Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 6
6 Góður dresigur geugisin: Sigurður Bjarnason, bóndi, Oddsstöðum í Lundarreykjadai Þegar sá er þessar línur var að alast upp í Flókadalnum, voru Hælsbræður þar einnig að alast upp, þótt heldur væru þeir eldri. Elztir þeirra voru tvíburar: Sigurður og Oddur. Sá síðarnefndi mátti tæplega vinna erfiða svei'tar vinnu og hvarf því mjög ung- ur að skósmíðanámi í Reykja vík, og varð þar um langa tíð kunnur borgari. Venjulegast þegar talað var um Hælsbræð ur á unglingsárum mínum, var átt við Sigurð, Guðmund og Júlíus. • Þeir voru fæddir að Hömr- um í Reykholtsdal og voru foreldrar þeirra Ingibjörg Oddsdóttir frá Brennistöðum í Flókadal og Bjarni Sigurðs son á Hömrum í Reykholts- dal. Hann dó meðan dreng- irnir og Helga systir þeirra voru börn að aldri. Fluttist þá móður þeirra að Hæli i Flókadal, til Þórðar, bróður Bjarna á Hömrum. Þar ólust börnin upp og dvöldu þar (nema Oddur) talsvert fram á fullorðins ár. Sigurður var elztur bræðr- anna, fæddur 28. júlí 1883, sem allir voru taldir standa framarlega í æskumanna- hópi Borgarfjarðar, á fyrstu árum þessarar aldar. Að mestu dvöldu þeir heima á Hæli, enda var þar stórt bú, eftir því sem þá gerðist í Borgarfirði. Sigurður fór þó brátt til sj ávar og réri margar vertíðir hjá hinum farsæla formanni Eiríki í Bakkakoti í Leiru. Þegar fyrsta ungmennafé- lagið var stofnað í Borgar- firði urðu allir Hælsbræður þar áhugasamir og góðir fé- lagar og jafnan var Sigurður ágætur félagshyggjumaður. Hei'milið á Hæli var alltaf friðsælt og heimilisfólkið fé- lagslegt. Átti Sigurður þar rik an þátt i sem elzti bróðirinn. Tæpast hef ég nokkurntíma þekkt eins góðviljaðan og friðsaman mann eins og hann frá fyrstu tið. Sigurður kvongaðist Vigdísi Hannesdóttur frá Deildar- tungu, mikilli dugnaðar- og myndarkonu. Þau reistu bú sitt að Oddsstöðum í Lundar reyjadal vorið 1912 og hafa búið þar síðan myndarbúi fram til síðustu ára. Þeim varð þriggja dætra auðið. Tvær þeirra búa nú á Odds- stöðum ásamt mönnum sín- um, en ein systirin býr á j Akranesi. Allar eru þær mynd arkonur. Oddsstaðir voru stór og erfið fjallajörð, en þó falieg og búsældarleg. En í tíð Sig urðar hefur jörðin verið stór bætt með ræktun heima við og góðum byggingum. Hið nytsama og fagra býli sunnan undir bröttum dala- hlíðunum, ber gott vitni lífs starfs bóndans, sem vinir og samferðamenn eru nú í dag að kveðja við Lundarkirkju í Lundarreykjardal. „Þá er það bóndabærinn, sem ber af öllu þó“. í hlýlega bóndabænum speglast vel hinar Ijúfu minn ingar sem samferðamennirn ir bera til þessa vinsæla sam- ferðamanns, sem genginn er. Hann var maður gróandans og friðsemdarinnar. Allir sem kynntust Sigurði sakna hans yfir móðuna miklu, en hugsa gott til þess að mæta honum aftur á ströndinni hinum megin. Við vinir hans og samferða menn, sem ekki getum verið við útför hans í dag heima í friðsæla dalnum, þar sem hann varði starfskröftum sínum, sendum ástvinum hans samúðarkveðjur við frá fall þessa góða drengs. V.G. } ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) j ) ) ) J ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t WHIU 1INEGAR :X**J*C ixmxm CHiL! SAUCE 'ÍCHfT|,ViöU CIOER ÍNEGAR .! ■ t „WHITE ROSE" er heimsþekkt merki á niðursuðuvörum. „WHITE ROSE" vörur hafa náð sömu vinsældum á íslandi og hvarvetna annars staðar. VANDLÁT HÚSMÓÐIR biður ávallt um „WHITE ROSE“ vörur. — Reynið þær strax í dag, ef þér hafið ekki kynnzt þeim áður. . --------------- -*!rr-ir - T'ýr -w.y r-j TÍMINN, fimmtudagiim 28. Júlí W6«. tryggir húsmóðurina fyrir slysum og lömun Skrifið eða hringið eftir upplýsingum. SAM8ANDSHÚSINU - UCVKJAVllC - SÍMI 17000 Hestamenn Á fjórðungsmótinu á Faxaborg tapaðist mósóttur hestur sjö vetra Mark: Sílt, fjöður aftan hægra og hálft af aftan vinstra. Skilinn var eftir annar hestui eins á litinn. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband við Einar Gíslason, Hesti, Borgarfirði. Husqvarna automatic saumavélin stoppar í fatnað, festir tölur saumar hnappagöt zig-zag broderar og að sjálfsögðu saumar venjulegan saum. Einkaumboð: GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F Suðurlandsbraut 16 Sími 35200.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.