Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 12
12 TÍIVHINN LAUGARDAGUR 24. aprfl 19G5 MINNING Guðmundur Haukur Guðnason Fæddur: 28. marz 1943. Dáinn: 12. apríl 1965. Kveðja frá vinnufélögum í Skál- holti. Við helfregnina setur mann hljóðan, og því fremur sem um er að ræða ungan mann og góðan vin. Þannig varð okkur vinnufé- lögunum við, er við fréttum, að Guðmundur Haukur Guðnason væri horfinn af landi lifenda. Hann var einn af þeim ungu mönnum, sem óhætt var að binda miklar vonir við, afreksmaður í námi, dugmikill til vinnu. Hann var ósvikinn íslenzkur sveitapiltur <ag náttúrubarn. Við, sem viljum minnast hans með þessu litla greinarkomi, kynntumst Guðmundi heitnum, er hann að loknu stúdentsprófi byrj- aði að vinna með okkur að bygg- ingu sumarbúðanna í Skálholti síðastliðið sumar. Hann kom okk- Jóna Kristín Jónsdóttir frá Steinaborg. Fædd 23. aprfl 1928. Dáin 16. marz 1965 Ljósin slokkna. Lokast brá Lengri dag ei áttir. Hann var beizkur bikar sá. Til botns þú teyga máttir. Nú er þögul nóttin myrk. Neinu má ei breyta. En mömmu þinni mestan styrk þú megnar ein að veita. Það er skýjað. Skipt um hag. Skapadísir valda. Á Steinaborg er dimmt í dag. Dunar feigðaralda. Öll þar lágu æskuspor út um sléttar grundir. Fagurt var þitt fyrsta vor. Fagrar allar stundir. í veröld kaldri virðist los. Vandamálin sverta. Ég sá þig þjáðá. Sá þitt bros. Síðast mun það hverfa. Þegar að þér þrengdi mest og þínar vonir hrundu, þín var systir þér þá bezt. Þetta margir fundu. Enginn veit, hvað sorgin sár má sviða miklum valda. Stundum falla fleiri tár en flestir okkar halda. Eilíf hringrás er vor leið. Ekkert staðar nemur. Hér er endað æviskeið. Annað nýtt svo kemur. A.G. ur fyrst fyrir sjónir sem ljóshært þrekmenni, ákveðinn og dulur um eigin hag. Munaði strax mikið um hann til verka. Hann samlagaðist fljótt hópnum, sem fyrir var á staðnum. Ekki mátti þó kalla það skyldu hans, eins og okkar hinna, að sækja hinar daglegu bænastund ir okkar í dómkirkjunni. Samt sem áður tók hann þátt í þeim af einlægni. Af mörgum þessara stunda áttum við dýrðlegar minn- ingar, sem seint munu fymast. Þegar menn eru langdvölum saman á einum stað og vinna að verkefnum, sem öllum er umhug- að um að leysa sem bezt af hendi, mótast hópurinn á sérstæðan hátt. Hver einstakl iur leggur til sinn þátt í myndina. Þátt, sem gerir myndina ríkari að blæbrigðum. Og það megum við með sanni segja, að með hvarfi GHðmundsr heitjps úr. hópi. Skálhpjtss:veina 1964, hefur einn mikilvægur þátt- ur í myndinni brostið. Hann var nógu ríkur til að skilja eftir óaf- máanlega mynd í vitund okkar, sem vorum honum samtíða þetta sumar. Og nú er hann genginn. Ekki höldum við, að hann vilji láta hafa miklar harmatölur yfir sér látnum. En eitt höfum við þó handa honum: herbergi í höll end- Vettvangurinn Framhald af 8. síðu var Ingi B. Ársælsson kosinn í fulltrúaráð (Executive Comm- ittee) WAY að þessu sinni. Hef ur hann sótt tvo fundi fulltrúa- ráðsins, annan er haldinn var þegar að loiknu þinginu í Am- herst 12. ágúst, og hinn í Bruss el 8.—12 janúar. Formaður ÆSÍ sat fundi með forystumönnum WAY í október og febrúarmánuði í Brussel. Voru þar rædd nokkur sérmál ÆSÍ og viðfangsefni, sem WAY starfar að eða ráðgerir að beita sé rfyrir. CENYC Aðalfundur CENYC fór í hönd, er stjóm ÆSÍ tók við störfum. Helga Kristinsdóttir sótti fundinn héðan, en fenginn var Ingi B. Ársælsson, sem staddur var í Þýzkalandi, til að mæta þar einnig. Helga Kristinsdóttir sat síð- asta fund fulltrúaráðs (Execut ive Committee) CENYC 1963— 1964, en hann var haldinn í Brussel fyrir aðalfundinn. Fulltrúar ÆSÍ í fulltrúaráð CENYC 1964—1965 voru valin þau Hörður Gunnarsson sem aðalmaður og Helga Kristins- dóttir til vara. Fulltrúaráðsfundir au'k aðal- fundarins, voru haldnir 26. sept ember í Baarn í Hollandi, og 6.—7. fetorúar í París, Frakk- landi. Sótti aðalmaður þá fundi báða. EVRÓPURÁÐIÐ Eins og áður hefur verið skýrt frá innan ÆSÍ er starf- andi á vegum Evrópuráðsins í Strasbo^g stofnun, er nefnist urminninga okkar, þar sem mynd hans er sveipuð umgjörð Skálholts staðar í sumardýrð. Og við viljum vona, að síðar fáum við að sjá hann í annarri dýrð og meiri, þegar við mætum frelsaranum, sem allt hefur gefið okkur af óverðskuldaðri náð. Vinnufélagar í Skálholti sumarið 1964. Anna G. T&rhdóttir f. 6. desember 1894. D. 21. marz 1965. Kveðja frá vinu Lausn er fengin, ljúfa vina, lokið hverju þrauta spori. í heimi söngva, birtu og blóma brosir þú við nýju vori. Yfir sviðið augun reika, útsýn góð frá dýrðarlandi. Nú sérð þú bjartan ljóma leika Um lítinn bæ á Rauðasandi. Þar barðist þú með barnahóp- inn, þótt blési kalt, um þau ei næddi. Móðurhöndin milda, blíða mýkti, hlúði, sárin græddi. Þar var stundum þungt um spor in, þegar vetrarbyljir æddu, en fegurð, ást og yndi á vorin, er ísalögin geislar bræddu. Nú er þetta allt á enda, þitt ævigarn til loka spunnið. Dauðans fölu fingur slökktu fagurt ljós, að stjaka brunnið. Nú siglir þú til sólarlanda, sæinn handan markalínu. Andans fegurð, fórn og mildi flytur þú á skipi þínu. Þú tekur land á lífsins ströndu, þar ljómar allt í morgunroða. Þér mun fagnað, það er vissa, af þeim. sem farminn eiga að skoða. Þar gagnar ekki gull í' sjóðum. gífuryrði og mikillæti. Við háborðið í himnasölum þeim hógværu mun ætlað sæti. Við, sem ennþá eftir stöndum, út á djúpið þögul störum. Það fylgir klökkvakennd og sviði að kveðja vin, sem er á förum. Eftir’ lifir mæt í muna minning, engum skugga slegin. Blessuð sért þú. blíða vina, bæn og þökk þér fylgja á veginn. Þórhildur lakobsdóttir frá Árbakka. „The Experimental European Youth Centre“ og starfar að æskulýðsmálum, svo sem nafnið vísar til. Hafa nokkrir íslend- ingar tekið þátt í námskeiðum á vegum stofnunarinnar á und- anfömum árum fyrir milli- göngu ÆSÍ. Á síðasta ári var tekifrþátt í 3 námskeiðum. RUHR-RÁÐSTEFNAN í júní-lok barst stjórn ÆSÍ í hendur frá fræðslumálastjóra hr. Helga Elíassyni, bréf, sem inni hafði að halda boð frá Evr- ópuráðinu fyrir allt að 10 fs- lendinga, ungt fólk starfandi í æskulýðssamtökum, til þátttöku í ráðstefnu, er halda átti í Ruhr héraði í Þýzkalandi dagana 13. —23. septemfoer 1964. Lík ráð- stefna var haldin í Rómaborg 1962 af sama aðila, en þá til- nefndi menntamálaráðuneytið 1 fulltrúa fyrir fslands hönd til þátttöku. Stjórn ÆSÍ kann- aði málið og að athugun lok- inni var boðinu tekið. 9 umsóknir höfðu borizt frá jafn mörgum aðildarsamfoönd- um. Stjómin samþykkti, að Hannes Þ. Sigurðsson, ritari ÆSÍ, yrði fararstjóri en Svavar Gestsson, úr varastjóm, í dag- skrámefnd ráðstefnunnar (group leader). Þátttakendur urðu þessir; Hannes Þ. Sigurðsson, ritari ÆSÍ, fararstjóri, Svavar Gests- son, ÆF, Jóhann Lar=en, ÍUT, Haukur ísfeld, SBS, Gylfi Guð- jónsson, INSÍ,, Georg Tryggva- son, SUJ, Ásgeir Thoroddsen, SUS, Ragnar Tómasson, SHÍ, Hilda Torfadóttir, BÍF, Jónas Gestsson, SUF. SCHLESWIG-HOLSTEIN Á starfsárinu áttu sér stað eftirtalin samskipti við Landes jugendring Söhleswig-Holstein í Kiel: Haustráðstefnu, sem haldin var 26. septemfoer til 4. októ- ber í Mözen í Segeberg-héraði og í Berlín, sótti formaður ÆSÍ. Formaður ÆSÍ átti fund með formanni Landesjugendring Suhleswig-Holstein, Giinther Martins, og framkvæmdastjóra Rudi Gehrhardt, í Kiel 5. febr- ar s.l. Á þeim fundi var endan lega samið um heimsókn tveggja æskulýðsleiðtoga til til Þýzkalands í apríl, og ferð 30 manna hóps íþróttafólks, glímumanna, fimleikastúlkna, þjóðdansara o.fl. í júní n.k. Fóru þeir Reynir Karlsson, framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. og Sigurjón Hillaríusson. framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Kópavogs, til Þýzkalands hinn 8. apríl, og dvöldust þar í boði Landesjug- endring til 22. apríl. . HELDUR S V O N A FUAVARNAREFNI A TRE HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRÐ HF. SÍMI 2-41-20 Laus staða Hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík er laus staða gjaldkera III. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs- manna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist skrifstofu minni fyrir 1. maí n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. apríl 1965.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.