Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 5. maí 1964 110. tbl. 48. árg. Hringreií á skeiðvellinum KJ-Reykjavík, 4. maí. FIRMAKEPPNI Hestamannaíé- lagsins Fáks fór fram á svæði fé- lagsins á sunnudaginn. 300 hestar tóku þátt í keppninni sem var góðhestakeppni, og var þar margt gæðinga. Fór öll hersingin nokkr- um sinnum um skeiðvöllinn, og voru þá valdir úrþeirer bezta framkomu þóttu sýna, bæði liest- ar og knapar. Dómnefndin valdi að lokum þrjá hesta og knapa þeirra — þrjár dömur — er þóttu hafa skorið sig úr hvað snerti hestamennsku og framkomu alla. Þær sem voru knapar eru: Kol- brún Kristjánsdóttir, Rosmary Þorleifsdóttir og Margrét Johnson. (Tímamynd- GE): White: Hjólið og gangið skiljið bílinn eftir heima IIF-Reykjavík, 4. maí. BANDARÍSKI hjartasérfræð ingurinn Paul Dudley White er hér staddur í boði hjarta- og æðasjúkdómavamarfélagsins og í kvöld mun hann halda fyrirlestur í llátíðasal Háskól- ans .Tíminn hafði í kvöld tal af Dudlcy White, þar sem liann var á leið til fyrirlestrarins: — Hvernig líkar yður á ís- landi mr. White? — Mjög vel, þetta er bara svo stuttur tími; sem ég hef til stefnu. í morgun var ég viðstaddur umræður í lækna- deild Háskólans og síðan fór ég til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. — Munduð þór segja, að dag- leg fæða íslendinga innihaldi mikið cholestrol? — Ekki enn kannski, en það eykst með velferðinni. Hér hef ur nýlega verið stofnað félag lækna og leikmanna til varnar gegn hjartasjúkdómum og er það mikið framtak. íslendingar eru áhugasamir um heilsu sína og hafa áorkað miklu á því sviði. Þeir munu án efa berj- ast til sigurs gegn hjarta sjúk- dómunum. Svipuð félög og ég nefndi áð an eru starfandi úti um allan heim og á næsta ári má búast við því, að rannsóknum á hjartasjúkdómum hafi fleygt svo fram, að við höfum eilthvað raunhæfara að byggja á. Það er því mikið verkefni framund- an fyrir alþjóðasamtök hjarta- sjúkdómavarnarfélaga. Dudley White, sem er cinn af þekktari læknum í heimi, er kominn á átlræðisaldur, en ber aldurinn vel. Hann hefur beitt sér fyrir stofnun fjölda hjarta sjúkdómavamarfélaga í Banda- ríkjunum og nú vinnur hann að stofnun alþjóðasambands h j artas j úkdómavarnarf élaga. Hann sagði m. a. í viðtáli við blaðamenn í gær, að hann teidi hreyfingarleysi og fituát vera hættulegast hjartanu. Framh. á 2. síðu Fjölmenni í réttinum: Thor-Kristmann Framsóknarfélag stofnað á Hellissandi ÁJ-Hellissandi, 4. maí. í GÆR stofnuðu Framsóknar- menn hér á staðnum með sér fé- lag, og nefnist það Framsóknarfé- lagið á Hellissandi. Á fundinum voru mættir 30 menn og ríkti al- mennur áhuga á félagsstofnuninni. í stjórn voru kosnir Jón Skag- fjörð, símvirki; Leifur Jónsson, skipstjóri og Friðþjófur Guð- mundsson, útgerðarmaður. BO-Reykjavík, 4. maí. í DAG var réttað í máli Krist- manns Guðmundssonar gegn Thor Vilhjálmssyni að viðstöddu nokkru fjölmenni. Meðal þeirra, sem komu til að hlýða á réttarhaldið voru Þórberg- ur Þórðarson og frú, Jökull Jak- obsson og kona hans Jóhanna Kristjónsdóttir, Guðmundur Steinsson og kona hans Kristbjörg Kjeld, Kristján Röðuls, Kári Marð arson, Flosi Ólafsson, fréttamenn þriggja dagblaða, ritstjóri Vikunn- ar og ljósmyndarar. I þessu réttarhaldi fóru fram vitnaleiðslur. Málsaðilar voru við staddir, en hvorugur kom fyrir til að svara spurningum. Dómari var Sigurður Líndal, sem hefur könn- un málsins með höndum. Fyrstur kom fyrir Hjörtur Páls- son, blaðamaður við Alþýðublaðið, en meðal réttarskjala, sem stefndi lagði fram, var kopía af grein í menntaskólablaði frá Akureyri, þar sem fjallað var um bókmennta kynningu Kristmanns Guðmunds- sonar í skólanum. Hafði Hjörtur Pálsson, þá nemandi, ritað þessa grein, þar sem Kristmann er átal- inn fyrir mislestur ljóða í bók- menntakynningu sinni og fyrir að stytta Ijóð eftir Guðmund Frí- SUMARBUDIRNAR VIÐ VEST- MANNAVATN VfGÐAR í JÚNl MERKUM áfanga í sumar- búðastarfi þjóðkirkjunnar er náð nú í sumar, þar sem tekn- ar verða í notkun nýjar sumar búðir, sem kirkjan hefur reist v!S Vestmannsvatn í Suður- Þingeyjarsýslu. Munu búðirnar verða vígðar af biskupi, herra Sigurbirni Einarssyni þann 28. júní n. k. En síðan hefjast sjálf ar búðirnar með flokki fyrir drengi, sem byrjar 29. júní. — Eru fyrst tveir drengjaflokkar í hálfan mánuð hvor. En síðan eru tveir flokkar fyrir telpur og hefst sá fyrri þann 29. júlí. Eru þessar sumarbúðir aðal- Iega fyrir norðlenzk börn. mann í trássi við höfundinn. Hjöft ur kom fyrir til að staðfesta um- Framhald á 15. síSu. limræðufundur F.U.F. á Héraði F.U.F. á Fljótsdalshéraði held- ur almennan umræðufund í Ás- bíói á Egilsstöðum sunnudags- kvöldið 10. maí kl. 8. Umræðuefni fundarins er uppbygging lands- byggðarinnar. Frummælendur verða Jónas Jónsson, sérfræðingur í búvísindum, og Bjami Einarn- son viðskiptafræðingur, og nefnir Bjarni erindi sitt Byggðaþróun og samgöngumál. Jónas Góður afli Vogabáta GA-Vogum, 4. apríl. VEIÐI hefur verið all góð síð- ustu viku hjá bátum sem róa héð- an. Ágúst Guðmundsson II. er bú- inn að fá 800 tonn á vertíðinni, — Ágúst Guðmundsson III. og Haf- borg hafa einnig aflað vel. Eng- ar trillur eru gerðar út á net héð- an í vetur. Hér eins og annars staðar hefur skort fólk til vinnu við nýtingu aflans í fiskverkunar- stöðvunum á staðnum. Ágúst Guð mundsson I. er um það bil að taka upp netin, og verður farið að búa bátinn á sumarveiðar, en humar- inn má veiða frá 15. maí. Framhald á 2. síðu. Vegabætur í Hvalfirði UNNIÐ er nú að vegabótum i| sögunni. Tímamyndin hér að of- Hvalfirði fyrir neðan bæinn Þyril. an tók K.J. fyrir skemmstu og Eru þetta þarfar vegabætur og á- sýnir hún tvær jarðýtur að verki reiðanlega vel þegnar, því tvær við að ryðja fyrir veginum í gegn vondar brekkur eru nú báðar úr' um smá hól, sem er þama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.