Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 3
Sautján ára piltur sveitarstjórinn,‘J Ole Kock H^sen, lék einnig á píanó, og Niels-nenn ing fannst hann taka sér mikið fram, ákvað hann að reyna annað hljóðfæri — og valdi kontrabass- ann. En þrettán ára drengir í Danmörku ganga ekki með fullar hendur fjár, og því var ekki um annað að ræða fyrir Niels-Henn- ing en ganga á fund foreldia sinna og fá þá til að Jeggja í þessa fjárfestingu, bassafiðlan kostaði 500 krónur. Faðir hans lét það eft- ir honum með einu skilyrði: Að sonurinn tæki þetta af fullri al- vöru, fengi sér góðan kennara og lærði á hljóðfærið. Síðan var kontrabassinn keyptur, gljáandi íínn og mun stærri en eigandinn, og eftir hálfan mánuð var Niels- Henning farinn að ganga í tíma hjá hinum konunglega kapellumúsií' usi, Oscar Hegner. Hann hefur fram á þennan dag verið leiðbein andi Niels-Hennings, sem ber tak- markalausa virðingu fyrir þessum kennara sínum. Það krefst ótrú- legrar þjálfunar að leika pizzi- cato á bassafiðlu, eins og vera ber í rythma í jazzhljómsveit. En það er skemmst af að segja, að Niels-Henning var eftirsóttur í ýmsar beztu jazzhljómsveitirnar dönsku, og þær eru margar góðar þar í landi. En síðan 1962 hefur hann verið fastráðinn í rythma- flokkinn í Montmartre, leikið þar m. a. með ýmsum frægustu jazz- spilurum heims, t. d. píanóleikar- anum Bud Powell og tenórleikaran um Dexter Gordon. Þeir hafa ekki getað orða bundizt um snilld þessa danska drengs, og í raun- inni ganga sögur af leikni hans þegar meðal jazzleikara um víða veröld. Niels-Henning hætti námi í menntaskólanum í Hróarskeldu í fyrrasumar. Ekki var það af því að hann ætti erfitt með námið, þvert á móti gáfu kennararnir hon- um þann vitnisburð, að hann hefði óvenjulegar stærðfræðigáfúr til að bera. En pilturinn var orðinn all þreyttur á því, hvernig bekkjar- bræðurnir gutu til hans augunum, þegar hann kotn of seint á morgn- ana eftir að hafa leildð í jam-sessi on í St. Regnegade fram á rauða- nótt — og svo tóku þeir sig til að lesa upphátt ummælin úr morg unblöðunum um frammistöðu hans. Annars eru þeir mjög samrýnd- ir, Niels-Henning og bræður hans Alltaf, þegar hann hefur lokið leik sínum í Montmartre síðla kvölds, bíður einn bræðranna í bíl fyrir utan til að aka Niels-Henn- ing rakleitt heim svq að hann lendi ekki í sollinum og freisting- uim jazzlífsins. Niels-Henning lót sjg ekki fnuna um að kaupa nýj- an bíl handa Helge bróður sínum Og í sameiningu með Foul bróður sínum festi hann kaup á sveita- bænum ,,Kildegaarden“ á Sjálanrii með tíu ekrum lands. Þeir hafa þegar gróðursett þai með eigip höndum 200 grenitré og rækta þar i stórum stíl ertur til svínafóð- urs. Þeir borguðu 42 þús. krónur fyrir jörðina, og ætla að verja þar öðru eins til að koma upp gisti og hressingarheimili fyrir ferða- menn, og gamla svínahúsið þar ætla þeir að innrétta sem tónleika- ? höll. Niels-Henning hefuv fleiri á- I hugaefni en iazzinn. Hann les jjj ieiknin öll af skáldskap, og eft- irlætishöfundur hans er Stefan Zweig, Sören Kierkegaard, Njls Pet $ ersen og Blicher Á sokkabandsár | unum hafði hann megna lítilsvirð- | ingu á klassískri tónlist, en nú | dáir hann hana af heilum hug. — fi Hann er um þessar mundir að æfa I bassakonsert eftir Handei til að | leika hann á hljómplötu- og önnur f sígild tónskáld, sem hann dáir, eru | Bach, Bartók og Debussy, leikur 1 hann verk þeirra á píanóið, þegar I hann hvílir sig frá bassanum. — £ Annars hefur hann keypt sér þrjá 1 Framhald á 13. síðu. Skattablóm shaldsins fellir blöSin Moigunblaðinu þykir það hart, að fólk skuli nú vera fair- ið að sjá gegnum blekkingar íhaldsins í sambandi við skatta frumvarp það, sem fram hefur verið lagt. Þetta átti að vera glæsinúmer og kallast „stór- felld skattalækkun“ hvað sem . tautaði og raulaði. Þegair á það ? var bent með skýrum rökum Sog tölum bæði á Alþingi og hér í blaðinu, að frumvarpið Ai hefði ekki í för með sér skatta ■v lækkun, heldur meira að segja Iraunverulega skattahækkun miðað við árið 1960, þegar síð- ustu reglur um persónufrádrátt voru settar, vegna þess að breyt ingarnair nú, duga ekki einu sinni til þess að vega upp á móti hækkun dýrtíðarinnar og verðlagsins á tímabilinu, sem síðan er liðið, fór Mbl að kveinka sér yfir þessum mál- j! flutningi og he'ldur því áfram, því að íhaldinu þykiir að sjálf- sögðu hart að horfa á þetta skrautblóm s_ift fella blöðin, áð- ''' ur en það springur út. „Miðast við tekju- og verðbreytingar", Enn s.l, sunnudag er MM að bisa við að telja fólki trú um ,skattalækkunina‘ í forystugrein en svo böksulega tekst til að blaðið viðurkennir hreinlega, að þetta sé ekki skatta- lækkun heldur aðeins ver- ið að^ færa reglur til sam- ræmis**við „tekju- og verðbreyt ingar“. Blaðið segir: „Nú hefur viðreisnairstjórnin Iagt fyrir Al- þingi frumvarjp um nýjar skatta lækkanir, sem miðast m.a. við þær tekju- og verðbreytingar, sem orðið hafa s.l. tvö ár.“. Þairna viðurkennir blaðið tfl- gang frumvarpsins. En gallinn á þessari gjöf Njarðar, sem Mbl forðast auðvitað eins og heit- an eld að láta fylgja, er sá, að breytingin er ekki nógu mikil til þess að ná tekju- og verð- breytingum síðustu áira, hækk- un persónufrádráttarins ekki nóg til þess að jafnast á við verðhækkunina, og því er um hreina og beina skattahækkun að ræða samkvæmt þessu frum varpi, miðað við ástandið eins og það var, þegar síðustu regl- ur um persónufrádráttinn voru settar Um þetta liggja fyrir alveg tvímælalausar hagtölur, sem Mbl hefur að sjálfsögðu foirðazt að birta, og eru þessar: Persónufrádrátturinn samkv. nýja frumvarpinu skal hækka um 30% síðan hann var síð- ast ákveðinn í apríl 1960, en á sama tíma hefur verð- Iagið hækkað um 53,3% Þess vegna feluir frumvarpið ekki einu sinni í sér lagfæringu eða samræmingu við breyting- ar tekna og verðlags. Þar vantar rúm 23% upp á, og þess vegna þarf ekki neinum blöðum um það að fletta, að hér er um skattahækkun að ræða, miðað við áiið 1960, en ekki skatta- lækkun. Þetta sér og skilur hver maður i landinu, og Mbl ætti að hætta að gera sig hlægi Iegt með því að rembast eins og rjúpa við þennan „skatta- Iækkunar“-staur sinn. Rúsína í pylsuenda. En Mb. ber heldur aldrei á borð rúsínuna í enda þessa sláturkepips síns, en hún er sú, að svona i leiðinni greip íhald- Framhald á 15. síðu. Þama nýtur Nlels-Henning Örsted Pedersen góSa veðursins á sínu eigin óSali. Þetta er bóndabærinn, sem hann og Poul bróSir hans hafa keypt og ætla að endurbæta fyrir alit aS 50 þús. d. krónur, m. a. Innrétta tónleika- sal í svinahúsinu. „ÞEGAR ég var sautján ára“ — getur Niels-IIenning Ör- sted Pedersen byrjað að segja eina gj^ínum stóru sögum seinna á æviníii, söguna um það, hvernig vegur hans opnaðist til heims- frægðar. Pilturinn er 17 ára enn sem komið er, verður ekki 18 fyrr en eftir nokkrar vikur, 28. maí. íslenzkir jazzaðdáendur kannast auðvitað flestir við hann, því að hann er þegar kominn í tölu fremstu jazzleikara Evrópu, þv? að fáir standa honutn á sporði í því að spila á bassafiðlu. Og þá eru Ameríkumenn ekki seinir á sér. Á dögunum fékk pilturinn boð írá amerísku hljómplötufyrirtæki um að fara vestur um haf a. m. k. til ársdvalar og leika þar inn á plötur. Niel’s-Henning Örsted Ped- ersen er sem sé talinn vera ein hver mesti galdramaður á kontra bassa, sem komið hefur fram a sjónarsviðið í sögu jazzins, í Kaupmannahöfn er veitinga hús, sem nefnist Montmartre, og þar gerast helztu tíðindi í jazzheim- inum þar í borg. Þar hefur NieL- Henning leikið með frægustu hljómsveitum síðustu missiri og vakið furðu aUra, er hafa heyit hann leika. Á hverju sumri er hald in jazzhátíð í bænum Landskrona í Svíþjóð. Þar kom Niels-Henning fram í fyrrasumar. Einn af áheyr- endum hans þar var einn af fræg- ustu jazzhljómsveitarstjórum heimsins, Count Basie, og hann varð svo hrifinn af list unga mani s ins, að hann bauð hcnum þegar að taka sæti i hljómsveit sinni, sem annars er einungis skipuð blökkumönnum, en Niels-Henning gat ekki tekið boðinu. því að 13 ár er lágmarksaldur til að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum. Nú er aftur komið tilboð frá grammó íénfélaginu RCA, og Niels-Hennine liefur ákveðið að halda vestur u;n haf á næstunni til að leika þar inr. á plötur — og þá er skammt ti' heimsfrægðarinnar. Niels-Henning á ekki langt að sækja tónlistarhneigðina, því móð ir hans er kirkjuorganleikari, og Niels-Hcnning hvílir sig á bassafiðlunni við og við og grípur þá í píanóið, spilar þá oft Bach og nærri alltaf klassíska músík. faðirinn er talsvert gefinn fyrir að leika á fiðlu. Þó telur hann sig ekki stóran á því sviði, og segir því til sönnunar, að Niels-Henn- ing gangi oftast út, þegar hann taki upp fiðluna. En sonurinn er nú heldur enginn meðalmaður, og íaðirinn ætti að geta þó nokkuö, jafnvel þótt hann slagi ekki upp í soninn á þessu sviði. Niels-Henn- ing á fjögur systkini, sem öll hafa hneigzt að tónlist, þótt þau hafi öll menntazt til annars starfs, en Niels-Henning er þeirra lang- yngstur. Fyrst er hann man að haía hrifizt af að hafa korpizt í nánt- unda við músik var, er bróðir hans og félagar hans, sem stofnuðu á- hugamannahljómsveit, sem þeir nefndu „Guys“, og æfði sig heima hjá þeim bræðrum, léku swing. Þrettán ára komst Niels-Henn ing sjálfur fyrst í hljómsveit. — Fram að þeim tíma hafði hann lært og æft sig á píanó. En nú stofnuðu þeir nokkrir saman hljó n sveit, bróðir hans, Helge, lék á tenórsaxófón. En þar sem „hljóm- - jazzundur Evrópu TÍMINN, þriðjudaginn 5. maí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.