Tíminn - 28.11.1962, Qupperneq 9

Tíminn - 28.11.1962, Qupperneq 9
\ H8s f'C^awS' Guðmundur Björnsson í ræðustól á ASÍ-þinginu. lands. Sjómannasambandið var myndað af félögum, sem voru meðlimir í ASÍ fyrir. Það var því ekki um að ræða, að bera þyrfti saman félaga- skrár á sama hátt og frá LÍV. Þær áttu að vera í lagi og voru samþykktar fyrir. Aðeins tvö félög í LÍV, bæði fremur smá, voru meðlimir ASÍ fyrir. Þá má einnig minnast á ann- að atriði, sem sýnir, hversu mikið ósamræmi var í afstöðu minnihlutans á þinginu vi$ af- greiðslu kjörbréfa. Nokkrar deilur urðu um kjörbréf' tveggja fulltrúa frá Verkalýðs og sjómainnafélági Miðnes- hrepps. Þannig var mál með vexti, að fundinn, sem kjósa á þingfulltrúa á, þarf að boða með tveggja sólarhringa fyrir- vara. Formaður félagsins sendi auglýsingu í Ríkisútvarpið, og átti að lesa hana í kvöldtil- kynningum og hádegi daginn eftir. Af einhverjum ástæðum urðu mistök hjá Landssíman- um og skeytið komst ekki til útvarpsins um kvöldið og var því ekki lesið fyrr en daginn eftir. Þetta lá allt fyrir, m. a viðurkenning Landssímains á mistökum stöðvarinnar hér í Reykjavík. Meirihluti kjörbréfa nefndar lagði til, að kjörbréf fulltrúanna yrðu samþykkt,,þar eð mistök þessi væru ekki sök félagsins, en með þeim fyrir- vara að því væri um leið beint til félagsins, að tefla ekki aftur á tæpasta vað með fundarboð- un. Þessi kjörbréf vildu minni- hlutamenn ólmir fella, þótt þeim fyndist sjálfsagt að hleypa 33 fulltrúum inn á þing ið, án þess að unnt væri að rannsaka þau gögn sem kjör- bréf þeirra voru byggð á og vitað um meinbugi á þeim, eins og fyrr segir! Allt kjaftæði Morgunblaðs- ins og fylgiblaða þess um brigðmælgi okkar Framsóknar manna og „svik við lög og rétt“ er því algjörlega úr lausu lofti gripið. í þessu máli höfum við hvorki svikið lög né rétt. en vig höfum virt 'dóm, og þar með lög, og fullnægt rétti á þann eina hátt, sem fulltrúum á ASÍ-þin^i var mögulegt án þess að traðka á réttindum ASÍ til þess að ráða sinum innri málum sjálft og án þess að sniðganga skyldu þingfull- trúanna til þess að leggja hlut- laust mat á málin. — Hvað viltu segja um þing- störfin að öðru leyti? — Um þingstörfin hef ég þetta að segja: Fjórum fyrstu dögum þingsins var að mestu leyti eytt í tilgangslaust og á- stæðulaust þref um kjörbréf einstakra þingfulltrúa og virt- ust ræður manna mest miðað- ar vig það, að hægt væri að fá einni hendi fleira á loft „réttu megin“ vig afgreiðslu kjörbréfanna. Þetta er alveg óþolandi. — Fulltrúar, sem koma langan veg utan af landi, lcoma til annars og meira á ^þing sinna heildar- samtaka en til þess að taka þátt í slíku karpi, enda gáfust sum- ir fulltrúanna hreinlega upp og fóru heim, áður en afgreiðslu kjörbréfanna var lokið og kom til hinna raunverulegu þing- starfa. Þessu verður að breyta með einhverju móti og búa þannig um hnútana, ag þing sem þetta geti komizt á lagg- irnar að kvöldi þess dags, sem það er sett. Það má ekki koma fyrir, að ábyrgðarlausum póli- tískum sprellikörlum haldist uppi að eyðileggja þingstörf með tilgangslausu kjaftæði, sem sýnilega er við eitt miðað að tefja þau og skapa þinghald inu þann blæ, að fulltrúar ut- an af landi telji sig ekkert er- indi eiga til slíkrar samkomu. Það verður því miður að við urkennast, að vegna þessa var afgreiðsla þeirra mála, sem fyr- ir þinginu lágu og sem þingið var kjörið til ag fjalla um, ekki með þeim myndarbrag og þeirri reisn, sem heildarsam- tökum launþega er samboðin. Það er full ástæða til þess fyrir launþegasamtökin að gera sér grein fyrir því, að til eru ýmis öfl i þessu þjóðfélagi, sem eru þeim óvinveitt og þegar þau komast upp á lagið meg að koma í veg fyrir að þing heild arsamtaka þeirra geti fjallað á sómasamlegan hátt um hin þýðingarmestu mál, þá er veru leg liætta á ferð’um. — mb JÓN STEFÁNSSON LISTMALARI Jón Stefánsson málari, sem við kveðjum í dag, vakti athygli mína og sterka aðdáun, strax er ég sá og kynntist verkum hans. Hef ég þá verið 14 ára gamáll. í þeim var slegið á nýja strengi íslenzkr- ar myndlistar, og kom það mörg- um nýstárlega fyrir sjónir — og ekki hrifust allir hér við fyrstu sýn. Myndir Jóns þóttu ekki nógUi líkar náttúrunni, eins og fólk orð- aði það. Menn vissu þá fáir hér, að list og náttúra eru óskyld, og að góðar náttúrustælingar eru oft- ast nauðaómerkilegt handverk, fjarskylt allri list. Einn áhrifamesti meðlimur menntamálaráðs á þeim dögum taldi stafa af þessu mikinn háska. — Jón Stefánsson málar ísland upp á frönsku, sagði hann og dæsti við. Þessi epli, konur og pokaský, hvað var nú það? Almenningur fagnaði Jóni Stefánssyni ekki held ur strax í stað. Hann var ekki met- inn sem skyldi og það sköpuðust heldur engar goðsagnir um hann- En hann var sannur og velmennt aður listamaður ög lét ekki slíkt á sig fá, en nú mætti ætla að j fleiri vissu og skildu, hvílíkan j myndlistarsnilling þjóðin eignaðist þar. Það var hið stórfellda, kröftuga, rismikla og dramatíska, birta elds og íss,- sem. hann -sá og málaði. Jón ^te^á^sscjjjrl var svo sterkurj og þroskaður málari, að hann! beizlaði hið órólega ljós landsins að vilja sínum og hélt myndum sínum innan ramma hreinnar myndsköpunar, hann lét ekki hina ytri náttúru rugla sig í ríminu, blekkja né tæla. Jón þrauthugsaði myndir sínar og háði oft harða; barátlu til að leiða fram, það sem hann vildi túlka. Svo víðfeðmar voru óskir hans og ímyndunaraflið | ríkt. Mér skildist stundum, að hon-! um fyndist hann aldrei ná cil fullnustu því, sem hann vildi í myndum sínum, og náði þó flestum lengra. JÓN STEFÁNSSON: Sjálfsmynd. Jóni Stefánssyni fannst hanni aldrei hafa lokið við myndir sín- j ar. Hann vann að þeim, oft árum saman, af fádæma vandvirkni og kostgæfni, enda fór árangurinrr ef ir því. Hægt og bítandi skóp hann hvert snilldarverkið af öðru, sem munu lýsa íslenzkri myndlist; langt fram á veg. Fjársjóður' sá,' er hann skóp þjóð sinni, verður aldrei metinn á veraldarvísu td fjár frekar en ævistarf Ásgríms Jónssonar, og ■ mikil hamingju- börn höfum við, sem kynntumst náið þessum tveim stórbrotnu listamönnum, j rauninni verið, þeim, sem voru svo gjörólíkir um margt — í báðum brann hinn eilífi eldur guðanna. Ég var svo heppinn á unga aldri að kynnas Jóni Stefánssyni vel- Það var á þeim erfiðu kreppu- tímum, þegar Markús ívarsson í Héðni gekk á milli okkar mynd- listarmanna til að halda í okkur líftórunni af mánaðarlaunum sín- um, sem ekki voru ýkja há, og Jón Stefánsson var einn af þeim, sem bjuggu við þröngan kost, þrátt fyrir snilli sina og frægð. Slík hafa oftast verið kjör lista- manna í þessu landi. Jón Stefánsson gaf mér ómælt af langri reynslu sinni og miklu H>amhaio a ois i3 v&mwiSSaa ’ÓN STEFÁNS SON: MálHð. T í MIN N - miðvlkudaginn 28. nóvember 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.