Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 8
MINNING Steinþór Jðhannsson kennari Þessl gamli vinur og ágæti sam- starfsmaður frá skólastjóraárum mínttm á Akureyri hvarf í gröf sína 20. apríl s. 1. án þess að ég veitti þvi eftirtekt. Það var raun ar líkt þeim hlédræga heiðurs- manni að hverfa hljóðlega. En þörf er mér á því að senda hon- um smákveðju, þótt með seinni skipunum sé. Steinþór Jóhannsson var fædd nr 3. jan. 1890 að Garðsá í Eyja- firði. Voru foreldrar hans J6- hann Ágúst bóndi þar og á S.- Laugalandi, Helgason, og kona íhans Þóra Ámadóttir bónda á Garðsá, Hallgrímssonar. Láuk Steinþór gagnfræðaprófi á Akur- eyri 1912 og kennaraprófi við Kennaraskólann 1928. Námsferð fór hann til Norðurlanda 1927 og kennari barna var hann á ýms- um stöðum frá því hann lauk gagn fræðaprófi þar til hann gerðist kennari við Bamaskóla Akureyrar haustið 1930, og vann þar óslitið um 25 ára skeið, en hætti þá kennslustörfum 65 ára að aldri, vegna heilsubilunar. Á æskuáram sínum vann Stein- þór ötullega í Ungmennafélagi Fæddur 3.1. 1890. Dáinn 13.4 1964. Vinarkveðja: Tímans elfur áfram streymir, ekkert stenzt við hennar þunga — með sér hrífur háa og lága, hrausta, veika, gamla, unga. — Stundum lygn með lágum niði liðast hún um blómgva dali, stundum hratt með fossafalli fleygist hún um gljúfrasali. Þannig og með ámm líður okkar för að víða sænum, þar sem leikur lítil bára létum faldi í aftanblænum — þar sem beljar brim á skerjum, brotsjór ógnar veiku fleyi, þar sem ofar bárubliki bjarmar up af nýjum degi. í deiglunni skírist það gull sem er glætt, og gott skal það efni, er í líftaug skal spinna. Ef grunnamir bresta er háborgum hætt. — Með hugsun og starfi skal sigrana vinna. Það skildir þú snemma — við skiljum það enn, — þú skreiðst ekki í felur og blést ekki í kaunin. Þeir vinna oft hljótt okkar vöskustu menn, þeim vinnunnar gleði eru dýrustu launin. Þú fyrirleizt amlóðans ákvæðis- skrift, en ótrauður fylgdir þú vorboðans merki, þótt laun væru skömmtuð — já, skorin og klippt, þú skeyttir því lítt, en gekkst ein- huga að verki. Þú baðst ekki heiminn um hrós eðavöld, ei hræsni né smjaður þér lágu á tungu, og því ertu fallinn með flekklaus- an skjöld að fegursta dæmi þú gafst hinum ungu. Á hugans engi andans gróður i þínum gengnu sporum skín. Göfgra drengja er heyri ég hróður hlýt ég lengi að minnast þín! Magnús Pétursson. ÉnH sveitar sinnar og hlaut þar, sem fleiri, æskilega þjálfun í þegnskap arstörfum og óeigingjömu við- horfi til málefna þeirra og skyldu starfa, sem hann tók að sér að sinna og vinna að. Hann var því einn af þeim úrvalsstarfsmönnum í hverri starfssveit, sem jafnan verða eftirsóttir þangað, sem úti- loka á alla „aktaskrift". En það er hvergi nauðsynlegra en við skólastörf. Hann var líka ágætlega hagvirkur cg listfengur í eðli, svo að hvert verk lék í höndum hans, smiður góður og vann við slík störf flest sumur. Og vissulega nutu nemendur hans ríkulega hand lagni hans og smekkvísi við margs konar föndur, sem jók á fjölbreytni og magnaði starfs- gleði og lífrænt nám. Þegar Steinþór Jóhannsson lét af störfum haustið 1955 settust samstarfsmenn hans við Barna- skóla Akureyrar að kaffiborði með honum og kvöddu hann þar. Þangað sendi ég þeim og honum kveðju, sem ég ætla að birta hér lítið stytta. Hún kemur því Stein þóri ekki á óvart og hljóðar þann ig. ....Við þetta kaffiborð vildi ég gjarnan hafa setið með ykkur í kvöld, þegar kveðja á Steinþór Jóhannsson kennara eftir 25 ára starf hans við barnaskólann. Það fækkar nú óðum kennurunum, sem hófu hér starfið með mér í nýja húsinu haustið 1930 . . . En þessum kennurum, og þeim sem komu á næstu árum, á bamaskól- inn mikið að þakka. Eg efast um að öllu betri starfsmannahópur og samstæðari hafi víða verið að verki. Og þetta á við allan hóp- inn, sem ég skildi við 1947. Eg minnist hans með þakklátum hug. En einkum er nú vinur minn Steinþór Jóhannsson ofarlega í huga mínum við þessi tímamót. Hann er einn þeirra afbragðs- manna, sem hefur hvert starf til vegs og virðingar. Samvizkusemi hans og trúmennska, verkhyggni hans og snyrtimenska, og frábær lagni við alla kennslu, skipa Stein þóri í flokk úrvalsmanna í kenn arastétt. Eg minnist aldrei þess, að Steinþór væri ekki jafnan þar sem hann átti að vera, né heldur að hann möglaði nokkurn tíma um það, sem þurfti að gera. Svo traust ur var hann og heill í starfi. Um það vitnaði líka jafnan hópurinn hans í 3. stofu. Þar var ætíð frá- bær regla og ágæt stjórn, enda man ég aldrei til þess, að skóla- stjóri þyrfti þar nærri að koma, eða nokkum tíma bærist kvörtun ÆT-' o Á TÓNLEIKUM Kammermú^ ikklúbbsins í Melaskólanum, fluttu þau Averil Williams flauta; Einar G. Sveinbjörnsson fiðla og viola; Gunnar Egilsson, klarinett, og Þorkell Sigur- bjömsson, píanó, kammertón verk eftir Mozart, Bach, Poul- enc og Milhaud. Es-dúr tríó Mozarts, fyrir ú- olu, klarinettu og píanó, er í sínum einfaldleik, vandtúlkað verk. Flutningur þess var þarna heldur hversdagslegur, og urðu ýmis smáatriði í túlkun mjög útundan. Tríó fyrir flautu, fiðlu og pí- anó eftir Baoh er strangt i formi, en var vel og samvizku- samlega imnið og heildarflutn ingur dágóður. Verk „síðrómantíkeranna" — þeirra Poulenc og Milhaui vom tnjög áheyrileg og oft skemmtileg áheymar. Sónata hins fyrrnefnda fyrir flautu og píanó var vel flutt oj samleikur ágætur. Flutningur góðrar kammer- tónlistar er sú tónlistariðkun, sem þarfnast óhemju vinnu, og þróttlausra samæfinga. Á þessum tónleikum, gætti þess nokkuð, að betur hefði mátt undirbúa, sumt af því sem flutt var, til þess að hlust- endur og flytjendur mættu bet ur við una. Þá væri og heppilegt að hlust endahóp fjölgaði nokkuð til að skapa fastari starfsgrundvöjl fyrir þessa ómissandi starfsemi Unnur Amórsdóttir. Samsöngur FYRSTI samsöngur Karla- kórs Reykjavíkur á þessu starfs ári, fór fram í Austurbæjarbiój þann 27. apríl s. 1., undir stjórn Jóns S. Jónssonar. Efnisskrá kórsins var hin hefðbundna og algenga samsetning slíkra verk- efna. Vitaskuld er vart hægt að búast við stórstigum breyting- inn, frá ári til árs í kórþjálfun. þar skilar framförum oft hægt og sígandi, og er þáf vel ef svo er. Um samsöng kórsins nú má telja að raddir — þjálfun og túlkun, sé svipað og á síðast- liðnu vori nema hvað efnisval var nú öHu fáskrúðugra. Sverrir konungur felur í sér mikla möguleika sem karla. kórslag, í góðri raddfærslu en útsetning Ragnars H. Ragn- ars og túlkun kórsins hæfði vart þessu ágæta lagi. Þá flutti kórinn nokkur ísl. lög ásamt tveim lögum Toivo Kuula og var seinna lagið Dagshvöt ágætt kariakórsveik, og prýðilega flutt, þá var og enskt þjóðlag frá 16. öld, í stað góðri raddsetn. Jóns S. Jónsson ar smekklega meðfarið. Enska lagið Tipparery virðist nú hafa leyst „Hrausta menn“ af hólmi, enda mjög líklegt til vinsælda, og flutti Guðmundur Jónsson það, og Volgu-sönginn með miklum ágætum, og við hrifningu áheyrenda. Svala Nielsen söng einsöng í tveim andlegum söngvum. Rödd hennar er þétt og jöfn — og féll mjög vel að hinni dramat- ísku hlið þessara söngva. Guðmundur Guðjónsson fór vel með einsöng í nokkrum lög um og vakti rússneska lagið Kalinka mesta athygli. Söngur kórsins var nokkuð misjafn en þótt undarlegt megi virðast komu fallegustu blæ brigðin í söng hans bezt frara í Iéttari verkefnum. Við hljóðfærið var Ásgelr Beinteinsson og hafði kórinn góða stoð í honum. Unnur Arnórsdóttir. US SKÁLDSINS AKUREYRI er fagur bær og merkilegur. Hvað eftir annað hafa andleg stórmenni sett svip sinn á lífið norður þar. Svo var um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi- Við andlát hans hef ur sett söknuð að hjarta allra lándsmanna, en þó eðlilega mest þeirra, sem höfðu hann mitt ó meðal sín. Nú stendur hús hans, fagurt en yfirlætislauít, á einum fegursta stað í bæn- um. Úr gluggunum þar sér norð ur yfir Eyjafjörð, til fjalla heiða og stranda. í húsinu er eitt bezta bókasafn, sem venð hefur í eigu eins manns á fs landi. Enginn efi er á því, að Akur eyringum og raunar þjóðinni allri, mun finnast það verðug*, að þetta hús standi sem minnis- merki um skáldið, sem bjó þar með þeim ummerkjum, sem það hefur og öllu, sem í því er líkt og Sigurhæðir hafa nú verið gerðar að Matthíasarsafni. Hús Davíðs Stefánssonar, sem Davíðs-safn, er að vísu verðug virðing við hið látna skáld. En möguleiki er á, að gera þetta hús enn ríkari vott þeirrar ást- ar, sem nafn Davíðs Stefáns- sonar vekur í brjósti íslend inga ,og þakklætis þjóðarinna: til hans. Þjóðin öll á að taka hönduro saman og koma þessu þannig fyrir, að húsið verði áfrani Davíðshús, með bókasafni hars og öðru til minningar um skáld ið. Síðan á að nota húsið t:l þess að bjóða þar til dvalsr skáldum og rithöfundum um lengri eða skemmri tíma. Þeir eiga ekki að greiða húsaleigu. en geta haft þar heimili sitt og notað bókasafnið, sem einnk? yrði bætt og fullkomnað. Með þessu móti héldi húsio, númer 6 við Bjarkastíg, áfram að vera „hús skáldsins" og yrði ekki einungis minjagripur um ástsælan listamann, heldur hefði hagnýta þýðingu og gæti, ef vel tekst til, borið ríkulegan ávöxt. Akureyri hefur mjög margt til síns ágætis, sem gerir bæ- inn að kjörnum dvalarstað fyrir skáld, hvort heldur er til hvíld ar og hressingar, eða til frjórr.. ar vinnu. Það er svo sem gott og blessað frá þjóðfélagsins hálfu, að leggja skáldum tó' nokkur listamannalaun. En þeg- ar til viðbótar þeim kæmi til boð um ókeypis bústað un nokkurn tíma. á friðsælum stað í friðsælum og fögrum bæ og i því andrúmslofti. sem hvílir yf ir „húsi skáldsins“ Davíðs Stef ánssonar. væri hið síðarnefnda í ýmsum tilfellum enn dýrmæt ara. Með þessu móti yrði minning unni um Davíð Stefánsson sýnd verðug og viturleg virðing. — Þetta yrði þjóðinni til sóma og nytsemdar. Páll H. Jónsson frá Laugum. úr heimili um að eitthvað væri þar ábótavant, sem kennarinn gat að gert. En þetta þarf ég vitanlega ekki að segja ykkur, sem lengi hafið starfað með Steinþóri Jóhanns- syni. Þið þekkið þetta öll. Hitt vildi ég með þessu undirstrika, að slíkir menn eru hverri stofn- un mikill happafengur, og þyrftu nú að vera á hverju strái. Án efa fá hinir yngri menn nú nasasjón af ýmsu í kennslutækni. sem hinir eldri fóru á mis við. Það er að sjálfsögðu eðlileg fram vinda og á svo að vera. En þrátt fyrir allt ágæti aukinnar tækni í kennslustarfi, skyldi það þó aldrei gleymast, „að maðurinn er gull- ið, — þrátt fyrir allt“. En það væri háskasamlegt öllu skólastarfi og öllu uppeldi, ef tækniþróun þessara mála sigldi inn í skólann á kostnað þeirra höfuðdygða, sem jafnan munu prýða hverja mann veru og gefa henni eilíft gildi, en það er trúmennskan við sjálfan sig og aðra og hið kærleiksríka og fómfúsa hugarfar, sem á vilja og löngun til að verða hverju góðu máli að liði og rétta sér hverju mannsins bami hjálpar- hönd. Og þess vil ég mega óska af heilum hug, að þessir höfuð- kostir uppalandans megi nú og um alla framtíð prýða hvern kenn ara, í hvaða skólaflokki sem hann starfar . . .“ Svo kveð ég nú Steinþór Jó- hannsson vin minn með svipuðum orðum og þá, þótt nú sé breytt högum. Eg fagna þeirri vinsemd og þeim þakkarhug, sem til hans streymir frá nemendum hans og samverkamönnum. Til þess vann hann. Og gott er heilum vagni beim að aka. Sjálfur á ég mikið að þakka, — frábært samstarf, drengskap og hollustu. Og þeirri þökk fylgja ein lægustu blessunaróskir. Börn Steinþórs Jóhannssonar og konu hans, Sigrúnar Ingimars dóttur (þau skildu) eru tvö: Bryndís, húsmæðrakennari í Rvík, og Örn, prentari á Akureyri. Þeim sendi ég einlægustu samúðar- kveðju. Snorri Sigfússon. 8 TÍMINN, þriSjudaginn 5. mai 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.