Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 8
8 T í M1N N, fimmtudaginn 28. Júlí 1960. getum reiknað með að fá síld af, sum að öllu leyti og önnur að ein- hverju leyti, segir Guðjón. — Hvað er búið að salta hér? — Eitt þúsund og fjörutíu tunnur. — Og á sama tíma í fyrra? — Það get ég ekki sagt fyrir- varalaust. Við vorum búnir að salta meirihlutann af því sem við fengum þann 23. júlí. 17. var mesti söltunardagurinn okkar. Við sölt- uðum þá töluvert á annað þúsund tunnur. — Hvað mest nú? — Guð hjálpi mér. Það er ekki neitt. 440 tunnur mest. Og dagur- inn í dag sýnir sig. Þrjú skip með innan við 100 tunnur samtals. Það er ömurlegt taugastríð að bíða eftir þessu? Þetta kemur ójafnt niður. Sum plönin fá síld frá degi 11 dags. Önnur bíða og fá ekkert. Helga er fyrsta skipið í dag. Ekk- crt í gær. Súlan væntanleg með öríáar tunnur. — En ertu ekki ánægður með síidina, þetta litla sem kemur? — Þetta er bezta síld sem mað- ur getur hugsað sér að fá til sölt- unar. Sama hvert hún væri send á markað. Alveg fyrsta flokks. Það er nú svo að smærri slatt- avnir verða alltaf notadrýgri í verkun. — Hvað eru margar stúlkur sem salta hér? — 60. Mjög jafnar og valdar stújlkur. — Ailar á tryiggingu? — Þessar 60. já. — Eitthvað af hlaupavinnufólki? — Já, svo tökum við það ef þörf krefur. Landað úr Heigu RE 49. 25 tunnur af fyrsta flokks síld til söltunar. Bjartsýni annan dag- inn — svartsýni hinn Handagreiðar Þarna á planinu eru 10 stúlkur að salta, allar handagreiðar og all- ar fallegar. Við snúum okkur að þeirri sem saltar við yzta kass- ann: — Gengur vel að salta? •— Já, já. Það er í rauninni óþarft að spyrja. Hún gefur sér ekki tíma til að líta upp og síldarnar úr kass- anum eru á hraðri leið niður í tu.nnuna. — Búin að vera lengi? — Þrjár vikur. í I Vilhjálmur Guðmundsson, forstjóri. Siglufirði, 21. júlí „Silfur hafsins“ er óút- reiknanleg dýrategund. Vonir gærdagsins brugðust hrapa- lega; örfá skip eru væntanleg með síld til söltunar í dag og enginn veií hvað morgundag- urinn gefur af síld. Sjórinn er fullur af glærátu norður og austur, síldin stekkur og dreifir sér um allan sjó við að elta þennan fjanda og rauð- atan sem hnappar síldinni í torfur, hefur ekki sézt í nokkra daga, í verksmiðjun- um er ekki brætt utan nokkrir slattar í SR ’46. Siglufjörður er í dag dauður bær — dauð- v.r fram á kvöld því sem næst. Við skulum þó líta niður á plön, einhvers staðar þar sem byrjað er að salta, til dæmis hjá Hafliða. Helga RE 49 er lögst þar að með nokkrar tunnur; stúlkurnar eru að hnýta á sig svunturnar. Þetta er fyrsta síldin í dag. ,;Príma síld“ Hér er formaðurinn á Helgu. Hann heitir Ármann Friðriksson. — Þið vonið að koma með slatta, Ármar.n, — Lítið, það eru smáir skammt- ar núna. — Hvar fenguð þið þetta? — Norðaustur af Grímsey. Fjöru tíu og fimm mílur. — Sæmilegt veður þar? — Ágætt veður. Virðist vera tc'uverð síld. Léleg áta. Þjappar sér ekki saman í torfur. — Þetfa er glæráta? — Já, þetta er bara glæráta. Síldin dreifir sér mikið í hana. Svokölluð stökksíld. — Hvað voruð þið lengi úti í þetta sinn? — Þrjá daga. Við lönduðum síð- ast á Raufarhöfn í bræðslu. — Síldin lýrari þar? 1. GREIN — Já, það er allt annað. Þetta er alveg prima síld hérna fyrir norðan. — Hvað eruð þið búnir að fá yfir vertíðina? — Þrjú þúsund og sjö-átta hundruð mál. Eitthvað svoleiðis. — Þið eruð þá hvar í röðinni? — Tuttugasta skip eða þar um bi) Vel í meðallagi. — Og hverju spáirðu? — Það er ekki gott að spá. Óút- reikanleg þessi síld. Maður vonar þetta batni hér fyrir Norðurland- ir,u ef átuskilyrðin lagast eitthvað. Svo vonar maður það verði síld fyrir Austurlandinu síðar. Taugastríí Á planinu hjá Hafliða hittum við líka síldareftirlitsmann, Guð- jón Ingólfsson. Hann segir Helgu hafa skaffað planinu mest af þeim skipum sem þar leggja upp. Næst ur er Hrafn Sveinbjarnarson. — Það eru seytján skip sem við Soðtækin, þau nýju í baksýn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.