Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.04.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 24. aprfl 1965 BÓKMENNTIR Framhald af 9. síðu um, sem hér eiga mestan hlut að máli. Hér er gerð tilraun til að segja sögu þessa fyrir- brigðis á 16. og 17. öld, án pólitísks tilgangs og er vissu- lega full þörf á slíku mati. Portúgalar og Spánverjar mót- uðu söguna þessar aldir ásamt Hollendingum og Englending- um og eiga Spánverjar þar mestan hlut. Það hefur mjög tíðkazt að segja jafna nýlendu- sögu Spánverja við gangster- isma og andlegt svartnætti, en séu heimildir rannsakaðar, verð ur raunin önnur. Einnig skyldi tuttugustu aldar fólk tala var- lega um gangsterisma og glæpi, ef einkver öld á met í slíku, þá væfi það fremur sú tuttug- asta en nokkur önnur. Hinn andspænski áróður er upprunn inn með Englendingum og síð- ar Bandaríkjamönnum og gekk hvorugum til kristilegt og sið- ferðislegur áhugi í þeim róðri. Þessi þvæla hefur komizt inn í fræði og kennslubækur og hver tuggið eftir öðrum. Þessi bók gefur töluvert aðra mynd af þessum öldum en al- menn er. Höfundur styðst við heimildir og notar þær með gagnrýni og sögulegum skiln- ingi. Bókin er einkar smekk- lega útgefin og fylgir ítarleg heimildaskrá, nafnaskrá og efn iskrá. Þetta er hin þarfasta bók og ágætlega skrifuð. Bændur SUMARDVÖL óskast fyrir 11 ára dreng. Hefur vrið í sveit áður. Upplýsingar í síma 11261. HROSSASALA Framhald af 9. siðu og er hægt að ímynda sér líðan dýranna undir þannig kringum stæðum í „dýragriðarstaðnum'" hér undir berum himni (Aths. mín). „Og þegar þeir (ísl. hestarnir hér) koma loks aftur í hagana, að löngum útreiðartúrum lokn um, löðursveittir og másandi, þá þarf alls ekki að leggja yfir þá hlýjar ábreiður, hvað þá að bursta þá af umhyggjusemi“ (!!!) „Þrátt fyrir mannelsku og þýðlyndi (ísl. hestanna), þá kemur frumeðli villihestsins hvað eftir annað greinilega fram í fari þeirra: Nefnilega, þegar folafull hryssa finnur, að stundin nálgast fyrir hana. ís- lenzkir hestar kasta aðeins að nóttu til. Hryssan dregur sig í hlé inn í innsta horn hagagirð ingarinnar og kastar folaldinu, en allt stóðið slær um hana hring og myndar einhvers kon ar varnargarð, sem enginn mað ur má dirfast að nálgast. á meðan að folaldið fæðist í snjónum. Fyrstu klst. ver ein ungis líkamshiti hryssunnar hið nýfædda folald, en um morguninn er það þegar tekið til við sín spræku stökk í miðri hjörðinni." Eg skora á íslenzka bændur að taka afstöðu til staðreynd ar þeirrar, að þýzk dýravernd unar-félög kostuðu kaupin á íslenzku hrossunum af mann- úðarástæðum til að koma í veg fyrir að ísl. bændur hor- felldú eða slátruðu í stórum stíl íslenzku hestunúm á um- ræddum neyðar- og úrræða- leysisárum. Voru hrossin seld úr landi af þeim ástæðum eins og Þjóðverjar láta óhikað og gjarnan í veðri vaka, eða gekk þýzku hrossakaupmönnunum Greifinn af Monte Christo Þýðandi: Axel Thorsteinsson. Sagan er um 800 bls., stt með þéttu letri, verð kr. 150.00, send burðargjaldsfrítt. Ein skemmtilegasta og ódýrasta bók á markaðinum miðað við síðustærð, síðu- fjölda og letur. Framhaldsleikritið í útvarpinu naut hinna almennu vinsælda, sem sagan hefur ávallt notið. Hún er alltaf í fullu gildi. Klippið auglýsinguna úr blaðinuð og sendið: Afgreiðslu Rökkurs: Flókagötu 15, pósthólf 956, Reykjavík. Nafn Heimilisfang Póetstöð . . . annað til að áliti íslenzkra hrossaeigenda? Þætti mér vænt um að heyra álit íslenzkra aðila hið allra fyrsta, en mér fannst sneitt svo mjög að íslenzkum hestasölu- bændum í nefndri grein, að ég skrifaði harðorð mótmæli bæði til „Niirnberger Nach- ricihten“— ritstjómarinnar sem ábyrgð ber á birtingu greinar innar og sömuleiðis til hins írrrkla „sérfræðings" um ís- lenzka hesta og háttu þeirra, hr. Franz Meiers, kaupmanns, „Meierhof", Peissenberg, Ober- Bayern. Þangað og til anuarra þýzkra hestakaupmaiMa ættu íslenzkir bændur, sem við hesta sölurnar voru riðnir að beina mótmælum sínum, ef þeim þyk ir sneitt að æru sinni með um- mælum Þjóðverja um neyðará- stand það sem þeir með söfnun um allt land björguðu hinum aðþrengdu hestum íslenzkra bænda frá á sínum tíma. Þetta er ekki einu sinni neitt einka- mál viðkomandi hrossa-selj- anda lengur, ekki bændastéttar innar íslenzku heldur, þetta er mál, sem snertir orðið aila ís- lendinga og það á hinn leáðin legasta hátt. Virðingarfyllst, Halldór Vilhjálmsson, Bayem, Þýzkalandi. íþróttir Framhald af 13. síðu. sem ráða. Brottför Þorsteins af velli var einskonar innsigli á sigur KR — og 13 stiga sigur, 61:48, var sízt of mikill. Stigin fyrir KR skoruðu: Einar 24, Gunnar, Kolbeinn og Guttorm ur 8 hver, Kristinn 7 og Hjörtur 6. Stigin fyrir ÍR skorðuð; Þor- steinn 17, Hólmsteinn 10, Agnar og Birgir 6 hvor, Anton -4, Tómps 3 óg Viðar 2. Dómarar í leiknum voru þeir Guðjón Magnússon og Ólafur Thor lacius. Þeir héldu leiknum yfirleitt vel niðri, en sumir dómar orkuðu tvímælis. Nú eru KR og ÍR jöfn að stigum eftir tvær umferðir — bæði lið- in með 14 stig, og verða því að leika aukalcik um íslandsmcistara- tign. Ekki er ákveðið enn hvenær sá leikur fer fram, en að öllum lík indum verður það í næstu viku. 5KIP I ÍSNUM Framhald at 16. síðu. Húsavíkur með olíu og benzin og fór þaðan til Eyjafjarðarhafna. Var þetta fyrsta skipskoman til Húsavíkur um mánaðarskeið, eða frá því Herðubreið kom þangað 23 .marz. Var orðið lítið um olíu- birgðir á Húsavík, er skipið kom þangað að sögn Þormóðs Jóns- sonar, fréttaritara blaðsins á staðn um, en hann hefur það eftir Jónasi Egilssyni, sölustjóra olíusölu KÞ að þær birgðir, sem nú eru fyrir hendi, muni endast fram í júní. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipa- útgerðar ríkisins, sagði blaðinu í statsoa 19GS. 600 Kostar aðeins kr. 87.500,00 Ótrúlega góðir greiðsluskilm. TRABANT er mjög sparneyt- inn og viðhaldskostnaður lítill. Varahlutir ávallt fyrirliggjandi Það er því enginn í vafa leng- ur, að hagkvæmast er AÐ KAUPA TRABANT; VIÐ AFGREIÐUM STRAX. Lánum hálft kaupverð. FINKAUMBOÐ: 'r»rGGV*rGVAR HElGAS°N 1RYGGVAG07U 10 SÍMI 19655 Sötuumboð : BtLASALA GUOMUNDAR Bergþórugötu 3 — Sími 19032 - 20070 ikvöld, að í dag toefði verið unnið að lestun Herðubreiðar sem í fyrramálið myndi leggja af stað með vörur til íbúa Árneshrepps og yrði reynt a® skipa þeim upp á Gjögri, ef veður leyfði. Skipið kemur væntanlega til ákvörðunar- staðar snemma á mánudagsmorgun inn, Jónas Jakobsson, veðurfræðing ur, sagði blaðinu í kvöld, að norð- austlæg átt væri nú út af Vest- fjörðunum, en áttin væri austlæg ari eftir því, sem austar drægi, og hann kvaðst ekki reikna með, að neinn orðangarður væri í uppsigl- ingu. HANDRITIN lrramhald al 1 síðu ið fjárhagslegan stuðning fyrir tilstuðlan handritanefndaráðs Bröndum Nielsens, sem hefur safn að til notkunar í þessu skyní. Síð degis verða afhent mótmæli gegn handritanefnd þjóðþingsins, bæði gegn lagafrumvarpinu og með- ferð málsins. Síðan lagafrumvarp ið um afhendingu var flutt í haust er leið, hefur stjórnin gefið tvennt í skyn, ekkí viljað taka til yfirveg unar breytingartillögur á sjálf- um lagatexta frumvarpsins, að því er Berlingske Aftenavis herm ir. Ennfremur segir þar, að for- sætisráðherrann eigi endanlegan úrskurð, og að því verði maður að gera sér í hugarlund, að fyrir maðurinn verði ráðgjafi forsæt isráðherrans. En hver þessi fyrir maður verði, það liggúr ebki í augum uppi. Peter Foote í London er hinn eini vísindamaður í norr ænum fræðum um þetta atriði handritamálsins^ Hann hefur náin tengsl bæði á íslandi og í Dan- mörku. Sumir eru þeirrar skoðun ar, að hann hafi verið hlynntur afhendingu til íslands, en þetta er þó umdeilt mál, og af síðustu upplýsingum að marka vilji hann ekki við slíkt kannast. Berlingske Aftenavis segir að lokum: f hand ritanefndinni er þess vænzt, að forsvarsmenn Vinstri og íhalds- flokkanna, Ib Thyregod og Poul Möller, muni gera ítrekaðar til- raunir til að stofna til samninga makks milli stjórnmálamanna og vísindamanna, en K. B. Andersen menntamálaráðherra hetur hingað ti! hafnað slíku. Allar likur benda til þess, að ríkisstjórníri fati með sigur af hólmi í atki æðagreiðsl- unni. Á VÍÐAVANGI Framhald af 3. síðu jafnvel sardínur frá Portúgal og sér þess strax merki í niður suðuiðnaðinum á Abureyri. í Uæðagerð hafa þau undur skeð, að leyft hefur verið að flytja inn mjög ódýra um- framleiðsluskatta ýmiss konar fatnaðar, sem innlend fram leiðsla getur ekki keppt við. Slíkt er ekki frambúðarlausn til ódýrra vörukaupa en getur seft innlend framleiðslufyrir- tæki á höfuðið. Byrjað er að selja dönsku húsgögnin og væri pnnar innflutningur sannarlega nanðsynlegri. Allir vita hvern ig innflutningur á kexi og sum um sælgætisvörum hefur trufl að hliðstæða framleiðslu hér á landi. Ríkisstjórnin svairar at- vinnuleysinu með því að skera niður opinberar framkvæmdir og boðar jafnframt stóriðju fyr 5r sunnan og næga atvinnu þar.“ Stórfelld fækkun Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA á Akureyri, sem haldinn var nýlega, kom í Ijós, að inn Ieggsbændur á félagssvæðinu eru nú um 500 og hefur fækk að nm 78 á síðustu þremur ár- um. Þetta er ískyggileg þróun f mesta búsældarhéraði Norð urlands. ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á sjötugsafmæli mínu 22. marz s.l. Guð blessi ykkur öll. Steinunn B. Júlíusdóttir MóSir okkar, Ragnheiður Magnúsdóttir frá Vallarnesi, andaðist að Landspítalanum 22. þ. m. Jarðarförin auglýst sfðar. Börnin. Móðursystlr mfn, Kristín Jónasdóttir frá Keflavík, andaðist að Elli og hjúkrunarheimilmu Grund 22. þ.m. Jarðarförin auglýst sfðar. — Fyrir hönd aðstandenda, Helga Bjargmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, Karls Einarssonar, Langholtsvegi 158. Anna Gfsladóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför, Þorsteins Árnasonar læknis. Fjölskyldurnar Sjávarborg. Hjartanlega þakka ég öllum er sýndu mér vinarhug og samúð við andlát og jarðarför sonar mfns, Einars Friðrikssonar. Sérstaklega þakka ég öllum er giöddu hann á sjúkrahúsinu, og léttu honum veikindastriðið. Guð blessi ykkur og gefi ykkur og gefi ykkur styrk á erfiðum stundum. Guðrún Vigfúsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.