Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 9
? LAUGARDAGUR 24. april 1965 TÍMINN NÝJAR ERLENDAR BÆKUR Astrology. Louis MacNeice. Aldus Books in association with W. H. Allen, London 1964. 63s. Þetta er síðasta rit Louis MacNeice, sá sami sem ferð- aðist um hér á landi með Aud- en á fjórða tug þessarar aldar. Höfundur er alþekktur sem skáld, Jeikritahöfundur og fræðimaður. Þessi bók fjallar um stjörnuspáfræðina. Höfund- ur rekur sögu stjörnuspáfræð- innar frá upphafi og fram á okkar tíma, hann lýsir skoð- unum manna á efninu, bæði þeirra, sem trúa á stjörnuspár og hinna vantrúuðu. Hann nefnir fjölda dæma þar, sem spárnar rættust og einnig dæmi um falsspár. Þeir eru ekki ófáir, er hafa þá trú að örlög þeirra séu skráð í stjörnurnat. Þeir sem þá trú eiga hreyfa sig ógjarn- an án þess að athuga stjörnu- kort sitt og miða allar fram- kvæmdir sínar við það. Hóró- skópið er leiðarvísir þeirra og áttaviti. Þessi trú er ævagömul og er upprunnin með Babí- loníumönnum og áhrifa henn- ar gætir gegn um aldimar allt fram á okkar daga. Enn eru áhrif hennar mikil, þeir eru ekki ófáir, sem líta fyrst í stjömuspána þegar þeir kaupa sér dagblað eða fá það í hend- ur. Svo eru aðrir, sem taka þessi fræði mjög svo alvarlega, láta stjömuspekinga teikna upp sitt hóróskóp og miða alla sína hegðun og lífshrær- ingar við það. Umrædd bók er ítarleg saga stjörnuspáfræðinnar og hand- bók fyrir þá, sem vilja gera sitt hóróskóp sjálfir. Bókin er mjög skemmtilega myndskreytt, bæði litmyndum og svart-hvít- um myndum og henni fylgja nauðsynlegar töflur og stjörnu- kort og er mjög til útgáfunn- ar vandað í einu og öllu. Essays in Economic History I-III. Edited by E. M. Carus- Wilson. Útgefandi: Edward Arnold, London 1954—62. Verð: Vol. I. 4'ös. II-III. 50s. Efni þessara binda er tekið úr tveim tímaritum enskum, sem fjalla um efnahagssögu, þau eru: Economic History Re- view og Economic History. Greinarnar, sem hér eru út- gefnar eru að mestu leyti end- urprentaðar óbreyttar. Fyrsta bindi þessa safns hefur verið endurprentað fjómm sinnum, síðasta prentun 1963. Þessar greinar fjalla aðallega um efna hagssögu Englands, þær eru margar hverjar ritaðar af hin- um færustu fræðimönnum Breta á þessu sviði. Áhugi fyr- ir þessari grein sögunnar fer stöðugt vaxandi og vegna þessa áhuga em þessar greinar end- urprentaðar hér. Tímabilið, sem ritin spanna er allt frá 11. öld og fram á þá 19. Hér eru greinar um landnám Norð- manna í Yorkshire, utanríkis- verzlun Breta milli 1660—1700, landbúnaðarkreppuna milli 1730 og 1750, kornuppskera og kornverð á miðöldum, reikn- inga St. Swithuns klausturs og hallærin í Evrópu snemma á 14. öld. Hér er aðeins fátt tal- ið. Hér er sannkölluð náma fyr ir þá, sem áhuga hafa fyrir efnahagssögu. Þetta er ekki eingöngu efni sem varðar enska sögu, ensk saga þessa tímabils á sér hliðstæður, og atvinnuhættir, verzlun og við- skipti á Englandi eiga sér hlið- stæður annars staðar í Evrópu. Við lestur sumra þessara greina skýrist ýmislegt og freistast má til ágizkana um þróun efnahagsmála hérlendis. íslenzk efnahagssaga er svo til órituð, merkasta ritið um þau fræði var skrifað á þýzku og bókaútgáfa íslenzka ríkisins hefur talið þarfara að gefa út illa þýtt fornindverskt bæna- stagl en eina ritið sem um þessi mál fjallar og ritað er af ágætri þekkingu á þeim tak- mörkuðu heimildum sem til eru urrFþessi efni. Antike Geisteswelt. Auswahl und Einfiihrung von Walter Riiegg. Útgefandi: Artemis Ver lag Ziirich, 1964. 2. útg. Verð: Sv. F. 27-. Þetta rit kemur út í safn- inu „Bibliothek der Alten Welt.“ Þetta er yfirlitsrit um heimsmynd og heimskoðun fornaldar, fyrst og fremst þeirrar rómverzku og grísku. Höfundarnir lýsa þessu sjálfir með sýnishornum úr eigin verk um. Útgefandinn ritar ágætan inngang um andlega menningu fornþjóðanna, þetta er skýr en full stuttur inngangur. Síðan koma kaflar um heimspeki fornaldar, kaflar úr ritum spek inganna frá Platón og til Bóe- tíusar. Aðalkaflar bókarinnar eru tveir. Sá fyrri fjaUar um eðU heimsins og stöðu manna í heiminum, sá síðari um mann- inn og eðli hans og lífstján- ingar. Útgefandi gerir sér far um að velja í bókina á þann hátt, að val hans gefi sem bezta mynd af heimsmynd fom aldar, bæði andlegri og efna- legri. Hann velur fyrst og fremst það sem skýrir og út- listar bezt innviði og ástand hinnar fornu menningar og tjáir sem greinilegast heildar- mynd hennar. Slík safnrit verða alltaf að nokkru spegilmynd skoðana út gefandans, en svo er um öll mannanna verk. Ritið er mjög smekklega útgefið, prentun og pappír einstaklega vandaður, heimilda og nafnaskrá fylgir bókinni. Das Weltreich. Wagnis und Auftrag Europas im Sechzehnt- en und Siebzehnten Jahrhund- ert. Höfundur: Alexander Randa. Útgefandi: Walter-Ver- lag. Olten und Freiburg im Breisgau 1962. Verð: Sv. F. 24-. Alexander Randa er víðfræg- ur fyrir ritið „Handbuch der Weltgeschichte“ sem er í fjór- nm bindum og kom síðast út í þriðju .útgáfu 1962 hjá Walt- er útfáfunni. Þessi bók fjallar um riýlenduveldi Evrópuþjóð- anna á 16. og 17. öld. Nú er nýlenduveldi þessara þjóða úr sögunni. Og með því er einum þætti mannkynssögunnar end- anlega lokið. Það er mikill sið- ur nú, að spinna langsamar orð ræður um nýlendukúgun og arðrán frumstæðra þjóða og samkvæmt þeim ræðum er saga þessa þáttar sögunnar eitt svartnætti. Lítið hefur verið gert að því að rannsaka þessa sögu, nema þá í pólitískum til- gangi op til þess að magna hatur og andúð á þeim þjóð- Framhaio 8 14 siðu Tónlistarskólinn j Reykjavík heldu* nemendatónleika j Háskólabfói í dag, laugardag 24. aprl, kl. 3. Nemenda- kór og Hljómsveit Tónltstarskólanf flytja verk eftir Corelli, J. S. Bach, Mozart, Paul Hindemith og Benjamin Britten. Stjórnendur verða Björn Ólafsson og þrfr nemendur úr Söngkennaradeild, Jón Stefánsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Þórir Baldursson. Einsöngvarar með kórnum verða Ásgeir Guðjónsson og Guð- finna Dóra Ólafsdóttir. Auk þess leikur Jón H, Sigurbjörnsson einleik á flautu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir Á myndinni sést Þórir Baldursson stjórna hljómsveit inni. MISKUNNSEMI ÞÝZKRA HEST KAUPMANNA S Fyrir nokkru barst mér und- irrituðum í hendur dagblaðið „Erlanger Tagblatt“, sem er sérútgáfa af h'inu þekkta og velmetna „Nurnberger Nach- richten“ en í umræddu tölu- blaði, nr. 59 N, bls. 13, frá 12. marz s. 1. er birt girein um ræktun íslenzkra hesta í Þýzka landi undir fyrirsögninni: „ís lands-hestar fengu ný heim- kynni.“ Haft er viðtal við eig anda eins stærsta ræktunar- búgarðs Þýzkalands fyrir ís- Ienzka hesta, Franz Meier, kaupmann, Méierhof, Peissen- berg, Ober-Bayern. Segir hr. Meier beinlínis, að hann hafi keypt stofninn að sínum ísl. hestum á árunum milli 1950- ‘60 með aðstoð þýzkra dýra- vina, sem skotið hafi saman fé til að bjarga íslenzka hest inum frá tortímingu hungur- dauða eða sláturhúsanna (hvort heldur er, kemur ekki Ijóslega Jfram í ummælum hans) „er uppskerubrestur“ hafi orðið eitt árið á íslandi. Þessi samskot þýzkra dýravemdunar félaga hef ég að vísu heyrt minnzt á áður í samtölum við Þjóðverja, en hingað til hef ég ekki séð þessu haldið frant opinberlega á prenti. Er það spurning mín til ís- lenzkra hrossaræktar-bænda, hvort það hafi verið af mann úðarástæðum, sem þeir seidu Þjóðverjum hross á sínum tíma, kannske vegna þess að hestarnir voru að dragast upp úr sulti og slæmri meðferð hjá þeim, en þessu er haldið ský laust fram af kaupendum ísl hrossa hér í Þýzkalandi. Hafi íslenzki hesturinn í rauninni Iverið í hungurdauðahættu, er ekkert við viðbrögðum þýzkra dýravina að segja. en hafi svo ekki verið, væri sannarlega tími til kominn, að ísienzkii bændur beri opinberlega af sér það tvímælalausa slvðruorð. sem af þeirn fer héi í Þýzka- landi í sambandi við nefndar _ hestasölur og fullyrðingaT I þýzku hestakaupmannanna og | dýraverndunarfélaga um að I með fjársamskotum sínum hafi C þessir aðilar gert miKið misk a unnarverk á íslenzka hesta- í stofninum sem hefði verið af deyja út undir vanrækslu og vanmætti íslenzkra bænda. Hitt þykir mér sennilegra, að ófyrirleitnir þýzkir hestakaup menn hafi í þessu máli kunnað að tala lipurlega tungum tveim þ. e. slegið íslenzku hungurs dauða-hættunni stórt upp hér- lendis til fjársöfnunar en fyllzt svo eldmóði hesta-unnandans í umleitunum sínum við íslenzka hrossa-bændur um kaup á þess um prýðisgæðingum þeirra. Þetta hestasölumál er íslentfing um sem menningarþjóð ekki beinlínis til sóma, því Þjóðverj ar, sem til hjálparsöfnunar dýraverndunarfélaganna þýzku þekkja, verður það fyrst fyrir, þegar þeir minnast á ísland: ,Aeh, Island, landið, þar sem við björguðum ponnýjunum frá tortímingu.“ Um hyggni ísl. hrossa-sölu- manna, sem virðast hafa keppzt við að selja undan beztu fola og merar til að hjálpa Þjóðver.i um við að koma sér sem fyrst upp víðtækri rækt ísl. hrossa hérlendis, og einkar arðsamri, um þá hlið málsins vil ég ekkert segja: en hitt er aug- ljóst að Þjóðverjar eru alls ekki lengur upp á það komnir, að kaupa einhverjar hálf-hung urmorða bikkjur frá fslandi lengur, svo vel eru íslending ar búnir að koma fótum undir ræktunina hérlendis nú þegar. f umræddJÍ grein um hrossa ræktunar-stöjTna, „Meiershof“ hér í Ober-Bayern, segir m.a. „Hinir fjórfættu íbúar hinn ar fjarlægu Atlantshafsevjar eignuðust á neyðartímum ný heimkynni hér í hjarta 8ay- erns “ „Dýra-griðastaðurinn a Peis- senbergi hófst um 1955. begar ísland neyddist til að selja hluta af hinum seigu og þolnu hestum sínum vegna slæms uppskeruárs, sem leiddi af sér fóðurskort. Þá hófu dýravinir á evrópska meginlandinu hjálp- arsöfnina ..Hjálpið íslenzku hestunum" „fslenzkir hestar pekkja hvorki né þola þeir hesthús Jafnvei hinn mesti kuldi gertr þeim ekkert til“ (í meginiand-s loftslaginu, sem hér ríkir eru -r-20 til -^25° C ekki óalgeng Framhald á 14. síðu. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.