirlitsmaðurinn. 26 fyrir tunnuna af þessari tegund. — Svo þið getið haft sæmilegt upp? — Ef maður er duglegur, og ef það er síld. — Og maður er duglegur? — Reynir það. Eftirlitsmaðurinn tekur síld úr kassanum, flettir henni sundur og dásamar fitun-a: — Mörstykkin eru eins og í ícitum sauð. Þetta er 22% fita. Annars er þetta óþverraáta sem er núna í síldinni. Glærátan. Það Eftir Baldur Oskarsson rotnar fljótt út frá henni og fer illa með síldina yfirleitt. Þá losna beinin innan úr kviðnum fyrr en ætti að vera. Þessi síld er nokkuð varasöm í verkun af þeim sökum. f því kemur Súlan inn. Hún er með 15 tunnur. Helga var með 25. Á plani Olav Hinriksen er vel- þekktur borgari úr Reykjavík að skoða vinnubrögðin. Við spjöllum um síldina stundarkorn og um síldarsaltendur: — Þeir segja að Sveinn Bene- diktsson fari í Hóladómkirkju á ihverju ári til að biðjast fyrir að hann fái góða síld. Menn eru að velta því fyrir sér hvort hann sé búinn að fara þangað í ár. Kann- ske hefur hann orðið seinn fyrir? Guð gefi honum góða síld, honum og öðrum. Öllum. Henrik Hinriksen verkstjóri og eigandi söltunarstöðvarinnar segir oirkur að hann sé búinn að fá rösk- ar 2000 tunnur. — Hvar eruð þið í röðinni? — Fimmta eða sjötta stöð, eitt- l'.tið síðustu dagana. Vorum áður í fjórða sæti. — Og í fyrra? — Næst hæstir í fyrra og hæstir í hittiðfyrra. — Hún virðist ætla að bregðast í ár. — Það er nú sérstaklega vegna þess að það var alltof seint byrjað. Agætis hvíða þarna fyrst. Menn \ oru ragir við að salta þá og mega sjá eftir því núna. — Hver hindraði þá söltun? — Síldarútvegsnefnd. Þetta er aiitaf að verða stífara með hverju árinu sem Iíður. — Yfirtökumennirnir. eru þeir stífir? —- Þeir komu nú seint í ár, Sví- arnir. Fengu góða síld seinni part- iim í fyrra. Það var ekki kominn nema einn áður en söltun byrjaði, og hann þorði ekkert að gera upp á sitt eindæmi. En við vonumst eftir að fá að byrja fyrr næsta ár. Þe'tta má ekki ganga svo til aftur. — En samningarnir? — Þeir eru alltof stífir. Þyrfti að vera sala á fleiri gæðaflokkum. Nefndin er auðvitað bundin af gildandi samningum, ég veit það. En stífnin er alltof mikil. Það er nckkuð sem verður að lagast. Fór vel af statf Næst göngum við á fund Vil- hjálms Guðmundssonar forstjóra hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Hann sér uim da-glegan i'ekstur á verksmiðjunum á Siglufirði og eftirlit með SR á Raufarhöfn, Skagaströnd og Húsavík. Vilhjálm- ur er efnaverkfræðingur að mennt og alit sem lýtur að hinni tæknilegu hlið síldariðnaðarins á fyrr'greindum stöðum heyrir undir hann. — Hvað hefur þú verið lengi í þessu starfi, Vilhjálmur? — Ég er búinn að vera hér hjá síldarverksmiðjunum í 12 ár. — Þetta -er yfirgripsmikið starf. — Það er það á stundum, sér- staklega á sumrin. — Hvernig finnst þér hafa gengið í suimar? — Sildarvertíðin fór ansi vel af stað að okkur fannst. Við feng- Saltað á plani Olav Hinriksen. ASalgatan í baksýn. Gústav Nílsson við gufuketilinn, einn af þrem stórum í ketilhúsinu. um hér fyrstu síldina á þjóðhátíð- ardaginn og nokkru síðar bar.st talsvert mikið magn hingað á Siglufjörð. Síðustu dagana í júní komu hér á land. 140—150 þús. mál. Þetta fór allt í bræðslu. Ekk- ert í söltun af þessari fyrstu síld. Hún þótti of mögur til þess. — Ég heyri mönnum finnst of seint hafi verið byrjað á söltun hér. — Það er nú eins og gengur, þegar litið er um síldina. Þá sjá menn eftir því sem farið hefur í bræðslu, síld, sem ef til vill hefði mátt salta, en það var allbaf verið að bíða eftir góðu síldinni, stóru og feitu síldinni. Það hefur nú brugðizt a. m. k. hvað snertir magn ið. — Hvað er þá búið að bræða mikið hér? — Hér hjá okkur er búið að br’æða í dag um 180 þús. mál. ; — En í heild? j — Mig minnir að í síðustu skýrslu Fiskifélagsins hafi verið talað um rúm 400 þús. mál og tunnur. Þ. e. öll síld til bræðslu og söltunar á Norður- og Austur- ! landi. Þrjár starfræktar — Hváð var brætt á sama tíma í fyrra? — Um 76—77 þús. mál hór á ; Siglufir'ði þann 20. júlí. Aðal síld- armagnið kom þá hingað á tíma- j bilinu frá 20. júlí til mánaðamóta. Við fengum um 180 þús. mál I hingað til SR á þessum tíu dögum. Eftri það, 2. eða 3. ágúst, barst ekki meira til bræðslu hingað. Þá hófst aðalvertíðin á Raufarhöfn, en meginið af þeirra síld barst þangað í ágústmánuði. — Hér eru fjórar SR verksmiðj- ur. — Já, þrjár hafa verið starf- ræktar í sumar. — Það eru . . ? — Fyrst og fremst SR ’46, stór'a verksmiðjan. Hún afkastar 10 þús. málum á sólarhring. Svo var brætt í SR ’30. Þar er brætt með um 4—5 þús. mála afköstum á sólar- hring. Svo var brætt í SR—P. Það er elzta verksmiðjan. Byggð upp- haflega af Þjóðverja, dr. Paul, en hefur verið stækkuð mikið siðan í þá daga. Afköst hennar voru í sumar um 4 þús. mál, svo heildar- afköstin voru um 20 þús. mál á sólarhring rneðan aðal bræðslu- tíminn .stóð yfir. Fjórða verksmiðj an, SR—N, var aldrei sett í gang. Það kom aldrei svo mikið hráefni til okkar að þess þyrfti með. Hún getur afkastað um 4 þús. málum. — Nokkurs konar varaskeifa? — Það rná segja það. Síðasta hjólið, sem fer af stað hjá okkur hér. — Hún var sett í gang í fyrra? — í tvo sólarhr'inga. Annars hefur ekki verið brædd síld í henni síðan sumarið 1948. — Er ekki kostnaðarsamt að gangsetja verksmiðju fyrir tveggja daga bræðslu? — Það kostar að sjálfsögðu nrikið fé. Verður að binda talsvert vinnuafl í samabndi við það. Við höfum þó ekki ráðið starfsmenn til þeirrar verksmiðju í ár. — Og búizt ekki við að þurfa á því að halda? — Við vonum við þurfum á því að halda en útlitið bendir nú ekki til að þær vonir rætist. — En Rauðka? — Hún er starfrækt á hverju sumri. Mér er ekki kunnugt h've mikið hún hefur fengið, líklega um 30—40 þús. mál í sumar. Softkjarnavinnslati — Hvað um soðkjarnavinnsluna? — Það er tiltölulega nýtt hjá okkur að nýta síldarsoðið. Við byrjuðum á þessu hér fyrir um það bil fjórum árum og þá með litlom tækjum, sem voru sett upp í SR—P. — Hvar voru þessi tæki snriðuð? — Hér á verkstæði SR. Svo vor- ið 1958 keyptum við allstór tæki, smíðuð í Landssmiðjunni og tekin í notkun þá um sumarið. Þessi tæki voru sett upp í netageymsl- unni við hliðina á SR—P, en hún hafði brunnið veturinn áður. Nú erum við að .setja upp ný tæki í þessu húsi við hliðina á Lands- smiðjutækjunum. — Eru þau smíðuð hér, þessi nýju? — Já, hér á verkstæðinu eins og þau fyrstu. — Hvað er soðkjarni efnafræði lega séð? — Það er efni, sem inniheldur 50% vatn og 50% þurrefni, sem er í raun og veru mjölefni, sömu efnin og í síldarmjölinu sjálfu. Auk þess er talsvert af vítamín- um í kjarnanum, sérsta'klega B vítamíni. — Er þetta verðmætt tii út- flutnings? — Ja, þetta er nú tiltölulega stutt á veg komið hjá okkur. Við framleiddum nokkurt magn af (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.