Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 4
4 TI rti 11\ N, fbiuntudaginn 28. júlí 1960. „Ég vei?1 ekki hvað senuskrekkur er". Fyrir sýningar og milli atriða er prjónað af kappi. ff Bezta ÍseBti” Martha Mödl er talin ein- hver bezta Wagner-söngkona veraldar. Síðan Wieland Wagn er réði hana til Bayruth sem Kundry árið 1951 hefur hún sungið þar árlega. Hún hefur hvað eftir annað sungið við „mesta óperuhús heims", Metropolitan-óperuna í New York, og verið hillt bar sem „hin bezta Isold". 15. ágúst n. k. heldur hún upp á 10 ára starfsafmæli sitt í hlutverki Kundry í Bayreuth. Hér fer á eftir stutt ævi- ágrip söngkonunnar: Martha Mödl er fædd i Niirnberg. Gekk í skóla, sem nefnist „Institut der Englisc hen Fraulein“, en það var kaþólskur regluskóli fyrir dætur svokallaðs „heldra fólks“. Hún tók stúdentspróf og lærði að leika á píanó í 12 ár. Foreldrarnir skildu áð- ur en hún tók stúdentsprófið. | Faðirinn, Wolfgang Mödl, I málari frá Múnchen, sneri jaftur til þeiri'ar borgar. Móð ' irin hafði ekki lært neitt, sem Martha Mödl segir: LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN: „Ég vil gjarnan trúa á l>að. Og meðan enginn gctur sagt mér, hvað býr handan við óendanleik- ann, mun ég trúa á það.“ FRAMTÍÐ ÓPERUNNAR: „Sjáið til — í New York er ekki hægt að færa upp þýzka óperu oftar en 4 sinnum í Metro. f New York búa margar milljónir manna. Og fjórum sinnum Metro, það eru h. u. b. 16.000 manns. Fleiri fara ekki að sjá liana. En þó að þeim fækki. þá eru það þó alltaf ákafir aðdáend- ur, sem sækja óperuna. En stundum lízt mér svo illa á blikuna, að við sjálft liggur, að ég fagni því, að aldurinn færist senn yfir mig.“ MARÍA CALLAS: „Ilún er mikið betri félagi en margar aðrar, sem sagt er um, að séu það Ilitt er að vísu satt. að á sviðinu vægir hún engum.“ FRÆGÐ: „Söngkonur verða að komast af án frægðar og vin- sælda meðal almúgans, nema þær grípi til líkra bragða og María Callas til að öðlast „publicity“. nú hefði getað orðið henni að atvinnu. Martha Mödl vann fyrir þeim mæðgunum sem hraðritari við vefnaðarvöra- fyrirtæki fram að 30. aldurs ári sínu. 1940 kynntist hún aðalleik stjóra óperunar í Núrnberg. Varð það til þess, að hún sótti leikkennslu í hálft annað ár, en hún hafði þá þegar lokið við tónli'starskólann. 1943 prufusöng hún í Reims cheid og var ráðin þar. 1944 varð hún að vinna í sprengjugerð í níu mánuði með öðrum listamönnum. 1945 fór hún til Dússeldorf, þar sem hún vann undir stjórn Grúndgens, sem starf aði þar einnig við óperuna. 1949 sótti Rennert hana til Ríkisóperunnar í Hamborg. 1950 söng hún í fyrsta skipti í Wagnes-óperu, það var Kundry í „Parsifal" und ir stjórn Furtwánglers við Scala-óperuna í Mílanó. 1951 kynntist hún Wieland Wagner, sonarsynr Richards Wagners, og réði hann hana til að syngja Kundry, þegar Wagner-hátíðin í Bayreuth hæfist á ný. Þá hófst frægðar ferill hennar fyrir alvöru. Eftir þetta söng húix í Bayr- euth á hverju ári. 1953 fluttist Martha Mödl til Múnchen. Þaðan er ferð- inni heitið til skiptis til Vín- ar, Berlínar, Hamborgar og Stuttgarter-óperuhúsanna. (Framhald á 13 síðu> Martha Mödl sem politan-óperuna í ,lsold" viS Metro- New York. Reykvíkíngar - Reykvíkingar Þegar þér ákveðið stað til að dvelja á í sumar- leyfinu, þá athugið, að heilsuhæli N.L.F.Í í Hvera- gerði býður yður heilnæma fæðu, leirböð, hvera- vatnsböð, ljósböð og nuddmeðferð. Sundlaug er á staðnum. Safnið kröftum til vetrai'ins í sumar- leyfinu. Heilsuhæli N. L. F. í., Hveragerði. •V'V.VV»V Laugardalsvöllur í kvöld kl. 20.30 keppa Landslið og Pressulið Dómari Einar H. Hjartarson. Línuverðir: Baldur Þórðarson og Jón Þórarinsson. Verð aðgöngumiða: Stúkusæti 25. kr. Stæði 20 kr. Barnamiðar 5 kr. MÓTANEFNDIN. Þakkarkort og umslög með svartri rönn. Sendið handrií og við prentum fljótt og smekklega. Sendum í póstkröfu. Prentverk h.f. Klapparstíg 40. — Sírni 19443. Reykjavík. Isleifur Einarsson, Læk, Ölfusl, verSur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. júli kl. 1.30 e. h. Vanda.menn. ÞAKKARÁVÓRP Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu mér hlý- hug á 80 ára afmæli mínu, 15 júlí s. 1., með gjöf- um, heimsóknum og skeytum og gerðu mér dag- inn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Margrét Benediktsdóttir, Staðarbakka. Mínar beztu þakkir færi ég öllum þeim vinum mín- um og ættingjum sem sýndu mér vinsemd á sjö- tugsafmæli mínu þ 23. þ. m. með heimsóknum, heillaskeytum og góðum gjöfum. Guð blessi þá alla. Kópavogi, 25. júxí 1960. Guðlaugur Brynjólfsson. Hjartans þakkir til barna, barnabarna og annarra vina nær og fjær sem gerðu mér ógleymanlegan 75 ára afmælisdagxnn 22. júlí s. 1. Guð blessi ykkur öll. Jóhann Lárusson, Litlu-Þúfu. V«V«V»V*V*V*V»V»V»V*V*V»V«V*V*V*V*V*V*V»V»V«V*V*V«V*V*V'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.