Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 5
c LAUGARDAGUR 24. aprfl 1965 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson PuUtrúi ritstjórnar: Tómas Karisson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gislason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- tiúsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti /. Af- greifSslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrtfstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. mnanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — PrentsmiSjan EH5DA h.f. Ný stjórnarstefna Undanfarin þrjú ár hefur íslenzkur sjávarútvegur búið við hagstæðari aflabrögð og hærra verð á útflutn- ingsvörum en nokkurn tíma áður. Kaupgjald hefur ver- ið hér mun lægra en í þeim löndum, sem við þurfum aðallega að keppa við. Skilyrðin hafa því vissulega verið þannig, að sjávarútvegurinn ætti að hafa bétri afkomu en nokkru sinni fyrr. Honum ætti því ekki að verða erfitt að taka á sig nokkra kauphækkun, sem al- mennt er viðurkennt, að launþegar hafi ekki aðeins þörf fyrir, heldur eigi fullan rétt á, þar sem kaupmátt- dr daglauna hefur farið minnkandi síðari árin, þrátt fyrir hinar stórauknu þjóðartekjur. Vegna þessara aðstæðna mun áreiðanlega mörgum hafa brugðið í brún, þegar þeir heyrðu eða lásu álykt- un þá frá fundi útgerðarmanna og fiskverkenda, sem haldinn var í byrjun þessarar viku. Niðurstaða þess- arar ályktunar, eftir að lýst hefur verið högum útvegs- ins, er í stuttu máli sú, að varað er við kauphækkunum. í ályktuninni segir orðrétt, að „skoðun þessi sé ekki sett fram vegna þess, að atvinnurekendur í sjávarút- vegi vilji ekki veita starfsfólki sínu kjarabætur, sem vissulega væru æskilegar, heldur vegna þess, að þeir vita, að um raunverulegar kauphækkanir getur ekki verið að ræða, eins og nú er háttað í útgerð og fisk- verkun“. Þeir, sem lesa greinargerð fundarins fyrir þessari niðurstöðu, eiga vissulega erfitt með að mótmæla henni. Þar er lýst með glöggum rökum hinum óhagstæðu lána- kjörum og miklu opinberu álögum, sem útgerð og fisk- verkun eiga við að búa. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum hefur m.ö.o. orðið þess valdandi, að eftir langvarandi góðæri og mun lægra kaupgjald en í ná- grannalöndunum, er útgerð og fiskverkun hér á heljar- þröm, og getur ekki tekið á sig, að óbreyttum aðstæðum, sjálfsagðar kauphækkanir starfsfólks síns. Þyngri dóm en þetta er ekki hægt að fella um stjórnar- stefnuna. Þetta er ekki neinn pólitískur sleggjudómur andstæðinganna, heldur beizkur úrskurður sjálfrar reynsl unnar. Vissulega staðfestir hann allt það, sem Fram- sóknarmenn hafa sagt um stefnu ríkisstjórnarinnar 1 umræddum málum. Það er ekki auðvelt að mótmæla því, að ,,eins og nú er háttað í útgerð og fiskverkun“ er erfitt að krefjast mikilla kauphækkana. En þessu ástandi má hins vegar vel breyta, með nýrri og raunhæfari stjórnarstefnu. Áð- urnefndur fundur útgerðarmanna og fiskverkenda bendir t.d. á, hve mikilvægt það væri að bæta úr lánsfjárskort- inum, jafnt varðandi reksturslán og stofnlán. Vaxta- lækkun myndi einnig koma að miklu gagni, og sama gildir um lækkun útflutningsgjalda. Með þessum og öðrum hliðstæðum aðgerðum á auðveldlega að vera hægt að gera útgerð og fiskverkun það mögulegt að rísa undir eðlilegum kjarabótum starfsfólks síns. Ekkert sýnir betur, að hér er þörf alveg nýrrar stjórn- arstefnu. Með nýrri og raunhæfri stjórnarstefnu er hægt að leysa þau vandamál launþega og útflutningsfram- leiðslu, sem nú er glímt við, en heldur ekki öðru vísi Óbreytt stjórnarstefna mun aðeins leiða til aukinna örð- ugleika og öngþveitis. Það sést bezt á því, að útgerðin skuli nú vera á heljarþröm, þrátt fyrir góðæri undan- farinna ára. Þetta verður ríkisstjórnin loks að skilja og haga sér samkvæmt því. Geri hún það ekki, á hún strax að víkja og gefa þjóðinni tækifæri til að leysa vandamálin með nýrri stefnu. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Stjarna Nixons aftur hækkandi Honum misheppnaðist þó að ná fundi Krústjoffs Nixon í samræSum við rússneskan lögregluþjón á Rauða torginu EF REPUBLIKANAR í Bandaríkjunum ættu að velja forsetaefni nú, er lítill vafi á, að Richard Nixon myndi verða fyrir valinu. Skoðanakönnun, sem Gallupstofnunin birti 24. f.m., leiddi í ljós, að 36% af fylgismönnum flokks republik- ana, kjósa Nixon helzt sem for- setaefni. Næst kom Cabot Lodge með 18%. Meðal óháðra kjósenda reyndist Nixon einnig fylgissterkastur af þeim mönn- um, sem nú er helzt talað um sem forsetaefni. Rockefeller og Scranton virðast alveg úr sög- unni. Það ber glöggan vott um pólitíska hæfni Nixons, að hann virðist ekki hafa aflað sér verulegra óvinsælda frjaLs lyndari republikana, þótt hann væri stuðningsmaður Goldwat- ers á flokksþinginu, þegar hann var valinn forsetaefni, og styddi hann síðan eindregið í kosningabaráttunni. Fyrir þetta hefur hann unnið sér stuðnin.g hægri armsins, sem vart gerir sér von urn að geta fengið Gold- water eða einhvern náinn skoð- ana bróður hans útnefndan áft- ur. Goldwater hefur hvað eftir annað látið í það skína að und- anförnu, að hann teldi Nixoxn þann mann, sem republika.iir ættu helzt að geta sameinazt um í næstu forsetakosningum. Nixon hefur það umfram öll þau forsetaefni republikana, sem nú er talað um, að hann er langþekktastur. Hann nýtur jafnframt viðurkenningar sem harðfengasti og ötulasti bar áttumaður flokksins. Hann hef- iír það umfram Goldwater, að gáfur hans eru ekki dregnar í efa. Hitt hefur hins vegar ekki minnkað, að menn líti á hann sem tækifærissinna, og enginn telur sig því fullkomiega vita hvar hann hefur hann, þótt hann að undanförnu hafi frem- ur skipað sér með hægra armi flókksins. Þessi afstaða hans gerir hann að ýmsu leyti heppi- legan samnefnara fyrir jafn sundurleitan flokk og republik- anir eru nú. ÞRJÚ OG HÁLFT ÁR eru eftir til næstu forsetakosninga í Bandarikíunum og vafalaust getur margt gerzt á þeim tíma. Nixon verður að gæta þess að vera nægilega í svi'o'si.iósinu á þessum tíma, ef hann re íir að keppa um forsetae.noættið í annað sinn. Það þyK‘. sýna að hann hafi þetta vel 1 huga, að hann notaði tækifærið. þegar hann var í viðskiptaerindi Finnlandi i byrjun þess? mán- aðar, til þess að sxreppa til Moskvu til eins dagi dvaiar þar Til þess að komas; þangað. þurfti hann að ferðjs- með járnbrautarlest í 20 kist., svo að talsvert uar fyrn þessu haft Nixon hafði það hins I vegar upp úi þessu að hans j var getið öllum bíöðum | Bandaríkjanna og oiaðamenn * kepptust við aó ná haan tii þess að fá álit tians á oeim í Moskvu 10. þ. m. breýtingum, sem hefðu orðið í Moskvu síðan hann var þar seinast eða í júlí 1959. Þessi Moskvuferð riijaði það jafnframt upp, sem Nixou hef- ur orðið einna frægastur fyiir, en það er orðasenna þeirra Krustjoffs, sem átti sér stað 1959. Bandaríkjamönnum þótti Nixon bera sigur af hólmi í þessum orðaskiptum. Ef ráða má af frásögnum rússneskra blaða; reyndi Nixon nú að fá samtal við Krustjoff og ht-fur blað ungkommúnista ásakað hann í því sambandi fynr ó kurteisi og tilraun til að rjúfa heimilisfrið óbreyttra borgara. Sú ástæða mun vart spilla fyrir Nixon vestra. ANNARS lenti Nixon í þessu síðara ferðalagi í allsögu- legum orðaskiptum, sem vafa- samt er að bæti eins mikið fyr- ir honum og senna þeirra Krústjoff gerði 1959. Nixon heimsótti Moskvuháskóla og var boðinn velkominn af ein- um, aðstoðarrektornum Niko- lai Seleyezoff 'að nafni. í við- ræðum sínum við Nixon, komst hann m.a. svo að orði, að hann myndi ekki fara fram á að Nix- on upplýsti rússneska stúdenta um Ku Klux Klan eða Jonn- Birch-félagsskapinn, en kann- ske gæti hann svarað einni spurningu, sem oft væri á dag- skrá hjá stúdentum, en hún væri þessi: Hvernig getur það gerzt í friðelskandi landi, að forsetinn sé myrtur? Nixon lét ekki á sér standa og spurði á móti: Hver urðu örlög Beria? Var hann ekki drepinn? Hvern- íg fór fyrir Trotski’ Þess- ar spurningat leiddu síðan at sér nokkurt karp, s*.r. vat þó fremur í léttum tón í sumum bloðum vestra. hef- ur það komið fra.n, að það hafi verið seinheþpilegt a 6 bera samari annars vega. Kennedy og hins vegar Beria og Trotski. Ekkert hafi t.d. verið líkt með þeim Kennedy og Beria. Kenn- edy hafi ekki heldur verið rutt úr vegi af pólitískri valdaklíku og því sé morð hans ósambæri- legt við aftöku Beria. í samtali við blaðamenn. lét Nixon allsæmilega af dvöl sinni í Moskvu. Hann notaði tímann vel til að skoða borgina, en lengst var hann þó í háskólun- um og Kreml. Hann sagði, að bílum hefði fjölgað verulega síðan 1959 og fólk væri nú betur klætt en þá. Þá væri orð- ið stórum auðveldara að fá vegabréf til Sovétríkjanna en áður. Loks sagði hann, að Rúss- ar viðurkenndu það nú fúsleg- ar en áður, að ekki væri allt í lagi hjá þeim. ÞAÐ ÞYKIR ný sönnun þess, að Nixon stefni að framboði í forsetakosningunum, að hann hefur tekið sér bólfestu í New York. Þar getur hann tekið miklu meiri þátt í landsmála- baráttunni en í Kaliforníu, því að enn eru allar helztu mið- stöðvar hennar í austurríkjun- um. Ef Rockefeller vinnur ekki í ríkisstjórnarkosningunum á næsta ári, yrði Nixon líklegur til að verða helzti leiðtogi re- publikana i New York-ríki. Nixon segir sjálfur, að hann vilji hvorki ræða um framboð sitt né annarra í næstu for- setakosningum. Slikt sé eski tímabært. Aðalatriðið nú sé að undirbúa þingkosningarnar haustið 1966. Bersýnilegt er. að hann hugsar sér að taka kröft- uglega bátt í þeim. Fái hann. gott orð fyrir þá tramgöngu sína, mun það mjög létta hon- um að verða forsetaefni repu- blikana 1968, ef ekki verður þá einhver nýr keppinautur kom- inn til sögu. Þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.