Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 6
r- TOMAS KARLSSON RITAR Eitt brýnasta verkefnið í efna- hagsmálunum er að lækka húsn. kostnað og vexti af bygg.lánum Sl. fimmtudag mælti Emil Jóns- son fyrir frumvarpi ríkisstjórnar- innar um ávöxtun fjár trygginga- félaga í hinu almenna íbúðalána- lcerfi. Áætlar ríkisstjórnin aó skv. irumvarpinu fáist um 20 milljónir króna á ári til íbúðarlána. Við 1. umr. um frumvarpið töluðu cinn- ig þeir Sigurvin Einarsson og Ev- steinn Jónsson, töldu frumvarpið spor í rétta átt en ná langt of skammt í þeim vanda, sem við er »ð giíma í húsnæðismálunum. Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr ræðum þeirra Eysteins og Sigur- vins. Eysteinn Jónsson sagði m. a., að eins og vaxtagreiðslur væru núna séu vextirnir einir út af fyrir sig af verði tiltölulega lítillar íbúðar um 50 þús. kr- fyrir utan kostnað við íbúðina og afborganir. Húsaleigan er núna orðin 4—5 þús. kr. fyrir litla íbúð, og fer sí- hækkandi dag frá degi. Húsnæðis kostnaður er orðinn geigvænlegur og æðimargir, sem ekkert húsnæði fá, nálega hvað sem í boði er. Verkamannakaupið fyrir 8 klst. vinnu alla virka daga ársins eru 77 þús. kr. á ári. Þetta eru tölur sem tala um það ástand, sem skap- azt hefur í landinu. Hinir háu vextir, sem innleiddir j voru sem liður í efnahagsmálakerf inu eru núna byrjaðir að koma fyt- 1 ii alvöru inn í húsnæðismálin. Nú er sagt, að atvinnuvegunum gangi í ýmsum greinum að borga það kaup, sem sett hefur verið, þ- e. a. s. 77 þús. kr. á ári fyrir 8 , stunda vinnudag allan ársins hring og það mun vera rétt um ýmsar greinar atvinnuveganna, að þannig er að þeim búið. Hvernig gengur þá atvinnuvegum fslend- inga að borga það kaup, sem dæmzt getur tilsvaraudi við hús- næðiskostnaðinn, eins og hann er núna? Kaupgjaldið hlýtur að leita samræmis við kostnaðinn við að lifa. Menn geta ekki hætt að búa í húsum, og kaupið hlýtur að verða að laga sig eftir kostnaðin um við að framfleyta fjölskyldu i nýju húsnæði. Og þannig er það, sfim hin nýja óðaverðbólga kemur inn í efnahagskerfið, kaupgjaldið og framleiðslukostnaðinn. Og það er ekki eingöngu aðeins þeir, sem búa í nýja húsnæðinu, sem þurfa að fá kaup i samræmi við þessi nýju skilyrði, heldur taka allir aðr Obeinir skattar hafa aukizt um 233% á mann að meðaitali Frumvörpin um tekju- og eigna skatt og tekjustofna sveitarfélaga voru afgreidd frá efri deild á fimmtudagskvöld og koir.u til 1. umr. í neðri deild í dag. Gunnar Thoróddsen mælti fyrir frumvörp unum. Ennfremur töluðu við um ræðuna um tekjuskattinn Skúli Guðmundsson, Jón Skaftason, Sig urvin Einarsson og Einar Olgeirs son. Halldór E. Sigurðsson talaði um frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga og verður greint frá ræðu hans á morgun. Skúli Guðmundsson gerði at- hugasemdir við cnálflutning stjórn arblaðanna og fjármálaráðherra varðandi tekjuskattsfrumvarpið. Ráðherrann hældi sér af því að vera sífellt að lækka skatta. Sann leikurinn væri sá, að skattarnir hefðu farið síhækkandi með vax andi verðbólgu. Ef í gildi hefðu verið sömu umreikningarreglur og 1959 hefðu t. d. hjón með 2 börn og 130 þús. króna tekjur á árinu 1962 átt að greiða 1730 krónur í tekjuskatt en greiddu skv. núgild- andi skattalögum kr. 4 þúsunö. ekv. frumvarpinu, en ef nmreikn ingarreglur skv. vísitölu hefðu verið í gildi og skattbyrði þessara hjóna ætti að vera lilutfallslega jafn mikil og hún var 1960 er nú gildandi skattstigar voru lögfestir, þá ættu þau að greiða á þessu ári 475 krónur. Dýrtíðardraugurinn hefur aldrei verið jafn aðsópsmikill og á und- anförnum árum og hefur gengið ljósum logum í stjórnarráðinu og hann hefur verið miklu stórvirk- ari við að hækka skattana en fjár málaráðherrann að lækka þá. Þetta hefur ráðherrann hijótt um og þetta kemur sér vel fyrir ráð- herrann, þvi að allar skattahækk- anir, sem draugsi leggur á menn fara beint inn í ríkissjóðinn. Ráðherrann hefur mikið gumað af því að hann hafi afnumið tekju- skatt á almennum launatekjum Ljóst væri að svo væri ekki, en rétt væri að ráðherrann upplýsti livað hann te'ur almennar launa tekjur vera. Ef frumvarpið verðu" samþykkt í þeirri mynd sem það er núna er Ijóst, að usn stórfelldar skattahækkanir verður að ræða á næsta ári, því að vísitala hefar tekið stórfelld stökk á þessu ári Því þarf að setja inn í frumvarpið vísitöluákvæði um persónufrádrátt inn og fella niður ákvæði þessi um hækkun skattstigans. Jón Skaftason, sagði, að saman- burður fjármálaráðherra á beinu sköttunum nú og i tíð vinstri stjórnarinnar væri mjög yfirborös- kenndur og villandi. Þegar ríkis- stjórnin hóf aðgerðir sínar 1960 boðaði hún nýja stefnu í skatta- málum. Horfið yrði frá beinum sköttum á almennar launatekjur og teknir upp óbeinir skattar í staðinn. Síðan hafa óbeinu skatt- arnir verið margfaldaðir. Skv. fjár lögum 1958 voru allar tekjur rík isins af sköttum hvers konar og sköttum 623 milljónir. Þar af var tekju- og eignaskattur 118 milljón- ir og óbeinir skattar 505 milljónir eða sem svaraði kr. 3.021.00 á hvert mannsbarn. Skv. því greiðir hver fimm manna fjölskylda að meðaltali í óbeina skatta á þessu ári kr. 53.265.00 en greiddi á árinu 1958 kr. 15.105.00 i óbeina skatta Hún greiðir þvi nú að meðaltali 38.160.00 krónur meira en hún gerði á síðasta ári vinstri stjórn- arinnar en þar við bætist að ýmis önnur skattheimta rikisins, sem hér er ekki meðtalin hefur vaxið stórkostlega. — Af þessu sést, bve fráleitt það er að bera saman skattheiimtu beinu skattanna 1958 og nú án þess að taka tililt til hinn ar ofboðslegu hækkunar óbeinu skattanna. Ljóst er að gildi persónufrá- dráttarins hefur rýrnað verulega irá því 1960, er Alþingi setti regl ur um hann. Þetta frumvarp ráð- gerir að hækka hann um 30% en síðan 1960 hefur vísitala hækkað um 55% og visitala vöru og þjón- ustu um 74%. Skattþunginn verð ur því eftir samþykkt þessa frutn varps meiri en hann var 1960, er núgildandi skattalög voru sett. Sigurvin Einarsson sagði, að Hagtíðindi Hagstofu íslands styddu ekki þá fullyrðingu fjár- málaráðherra, að beinu skattarnir hefðu verið lækkaðir. Skv. Hag- tíðindum námu beinir skattar vísi tölufjölskyldunnar í marz 1959 kr 9.420.00 en í marz þessa árs námu beinir skattar vísitölufjölskyldunn ar kr. 12.887.00 eða höfðu hækkað um hvorki tneira né minna en 37% í tíð núverandi fjármálaráðherra. Það færi fjármálaráðherra því il'a að hæla sér af því að hafa lækkað beina skatta og spurði Sigurvun ráðherrann hvernig þessar upplýs- ingar Hagstofunnar kæmu heim og saman við fullyrðingar hans. Þá tæri það ríkisstjóm illa jafnvel þótt hún hefði nú lækkað beina skatta að hæla sér af því, að hún hefur hækkað óbeina skatta og spurði Sigurvin ráðherrann hvernig þessar upplýsingar Hag-| stofunnar kæmu heim og saman við fullyrðingar hans. Þá færi það ríkisstjórn illa jafnvei þótt hún hefði nú iækkað beina skatta að hæla sér af því, að hún hefur hækkað óbeina skatta margfald- iega á móti, því óbeinu skattarn ir koma jafnt niður á hina fátæka og hinn ríka. Gunnar Thoroddsen sagði, að í vísitölu beinna skatta væru 7 lið ir. Tekjuskatturinn hefur lækkað en hinir iiðirnir hækkað, og því hækkaði vísitala beinna skatta. ir vitanlega sama kaup og þelr. Þarna sjáum við afleiðingamar af þeirri stefnu, sem tekin hefur verið upp, að reyna að halda jafn vægi í þjóðarbúskapnum með því, að hækka verðlagið á framkvæmd unum og reyna þannig að tak- marka þær, þ. á. m. íbúðabygging ar. Það hefnir sín grimmilega að viðhafa þessar aðferðir eins og við erum núna að sjá í ástandinu ) húsnæðismálunum. Það kemur þar gleggra fram þetta æpandi ó- samræmi, sem verður á milli þeirra, sem eiga gömlu eignimar og hinna, sem eiga nýju eignirnar og hvernig það kemur niður fyrir atvinnuvegina og setur úr skorð um; Úr þessu verður að bæta. í fyrsta lagi þarf bætt skipulag á byggingum og meiri tækni o% vinnuhagræðingu. Þá verður að fara inn á þá braut að lækka verð ið á ibúðunum, hæfilega stórum íbúðum með beinum ráðstöfunum, t. d. eins og því, að endurgreiða tolla af byggingarefni til hæfilegra stórra íbúða eða öðrum slíkum bein um stuðningi. í þriðja lagi verður að lækka almennu vextina. hækka íbúðalánin og verðtryggja spariféð. Fjórða höfuðatriðið er að verja einhverju af almannafé, til þess að borga niður vextina af íbúðalán- unum , til þess að koma í veg fyr ii þær óskaplegu kauphækkanir sem annars hljóta að verða fram undan. Lækka þá sérstaklega með niðurgreiðslum, svipað og gert hef v.r verið í sumum öðrum greinum Húsnæðismálin eru einn allra stór íelldasti liðurinn í efnahagsmál- um og þar dugir ekkert minna held ur en að snúa blaðinu alveg við og söðla um og taka upp nýja stefnu sem er miðuð við það að lækka húsnæðiskostnaðinn og gefa kost á meira og ódýrara fjármagni en verið hefur til þess í húsnæðismál um. Sigurvin Einarsson minnti á, að samkvæmt skýrslum hagstofunnar kostaði íbúð af meðal stærð febrúar 1960 462 þús. í febrúar 1961 532 þús., í febrúar 1962 603 þús., í febrúar '963 633 þús. og í febrúar 1964 kostar hún 734 þús. Á 4 árum hefur þá íbúð af meðal stærð hækkað i verði um 272 þás. kr. Fyrir Alþ. liggur nú fyrir frv um skylduspamað unglinga. Þar er gert ráð fyrir, að ógift ung- menni safni sér sparifé sesm nem- ur 15% af launatekjum þeirra- Ef nú 18 ára maður ræðst í opinbera þjónustu, tekur laun sainkv. 10 launafl. og sparar 15% af þessum launum sínum þar til hann er 26 ára gamall en giftist ekki á tíma- bilinu, þá hefur hann safnað spari fé, sem nemur hér utn bil 100 þús. kr. auk vaxta. Við skulum hugsa okkur, að konuefni þessa manns hefði líka sparað, t. d. helm inginn af þessari upphæð á sama tíma, þá eiga þessi ungu hjón um 150 þús kr. stofnfc auk vaxt- anna af því þegar þau ætla að fara að byggja sér íbúð, eða jaín- mikið og húsnæðismálastjómin lánar út til íbúðarinnar. Þrátt fyr ir þetta þá þurfa þau að afla sér annarra lána, sem nemur yfir 400 þús. kr. til þess að geta komið íbúðinni upp. Af þessu má bezt sjá, að 150 þús. kr. lán til hverrar íbúðar er með öllu óviðunandi, eða hvar eiga þessi ungu hjón_§ð fá slíkt lánsfé umfraim byggingarsjððs iánið? Þótt unnt reyndist að áfla fjár til að fu'lnægja öllum lánsumsókn um, sem berast húsnæðismáia- stjórn með því að lána 150 þús. kr. til hverrar íbúðar þá er það ekki nema hálf lausn á byggingar vandamálinu, þvi að mikill fjöldi ungra manna getur ekki byggt sár íbúð, ef hann fær ekki hærra lári en þetta. Fyrir 6 árum eða í febrúar 1958 var byggingarkostnaður meðalíbúð ar, þ. e. a. s. íbúðar af þessati stærð, sem ég nefndi, þá var bygg ingarkostnaður hverrar íbúðar um fram lán byggingarsjóðs um 390 þús. kr„ umfram lán byggingar- sjóðs, en í febrúar 1964 er bygg ingarkostnaður jafnstórrar íbúðar umfram lán byggingarsjóðs 580 þús kr. Þannig hefur vaxið vandi hús byggjendanna til þess að leggja fram sitt eigið framlag. Þá kem ég að annarri hlið á þessu vandamáli, hvaða tekjur þarf maðurinn að hafa til þess að búa í íbúð, sem hefur kostað yfir 700 þús. kr.? Eg skai ekki fara út í þá sálma að reikna það, en ég vil þó benda á, að vextirnir a? þeim hluta byggingarkostnaðarins sem umfram byggingarsjóðslánið Framh. á 2. síðu A ÞINGPALU AU miklar umræður urðu við 2. og 3. umræðu um skatta- og út- svarsfrumvörpin í efri deild í fyrrakvöld og báru Framsóknar- menn fram nokkrar breytingatillögur, sem felldar vou. Helgi Bergs mælti fyrir tillögu um vísitöuákvæði varðandi persónufrá- drátt við tekjuskattsálagningu. Ásgeir Bjarnason mælti fyrir breytingatillögum, er hann flutti við frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga, m. a. að bankar greiði landsútsvör af vissum hluta tekna um að sveitarstjórnum og framtalsnefndum í bæjum, þar sem skattstjóri er ekki búsettur fái heimild til að leggja á útsvör sjálfar, en skv. gildandi lögum nær þessi heimild aðeins til þejrra, sem hafa 500 íbúa og færri. Enn fremur lagði Ásgeir til að 8. gr. frumvarpsins og 65. grein gildandi laga yrðu felldar. 6 TÍMINN, þriðjudaginn 5. 1964 — I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.