Morgunblaðið - 22.01.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1953, Blaðsíða 1
40, árgangar 17. tbl. — Fimmtudagur 22. janúarl953 Prentsmiðja Morgunhiaðsini • o Orugg. að byggja stjómarskrá lyðveldis- ins á reynslu þjóðarÍBinar Eigum sð bæta úr göllum hennar en halda því sem vel hefir gefizt ■ Einkaskeytí til Mbl. frá Reuter-NTB. RÓMABORG, 21. jan. — Lokið er nú Ioksins lengsta stanzlausum fundi í sögu ítalska þingsins. Stóð liann í 68 klst. í lok fundarins var kosningalagafrumvarp ítöisku stjórnarinnar samþykkt með 339 atkv. gegn 25. Konunúnistar og jaínaðarmcnn sátu hjá við atkvæðagreiðskma. Kosningalögin-fela það í sér, »*ð ef einhver flokkur eða kosningabandalag hlýtur rneira en helming greiddra atkvæða, þá skuli það fá % hluta þingsæta. Semiiherra í bndúnum Fyrsti hlufi fraimöguræiu Bjarna SVAFTJ I HLIÐAKIIERBERGJUM Er forseti þingsins tilkynnti úrslit atkvæðagreiðslunnar gátu þingmenn loks snúið heimleiðis eftir 68 klst. vist í ítölsku þing- höllinni. Þingmenn höfðu sofið í hliðarherbergjum þennan tíma meðan kommúnistaþingmenn hé’.du uppi stanslausum ræðu- höltíum. ALLIR VAKTIR UPP Þegar kommúnistar gáfust loks upp við frekari ræðuhöld voru allir vaktir og gengið til atkvæðagreiðsiu, sem lyktaði með ofangreindum úrslitum. Framhaid á bis. 2. Samþykkja ekki Wilson WASHINGTON 21. jan. — Seint í gærkvöldi staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings ráðherralista Eisenhowers að undantekinni skipun Charles E. Wilson í landvarnaráðherra embætti. Þingið neitar að fall- ast á skipun hans, vegna þess Þetta er Windhrop W. Aldrich, að hann á 2 milljón dollara hinn nýi sendilierra Bandaríkj- lilut í fyrirtæki General Mot- anna í Lundúnum. ors. Reuters. ádenauer segir: Ekki að ótteast baröltið í fáeinism nýnazistuan Einkaskeyti tii Mbl. frá Reuter-NTB. BONN, 21. jan. — Adenauer forsætisráðherra lýsti því yfir á þingfundi í dag, að hann teldi ekki hættu á að nazistar næðu völdum í Þýzkalandi. Þeir hefðu svo lítið fylgi þjóðarinnar eftir dýrkeypta reynslu úr síðustu heimsstyrjöld, að ekki væri hætta á því. Gyðlngaofséknir í Uitgverjalandi VÍNARBORG 21. jan. — Upp- lýsingar hafa borizt um það frá Búdapest að víðtækar Gyðingaofséknir séu nú að hefjast í Ungverjalandi. Hóf- ust þær með hreinsun í ráðu- neyti því sem stjórnar hinni ungversku fimm ára áætlun. Einnig er sagt, að einn nán- asti samstarfsmaður Rakosis forsætisráðherra sé fallinn í ónáð, en maður þessi er Gyð- ingur að ætterni. — NTB. á Varðarfundi í gærbvöldi. 1 Á MJÖG fjöhnennum fundi í landsmálafélaginu VerSí, sem haldinn var í gærkvöld í Sjálfstæðishúsinu, flutti Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ítarlega og merka fram- söguræðu um stjómarskrárinálið. En hann er, eins og kunn- ugt er, formaður þeirrar nefndar, sem kjörin hefur verið til þess að vinna að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni eru þeir Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Jóhann Hafstein alþm. Utanríkisráðherra hóf mál sitt á bví, að ræða almennt lun hin íslenzku stjórnskipulög, uppruna þeirra og þróun. Hann drap jafnframt á ýms veigamikil atriði í stjómarskrám ann- ara lýðræðisríkja. Síðan skýrði hann frá því, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd hefðu um miðjan nóvember s- 1. lagt fram drög að tillögum til breytinga á stjórnarskrá Islands. Gerði hann grein fyrir þessum tillög- um og ræddi hinar ýmsu leiðir er til greina kæmu við end- urskoðun hennar. ALÞJÓÐARVANDAMÁL . Bjarni Benediktsson komst þannig að orði í Iok ræðu sinnar, að stjómarskrármálið væri alþjóðarmál, sem ekki mætti eingöngu líta á sem flokksmál. Ekki skipti megi(n- máli, hvort endurskoðun stjórnskipulaganna lyki árinu fyrr eða seinna Hitt væri mikilsverðara að vel yrði til hennar vandað og skaplegt samkomulag tækist um hana. Hin endurskoðaða stjórnarskrá yrði að vera hornsteinn íslenzks stjórnskipulags um langa framtíð. Ræðu utanríkisráðherra var ágætlcga tekið. FJÖLGUN FÉLAGA í upphafi fmidarins las formaður Varðar, Birgir Kjar- an haerfræðingur, 50 inntökubeiðnir frá nýjum félögmn. Hafa þá hátt á annað hundrað manns gengið í félagið á þremur síðustu fundum þess. Einnig ræddi formaður ýms félagsmál og þætti félagsstarfsins á vetrinum. ÆTLUÐU AÐ GERA SAMSÆRI Adenauer minntist í ræðu sinni á handtökur brezku her- námsyfirvaldanna á sjö mönn- um, sem sakaðir voru um naz- isma og að hafa ætlað að efna •itil' sainsæ.is. Kvað. hann eðli- legt að Bretar gripu þarna inn í. Þýzka lögreglan hefði fylgzt með aðgerðum þessara manna og hefði innan skamms tekið fyrir starfsemi þeirra. ENGIN HÆTTA Á FERÐUM Lýðræði Vestur Þýzkalands er ekki í neinni hættu fyrir naz- ismanum. Þjóðin fékk nóg af Framhald á bls. 2. Adonauer vænt- anlcgur til Bandarí'kjanna BONN, 21. jan. — Adenauer for- sætisráðherra, sagði blaðamönn- um frá því í dag, að hann bygg- ist við að fara í heimsókn til Bandarikjanna og tala við Eisen- hower forseta. John Foster Dull- es er væntanlegur 'í heimsókn til Þýzkalands í byrjun febrúar. — NTB Eitn eru leifar borgara- lcgra hugsjóna í Rússðá ******' Opþrungin orð kommúnistans Mik'hailiovs Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. MOSKVA 21. jan. — Mikil hátíðahöld voru um allt Rúss- land í dag í tilefni þess að 29 ár eru liðin frá dauða Lenins. Stærsta minningar- atliöfnin var í Bolshoi-leik- húsinu i Moskva. A. Mikhail- ov meðlimur í æðsta ráði kommúnistaílokksins hélt að- alræðuna. Uudir miklu lófa- taki, lýsti hann því yfir að þriðja heimstyrjöld myndi óhjákvæmilega leiða til hruns fyrir Vesturveldin. Tók hann frám að þjóðskipulag komm- únista og hið vestræna þjóð- skipulag gætu lifað samhliða í heiminum. NJÓSNARAR OG MORÐINGJAR Mikhailov sagði að enn væru til í Rússlandi leifar af borgaralegum hugsjónum utn einkaeign, einkasiðferði og einkasálfræði og það væru til þeir menn innan ríkisins, sem hann nefndi fjandmenn þjóð- arinnar. Dæmi um þessa menn kvað hann vera læknamorð- ingjana, sem nýlega var Ijóst- að upp um, aðrir morðingjar, njósnarar og skemmdarverka- menn. HER OG LOGREGLA AUKIN Hann lauk ræðunni með því að leggja áherzlu á að all- ir borgarar Rússlands yrðu að vera á verði gegn hinum hættulegu njósnurum, sem væSu alls staðar uppi. Við verðum að auka hernaðarvald okkar og öryggislögregluna og starfa í anda Lenins, sagði hann að lokum. MIKLAR UMRÆÐUR « | aö ioKinni ffamsöguræðu ut- anríkisráðherra hófust almennar umræður. Tóku'þá til máls þeir Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Jón Pálmason, forseti Sameinaðs Alþingis og að lokum málshefj- andi. ^ .. ■■ * " Það' niiin vera ætlan Varð- arfélagsins að efna á næst- unni til framhaldsfundar um stjórnarskrármálið. Færi vel á því, þar sem hér er um stór- mál að ræða, sem almenning- ur lætur sig miklu varða. RÆÐA UTANRÍKIS- RÁÐHERRA > Hér fer á eftir fyrsti hluti af framsöguræðu Bjarna Benedikts- sonar: ÍSLENDINGAR fengu fyrst stjórnarskrá 1874 og hafa ýmis meginatriði hennar verið tekin í þær stjórnarskrár, sem síðar hafa verið settar, og eru enn 1 þeirri stjórnarskrá er nú gildir, en það er stjórnarskráin, sem sett var við stofnún lýðveldisins 1944. Það er stundum sagt til niðr- unar íslenzku stjórnarskránni, að hún sé af dönskum upprúna, vegna þess að lýðveldisstjórnar- skráin á rætur sínar að rekja til stjórnarskrárinnar frá 1874 ar á henni méðan ísland enn var konungsríki. Út af fyrir sig geta ákvæði stjórnarskrárinnar, eins og fjöl- márgra íslenzkra laga, verið jafn góð fyrir því, þótt fyrirmynda -þeiwa-hafi verið leitað merkur, því að enginn efi er á, að Danmörk er um ýmsa stjórn- arhætti eitt fremsta land í heimi. FVRIRMYNDA LEITAÐ TIL ENGLANDS Það er hins vegar misskilning- ur, að stjórnarskrárákvæði okk- ar séu yfirleitt af dönskum upp- Eramhaid á bis. 'il Hreinsanir undirbúnar lí-ÍSrt’T' ‘ •"& -*■ LONDON 21. jan. — Orð komm- únistans Mikhailovs. á Leninhá- tíðinni í Bolshoi-leikHúsi um það að enn finnist leifar af borgara- legum hugsjónum í Rússlandi þykja benda óvenjulega skýrt til þess að meiriháttar hreinsanir munj nú vera í aðsigi í Rúss- landi, sérstaklega þar sem rúss- neskar fréttastofnanir höfðu boðað fyrirfram að mikiivægar og yfirlýsingár myndu koma' frant .þeirra breytinga, sem voru gerð-. ;á þessum sta$. . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.