Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 24. aprfl 1965 TÍMINN 11 37 jafnvel það, að sjá Yosh niður á hafnargarðinum, hafi verið þægileg og ánægjuleg sjón. Þeir trúðu því, að þeim hefði verið bjargað úr greipum dauðans, því aðrar þrjár vikur í Pomala hefðu án efa krafizt annarra þrjátíu dauðsfalla. Skip inu, sem flutti þá, hafði verið sökkt, og voru þeir nú að lokum orðnir nokkurn veginn öruggir aftur. Nú voru þeir hreinir í fyrsta skipti í marga mánuði og þeir voru komnir til vina sinna. Japanirnir voru líka vingjarnlegir, svo að þeir gátu að lokum setið og látið sér líða vel, þurftu ekkert að gera, nema láta sér batna. Óttinn við dauðann var horfinn, að minnsta kosti í bili. Margir þeirra áttu þó eftir að láta lífið, vegna grimmdar og skeytingarleysis óvinanna, en það varð þó ekki næstu átján mánuðina. Síðar átti ég eftir að fá nákvæmar lýsingu á því, hvað Pomalaa-mennirnir höfðu orðið að ganga 1 gegnum. Til að byrjað með bafði nær allur hópurinn, tvö hundruð menn (tuttugu og níu liðsforingjar, þar á meðal tveir læknar, og eitt hundrað sjötíu og einn óbreyttur liðsmaður) fengið malar íu, þegar þeir lögðu af stað, og um fimmtíu fengu alls kyns sárasjúkdóma. Búðir þeirra voru um það bil einn og hálfan kílómetra fyrir sunnan Pomalaa. og voru þær staðsettar við jaðar frum- skógarins, á mýrlendu æði, sem allt úði og grúði af moskó- tóflugum. Vistarverurnai voru bambus-kofar, með þökum úr pálmalaufi. Mennirnir lágu á tveggja og hálfs fets breiðum borðum. Hreinlætisútbúnaðurinn í búð- unum var frumstæður og algjörlega ófullnægjandi, og við þetta bættist, að rottur herjuðu á mennina. Daglegur matarskammtur mannanna var 600 grömm af hrísgrjónum og 60 grömm af lélegu grænmeti, 60 gr. af sykri og dálítið af kaffi. Stundurh fengu þeir líka dálítið feaf nýjum eða söltuðum fiski og einstalja smötfítí'Sábl|u^ ’eggi^ Eftir mikil mótmæli fengu þeir nokkuð 'af" ^ufíalo-kjöti. Þeir urðu að vinna erfiðisvinnu við að grafa í söltum mýrum — þræla í for frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 5 á daginn, og fengu aðeins tveggja klukku- stunda hlé um miðjan daginn til þess að borða og hvíla sig. Verðir úr sjóhernum í Kendari héldu uppi aga og skipu- lögðu vinnuflokkana, og japanskir borgarar sáu um matinn, aðbúnaðinn, lyfjabirgðirnar og stjómuðu vinnunni. Þessir wirm’ atísKOtic'iæ'?'?: óbreyttu borgarar höfðu sýnt algjört skeytingarleysi varð- andi velferð fanganna. Stuttu eftir að þeir komu til Pomalaa hafði gosið upp malaríufaraldur og í kjölfar hans fylgdi blóðkreppusótt. Það var hlægilega lítið um lyf, og þó sér í lagi kínin. Stund- um var komið með laufið af Papayajurtinni, sem hinir-inn- fæddu tuggðu til þess að fá kínin, en oftast var þó líka neitað að útvega þau. Sumir mannanna fengu þrjátíu mal- aríuköst þessa átta mánuði, sem þeir voru þarna, og oft fengu þeir ekkert kínin. Áður en tveir mánuðir voru liðnir var íarið að bera á sjúkdómum, sem stöfuðu af eggjahvítu- og bætiefnaskorti, og mennirnir fengu beri-beri, pellagra, blindu og hvað eina annað, sem hægt var að fá. Þar við bættist, að margir voru með meltingartruflanir, þjáðust vegna hitans og af ofþreytu. Alls ekkert kínin var fáanlegt frá því 27. júlí og fram til 31. ágúst, og varð það til þess, - að átta menn dóu. í lok ágúst voru aðeins nítján menn vinnuíærir, og meira að segja Nipparnir ákváðu, að betra væri að hætta og senda þá aftur til Macassar. Af þeim eitt hundrað áttatíu og fjórum, sem sneru aftur, voru aðeins tuttugu og átta, sem gátu gengið nokkuð að ráði, sextíu og átta gátu ekki gengið, og varð að styðja þá, og sextán voru liættulega sjúkir. Reglur Yosh um, að ekkert samband skyldi haft við menn- ina, voni fljótlega brotnar, án þess að nokkur væri tekinn fyrir það. Við sendum merki á milli þannig, að verðirnir sáu ekki. Við sendum bréfmiða, sem við földum í hrísgrjón- unum, og eftir að skvggja íók, höfðum við beint samband við mennina. Þeir höfðu ekki fengið neinar fréttir af styrjöld- inni í átta mánuði, svo við gátum sagt þeim frá innrásinni í Ítalíu og falli hennar og því, sem áunnizt hafði í barátt- unni við kafbátana á Atlantshafi, sem nú var á hápunkti velgengninnar, og frá mðrgu öðru, sem var eins og töfralyf fyrir þessa veiku menn, sem mörgum hverjum var ekki hugað líf. Annar var sá liðsforingi, sem ég þekkti ekki aftur, Mark Kerr. Hann var eins og beinagrind, og þjáðist af beri-beri, malaríu og blóðkreppusótt. Nokkrum kvöldum áður hafði hann „dáið“ í nokkrar mínútur, þegar hann fékk slæmt malaríu-kast, en einum læknanna hafði tekizt að lífga hann við aftur. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði var ómögulegt að hann gæti lifað, en hannihélt samt 44íam?,aS4ifú\íá:Mark- inúm eínum saman. Flcstir aðrir menn hefðn .go^',^yp undír svipuðum kringumstáeðum — Íátio unclkn o^'ömo á fáeinum mínútum. Maður lifir ekki lengi, eftir að hann hefur misst kjarkinn, viljann til þess að lifa. En Mark neit- aði beinlínis að deyja. Þegar frá leið fórum við að venjast því að fá menn aftur eftir dvöl á eyjum hér og þar í Kyrrahafinu, og voru þeir þá oft þannig á sig komnir, að beztu vinir þeirra þekktu / Resi best koddar tíndurnýjun) admlu saengurnar eigum dún .»s fiðurbeld ver, aeðardúns- ue gæsadúnssængur ag bodda ai ýmsnro stærðum. _ pDstsrivdutw — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig \ — Simi 18740 (Örfá skrei trá Laugavegi). — Ég ætla að selja húsið hérna. Ég vil aldrei sjá það framar. Ég veit ekki hvað kom mér til að hugsa um málverkið af Veron- icu einmitt þá. — 'Það verður að sækja það upp á loftið, svo að það fái aftur sinn heiðursstað, sagði ég fljótmælt. Es mond setti frá sér glasið og starði á mig. Svo hló hann gleðilaust. — Hamingjan góða, þú ert merkileg stúlka. Það var líkt þér að hugsa um það einmitt núna. Ég held að ég hafi sagt þér áður að þú hugsar of mikið um aðra og ekki nóg um sjálfa þig. Þú hef- ur oft reynt að bera fram vörn fyrir Veronicu. Það er einkar hug ulsamt af þér. ÉG sagði ekkert. Hann kom til mín, tók mig í fangið og kyssti mig. — Þakka þér fyrir allt, ég er þér mjög þakklátur fyrir allt, Sheylly Ég stend í mikilli þakk- arskuld við þig. Líttu á þetta . . . hann tók um fingurgómana og kyssti þá blíðlega hvern og einn. Svo kyssti hann mig aftur á munn inn. En þótt ég hefði átt lif mitt að leysa.þorði ég ekki að endur- | gjalda atlot hans. Ég sat stíf og: þorði varla að anda. Loks sleppti | I hann mér. : —Þakka þér líka fyrir: j að bjarga dagbókinni, Sheylly. j Ég held að með tímanum takist jmér að jafna mig á þessu. Ég vildi óska að ég gæti beðið Ver- onicu sálugu fyrirgefningar fyrir hugsanir mínar síðustu árin. Ég hef óbeit á sjálfum mér vegna grunsemda minna . . Hann hneigði höfuðið og ég horfði þegj andi á hann. — Farðu í rúmið, sagði hann skyndilega. — Þú ert örmagna. Við hittumst í fyrramálið. Við töl- um betur saman þá. Ég kinkaði aftur kolli. Nokkr- ar sekúndur fannst mér sem ást mín á honum væri að yfirbuga skynsemi mína. Það var með| herkjum að ég stillti mig um að kasta mér í fang hans og kyssa hann — á annan hátt en rétt áðan. Ég gekk frá honum. Þegarj ég var orðin ein, fylltist ég ör-j væntingu, botnlausri og vonlausri. Ég sagði við sjálfa mig, að nú væri þessu lokið, ég varð að kom-l ast burt frá honum og öllu hér — annars mundi fara fyrir mér eins og Veronicu. Það var þessa nótt sem ég ákvað að fara frá Arc-enciel áður en nokkur var risinn úr rekkju um morguninn. Ég ætlaði að fara aftur til London, fara eitthvað þar sem hann gæti aldrei fundið mig. 16. kapituli. South Norwood. Það hljómar öðruvísi en Monte Carlo og það er vissulega öðru- vísi. Og einhverra hluta vegna fannst mér ég alls ekki vera að koma heim, þegar ég opnaði dyrn- ar að litlu tveggja herbergja íbúð minni. Þetta ár á Arc-enCiel hafði gerbreytt mér. Fimmtíu og tvær vikur. Þrjú hundruð sextíu og fimm dagar í samvistum. við þau hefðu breytt hvaða manneskju sem var. Smekkur minn fyrir fögrum hlutiun hafði þroskazt. Ég leit í kring um mig í kuldalegri íbúð- inni og óskaði mér að hér hefði að minnsta kosti verið hundur eða köttur til að bjóða mig velkomna. En hér var enginn — ekkert. Robin hafði gist hér stöku sinn- um, þegar hann var í leyfi. Það voru sígarettustubbar í öskubakka og ryklag yfir öllu. íbúðin virt- ist mér svo agnarlítil eftir stór og rúmgóð húsakynnin í Arc-en- Ciel — svo ömurleg og köld. Aklæðin á stólunum voru upplit- uð og stoppuð. Púðarnir hræðileg- ir. Gólfteppið hafði verið sóma- samlegt endur fyrir löngu, það var upphaflega frá heimili for- eldra minna, en nú var það slit- ið og upplitað . . . og stólarnir huldu verstu skellurnar. Það var ekki einu sinni gott veður. Það var þoka og rigningar suddi, mjög enskt veður á sumar- degi, hugsaði ég. Ég fór að skjálfa ekki vegna þess að mér væri óalt, heldur við tilhugsunina um fram- tíðina, sem beið mín. Ég hafði slitið öll tengsl við Esmond. Ég vissi ég yrði aldrei heil mann- eskja aftur, það var engu líkara en hluti af sjálfri mér væri ekki lengur til. Og börnin . . . Mér fannst ég svo órafjarlæg þeim og ég skamm- aðist mín innilega fyrir að hafa yfirgefið þau. Ég hafði tekið sess móður þeirra, Esmond hafði trúað mér fyrir þeim. En vegna þess að ég var huglaus og fannst ég ekki geta afborið þetta lengur, hafði ég flúið af hólmi. Já, ég skammaðist mín gagnvart sjálfri mér og það var sú tilfinning, sem angraði mig mest, ekki saman- burður á litlu íbúðinni minni og glæsilegum húsakynnum á Arc-en -Ciel. Ég gekk inn í svefnherbergið. Það var eins smekklega útbúið og þröng efni mín leyfðu. Þar voru allar bækurnar mínar . . . ég sá kennslubækurnar frá skólanum og skyndilega varð ég hrædd. Hvað átti ég að gera af mér? Ég varð að hafa samband við Rob- in og ræða málið við hann. En hann átti sig og sina núna. Og ég átti hér um bil ekkert af pen- ingum. Ég hafði ekki getað beð- ið þar til ég fengi kaupið mitt. Lafði Warr borgaði mér alltaf einu sinni í mánuði . . . og hvern- ig hefði ég getað beðið hana um eitthvað? Ég settist á rúmið og starði niður á gólfið. Ég held ég hafi aldrei fyrr né síðar verið jafn kvíðin og ráðþrota. Ég fór næst- um að sjá eftir að hafa misst stjórn á mér og farið frá Monte Carlo. Ég hafði skilið eftir bréf til hans, þar sem ég bað hann að fyrirgefa mér að yfirgefa börn- in. Ég bað hann að skilja, að ég hafði rétt fyrir mér og gæti eklri afborið að halda þessu áfram, þetta hefði orðið mér um megn. Ég hafði líka skilið eftir stutt bréf til barnanna, skrifuð með prentstöfum, svo að þau gætu sjálf lesið þau. Ég hafði beðið þau að vera þæg og hegða sér vel og gleyma ekki því, sem ég hafði kennt þeim. En nú fór ég að hafa áhyggjur af furðulegustu smámunum. Con- rak hafði meitt sig á tánni . . . ég hafði ætlað að kaupa plástur og setja á, hver mundi nú gera það. Kate hafði rifið pilsið sitt, ég hafði keypt spotta til að gera við bað . Eg fól andlitið í höndum mér og fór að gráta. Ef ég hefði á þeirri stundu haft tækifæri til að setjast upp í flugvél og fljúga aftur til Arc-en-Ciel hefði ég gert það. jafnvel þótt það kostaði að , ég y.rði að horfast í augu við ásak- andi þjónustufólk — já kannski allra i Monte Carlo, því að sag- an hafði sjálfsagt frétzt út. En engjn fiugvél stóð fyrir utan dyrn ar hjá mér og ég hafði notað nær alla peningana mína til að kom- ast hingað aftur. Og ég vissi, að ég treysti mér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.