Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 14
TÍMINN, miðvikudagínn 27. júlí 1960. Hættulegt sumarleyfi Jennifer Ames ; 35. iiaiiwiiiww>wiwiiiwiiiwiiiiimmiwinmiii SilfurskáB Brynjólfs sagði hún. — Eg held hann sé að bíða eftir einhverju .. ég veit ekki hvað það er, en mér finnst einhvern veginn, að eitthvað gerist á afmælis- degi Frins. — Ef til vill. Er það ekki í næstu viku? Hvers konar veizla verður haidin? — Eg sagði þér það. Dans og flugeldasýning. — Já, það er satt. Flugelda sýning! Það hljómar nógu sakleysislega. Næstum of sak leysislega. —Það finnst mér líka. Og ég get varla ímyndað mér, að vinir Frins verði sérstaklega hrifnir. — Sagðirðu að hann geymdi flugeldana I vinnuherberginu sínu? — Já, en það er nóg pláss í kjallaranum. Hvers vegna í vinnuherberginu ? — Eg vildi gefa mikið fyrir að geta komist inn í húsið og rannsakað það, sagöi hann. Henni kom snjallræði í hug. — Það er enginn heima á Glebe House núna, Clark. Frits og Berta fóru til Lond- on. — Áttu við, að húsið sé mannlaust? — Það ætti að vera svo. — Við skulum koma. Hann hló og bætti við. — Ef ein- hver saknar okkar, halda þeir bara að við höfum farið út að ganga til að geta verið ein. Er þér sama? — Já, sagði hún eftir ör- litla umhugsun. — Ertu að hugsa um Frin enn? Hún vissi það ekki. Hún gat ekki hent reiður á tilfinning um sínum. — Fyrirgefðu. Eg hefði ekki átt að spyrja. Eg skal ekki gera þér lífið erfiðara en það er þegar, vina mín. Þegar þess um dans er lokið, skaltu vanga um og spjalla við gest in\ í tíu mínútur og svo hitt urðu mig niður við hliðið. EIRIKUR VÍÐFÖRLI og GUNNAR — Eigum við að fara bæi til Glebe House. — Já, ég ætla a taka þi'g með.. Ef ei’nhver sér okkur, gætir þú sagt að þér liði illa og ég hafi ekið þér heim. — Er það eina ástæðan fyr ir því, að þú vilt hafa mi'g með? Hann leit á hana. — Þú hlýtur að vita Natalía hvers vegna ég vil hafa þig með, sagði hann rólega. Hún leit undan og vissi ekki hverju hún átti' að svara. Clark þrýsti hönd hennar. Eftir tíu mínútur. sagði hann. 21. kafli. Clark hafði sagt henni að ganga u mmeðal gestanna, svo að hún gekk í áttina aö barnum, en þar var enginn, sem hún þekkti. Hún sá, að frú Jarrold sat á tali við frú Finchamp en hún kom hvergi auga á hr. Valentine. Frin og Meg sáust ekki heldur. Hún var einmanna og varð því fegin er hún gat hraðað sér út að hitta Clark. — Adrian lánaði mér bílinn Pabbi hans á hann og læknis bíll vekur litla eftirtekt. En því fyrr sem við komum aftur því betra. Þau óku af stað. — Þú varst ekki búinn að segja mér, hvað þú gerðir í London? minnir hún hann á. — Maðurinn sem ég sagöi þér frá, heldur sig þekkja hr. Valentine af myndinni. Hann var nokkurn veginn viss um, að hafa séð hann með föður mínum. Það hefur einnig borizt svar frá Skot- landi. Hr. Valentine hafði pantað þar herbergi á Hotel Royal, en hann kom ekki þangað fyrr en daginn eftir slysið. — En . . . það sannar allt, er það ekki? — það verður erfitt að sanna það fyrir réttinum, sagði hann biturlega. — Þú ert aðal vltnið, en þú fékkst heilahristing .... hann þagnaði. — Já, en . . • ég er alveg sannfærð um, að ég fékk hann ekki í slysinu. Þegar ég sá hr. Valentine myrða föður þinn, kenndi ég mér einskis meins . . . það var ekki fyrr en hr. Valentine sá mig, og ég man að hann lyfti hendinni eins og til höggs . . . ég er viss um að hann sló mig í höfuðið. Það fór hrollur um ungu stúlkuna. — Já, það er mögulegt. En við verðum að hafa frekari sannanir ... — Eg býst við að það væru nógar sannani'r ef hann myrti bæöi Frin og mig eða hvað? sagði hún kuldalega. Bíllinn tók grunsamlega mikla sveiflu og Clark hróp- aði upp: — Eg læt ekki myrða þig. Eg skal sofa á þröskuldi'num og vernda þig hverja einustu nótt. Okkar eina von er að við getum haldið okkur einu skrefi á undan. Þess vegna langar mig að heimsækja Glebe House í kvöld. Hefurðu lykil? — Já, Frin lét mig hafa hann. — Ágætt. Hann lagði bíln um við akveginn heim að SOO bílar ti' sölu á sama stað. — Skipti og hagkvæmir greiðsluskilmálar alltaf fyr- ir hendi BÍLAMIÐSTÖÐIN VAGN Amtmannsstíg 2C Símar 16289 og 23757. Nýlega sendi Jón Krabbe, tyrrverandi sendifulltrúi í Kaupmannahöfn, for- sætisráSherra silfurskál, sem eitt sinn er sögS hafa verið í elgu Brynjólfs biskups Sveinssonar. Silfurskál þessa hafði Jón Krebbe þegið a.ð gjöf frá íslendingi í Kaupmannahöfn fyrir um það bil 40 árum. Skál þessi er fallcga smiðuð, gyllt að innan, og á hana grafnir staflrnir B. S. í bréfi til forsætis- ráðherra seglst Jón Krabbe fyrir löngu ha.fa ákveðið að arfleiða Þjóð- mlnjasafn íslands að þessum grip og biður forsætisráðherra að veita hon- um viðtöku fyrir landsins hönd. Á myndinni sést Ólafur Thors forsætls- ráðherra afhenda þjóðminjaverði silfurskálina. (Frá forsætisráðuneytinu). Frá Menntaskólanum að Laugarvatni Umsóknum um skólavist næsta vetur verður veitt móttaka til 20. ágúst. Umsóknum skal fylgja landsprófsskírteini og skírnarvottorð. Skólameistari. GRIMMI 1 Einmana riddari kemur fram úr hrikalegu klettagili Hordelar.d Það er Eiríkur konungur í g- fátæks ferðamanns, sem fer' Sannig um land siti. án þess að k'kur beri kennisl á hann. \ þennan hátt getur konungur sóð eigin augum, hvernig þjóð hans lifir. Við á nokkra vatnar hann hesti sínum. Er h'ann óróleg- ur, virðist vera ókunr.ugra var. Eiríkur víðförli tjóðrar hann og smeygir ser variega iram i gegnum þykkviðinn. Allt í einu kemur hann að ungum, sofandi manni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.