Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 24. aprfl 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN 13 Loksins hindrun á sigurbraut ÍR Fyrsta tap ÍR á íslandsmóti í körfuknattleik í 6 ár. Skínandi leikur færfö KR sigur 61:48. LitJin leika aukaleik um íslandsmeistaratign. Alf—Reykjavík, föstudag. í sex, löng ár hefur engu íslenzku körfuknattleiksliði tekizt aS sigra ÍR í Reykja- víkurmóti eða íslandsmóti, — þar til í gærkvöldi, að KR tókst að hefta för liðsins í hásæti 7. árið í röð. — Verða KR og ÍR nú að leika aukaleik um íslandsmeistaratign- ina. — Hálogalandssalurinn, sem var þétt skipaður áhorfendum, nötraði af hrópum og köllum, meðan á leiknum stóð — slíkur var spenningurinn allan tímann. Fyrri hálfleikur var frábærlega vel leikinn af báðum aðilum, og hafði KR tekizt að skora einu stigi meira fyrir hlé, 27:26. Satt að segja bjóst maður ekki við að KR-ingum myndi tak ast eins vel upp í síðari hálfleik og liðið missa tök á leiknum. En hvað gerist? KR-ingar, með Einar Bollason sem aðalmann, léku af ískaldri ró og höfðu töglin og hagldimar. Og með hnitmiðuðum taktiskum leik náðu þeir ömggri forystu og brutu ÍR-Iiðið niður.. öllu var svo lokið fyrir ÍR, þegar 5 mín vora eftir, en þá varð bezti maður liðsins, Þorsteinn Hallgrímsson, að yfirgefa völlinn með 5 villur. Staðan var þá 49—45 fyrir KR, og eftir- leikurinn var léttur. KR-ingar bókstaflega döuðnsuðu að vild kringum ÍR-inga þessar síð- ustu mínútur, og lokatölur urðu 61:48. Fagnaðarlætin urðu gífurleg í hópi KR-inga, og Einar Bollason var borinn á gullstóli út af vell- inum. Þetta var á vissan hátt merkileg stund í ísl. körfuknatt- leik — sigurinn færði KR-ingum að vísu ekki íslandsmeistaratign, — en nú er ísinn brotinn eftir 6 ára einstefnuakstur ÍR, — og hin ÁnægSur — en dálflið þreytulegur eftir hlaupið. Kristleifi óskað til bamingju með sigurinn. (Tímamynd KJ). KR-ingar röðuðu sér i priu iyrstu sætin Krístleifur Guðbjörnsson sigraði í 50. VíÖavangshlaupi ÍR. 33 þátttakendur vom í Víðavangshlaupi ÍR, sem háð var á sumardaginn fyrsta. KR sendi 3 þátttakendur, og þeir röð- uðu sér í 3 fyrstu sætin. Kristleifur Guðbjörnsson kom fyrst- ur í markið á 8 mín 38.7, annar varð Agnar Leví á 8.41.7 mín j og þriðji Halldór Guðbjörnsson, bróðir Kristleifs, á 9.01.2! mín. Mikill mannfjöldi var saman kominn i Lækjargötu og j fylgdist með, þegar hlaupararnir renndu í mark. j Þótt KR-ingar röðuðu sér þarna í fyrstu sætin, verður ekki sagt, að þetta víðavangshlaup hafi ver- ið höfuðstaðnum til sóma. Það er jú gott og blessað að eiga 3 fyrstu menn — en þátttakendur úr Reykjavík voru aðeins fjórir tals- Drengjahlaup Ármanns háð á morgun Hið árlega Drengjahlaup Ármanns verður háð á morg un, sunnudag. Hlaupið hefst í Hljómskálagarðinum kl. 14, hiaupið verður suður í Vatnsmýri og endað við Hljómskálann. Það eru tilmæli til kepp- enda, að þeir mæti við Mela völlinn kl. 13.30, og einnig er starfsiið beðið að mæta á sama tíma. Þá skal kepp- endum bent á, að í dag, laugardag, verður hlaupa- leiðin könnuð, og skulu þeir mæta kl. 17 við Melavöllinn. ins, 3 frá KR og 1 frá ÍR, félag- inu, sem stendur fyrir hlaupinu og hvetur til þátttöku í því. Sem sé, reykvísku þátttakendurnir voru aðeins 4 — og það er vægast sagt mjög léleg þátttaka. Þriggja manna sveitakeppnina vann KR að sjálfsögðu 5 manna-j sveitakeppnina vann Héraðssam- j bgndið Skarphéðinn og 10 manna: sveitakeppnina vann Skarphéðinn; einnig. 15 fyrstu í þessu 50. víðavangs-; hlaupi ÍR voru: 1. Kristleifur Guðbj. KR, 8.38.7.! 2. Agnar Leví, KR, 8.41.7. 3. Halldór Guðbj., KR, 9.01.2. j 4. Þórður Guðm. Breiðabl. 9.13.2. 5. Þórarinn Amórsson, ÍR, 9.14.2. i 0. Hafst. Sveinss., HSK,9.14.4. 7 Marínó Eggertss., UNÞ, 9.18.4.! 8 Jón Sigurðsson, HSK, 9.24.4. 8 Sig, Geirdal, Breiðabl. 9.31.0. Framh á bls. 2- 99 Starf sdagur^4 Ármanns Imn ámorgun í mörg undanfarin ár . hefur Glímufélagið Ármann haldið svo- nefndan „Starfsdag1* sinn á vorin í lok vetrartímabilsins. Fara þá fram fjölbreyttar íbróttasýningar hinna ýmsu deildr. rélagsins. Starfs dagur Ármanns verður að þessu sinni sunnudaginn 25. þ.m. í i- þróttahúsinu að' Hálogalandi, og hefst kl. 2 eftir hádegi. Sýningaratriði á Starfsdeginum í ár verða sem hér segir: Fimleikar karla — svifrá, glima drengja, handknattieikur kvenna, — eldri og yngri. fimleikar kvenna með á- höldum. fimleikar karla — tvi- slá, „01d-boys“-leikfimi, judo, körfuknattleikur — íslandsmeist ararnir í 4. flokki, frjálsar íþrótt- ir, lyftingar, fimleikar kvenna — gólfæfingar með músíkundirleik, fimleikar karla á dýnu og besti, og að lokum munu piltar úr hand- knattleiksdeild og sundknattleiks- menn keppa í knattspyrnu. Leikstjórar verða þeir Þorsteinn Einarsson og Stefán Kristjánsson. Foreldrar og aðslandendur unga fóíkisins, sem æfir innan vébanda Ármanns ,ern sérstaklega hvatt- ir til að koma á Hálogaland á KiinniHlaeinn ng kvnnast starfi fé- iagsins. Aðgangur er öllum heim ill, og kostar 10 kr. fyrir full- orðna. en 5 kr. fytir börn. gamalslitna plata „tekst KR að sigra ÍR?“ hefur allt í einu fengið á ág annan blæ. Hvað var það, sem gerði sigur KR að raunveruleika? Það má telja margt til, en fyrst og fremst var það fyrir einbeittni og sigur- vilja, að KR-ingar unnu. Þeir hafa aldrei byrjað Ieik eins vel gegn ÍR og í þetta skipti. Venjulegast hef- ur ÍR náð 10 til 20 stiga forskoti í byrjun, og KR síðan barizt við að vinna það upp. En í leiknum í gærkvöldi sneru KR-ingar taflinu við. Þeir skoruðu fyrstu stigin og gáfu aldrci eftir. Að vísu tókst ÍR að komast yfir í hálfleiknum, en aldrei meira en tvö stig. Vörnin hjá KR var óvenju sterk, og Gunn ar Gunnarsson og Kolbeinn Páis- son sítruflands sóknarmenn ÍR. Kannski var það meririlegast f sam bandi við þennan leik, þve KR- ingar birtu mörg fráköst. Á bessu sviði hafa ÍR-ingar venjulegast haft yfirburði- en nú. hirtu þeir varla bolta. Guðmundiir Þorsteins- son er hættur s>ð Jeika með ÍR en þessi hávaxni leikmaður hefuv hirt flest fráköst fyrir ÍR. Þá var og merkilegt f þessum leik, að KR- ingar voru miklu fljótari upp völl- inn en ÍR-ingar, þegar vörn var snúið upp í sókn. Einjiig á þessu sviði hafa ÍR-ingar veiið fremri KR-ingum. Sem fyrr segir var fyrri hálf- leikur mjög vel leikinn af beggja hálfu. Hin _ mikla mótstaða KR- inga setti ÍR-Iiðið úr skorðum í síðari hálfleik, og KR-ingar fylgdu hvarvetna vel 'eftir, þar sem ÍR gaf eftir. Þorsteinn Hallgrímsson var hættulegastur KR-vörninni og oft skoraði hann glæsilega þrátt fyrir stranga gæzlu. Einar Bolla- son var vissulega maðurinn á bak við sigur KR, þótt Gunnar, Kol- beinn og Kristinn léku mjög vel, því að hann skoraði alltaf, þegar mest reið á. Og undir lokin sýndi Einar mikið öryggi í vítaköstum. Spenningurinn meðal áhorfenda var mikill allan leikinn, og sér- staklega, þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleik, og ÍR-ingar voru að nálgast KR-inga aftur. Þegar 5 mín voru eftir og staðan 49:45 kom reiðarslagið yfir ÍR, þegar Þorsteinn vhrð að yfirgefa völHnn með 5 villur. Að mínu áliti var dæmt of strangt á Þorstein, — en auðvitað eru það dómaramir, Framhald á 14 síðu Stúdentar féllu fþróttafélag stúdenta leJkur í 2. deild í íslandsmótinu í körfu- knattleik næsta keppnistímabil. Lið stúdenta tapaði fyrir KFR í fyrrakvöld, 36:62, og lilaut því ekkert stig í keppninni. I 1. flokki hafa úrslit ekki feng- izt ennþá, en þar eru þrjú lið jöfn og efst, KR, íþróttafélag stúdenta og Ármann. f 2. flokki varð ÍR meistari, og sömuleiðis í 3. flokki. — f 4. flokki bar Ármann sigur úr býtum. Fundur fyrir unga knattspyrnumenn s - i SELF0SSI í dag, laugardag, efnir Unglinga nefnd Knattspymusambands fs- lands til fræðsjufundar fyrir unga knattspyrnumenn á Selfossi. Fund urinn verður haldinn í Iðnskóla húsinu og hefst klukkan 14. Karl Guðmundsson, landsliðs- þjálfari, mætir á fundinum. Sýnd ar yerða knattspyrnukvikmyndir o. fl. — Eru unglingar á Selfossi hvattir til að fjölmenna á fund in.n Enn bið á því að knattspyrna byrji Knattspyrnan byrjar ekki í dag en til stóð, að lcikur Fram og Vík- ings í Reykjavíkurmótinu færi fram i dag, ef Melavöllurinn væri orðinn góður. Ennþá er bleyta í vel'inum. og er nú afráðið að bíða mótinu, milli KR og Þróttar, að fara fram. Samkvæmt þessu hefur því þrem leikjum verið frestað í móF inu. KR og Þróttur áttu að leika fram á miðvikudag í næstu viku, | s.l. fimmtudag, Fram og Víkingur én verði völlurinn orðinn góður j í dag — og á morgun Valur og þá, á fyrsti leikurinn f Rvíkur-1 Þróttur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.