Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 9
 | Frá aVaffundi Búnaðar- sambands Suðurlands Auka ber rekstrar- lán land- búnaöar AÐALFUiNDUR BúnaSarsamb. Suðurlands var haldinn á Selfossi 30. aprfl. s-1. Fundinn sátu 56 fulltrúar hreppa Ibúnaðarfélaganna, stjóm sam- bandsins, starfsmenn og nokkrir gestlr. f upphafi fundarins minntist for maður sambandsins, Páll Diðriks- son tveggja framámanna sambands ins, sem látizt höfðu síðan síðasti aðalfundur var haldinn, þeirra Dags Brynjúlfssonar. frá Gaulverja bæ og Jóhannesar Þorsteinssonar. Hveragerði. Jóhannes var ráðunaut ur sambandsins í 5 ár, en Dagur var í stjóm sambandsins í 5 ára- tugi og formaður Sambandsstjórn- ar 10 ár. Fundanmenn vottuðu hinum látnu virðingu og þökk með því að rísa úr sætum. Fundarstjórar voru kjörnir, Þor- sterífti Sigurðsson, Vatnsleysu, og Jón Egilsson, Selalæk. Ritarar vörö kjömir Árni Ögmundsson, Galtafelli og Jón Helgason, Segl- búðum. Formaður Sambandsstjórnar flutti yfirlit yfir störf Sambands- ins árið 1963. Hjalti Gestsson, fram kvæmdastjóri Sambandsins, las upp og skýrði ársreikninga Sam- bandsins. Þórarinn Sigurjónsson, bústjóii í Laugardælum, las upp og skýrði reikninga Laugardælabúsins og Sigurmundur Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Kynbótastöðvarinn- ar í Þorleifskoti, las upp og skýrði reikninga Kynbótastöðvarinnar. Búnaðarsambandið hefur nú flutt skrifstofur sínar í nýtt hús, sem Sambandið hefur byggt að Reynivöllum 10 á Selfossi. Fjórir ráðunautar eru starfandi á vegum Sambandsins. Auk Hjalta Gestssonar em ráðunautarnic Kristinn Jónsson, Einar Þorsteins- son og Magnús Jónsson, er hóf störf hjá Sambandinu á s. 1. ári. Fluttu þeir allir skýrslur um störf sín á liðnu ári. Niðurstöðutölur á rekstrarreikn- ingi Búnaðarsambandsins voru kr. 1.528.851,78, en á efnahagsreikn- ingi kr. 5.574.740,61. Á tilraunabúinu í Laugardælum voru um s. 1. áramót 179 naut- gripir, eru þá meðtalin naut kyn- bótastöðvarinnar, 27 að tölu. AHs voru sæddar frá kynbótastöðinni 12.643 kýr. Útibú frá stöðinni eru 5. Auk þess var sent sæði áfram til Búnaðarsambands Kjalarnes- þings og tíma úr árinu til Búnað- arsambands Austurlands. Sæðingargjöldin voru á s. 1. ári kr. 160,00 á kú. Hafa nú verið hækkuð upp í kr. 200,00. Ólafur Stefánsson, settur bún- aðarmálastjóri, og Gunnar Guð- bjartsson formaður Stéttarsamb. bænda, ávörpuðu fundinn. ræddu um ýmis hagsmunamái landbúnað- arins, í nútíð og framtíð. Meðal samþykkta er fundurinn gerði, var áskorun á sambandsstj. að athuga möguleika á því að LESTARRÁNID MIKLA — „Gullnálin féll óséð niður í heystakkinn um kl. 4.30 að morgni fimmtudagsins 8. ágúst, þegar sím inn vakti mig og ég heyrði varð- stjórann segja :„Lest hefur verið rænd í Gheddington“. Það var mitt verk að finna þessa nál, tvær og hálfa roilljón punda í banka- seðlum, sem rænt hafði verið úr póstlest á leiðinni frá Glasgow til Euston.“ Þannig hefst frásögn Malcolm Fewtrell, yfirlögreglustjóra Buck- inghamhéraðs í Englandi, þar sem mesta rán í sögu landsins, lestar- ránið mikla, var framið 8. ágúst s. 1. Réttur í Aylesbury hefur nú nýlega dæmt 12 ránsmanna í samtals 307 ára fangelsi. Aftur á móti vantar ennþá mikinn meiri- hluta þýfisins. En Fewtrell hefur nú, að málinu loknu, orðið við beiðni um að segja frá þeim níu mánuðum, sem liðu frá því ránið var framið og þar til dómur féll: „Við fórum þegar á ránsstað- in við Bridego-brúna, 38 mflur frá London og okkur varð strax ljóst, hversu þaulhugsað þetta rán var. Og skýrsla læknisins um meiðsli Jack Mills, lestarstjórans, sýndi, að þeir hættu ekki á neitt. Hann hafði verið sleginn meðvitundar- laus. Því næst fórum við til London og yfirheyrðum starfsmenn aðal póststofunnar. Einnig höfðum við samband \úð Scotland Yard og lagðar voru fram ýmsar getgátur um, hverjir framið höfðu ránið, en þær getgátur voru byggðar á mjög góðri þekingu á þeim glæpa- hringum, sem störfuðu í Glasgow, Birmingham og London. Scotland Yard sendi okkur tvo mjög góða leynilögreglumen til aðstoðar. Þeir komu til Chedding ton síðdegis sama dag og við viss um aðeins eitt með vissu: — Ein- hvers staðar voru 15 ákafir menn í felum með 2 1/5 milljónir punda í bankaseðlum, líklegast önnum kafnir við að skipta pen- ingunum. Við komumst strax þennan sama dag að einni niðurstöðu, sem ég er viss um að leiddi til þess, koma á, á sambandssvæðinu, al- mennum bændadegi, annaðhvort eitt sér eða I samvinnu við önnur félagasamtök á sambandssvæðinu Stjóm Saimbandsins var falið að gera áætfun um aukna aðstoð við gróðurhúsaeigendur í samráði við garðyrkjuráðunaut Búnaðarfélags íslands og forystumenn garðyrkju bænda á Suðurlandi. Skorað var á ríkisstjórnina og Seðlabankann, að auka nú þegar. stórlega, rekstrarlán til iandbún- aðarins, til að mæta stórhækkuðu verði á rekstrarvörum hans, svo sem áburði og fóðurbæti. Fundurinn skoraði á stjórn Bún aðarfélags fslands, að hún beiti sér fyrir, að rannsakað -'erði á hverr. hátt auðvelduð verði mæling mjó’k ur í sambandi við skýrsluhald náutgriparæktarfélaganna. Mikil nauðsyn er að tækni verði aukin á þessu sviði, því að með stækkun kúabúanna, samhliða fámenni við störf og breytingu á framkvæmd- mjaltanna, er mjög aðka'landi, að aðstaða til mælingar mjólkur batni. Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands, haldinn á Selfossi, 30. apríl 1964, mótmælir eindregið 1% launaskatti, sem lagður er á bændur, til stofnlánadeildar land- búnaðarins. — Fundurinn telur, að fjárþörf Stofnlánadeildarinnar eigi að byggjast upp af alþjóðafé, þar sem landbúnaðurinn er einn af Framhald á 13. s(Su. að við náðum ræningjunum 12 og hluta þýfsins, eða £336.518. Við töldum fullvíst, að ræningjamir hafi falið sig einhvers staðar innan 30 mílna frá Cheddington, eða að þeir hefðu a. m. k. falið peningana á því svæði. Setning, sem einn ránsmann- anna sagði við póstþjóninn í lest arvagninum, sem rændur var, suð aði sífeilt í eyrum mér: — „Hreyfðu þig ekM í hálftíma" — hafði hann sagt. Það þýddi, að þeir þurftu hálftíma til þess að komast burtu. En þeir gátu ekki ekið langt á hálftíma og þess vegna lögðum við aðaláherzluna á að finna felustað þeirra. Og það vakti hjá mér gremju þegar mér datt í hug hversu margir af- skekktir staðir voru á þessu svæði og hversu langan tíma það tæki, að rannsaka þá alla. Það fór svo, að grunur okkar um, að þeir væru ennþá á svæðinu innan 30 mílna hringsins um Cheddington, varð að fullvissu. Heppnin var með okkur. Eg minn ist þess, að yfirmaður minn sagði eitt sinn við mig, þegar ég var ungur: „Gott lögreglustarf er 80% vinna, 20% heppni og sá hæfi- leiki, að sjá heppnina þegar hún kemur til þín.“ MALCOLM FEWTRELL hefu' starfaS sem lögreglumaður j 30 ár, en lét af störfum fyrlr um hálfum mánuSi fyrlr aldurs sak ir. FaSir hans var lögreglumaS- ur og þrír af fjórum bræSrum hans eru leynllögreglumenn. Við sendum þegar út skipun til lögreglunnar í Buckingham og ná- grannahéruðunum um að rann- saka afskekkta bóndabæi, hlöður, ónotaðar járnbrautabrýr og aðra staði, sem einhver möguleiki væri á að þeir hefðu falið peningana. í Buckinghamhéraði létum við hvern einasta lögreglumann taka þátt í leitinni með alla þá spor- hunda, sem við höfðum yfir að ráða. En leitin var ýmsum vandkvæð um bundin, því að Ijóst var að þeir sem höfðu haft svo mikið fyrir því að ræna lestina, myndu ekki gefast auðveldlega upp. Ef ein- hver lögreglumaður yrði svo hepp inn að finna felustað þeirra, myndi hann lenda í hörkubardaga við glæpamennina. Okkur datt í hug, að þeir hefðu talstöðvar og hlustuðu á samtöl lögreglumann- anna, og þess vegna bönnuðum við þeim að nota talstöðvar. Hópar lögreglumanna voru hafðir til taks á vissum stöðum í borginni. Gerðu þeir oft skyndileit á líklegum stöð um og höfðu sporhunda með sér, það bar engan árangur. Annað atriði var okkur til mik- illar hjálpar, en það var áhugi almennings á málinu. Þúsundir á- hugaspæjara buðu hjálp sína og þúsundir cnnarra vonuðust eftir að vinna þau háu verðlaun, sem heitið var fyrir upplýsingar, sem kæmu að gagni. Líklega hafa ræn ingjarnir hlustað á útvarpið, því að glæpamenn vilja alltaf vita hvemig lögreglunni gengur, og þeim hefur áreiðanlega fundizt að allir væm á móti þeim. Og með því að hafa góð sambönd við blaðamennina, sem skrifuðu um málið, hófum við sálfræðilega styrjöld gegn ræningjunum. Það gerði þá taugaóstyrka og fékk þá til þess að flýta sér meira, en þeir höfðu upphaflega áætlað. í aðalstöðvum lögreglunnar í Aylesbury hringdi síminn látlaust og þúsundir manna gáfu okkur hugmyndir og upplýsingar. Þetta skapaði geysilega vinnu, en ég er viss um, að það eyðilagði hina nákvæmu áætlun ræningjana um að skipta peningunum og pakka þeim inn í friði og ró í Leathers- lade Farm. Á föstudaginn, 9. ágúst vissu þeir um hina áköfu leit í héraðinu. Það fékk þá til þess að flýta sér svo mikið, að þeir t. d. gleymdu 600 pundum í póst pokunum ásamt ónotuðum pappír o. fl. Þrátt fyrir okkar miklu vinnu, komu fyrstu raunverulegu upp- lýsingarnar frá áhugaspæjara. John Maris frá Oakley tók eftir ýmsu undarlegu á Leatherslade Farm, sem seinna reyndist vera aðalstöðvar ræningjanna. Það var mánudaginn 12. ágúst. En lögregl an hafði meira en nóg að gera, svo að ekkert skeði þennan dag. Daginn eftir hringdi Maris aftur og sagðist fullviss um, að hér væri eitthvað alvarlegt á seyði, Tveir lögreglumenn fóru þá á vettvang og fundu tómu póst- pokana. Sumir ásaka okkur fyrir að hafa ekki farið þangað strax. Þeir segja, að ef við hefðum farið strax, þegar Maris hringdi, þá hefðum við náð ræningjunum glóð volgum. Þetta er að mínu áliti eintóm vitleysa. Heill her hefði ekki getað rannsakað alla þá staði, sem hinir og þessir töldu „grun- samlega“ Qg auk þess hafa ræn- ingjarnir yfirgefið staðinn á föstu dag eða laugardag og voru því farnir löngu áður en John Maris kom þangað fyrst á mánudagimi. Bóndabærinn var raunverulegi yzt í 30 mílna hringnum og vil unnum eftir vissri áætlun, þ. e við hófum leitina í miðjum hringi um. Eg hef bölvað sjálfum méi óteljandi sinum síðustu mánuð ina fyrir að hafa ekki byrjað leit ina við brún hringsins og haldið I átt að miðjunni. Við skildum bílana eftir á aðal veginum og gengum hálfa mílí upp að bænum. Við gengum um bæinn með hendur í vösum, til þess að snerta ekki neitt. Póst pokarnir, sem verið höfðu í kjali aranum, !águ nú á gólfinu í seti' stofunni og í eldhúsinu fundun við ýmis matarílát, 16 pör af hnífi pörum, kerti og fleira. Allt þetti styrkti þá skoðun okkar, að vií hefðum neytt ræningjana til þ'esi að flýja fyrr en þeir höfðu upp haflega ætlað sér. Annars hefðu þeir líklega dvalizt á bænum fram eftir sumrinu, þar til þeir höfðu eyðilagt öll sönnunargögn, og þá hefði enginn getað sett bæinn i samband við ránið. Leatherslade, sem lá um hálfa mílu frá aðalveginum, var vand- lega valinn. Það var eini bónda- bærinn á þessu svæði, sem ekki var merktur inn á landabréf. Hann hafði síma, sem tekinn hafði vei ið úr sambandi, svo að umheim urinn hafði ekkert samband við bæinn. Þessi nýi fundur var mjög þý8 ingarmikill, því að nú gátum við kynnt okkur eiganda bæjarins, bil reiðasérfræðingar gátu fundið út hver átti vörubílinn og Land Rov- er-inn, sem við fundum þama, og ef heppnin væri með okkur, þá gátum við jafnvel fundið fingra- för. Scotland Yard sendi okkur fleiri hjálparmenn og sérfræðingar tóku til starfa. Fingrafarasérfræðingai störfuðu dögum saman og rann- sökuðu allt hátt og lágt, Og leit þeirra bar árangur. Charles Wilson skildi eftir fingraför sín á sjúkrakassa og saltboxi, Thomas Wisbey á hand- riði fyrir ofan baðið, Roberl Welch á bjórdollu, James Hussey á annarri pallgrind vörubílsins og Roy James á glerdisk. Dr. Ian Holden, starfsmaður vi8 Forensic Laboratory, safnaði sam an alls kyns furðulegum hlutum, svo sem máiningu, ösku, mold, hárum og fJeiru og rannsakaði það allt nákvæmlega. Þetta hjálpaði okkur einnig, því að sams konar málning fannst á skóm Gordon Goody og á einni jakkatölu Will iam Boal. Fyrstu handtökurnar skeðu 15. ágúst, en það voru þeir Rogers Cordrey og William Boal. Hjá þeim fannst 140.000 pund í átta ferðatöskum. Daginn eftir fannst 100.900 pund í skógarkjarri i Surrey. Og það, sem var ennþá betra, — í töskunni. þar sem peningarnir voru, fannst einnig þýzkur hótelreikningur með nafn inu Herr og Frau Field. Við vissum þá þegar, að Brian Field, skrifstofumaður hjá John Wheat- er, lögfræðingnum, sem sá um kaupin á Leatherslade Farm, var kvæntur þýzkri stúlku, sem hét Karen. Handtökurnar héldu áfram; Brian Field, Charles Wilson, Ron ald Biggs. James Hussey, GnMm Goody, Robert Welch ; t,n Wheater og Roy James Og þá gátu réttarhii »af- izt, jafnvel þótt að minnsta icosti tveggja væri ennþá saknað, þeirra Bruce Reynolds, forngripasa’n Charles White, veitingam? 1 TÍMINM, þriSiudaginn 5. maí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.