Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.05.1964, Blaðsíða 15
FRAM—VALUR Framhald af. 4. síSu. línunni hjá Fram, en hann var einkar seinheppinn við að reka endahnút á upphlaupin, enda knatt meðferðin ekki upp á það bezta í síðari hálfleik var sókn Fram öllu þyngri, enda undan vindi að sækja. Bezti kafli Valsmanna var 10 síðustu mínútur leiksins og þá munaði minnstu, að þeim tækist að jafna. En sóknarmenn Vals voru ekki frekar á skotskónum en Framarai>/6g bezta tækifærið rann út í sandinn, þegar Bergsteinn og Bergsveinn brunuðu saman upp, Bersteinn skaut gróflega fraim hjá í staðinn fyrir að gefa á Bergsvem sem var í betra færi. Beztu menn Fracn i leiknum voru Baldur og Helgi Númason sem er mjög vaxandi leikmaður og hefur gott auga fyrir samleik Sigurður Einarsson og Jóhannes Atlason eru hinir trapstu bakverð ir — og nýjan svip setur á liðið markvörðurinn Hallkell Þorkelss- son, sem leyst hefur Geir Kristjáns son af hólmi. Valur reynir áfram að byggja sókn sína upp miðjuna og setur allt sitt traust á Ingvar Elísson. Svo lengi, sem haldið verður áfram á þeirri braut, lízt mér illa á, að Valur nái jákvæðum árangri, en Ingvar hefur ekki þá tækni til ao bera, sem góður miðherji þarf að hafa — og allra sízt, ef hann á að reka endahnút á upp- hlaup. Annars kemur manni mest á óvart hvað Bersveinn Alfonsson kemur illa frá þessum fyrstu vor- leikjum, en vonandi á þessi ungi leikmaður eftir að bæta sig. f vörn inni er Árni Njálsson traustur, en kannski stundum full harður, og Matthías Hjartarson er skemmti- legur framvörður. Leikinn dæmdi Baldur Þórðar- son. FRAM—ÞRÓTTUR Framhald af 4. síðu. þeirra tveggja, sem ég hef minnzt á, Jón Björgvinsson, en hins veg- ar er það sorgleg staðreynd, að landsliðsmaðurinn frá í fyrra Ax- el Axelsson, skuli nú vera lakasti maður framlínu félags síns. Hjá Fram voru það einkum lands liðsmaðurinn í handknattleik, Sig- urður Einarsson, og vinstri armur sóknarinnar, Helgi Númason og Hallgrímur Scheving, sem vöktu einhverja athygli- Á VlÐAVANGI ið tækifærið til þess að hdg- ræða ofurlítið tölum í álagning arstiga á þá lund, að skatta- þunginn færist ofuirlítið betur yfir á herðar þeirra, sem hafa lágar meðaltekjur af hinum, sem hæstar tekjur hafa. Þetta átti eíginlqga ekki að sjást, ; heldur felast bak við stóru | ,,skattalækkunina“, sem básúu j uð var með hækkun persónufrá diráttarins. THOR — KRISTMANN Framhaid af 16. siðu. mæli sín í greininni, þar sem þess var óskað. Hann kvaðst hafa rætt við Guðmund Frímann eftir að greinin var rituð, og hefði Guð- mundur þá látið i ljós óánægju sína yfir því, að Kristmann hefði fellt aftan af ljóðinu. Aðspurður kvaðst Hjörtur hafa borið þessa grein undir skólameistara áður en hún var birt, og hefði skólameist- ari samþykkt birtingu hennar og látið orð fálla á þann veg, að greinin væri hófsamlega rituð. Kristmann las greinina áður en Hjörtur kom fyrir og sagði þá að hún væri „hrein della“ og síðar mótmælti lögfræðingur hans, Ól- afur Þorgrímsson hrl. inntaki greinarinnar sem röngu. Þá kom fyrir Guðrún P. Helga- dóttir, skólastjóri Kvennaskólans og kvaðst aðspurð hafa lagzt gegn bókmenntakynningu stefnanda í skólum með aðild að fundarsam- þykkt skólastjóra í vetur, þar að lútandi. Ástæður væru fyrst og fremst, að þeir teldu óJieppilegt, að sami maður annaðist slíka kynningu einn. Spurningum varð- andi áliti hennar á stefnanda og bókm.kynningum hans, kvaðst Guðrún ekki vilja svara réttinum og fremur ræða á öðrum vettvangi — við yfirboðara sína. — Ekki kvaðst Guðrún hafa hlýtt á bók- menntakynningu hjá stefnanda ut an einu sinni, áður en hún tók við skólastjórastöðu, og gat þó ekki hlýtt á mál hans allt vegna aðkallandi starfa. Hún sagði, að þetta mál hefði borið á góma á fundum skólastjóra með náms- stjóra nokkru áður en tilgreind fundarsamþykkt var gerð. Stefndi áskildi sér rétt til að leita úrskurðar um, hvort frú Guð- rún skyldi svara í réttinum þeim spurningum, sem hún kaus að láta ósvarað. Næst kom fyrir Magnús Gísla- son, námsstjóri gagnfræðastigsins. Aðspurður sagði hann, að mót- mæli gegn ferðum Kristmanns í skólana hefðu ekki komið fam á fundum sínum með skólastjórum, en skiptar skoðanir. Þótt sumir skólastjórar vildu ekki Kristmann, hefðu þeir ekki verið í meirihluta á þessum fundum. Gagnrýni á Kristmann hefði komið fam áður en tilefni kærunnar — greinin — birtist, en ekki hjá meiri hluta fundarmanna. Samþykkt Félags skólastjóra er fundum þessum ó- viðkomandi, sagði námsstjórinn. Varðandi milligöngu um bók- menntakynninguna kvaðst náms- stjórinn hafa annazt það atriði fram til loka skólaársins 1960— 1961, að hann fór til útlanda, og hefði kynningin gengið sjálfkrafa eftir að hann kom heim. Á þessu skólaári kvaðst Magnús þó hafa hlutazt til um kynningu í. einum skóla .Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar, og hefði því verið vel tekið. (Stefndi uplýsti þá, að skólastj. Gagnfrsk. Austurbæjar hefði ekki verið á fundinum, sem gerði sam- þykktina gegn Kristmanni). — Námsstjóri kvað sér ókunnugt, hvort stefnandi hefði farið í aðra skóla í vetur, enda teldi hann milligöngu sína óþarfa. Gagnrýni skólastjóranna taldi hann fyrst og fremst beinast að því, að Krist- mann einn hefði bókmenntakynn- ingu með höndum, og ekki kvaðst hann hafa orðið var við aukna gagnrýni eftir að tilefni kærunn- ar gekk á þrykk. (Afrit af samþykkt skólastjóra gegn Kristmanni hefur verið af- hent réttinum og innsiglað ,en fæst ekki lagt fram og kunngert vegna fyrirstöðu skólastjóra). Síðastur kom fyrir Jón Gissur- arson skólastjóri, sem kvaðst hafa færzt undan bókmenntakynningu stefnanda og tók fram, að það stæði ekki í neinu sambandi við margrædda grein í Birtingi. Var Jón meðal þeirra sem stóðu að samþykktinni, en hann er ritari í Félagi skólastjóra. Aðspurður hvers vegna hann færðist undan bókmenntakynningu stefnanda, kvaðst hann vilja ræða það á öðr- um vettvangi. — Önnur vitni urðu frá að hverfa, en var sagt að koma aftur á morgun, þriðjudag, kl. 13, 30, en þá verður aftur réttarhald. Nokkur leiðindabragur var á þessu réttarhaldi. Vitnum, utan þvi fyrsta, var bersýnilega þvert um geð að vera leidd fram í mál- inu, og voru treg til svara. — Stefnandi og lögfræðingur hans gripu fram í, og lögfræðingurinn mótmælti orðalagi á svari vitnis í bókun, án þess að vitnið hefði þá gert athugasemd við bókunina. Dómarinn varð skapstyggur og stefndi viðhafði háðsyrði, sem voru réttarhaldinu óviðkomandi. Vonandi tekst þetta betur næst. 200—300 ÞÚS. Framhald at 1. síðu. Skarðsvík með 1072 lestir, og Arn- kell er annar með 783 lestir. Afli Ólafsvíkurbáta er nú 8450 lestir eða um 2000 lestum meiri en í fyrra. Stapafellið er hæst með 1787 lestir, Steinunn er með 1055 og Jón Jónsson með 1027 lestir. Aflahæsti báturinn á Patreks- firði er Loftur Baldvinsson með 1410 lestir, og þá er Dofri með 1310 lestir og Sæborg með 1051 lest, en heildaraflinn er 4380 lest- ir frá áramótum. BREZK KNATTSPYRNA Framhald af 4. síðu. náði 1. deidla-Iiðið nokkrum yfirtökum í ieik, en þó fékk innherji Preston, Astworth, — tækifæri til að gera út um leik inn, en „brenndi af“ í dauða- færi, og sigurmark Boyce kom svo, þegar allt útlit var fyrir framlengingu. Beztu menn lið- anna voru fyrirliðarnir, Moore (knattspymumaður ársins) og Lawson (Preston). Einnig sýndi hinn 17 ára framvörður Preston, Kendall, mjög góðan leik. Þetta er í annað sldpti, sem West Ham leikur til úrslita í bikarkeppninni, tapaði 1923 fyrir Bolton í fyrsta úrslita- leiknum, sem háður var á Wem bley. Preston, þetta fræga lið, hefur oft komizt í úrslit og sigraði í bikarkeppninni, West Bromwich, 1931, sem þá einn- ig komst upp í 1. deild. 1949 lék Leicester (2. deild) til úr- slita gegn Úlfunum, en tapaði 1:3. Þess má að Iokum geta, að Preston varð nú í 3. sæti í 2. deild með 56 stig, og það hefur ekki komið fyrir í 30 ár, að lið með svo háa stigatolu, hafi ekki komizt í 1. deild. — Framkvæmdastj óri West Ham er Ron Greenv/ood, sá Ieikmað- ur Brentford, sem vakti mesta athygli hér í Reykjavík 1951. ÍR—VÍKINGUR Framliald af 4. síðu. Rósmundur Jónsson, sem hvað eft ir annað sendu þrumuskot í ÍR- markið, einnig var markvarzla Helga Guðmundssonar þung í met um. Segja má, að allt hafi hjálpað Víking til að ná góðum leik — og þá fyrst og fremst ÍR-ingar sjálfir, sem uppgötvuðu ekki fyrr en um seinan stórkostlega skyssu í varnarleik sínum. ÍR lék nefni- lega næstum allan leikinn út því sem næst „flata vörn“, en ekkert hentar hinum hægfara sóknar- mönnum Víkings betur. Þegar ÍR sendi svo varnarmenn sína fram undir lok Ieiksins komst rugling- ur á sókn Víkings, sem varð blátt áfram að engu, en of seint var farið af stað og því fór scm fór. Bezti kafli Víkings var fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks, en á þeim náði Víkingur sjö marka for- skoti, 18:11. Víkingar léku mjög nákvæmt og notuðu allan völlinn út í æsar. Það var alveg furðu- legt hvað Víkingsliðið brotnaði svo allt í eir.u eftir þetta, þegar hinum unga leikmanni, Gunnari Gunnarssyni, var vísað út af í 2 mínútur. Það sýnir, að ekki hafa taugarnar verið í sem beztu lagi. Það var næsta auðvelt verk fyrir IR-inga að skora fimm mörk í röð fyrir hlé, án þess að Víkingur kæmist að. Staðan í hálfleik var 18:16. Víkingar byrjuðu síðari hálfleik vel og náðu strax fimm marka forskoti, 21:16. Um miðjan hálf- leikinn var staðan 25:22 fyrir Vík ing og þá fyrst hófu ÍR-ingar raun hæfar varnaraðgerðir. Bilið minnk aði niður í eitt mark, 27:26, síðar. komst Víkingur í 28:26, en ÍR svarar með marki. Og nú átti Gunn laugur færi á að jafna, en hann skaut þrumuskoti í stöng. Spenn- ingurinn var mikill allra síðustu mínúturnar, ÍR-ingar léku maður á mann, en allt kom fyrir ekki og Sigurður Hauksson innsiglaði tveggja marka sigur með 30. mark inu. Ekki verður annað sagt, en Vík- ingsliðið hafi unnið verðskuldaðan sigur í leiknum. Pétur Bjarnason, Þórarinn, Rósmundur og Helgi í markinu léku allir vel — og stóðu jafnir á bak við þennan sigur. — Rósmundur skoraði 11 mörk (7 víti) Þórarinn 8, Pétur 6, Sig. H. 4 og Ólafur 1. Sóknarleikur ÍR-liðsins var í betra lagi, en vörnin var alveg af- leit. Ómögulegt er að segja hvern ig leikurinn hefði farið hefði ÍR notað tvöfalda vörn eða tvo „sent- era“. Gunnlaugur Hjálmarsson var beztur hjá ÍR, skoraði 14 mörk (8 víti), Gylfi 5, Þórður 4, Þórarinn og Hermann 2 hvor og Ólafur 1. ÍR verður nú að gera sér að góðu að leika í 2. deild a. m. k. eitt ár — og hver veit, nema það eigi eftir að verða liðinu til góðs. Sannleikurinn er sá, að ÍR hefur allt of lengi siglt milli skers og báru í 1. deild. Nú ættu ÍR-ingar að nota tækifærið og byggja liðið raunhæft upp. Dómari í leiknum var Magnús Pétuursrson og dæmdi mjög vel. Síiílkur óskast til afgreiðslu í veitingasal og til eldhússtarfa. Upplýs- ingar í Hótel Tryggvaskála, Selfossi. Jörð í Skagafirði Jörðin Narfastaðir í Viðvíkurhreppi er til sölu. — Áhöfn getur fylgt. Upplýsingar á staðnum. Sími um Kýrholt. I Jörðin Sigmundarstaðir Þverárhlíðarhreppi, Mýrasýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. — Semja ber fyrir 15. maí við undirritaðan eiganda og ábúanda jarðar- innar, sem gefur nánari upplýsingar, ekki í gegn- um síma. Sigmundarstöðum, 29. apríl 1964. Jón B. Magnússon. öllum þeim nær og fjær, sem heiðruðu mig á áttræðis- afmæli mínu þann 2^. apríl, með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum og á allan hátt gerðu mér daginn ógleymanlegan, sendi ég mínar beztu þakkir. — Guð blessi ykkur öll. Sunneva Ormsdóttir. ' Hjartans þakkir sendi ég öllum er sýndu mér ógleym- anlegan vinarhug á 80 ára afmæli mínu 24. apríl s. 1. með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. — Gleðilegt sumar. Stefán Kristjánsson, Ólafsvik. Innilogt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu, við andlát og jarðarför Margrétu Kristjánsdóttur, Litla-Saurbæ. Jón Helgason, börn, tengdasynlr og barnabörn. ÞAKKARÁVÖRP Innilega þökkum við auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför, Sigurbjargar Eiríksdóttur Börn, tengdabörn og barnabörn, Þökkum af alhug öllum, sem auðsýndu samúð og vlnáttu við andlát og jarðarför ástvinar okkar, Þórólfs Þorvaldssonar, Borgarnesi. Marfa Tómasdóttir, Áslaug Þórólfsdóttir, Ólafur Ingvarsson, Jónas Þórólfsson, Guðríður Jónsdóttir, Kristján Þórólfsson, Hanna Helgadóttir, Helga Þorvaldsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson og bamabörn hlns látna. TÍMINN, þriðjudaginai 5. maí 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.