Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 3
TtÍM.I-Jljy, fimmtudaginn 28. júlí 1960. 3 Ásgeir inn í emb- ætti að nýju Herra Ásgeir Ásgeirsson tek ur á ný við forsetaembætti mánudaginn 1. ágúst n.k. — Athöfnin hefst í dómkirkj- unni klukkan hálf fjögur, en afhending kjörbréfs fer síðan fram i sal neðri deildar Al- þingis. Er kjörbréf hefur ver- ið afhent, mun forseti koma fram á svalir þinghússins. — Þeir, sem ætla að verða við kirkjuathöfnina, eru beðnir as vera komnir í sæti fyrir klukkan hálf fjögur. í alþing ishúsinu rúmast ekki aðrir en boðsgestir. Gjallarhornum verður komið fyrir úti, svo að menn geti fylgst með því sem fram fer í kirkju og þing húsi. Lúðrasveit mun leika á Austurvelli. Súgþurrkuii nautSsynleg Brautarholti, 25. júlí. — Þurrkar hafa verið dræmir á Skeiðum síðustu vikuna, en framan af sumri gekk hey- skapur ágætlega. Margir hafa lokið fyrra slætti, einkum þeir sem hafa súgþurrkun eða votheysturna. Má telja hvort tveggja nauðsynleg tæki, LandsvöluhreitSur (Framh. af l. sí'rtu). hingað nær vor hvert en hafa ekki nema þrisvar áður gert sér hreiður og verpt. Dr. F'innur Guðmundoson fuglafræðingur skýrði Tíman um svo frá að fyrst hefði orð ið vart við svöluhreyður hér á öndverðri öldinni. Hefði þá landsvala verpt í Gasstöðinni í Reykjavík. Á öðrum og þriðja tug aldarinnar hafa fundizt svöluhreiður á Steins mýri í Meðallandi og Hjör- leifshöfða. Hreiðrið á Svína- felli er því fjórða í röðinni. Dr. Finnur sagði, að svöl- unni hefði aldrei tekist að nema hér land þrátt fyrir í- trekaðar tilraunir og væru skilyrði hér ekki nógu góð. Hún aflar sér og ungum sín- um ætis með því að fljúga um með opið ginið og safna þannig þeim skordýrum sem á vegi hennar verða. En hér brestur mikið á að skordýra- líf sé nógu auðugt til þess að hægt sé að afla matar með þeim hætti, Ennfremur eru skordýr mest á ferli þegar sólfar er mikið, en hér á landi er algengt að dumbungs veður haldist dögum saman og fer þá að sneyðast um æti handa svölunni. —Jök. Samdráttarstefna stjórnarinnar fjörráð við vestfirzkar byggöir Glæsilegt stofnþing Kjördæmasambands Fram- sóknarmanna á VestfjörSum Fyrsta kjördæmaþing Fram sóknarmanna 1 Vestfjarðakjör dæmi var haldið í Króksfjarð- arnesi um seinustu helgi. Þingið sóttu 37 fulltrúar, 4 fulltrúar frá ísafirði, og 33 fulltrúar úr 22 hreppum á Vestfjörðum. Á þinginu var gengið frá stofnun Kjördæma sambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, auk þess sem margar ályktanir voru gerð- ar um landsmál. Á þinginu ríkti mikill áhugi fyrir eflingu Framsóknarflokksins, en nauðsyn þess að efla hann er nú ljósari almenningi út um land en nokkuru sinni fvrr. Því veldur hin úrelta stjórnarstefna, sem fylgt er af núverandi ríkisstjórn, og ber- sýnilega verður mjög þungbær landsbyggðinni. Míklar breytingar á brezku stjórninni London 27.7. NTB—Reuter. Forsætisráðherra Breta, Har- old Macmillan skýrði í dag íormlega frá breytingum þeim, sem hann hefur gert á stjórn sinni, en þær eru tíu a)ls. Fjármálaráðherrann H. Amory Hann var aðstoðarráðherra i ráðu ngyti Chamberlains á árunum 1935 —40 og fór m.a. með honum til hins sögufræga fundar með þeim Hitler, Mussolini og Daladier í Munchen. Selwyn Loyd, sem nú lætilr af störfum sem utanríkisráðherra hefur gengt því embætti frá árinu 1955, en ’nefur verið þingmaður síðan 1945. Hann hefur alla tíð hefur nú látið af störfum og við. haft mestan áhuga á efnahagsmál embætti hams hefur tekið Sel- un-_ 0g þykir því vel takast með wyn Lloyd fyrrv. utanríkismála- skipun hans í embætti fjármála- ráðherra. Þá hefur Home lávarður ráðherra. Nú þegar er einnig tal verið skipaður utanríkisráðaráð- herra eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær. Fyrrum verklýðs- málaráðherra Edward Heath hef- ur verið skipaður aðstoðarmaður Home lávarðar. Heath mun fyrst og fremst hafa það embætti að vera fyrir svörum í neðri málstof- uoni. Fyrrum samgöngumálaráðherra Duncan Sand tekur við embætti samveldisráðherra af Home lá- varði. Þá hefur John Hare verið skipaður í embætti verklýðsmála- r'áðherra en við embætti fiskveiða- og Lamdbúnaðarmálaráðherra tek- ur tengdasonur Churchills Christo- pher Adams að nafni, sem áður var hermálaráðherra, , en við því embætti tekur nú John Profumo fyrrum aðstoðarutanríkisráðherra. Halisham lávarður verður nú for- ingi íhaldsmanna í lávarðadeild- inni. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1938 að utanríkisráðherra Breta er þingmaður lávarðadeildarinnar, Þá var Halifax lávarður utanríkis- ráðherra í stjórn Chamberlains. Hinn nýi utanríkisráðherra, Home lávarður, hlaut menntun sína við Oxford háskóla. Hann var þing- maður neðri málstofunnar á ár- un-um 1931—1945 og aftur á ár unum 1950—1951, síðan hefur hann átt sæti í lávarðadeildinni. ið, að Selwyr. Loyd sé líklegastur eftirmaður Macmillans. Þingið -samþykkti eftirfarandi stjórnmálayfirlýsingu: „Kjördæmisþingið lítur svo á að núverandi ríkistjórn hafi í framháldi af kjördæmabreyting- unni tekið upp stjórnarstefnu, sem er mjög þungbær allri al- þýðu manna og hættuleg öltu atvinnulífi. Tilgangur þessarar stjórnarstefnu er sá að þrengja lífskjör almennings, stöðva fr.-.im kvæmdir og atvinnulega fram- sókn í landinu, jafnframt bví sem hlutur hátekjumanna er bættur og hert á flutningi f jár- magns til Reykjavíkur. Samdrátt- -arstefna ríkisstjórnarinnar er fjörráð við vestfirzkar byggðir auk þess sem lögboðnir okur- vextir eru drápsklyfjar á fram- Ieiðslunni. Jafnframt þessu kemur stjórn- arstefnan fram í beinum fjand- skap við samvinnuhreyfinguna og þar með þá félagsmálastefnu, sem átt hefur á síðustu áratuguin ómetanlegan þátt í þeirri þróun, sem veldur því að Vestfirðir eru nú byggilcgir. Þrengt a3 félagsfrelsi Á sama hátt hefur ríkisstjórnin sýnt verkalýðshreyfingunni, — annarri þeiirra félagshreyfinga, sem þýðingarmest hefur verið alþýðu manna — fulla óvild og andstöðu með valdboði og bein- um þvingunum og skapað með því fordæmi, sem hættulegt gæti orðið félagsfrelsi í landinu. Um leið og þíngið hvetur Vest- firðinga að duga nú byggðarlagi Dræm síldveiði, en helzt á austursvæðinu Engin sildveiði var á vest- ursvæSinu í gær og leiðinda- veður norðan Glettinganess. Með bundið fyrir andlitið Blaðið hefur fregnað eftir- íarandi: I fyrradag milli eitt og tvö var kona nokkur á leið niður stigana úr hatta- búð Báru Sigurjóns í Austur- stræti 14. Þegar konan var stödd á annarri hæð skauzt ?.ð henni maður — útúr skúmaskoti — með snýtuklút bundinn fyrir andlitið neðan- vert og opna buxnaklauf, held ur ófrýnilegur Maðurinn reyndi að króa konuna af en tókst ekki og sneri hún sig af honum og komst útá götu. Var hún þá svo utan við sig að henni kom ekki í hug að skýra lög- reglunni frá manni þessum, en sagði frá atburðinum síðar á vinnustað. Lögreglan muM því enga vitneskju hafa fengið um mál ið fyrr en þá um seinan. Á austursvæðinu var hins veg ar nokkur síldveiði í fyrrinótt og sömuleiðis i gærdag Salt- að er nú á öllum Austfjörð- um, allt frá Fáskrúðsfirði norð ur til Vopnafjarðar í fyrrinótt fengu 18 skip síld á vestursvæðinu, samtals 3118 tunnur. Þar af fékk Víðir sínu með þrautseigju og stað- festu á erfiðum tímum, heitir það á þá að skipa sér sem þéttast um FramsókiMrflokkinn, svo að þess inegi verða sem skemmst að bíða að þjóðin njóti annarra og betri stjórnarhátta.“ Þá samþykkti það eftirfarandi ályktun um landhelgis-málið: „Kjördæmisþing Framsóknai- flok-ksins í Vestfjarðakjördæmi 1960 skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að halda fast á rétti lands mann-a í landhelgismálinu til 12 mílna fiskveiðilögsögu og gera enga þá sa-mninga við neinn aðila, sem s-kert geti þann rétt. Þá lýsir þingið yfir því, að það telur að afstaða Her'manns Jón- assonar á ráðstefnunni í Genf hafi verið eðiileg og sjálfsögð eins og málum þar var komið. Útsvarslög „Þingið telur útsvarslög frá síð- asta Alþingi mjög óheppileg að ýmsu leyti, m.a. því að samvinnu- félögum séu gerðar óeðlilcgar á- lögur og hróplegt ósa-mræmi sé á milli hinna . þriggja lögboðnu útsvarss-tiga. Telur þi-ngið brýna nauðsyn að breyta þess-um ákvæðum þegar á næsta Alþingi. Jafnframt fari fram gagnger endur’skoðun útsvars laganna sem allra fyrst.“ f stjórn sambandsins voru þess- ir kosnir: Jón Sigurðsson, Stóra- Fjarðarhorni, Hjörtur Sturlaugs- son, Fagrahvamnri, Jón Á. Jó- h-annsson, ísafirði, Balldór Krist- jánsson, Kirkjubóli, Grímur Arn- órsson, Tindu-m. Formaður er Jón Á. Jóhannsson. Varastjórn sambandsins skipa: Hans Sigurðsson, Hólmavík, Guöm. Magnússon, Hóli, Guðbjarni Þor- valdsson, ísafirði, Gunnla tgur Firmsson, Hvilft, Karl Sveinsson, Hvam-mi. Framsóknarmenn í Austur- Barðastrandarsýslu sáu um und'r- búning^ og móttökur undir stjórn Ólafs Ólafssonar kaupfélagsstjóra Fundarmenn róma mjög þann rausnarbrag, .sem þar var á, og átti hann sinn þátt í því að gera þetta fyrsta kjördæmaþi: - Fra-m- sóknarmanna á Vestfjörðum hið ánægjulega-sta. Saga konunnar má þykja næsta ótrúleg og verður ekki fullyrt um sannleiksgildi i IL"' 12oo"" tn.’ norðaustur " ’af hennar. Hins vegar er kunn- I Grimsey> en flest skipin ugt um að menn haldnir ann j jengu afla sinn út af Siglu- arlegum hvötum hafa synt;firði_ _ Á austursvæ3inu til sig með þvílíku látbragði og; kynntu sirip alla \ fyrri- það jafnvel í miðbænum a3(n3tt, samtals 8900 tunnur. — degi til. Þeim, sem verða var-; Eru nú siidarþrær víða að ir við slíkt ber að sjálfsögðu' fyllast a Austfjörðum, og í skylda til að tilkynna það; gær var or3in íöndunarbið lögreglunni tafarlaust, ef; 3æ3i t Neskaupstað og Eski- ekki sjálfra sín vegna, þá; fir3ij þar sem þrær eru íitlar. vegna annarra. ; Einhver veiði var eystra í gær ------------------------------- dag, og er síldin einkum á þremur stöðum, suðaustur af Skrúð, út af Norðfjarðarhorni Svarfaðardal. — Heyskapur og á Glettinganesflaki. 12 hefur gengið hér með ágæt- skip komu til Neskaupstaðar um og eru flestir langt komn með 4—5 þúsund mál síldar ir með fyrri slátt. Á föstu- í gær. Aflahæst voru Huginn daginn brá þó til hins verra 500; Sveinn Guðmundsson, og hefur rignt síðan. Hefur 550; Hilmir. 500; Fram 300; hey hrakið nokkuð en menn Reynir AK, 350; og Hjálmar hafa þó náð mestu í hlöðu. 450. — Síldarverksmiðjan á Hefur heyskapurinn gengið Neskaupstað hefur nú alls óvenju vel í sumar. F.Z. te^ð vif 35 þúf má'um ÓJiurrkar í Svarfa’Sardal Féll milli skips og báts í fyrradag varð það slys á síldarmiðunum fyrir Austur landi, að maður féll á milli síldarskips og nótabáts og marðist illa á fótum.. Það var skipstjórinn á Ljósafelli frá Fáskrúðsfirði, Aðalsteinn Valdimarsson, sem fyrir þessu varð, og mun hann hafa hras að er hann ætlaði að stökkva af skipi sínu niður í nóta- bátinn, en skipsmenn voru með síld í nótinni þegar þetta bar viö. Báturinn hélt inn til Neskaupstaðar þar sem Aðal steinn var lagður á sjúkra- hús. Munu meiðsli hans vera það alvarleg, að hann verður ekki vinnufær það sem eftir ei síldarvertíðar. V.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.