Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.07.1960, Blaðsíða 7
HdtULtmf, fímmtadagnm 28. jóli 1960. 7 f '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ / '/ '/ / '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ 't '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ '/ '/ Hann séra Matthías skrapp vestur til Ameríku og skírði mig Rætt vi$ Magnús Hjálmarsson, verkfræíing Tveir vörpulegir menn koma inn úr dyrunum hjá mér — annar gildvaxinn og nokkuð þungur á fæti, kunnuglegur og hress í máli — Benedikt frá Hofteigi. Hinn er hár og herðabrei'ður, grannholda og beinvaxinn þótt nokkuð sé við aldur skarpleitur og svip- mikill, augun grá og einarðleg. — Þetta er Þórhallur Magnús Halldórsson, kallar sig Magnús Hjálmarsson, vestur-íslenzkur verkfræðingur, ættaður úr Loð- mundarfirðinum en hefur ferð- azt um allar álfur og er nú kominn til íslands ásamt ís- lenzkri konu sinni til þess að sjá feðraslóðir. — Mér fannst ótækt annað en að sýna ykkur hann, þótt held- ur sé hann tregur í taumi á blaðamannafund. En nú skal ég segja þér nokkru nánari deili á þeim hjónunum — ættinni á ég við, segir Benedikt. Halldór faðir Magnúsar var Hjálmarsson, Hermannssonar frá Firði og Margrétar Björns- dóttur frá Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði, Sigurðssonar prests á Hálsi í Fnjóskadal, sem átti Björgu systur Reyni- staðabræðra. Móðir Björns á Úlfsstöðum var Hiláur Eiríksdóttir, systir Magnúsar guðfræðings í Kaup- mannahöfn og Jóns föður séra Stefáns á Auðkúlu föður Hilm- ars bankastjóra. Móðir Hildar var Þorbjörg Stefánsdóttir prests í Sauðanesi, Lárussonar Schevings og.... — Nei, blessaður hættu Benedikt, nú er nóg rakið. — Nei, þetta er aðeins einn ættleggurinn, segir Benedikt. — Jú, hættu. Hvar ert þú fæddur Magnús? — Ég er fæddur í Mountain í Norður-Dakota. Foreldrar mín- ir fluttu vestur 1887 og bjuggu á nokkrum stöðum í Norður- Dakota, lengst í Akrabyggð. Ég er fæddur 1893. Við vorum fjögur systkinin og einn fóstur- bróðir — Dóri Hjálmarsson inajór, sem þið hafið vafalaust kvnnzt. Elzti bróðir niinn, Björn, var fæddur á íslandi og er dáinn. Aðalbjörg systir mín er búsett í Los Angeles. — Þú gekkst menntaveg? — Ég fór á skóla í Grand Forks og hélt síðan áfram verk- fræðinámi Ég var kvaddur í herinn um það leyti og var í sjóhernum um skeið, sigldi þá á Atlantshafi í fyrra striði í tvö ár. — En verkfræðistörfin? — Ég hóf þau í Texas — að- allega landmælingar. Þaðan fór ég til Los Angeles og var |þar t|l 1939 og fór svo til Pennsylvaníu og Panama. Var þar við gerð skurða og jarð- ganga, en 1942 fór ég í herinn aftur um skeið. Eftir það lá leiðin austur til Kína til starfa á vegum Banda- ríkjastjórnar þar. Bandaríkin veittu þá geysimikið fé til mannvirkjagerðar þar. Mitt starf var að líta eftir járnbraut- um og hafnargerðum. Ég ferð- aðist mjög mikið þar eystra og á alls kyns farartækjum — ekki sjaldan í burðarstól langa dikt. Hvert lá leiðin fyrst í Evrópu, Magnús? — Við höfum víða farið og átt góða ferð. Loks komum við til Kaupmannahafnar og tókum okkur far hingað. Síðan höfum við ferðast töluvert um hér í bílnum og haft óblandna ánægju af. Mér varð það til ómetanlegs happs að ná sam- bandi við liann Benedikt. Hann opnaði mér upp á gátt heim fyrri tíðar og leysti úr öllum spurningum varðandi skyldfólk okkar og áa. Hann er mikill fræðasjór hann Benedikt og hann gæti leyst úr mörgum spurningum landa vestra, ekki Magnús Hjálmarsson og kona hans Elísabet. Myndin er tekin heima hjá frú Sigríði Þormar, Bogahlíð 11, þar sem hjónin hafa dvalið. vegu. Mér fannst það illt farar- tæki og var oft að sálast af þreytu á þeirri setu, en ganga mátti ég ekki. Þar á eftir fór ég til Japan í svipuðum erinda- gerðum. Mér þótti miklu betra og álitlegra að starfa þar, og mér líkaði mjög ve! við Japani, þótt þcir væru þá nýsigruð þjóð og liart leiknir af Banda- ríkjamönnum. — Ilefur þú komið til íslands fyrr? — Nei, en ég hef lengi haft það í hyggju. Þegar ég náði ald- urstakmarki til að hætta störf- um, ákvað ég að bíða ekki lengur, og við hjónin lögðum af stað í vetur með skipi frá Am- eríku til Evrópu, og höfðum bílinn okkar með, þægilegan fólksvagn. — Já, ég átti eftir að ættfæra konu hans, grípur Benedikt fram í. Hún heitir Elísabet og er Elíasardóttir, Þorvaldssonar frá Kelduskógum á Berufjarð- arströnd. — Látum það nægja, Bene- ónýtt að ná sambandi við slík- an niann þegar maður keinur liingað. — Fórstu auslur í Loðmund- arfjörð? — Nei, en ég fór víða um Austurland og hitti margt gott fólk. Úlfsstaðir í Loðmundar- firði eru nú í eyði og flest liús fallin, og hið sama er að segja um Kelduskóga. Það var því ekki til neins að fara þangað. Við komum til Akureyrar, og mér þótti gaman að sjá hús séra Matthíasar. Hann og móðir mín ski-ifuðust á, og þegar hann kom til Ameríku lieim- sótti hann foreldra mína í Mountain og þá skírði Iiann mig. Svo höfum við ferðazt töluvert héi* sunnan lands og dvalið alllengi hér i Reykjavík og hitt margt ágætisfólk. Nú. þegar við höldum vestur aftur langar okkur til að senda öllum vinum, ættingjum og öðru fólki, sem við höfum hitt og hafa veitt okkur marga gleðistund, bakkir og kveðjur. — a. Ríkisstjórnin sverfir að bændunum Rætt vií Þórð Jónsson, bónda á Múla í DýrafirÓi Viðtal þaS sem hér fer á1 eftir, átti Markús Stefánsson ekki alls fyrir löngu við Þórð Jónsson bónda á Múla við Dýrafjörð. Þórður er fæddur í Árnes- hreppi' á Ströndum, en flutt- ist þaðan ungur með foreldr um sínum að Múla í Dýra- firði, þar sem hann hefur dvalizt síðan og býr ásamt föður sínum Jóni Samsonar syni. — HvaS viltu segja mér um búskapinn sjá ykkur, Þórður? — Búin byggja afkomu mína svo til eingöngu á sauðfjár- rækt, þar sem möguleikar á mjólkurframleiðslu eru hér sáralitlir végna erfiðleika á að koma mjólkinni á markað. Lítið er um garðrækt hér um slóðir, nema þá til heimilis- þarfa. — Hvemig líst þér á fram tíðarhorfumar í landbúnaðar málum okkar? — Ekki get ég sagt, að mér finnist neitt sérlega bjart framundan í þeim málum nú sem stendur. Þær íhaldsráð- stafanir, sem gerðar voru síðastliðinn v' ur, koma ekki siður hart niður á bændum en öðrum. — Þú ert þá ekki sérlega bjartsýnn á búskaparhorf- urnar? — Nei, ekki nema til komi veruleg hækkun á afurða- verði til bænda í haust. Allur framleiðslukostnaður hefur hækkað stórkostlega undan- farið, vélar, benzín og áhöld. Allt hefur þetta stórhækkað. Ekki má heldur gleyma vaxta okrinu, sem eykur stórlega erfiðleika manna við að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum, enda hlýt- ur það að leiða til stórfellds samdráttar í öllum fram- kvæmdum. Þá er hrein fjar- stæða að leggja söluskatt á neyzluvörur eins og kjöt, mjólk og fisk. — Fenguð þið ekki leiðrétt ingu á þeim misgjörðum, sem ríkisstjórn Emils Jónssoxiar beitti ykkur í fyrra? — Að vísu fengum við leið- réttingu, en ekki nema að nokkru leyti. Hins vegar nær ekki nokkurri átt að ráðast Bændur Oxlar rneð vöru oc fóiks bílahióium vagnbeizli op gnnHur kerrur mrjð -'turtu beisli =n kassa tæst biá okkur Kristján, Vestureötu 22 Revktpvít simi 22724 BÍLASAl INN /ið Vitatorg Sími 12500 Rússajeppi ’60 fæst undir kostnaðarverði Dodge Weapon ’53 fæst á goðu verði BÍLASALINN »ið Vitatorg Sími 12500 Auglýsið í Tímanum SKIPAUTGCRB RIKISINS Esja til Vestmannaeyia um þjóðhátíð- ir.a þar. Pantaðir farmiðar óskast innleystir fyrir hádegi í dag. En nrðar, sem kunna að verða óinn- leystir, verða seldir öðrum á morg uu. föstudag. Bifrei5asalan Sala er örugg hjá okkur Símar 19002 og 18966 Ingólfsstræti 9 Þórður Jónsson á eina stétt í landinu og svipta hana sinu lögboðna kaupi með valdi. Enda geri ég ráð fyrir, að fáar stéttir myndu taka slíkum afarkost- um þegjandi og hljóðalaust. Mér skilst, að hækkunin hafi numið 2,8% og var það aðallega á ull og gærum, en þar kemur hún ekki að sama gagni og ef hún hefði komið á kjötið. Svo kom einhver smá vægileg á mjólk síðastliðið vor. — Segðu mér nú, Þórður, hvernig er um atvinnu á Þing eyri um þessar mundir? — Það má segja,, að atvinna hafi verið all sæmileg á Þing eyri þar til síðari hluta vetr- ar, en þá fóru tveir af þeim þrem bátum, sem héðan eru gerðir út, á net. Eftir það dró nokkuð úr atvinnu, og hún va rekki eins stöðug og verið hafði. Annars eru mjög góð skil- yrði til fiskmóttöku á staðn- um, siðan kaupfélagið stækk aði og endurbætti frystihús- ið, og er það nú eitt af glæsi legustu frystihúsunum utan Faxaflóa. Einnig er rekjn önn ur fiskverkunarstöð, sem salt ar og herðir fisk af tveim bátum. Annars staðar hefur kaup- félagið aðallega haft forystu um og verið aðaldriffjöðrin i atvinnulífi Þingeyrar. Meðal annars starfrækir það fiski- mjölsverksmiðju og útgerð. Þá eru gerðir út héðan nokkrir trillubátar og hafa aflað sæmlega og skapað tals verða atvinnu. Svo er hér starfandi smiðja, sem orðin er landsfræg fyrir löngu. Lengra varö samtalið ekki að sinni, og þökkum við Þórði góð og greið svör. Ef til vill vinnst síðar tími til að spjalla betur saman. Markús Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.