Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 7
Henry Brandon: Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lansasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Lykillinn að lausninni Athygli manna beinist í vaxandi mæli að samningum ríkisstjórnarinnar og launþegasamtakanna um kjaramál- in. Það er einlæg ósk manna, að þannig verði haldið á þessu máli, að ekki þurfi að koma til nýrra átaka, líkt og fyrir seinustu áramót. Það er ljóst mál, að launþegar kreíjast ekki að ástæðu lausu bættra kjara. Svo mjög hefur verðlagið hækkað meira en kaupgjaldið seinustu árin. En launþegunum er einnig ljóst, að geta atvinnuveganna er takmörkuð, a. m. k. sumra greina þeirra. Þess vegna hafa launþega- samtökin ekki snúið sér fyrst til atvinnurekenda og heimtað hækkað kaup, eins og venja er. Launþega- samtökin hafa snúið sér fyrst til ríkisstjórnarinnar og æskja samninga við hana um kjarabætur. Það sem laun- þegasamtökin leggja fyrst og fremst áherzlu á, eru kjara- bætur, án kauphækkana, og verðtrygging launanna. Þetta kom mjög ljóst fram í viðtali, sem Tíminn birti 1. þ. m. við einn af forustumönnum verkalýðsfélaganna á Austurlandi, Guðmund Björnsson á Stöðvarfirði. Það er mjög ánægjulegt, að Mbl. hefur fundið ástæðu til að taka undir ummæli hans í forustugrein. Ríkisstjórnin hefur vissulega mikla möguleika til að ; verða við óskum launþegasamtakanna um kjarabætur, án kauphækkana. Þetta byggist m. a. á því, að ríkið leggur nú á miklu hærri álögur en nokkur þörf er fyrir. Með því að lækka þessar álögur eða að verja auknu ríkisfé til kjarabóta, getur ríkisstjórnin komið verulega til móts við launþegasamtökin. Með lækkun vaxta og framleiðslu- tolla, getur hún auðveldað atvinnuvegunum að rísa und- ir lífvænlegu kaupgjaldi. Með því að draga úr neyzlu- sköttum eða því að auka niðurborganir og fjölskyldu- bætur, getur hún dregið úr dýrtíðinni. Þannig hefur ríkisstjórnin nú marga möguleika til að veita kjarabæt- ur, án kauphækkana. Þá getur það haft veruleg áhrif á lausn þessara mála, að nýtt, stórt átak verði gert til lausnar á húsnæðismál- unum, sem nú eru að komast í sívaxandi óefni. Stjórnin hefur mikla möguleika til úrbóta þar, t. d. með því að nota einhvern hluta frysta sparifjárins í þessu skyni. Frá sjónarmiði ríkisstjórnarinnar getur verið sá hæng- ur á þessu, að þetta þýði venilega breytta stjórnar- stefnu. Stjórnin verður að víkja frá þeirri stefnu að banna verðtryggingu á kaupgjaldi og að verðlag skuli alltaf hækka meira en kaupgjald fyrir atbeina gengis- fellinga og neyzluskatta. Það er lykillinn að lausninni, að ríkisstjórnin geri sér þetta ljóst. Þá á hún auðveldlega að geta leyst þessi mál sjálfri sér til sóma og þjóðinni til farsældar. Hótanir Það er heldur óhugnanlegt að sjá þær hótanir öðru hvoru í stjórnarblöðunum að ríkisstjórnin muni grípa til lögþvingunar eða gerðardóms, ef launþegasamtökin sætta sig ekki við það, sem hún muni bjóða til lausnar kjaradeilunnar enda þótt það verði alveg ófullnægjandi. Slíkar hótanir benda til þess, að sterk öfl innan stjórn- arflokkanna kjósi heldur lögþvingunarleiðina en samn- ingaleiðina. Þessi öfl reyna að sjálfsögðu að hindra samninga. Hót- anir þeirra spá ekki góðu. En hætt er við, að það verði ekki neinum til góðs, heldur öllum til tjóns, ef þessi ofstækisöfl fá að ráða gerðum ríkisstjórnarinnar. TÍMINN, þriSjudaginn 5. maí 1964 — Rússar þurfa að fá langt hlé í sambúðinni við vesturveldin Því valda bæði deilan við Kínverja og breytingar heima fyrir. Henry Brandon, sem um skeið var fréttaritari „The Sunday Times“ í Washington, hefur nýlega verið á ferðlagi um Sovétríkin. f grein þeirri, sem hér fer á eftir, rekur Pl hann nokkuð viðhorf Rússa til vesturveldanna og alþjóða- mála yfirleitt: SAMKOMULAG Bandaríkja- manna og Breta um að draga úr framleiðslu kjarnakleyfra efna er talið sérstakra þakka vert, en var í raun og veru að gerast af sjálfu sér, án alls samkomulags. Báðir aðilar höfðu nægju sína og voru tekn- ir að leita úrræða til að draga úr hervæðingarkostnaði sínum. Samt sem áður er þetta sam- komulag nokkurs virði sem tákn. Mér varð Ijóst af þeim spurningum, sem bornar voru upp við mig í Rússlandi, að leiðtogar Sovétríkjanna eru, eins og sakir standa, á hnot- skóg eftir öllu því, sem geti gefið þeim vísbendingu um stefnu Johnson-stjórnarinnar í framtíðinni. Rússum er enn mjög í fersku minni hið snögga hvarf Kenn- edys forseta af sjónarsviðinu. Morð forsetans ruglaði áætlan- ir Krustjoífs, þar sem hann var farinn að byggja stefnú sína gagnvart Vesturveldunum, á framkomu og viðbrögðum þessa eina manns, enda þótt þetta sé andstætt kenningum og venjum kommúnista. Krust- joff gerði ráð fyrir — og með miklum rétti — að Kennedy væri þess umkominn að taka sínar eigin ákvarðanir, og þær þyrftu ekki endilega að vera í samræmi við það, sem stjórnar- vél hans malaði fyrir hann. Hver einasti Rússi, sem ég hitti, var sannfærður um, að Kennedy hefði verið fórnardýr einhvers konar samsæris. Mjög margir ganga enn lengra í þessu efni og trúa því, að John- son forseti hafi sjálfur staðið að baki samsærisins, hversu fjarstætt sem þetta kann að virðast í eyrum vestrænna manna. f Moskvu er því flest i óvissu um Johnson forseta, og þeirri óvissu eru nálega engin tabmörk sett. AÐ BAKI stefnunnar, sem Sovétríkin aðhyllast nú, leynist sú einfalda staðreynd, að Krust joff verður fyrst og fremst að sinna þeirri alvarlegu ógnun, sem forystu hans í heimi komm únista stafar frá Kínverjum. Þetta er erfið reynsla fyrir alla kommúnista, en þó sérstaklega fyrir leiðtoga Sovétríkjanna. Honum er ekki eins illa við neitt og að vera í varnarað- stöðu, enda er það andstætt eðli hans. Hann er því önnum kafinn við að treysta þau öfl, sem kynnu að gera honum fært að taka frumkvæðið gagnvart andstæðingunum í Peking. Auk þessa stendur hann mitt í iðu margs konar breytinga, sem valda miklum erfiðleikum i sovézku þjóðlífi. Vegna þessa er Sovétríkjunum brýn nauð- syn að tryggja langt hlé í sam- búðinni við Vesturveldin. í KRUSTJOFF þriðja lagi er forustumönnum Sovétríkjanna vel ljóst, að Bandaríkjamenn og Bretar eru báðir önnum kafnir vegna væntanlegra kosninga. Að svo stööddu er því markmiðið fyrst og fremst að tryggja að fram- hald verði á hléinu. Verzlunarsamningur við Breta var undirritaður í vik- unni sem leið, og hann ber þess ijósan vott, hve efnahags- líf Sovétríkjanna á í miklum erfiðleikum og er alls ófært um að fullnægja þörfum þegn- anna, sem farnir eru að venj- ast betrj lífskjörum en áður. Vera má þó að enn táknrænni sé sú staðreynd, að umræður milli valdhafanna í Moskvu og Washington um nýtt samkomu- lag um skipti á ræðismönnum, eru nú komnar á það st-ig, að það í raun og veru á valdi John sons torseta, hvort hann telur það pólitískt heppilegt að ganga frá samkomulaginu. RÚSSUM veittist ekki auð- velt að samþykkja það skilyrði Bandaríkjamanna, að ef banda rískur þegn væri handtekinn, skýldi gera ræðismanni aðvart innan sólarhrings og ræðis- manninum tryggt að ná fundi sakborningsins innan tveggja sólarhringa. Þarna er tryggður langtum meiri réttur en sovét- borgari nýtur við handtöku í sínu heimalandi. Samt sem áð- ur hafa Rússar nú samþykkt þessa kröfu Bandaríkjamanna. Samkomulagsumleitunum um beinar flugsamgöngur milli Moskvu og New York hefir miðað vel áleiðis. Allt eru þetta að vísu smávægileg atriði, en þau sýna vilja valdamanna í Sovétríkjunum til að draga úr spennunni. Öll jákvæð við- brögð Vesturveldanna — og þá sérstaklega Bandaríkjamanna, — eru talin vottur þess, að „öfl þau, sem vinna að viðhaldi óbreytts ástands séu enn að verki". eins og Rússar orða það. Ýmislegt bendir einnig til þess, að Rússar forðist að hreyfa þeim málum, sem valdið geti óróa í Bandaríkjunum. Þetta kom til dæmis í ljós í sambandi við þá ákvörðun Sov- étstjórnarinnar að framselja bandarísku flugmennina, sem neyddir voru til að lenda í Austur-Þýzkalandi fyrir tveim- ur mánuðum. Margir Rússar sögðu mér, að auðvelt hefði verið að ákæra þá fyrir njósn- ir, en valdhafarnir í Kreml hafi ekki kært sig um að auka eld- ana eins og sakir standa og fá Republikönum þannig vopn í hendur til árása á Johnson for- seta, sem álitinn er að minnsta kosti æskilegri forseti en þeir I republikanar, sem enn virðast J líklegir til framboðs. I BLÖÐIN í Sovétríkjunum voru einnig mjög hógvær í um- sögnum sínum um uppreisn hersins í Brazilíu. Við venju- legar aðstæður hefði Banda- ríkjunum verið kennt um að standa að baki uppreisnarinn- ar. Johnson forseti fagnaði sigri upreisnarmanna, en það nægði jafnvel ekki til þess, að Rússar notfærðu sér atburðinn til áróðurs. „Við viljum halda í horfinu", sagði rússneskur sérfræðingur í utanríkismálum við mig í einkasamtali. Mér var einnig sagt, |ð af sömu ástæðu þyrfti ekki að vænta neinna stórátaka út af stefnunni í Þýzkalandsmálun- um eða gagnvart Berlín. Þeir Rússar, sem kunnugt er um áframhaldandi flótta Austur- Þjóðverja til Vestur-Berlínar, u eru ekki hrifnir af hinum aust- Q ur-þýzku samherjum sínum. Þó 1 er það almennt álit, að múrinn g hafi orðið til þess að kyrra ö uggvænlegt ástand. Og kyrrðin er einmitt það, sem sótzt er eftir i sambandi við Þýzkaland eins og sakir standa, en ekki lausn, vegna þess, að ekki er til nein lausn, sem valdamenn í Moskvu og Washington get; sætt sig við. VERZLUNARSAMBAND- INU við Breta er fagnað, þar | sem beir eru fúsir til að verzla j| og viðskiptin við þá virðast hag (í kvæm, en menn yppta öxlum | yfir áhrifum þeirra á gang E heimsmálanna og telja þau i1 ekki mikilvæg. „Bretar eru ^ ekki sérlega þróttmiklir um | þessar mundir“ er venjulegasta umsögnin, sem maður heyrir. Áhrif Breta í Afríku eru einu áhrifin, sem virðast skipta máli, og afskiptin í Austur- Afríku hafa haft mikil áhrif á ráðamenn Sovétríkjanna, þótt þau sættu heiftúðugum árásum í blöðum i Sovétríkjunum. , Engum valdamanni í Sovét- ríkjunum virðist ljóst, hve mikinn þátt Macmillan átti í því að fa Kennedy forseta til að beita sér fyrir samningum um takmarkað bann við kjarn- orkutilraunum. Blöðin í Sovú- ríkjunum eru opinská í stuðn- ingi sínum við Verkamanna- flokkinn, einkum á þeim for- sendum, að Wilson muni að- hyllast aðra stefnu gagnvart f| Þýzkalandi en Bandaríkjamenn « Framhald á 13. síSu vj[ 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.