Morgunblaðið - 22.01.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. jan. 1953 Smúsaga dagsins: Frá þingi S. f>. Kuðimgorinn Eftir Guy Francios. ÞAU gengu hlið við hlið eftir sandströndinni og leiddust. „Það er eina ráðið, Pamela. Við förum burt saman. Ekkert annað getur sannfært foreldra þína um að ég kæri mig ekki um auðævi þeirra .... við flýjum saman. Auðvitað verður mér kennt, um og þú verður gerð eignalaus .... en þá erum við frjáls“. „Áttu við, að þá gruni þau þig’ ekki lengur um græ'zku? Nei, ég skil ekki að nokkur icusn ía- ist með því. Það liggur éitthvað á bak við framkomu mömmu gagnvart þér .... oe reyndar _ .líJsav ^gagRvart' ’ mér. Húx; hefur alltaf verið kuldaleg i viðmóti, en ég held að hún eigi bágt með sjálfa sig. Ég kenni 1 brjósti um hana vegna þess að ég sé að hún þjáist fyrir það að vera svona köld. Pabba lízt vel á þig. Það veiztu vel, Robert, en hann hefur sagt að við stofnum heilsu. henn- ar í voða, ef við knýjum fram vilja okkar. Ég er viss um,' að eitthvað liggur á bak við . ..| „Veit faðir þinn hvaða leynd- armál það er, sem orsakar þessa framkomu móður þinnar gagn- vart okkur?“ spurði Robert. Pamela hristi höfuðið. , „Stundum finnst mér hann vita það . . . . óg stundum ekki. En nú verð ég að fara aftur heim á gistihúsið .... mamma fer að verða hrædd um mig ....“.* I Hún beygði sig niður og tók eitthvað upp. Það var kuðungur. „Taktu við honum, til minn- ingar um mig ... ... . og þessa .daga. j Þú veizt að við förum innan skamms. En við erum ung *'.'.“. þú verður að gefa mér frest . .. .- og treysta mér“. —O— ' Þau. dönsuðu saman í gaþium um kvöldið, en móðir Pamclu kom og skarst í leikínn. „Pamela, þú verður að koma upp .... til að hjálpa mér að setja dótið í töskurnar". Blóðið hljóp fram í kinnar Roberts. „Má Pamela ekki dansa við mig einn dans enn, frú Low? “ Frú Low virti hann ekki við- lits. „Pamela kémur strax“. • • Robert og. herra Low fengu sér sæti úti á svölunum. „Ég veit hve mjög þér elskið dóttur mina .... og ég treysti yður .... ég treysti yðúr: svo vel að; ég ætla að segja yður sann- leikann. Það er nefnilega ég sem á sökina á ósamlyndinu 'á milli Pdmelu og móður hennar.........( Það var árið 1914 .... s'kömmu ; áður en heimsstyrjöldin brauzt út. Þá var ég 25 ára og dvaldist hér á þessu sama gistihúsi. Ég kynntist frönskum liðsfoxingja .... og dóttur hans. Þá var ég orðinn vel stæður. Madelaine .... konan mín .... vár mjög ung. Ég elskaði hana og ég setti mér það takmark að ná ástum henn- ar .... alveg eins og ég setti mér oft takmörk i starfi mínu. Tiifinningar voru ekki efst á baugi hjá mér. Á vegi mínum varð þó alvarleg hindrun. Made- laine var ástfangin af ungum Þjóðverja...... Faðir hennar kærði sig ekki um'að neitf yrði úr sambandi þeirra á milli. í mín- um augum var Þjóðverjinn að- eins óvinur, keppinautur, s?m ég varð að ryðja úr vegi. Þegar. stríðsyfirlýsingin kom, framdi ég óþokkabragðið. „Ef hann elskar yður raunverulega“, sagði 'ég, ,;þá hættir • hann að berjast gegn fósturjörð yðar. Ást- in verður að standa ofar öllu''." Og með því að hamra á þessu nógu lengi og oft,- náði>-ég-loks; tilætluðum árangri. Til allrar hamingju hugsaði hún ekki nán- ar um það hvemig hann átti að fara að því að gerast liðhlaupi. Hún. lét hann velja annan hvorn kostinn og hann svaraði með því að segja að hún vissi ekki, hvað hún væri að tala um......Henni hlyti að verða það ljóst, þótt síðar yrði. Svo fór hann leiðar sinnar. Ég stóð við hlið hennar og horfði á, þegar hún tók af sér hringinn, sem hún hafði fengið frá hon- um .... það var snúinn hringur með safírsteinum. Hún fleygði honum með fyrirlitningu út í brimið .... eins langt og hún gat. Nokkrum dögum síðar lét hún því að verða konan min. Fyrst í stað fannst mér hún mundi hafa gleymt honum.......... En sannleikurinn rann upp fyrir henni og þar kom að ég varð að viðurkenna fyrir henni að hvaða maður sem .váeri, mundi hafa gert það sama og þýzki vinur- inri hennar .... þö hann hafi elskað liana af öllu hjarta. Ég átti von á því ao barnið mundi tengja Okkur fastari böndum. En því miður reyndist það ekki svo. Madelaine ól hatur í brjósti til mín og hefnigirni hennar beind- ist einnig til Pamelu, hennar eigin dóttur. Ég átti þvi hvorki ást eða trúnaðai'traust konu minnar. Og nú .... þannig hugsar hún með sjálfri sér .... á Palema, einkabarnið, að verða svift öllu því, sem hún sjálf fór á mis við. Auðvitað getur Pamela gifzt •'ður, þegar hún verður myndug, brátt fyrir mótbárur móður sinn- ar .... en við megum ekki cleyma því að konán mín er ekki hraust. Ég efast ekki um ■ð Pamela elskar.yður .... ef svo væri ekki hefði ég ekki trú- að yður fyrir þessú, en ....“. Robert þrýsti hönd hans þegj- andi. Snemma næsta morgun vakn- aði Robert við bílhljóð. Nú voru þau að fara. Auðvitað hafði frú Low valið þennan brottfarar- tíma til þess að enginn gæt xvatt þau .... Hann rak augun í kuðunginn, sem lá á borðinu. í reiði sinn greip hann kuðunginn og kastaði honum af alefli í gólfið, svo að hann mölbrotnaði. Hann starði .... trúði varla sínum eigin augum. Svo beygði hann sig niður og brosti. Undir venjulegum kringum stæðum hefði hann alls ekki þor- að að aka svona hratt. En nú lá mikið á. Loks náði hann þeim, þar sem þau höfðu numið staðar fyrir utan greiðasölu aðeins nokkra kílómetra frá landamærunum. Hann sté út úr bílnum, sigri hrósandi. „Ég ætlaði aðeins að fá að kveðja yður“, sagði hann, „og hér hef ég litla minningargjöf handa Pamelu". Hann tók um hönd hennar og setti hringinn á fingurinn. Frú Low starði á hringinn eins og steini lostin. „Hvar hafið þér fundið þenn- an hring“, stundi hún með önd- ina í hálsinum. „í kuðung, sem Pamela fann á ströndinni, frú Low“. Það var snúni hringurinn með safírunum. Þau höfðu fudið hringinn sem hún hafði kastað burtu fyrir svo mörgum árum .... sami hring- urinn .... sömu kringurristæð- urnar .... Þeim fannst öllum þrem, eins og ísinn bráðnaði úr hjarta frú Low. Þeim fannst öllum, að nú yrði allt gott aftur.... Þessi mynd frá þingi Sameinuðu þjóðanna, var tekin er Túnis- deilan var þar til umræðu. Salah Ben Youssef frá Túnis ræðir við frú Vijaya Lakshmi Pandit, sem hélt framsöguræðu í málinu. Sigurður BMhsm Mpi Étlfæiur í dag 3-5 herbergja íisúð á hitaveitusvæðinu óskast til kaups, helst milliliðalaust. Þarf að vera laus til íbúðar, ekki síðar en 1. október n. k. Mikil útborgun. — Tilboð, merkt: „813“ sendist Morgun- blaðinu fyrir 27. jan. n. k. eftir Hreinsum alls konar fatnað með tveggja daga fyrirvara. EFNALAUGIN „BJÖRG“ Sólvallagötu 74 og Barmahlíð 6. í DAG er Sigurður á Núpi 80 ára. Verður það þó ekki séð á útliti hans, að hann eigi svo mörg ár að baki. Enn er hann ungur í anda og gegnir ábyrgðarstörf- um. Sigurður er fæddur að Núpi undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru hjónin þar, Sigríður Sigurðardóttir og Ólafur Jónsson. Sigurður tók ungur við búi eftir foreldra sína og giftist ágætri konu, Guðrúnu Andrésdóttur. — Eignuðust þau fimm börn, sem öll eru á lífi og hin mannvænleg- ustu. Á Núpi hefur Sigurður alið allan sinn aldur og unað vel hag sínum. Lífsbaráttan hefur hert hann og gefið honum mikið starfs þrek. Sigurður var lengi formaður við Eyjafjallasand og orðlagður fyrir áræði og góða sjómennsku. Heppinn hefur hann verið og ætíð siglt fram hjá skerjum og komizt gegnum brotsjóa lífsins án árekstra. Sigurður er sérstaklega vinsæll og nýtur almenns trausts. Hann heíir lengi starfað að opinber- um málum fyrir sveitai-félagið og farizt það prýðilega úr hendi. í félagsmálum og verzlunar- málum hefir hann látið til sín taka og ávallt unnið markvisst að því að bæta aðstöðu manna í þeim efnum. Enn er hann útibús- stjóri fyrir Kaupfélagið Þór á Hellu ög ferst það vel úr hendi. Margur’mundi á hans alclri telja sér nauðsynlegt að losna við erils samt starf, en Sigurður hefur aldreí talið eftir sér að vinna og mun hann verða störfurn hlað- inn meðan þrek endist. í dag munu margir heimsækja Sigurð á Niipi. Margir munu vilja árna honum heilla og þakka lið- inn tíma. Eyfellingar þekkja Sigurð á Núpi bezt, því munu þeir fjöl- menna til hans í dag. Þeir kunna vel að meta drengskap hans og þá hollustu, sem hann hefir ávallt sýnt byggðarlagínu, með því að láta það njóta góðra starfa á langri æfi. Ég vil með þessum fáu línum færa Sigurði á Núpi mínar beztu afmælisóskir með ósk um að hans góða heilsa og þrek mcgienn lengi endast. í. J. Enn er hægt að gera góo kaup á >» U t sö I tiEini Vinnujakkar kr. 75,00. Drengjaslcppar (alull) krónur 75,00. Útiföt burna kr. 100,00 IJllarföt uppáhneppt kr. 50. Kvenhosur (rayon) kr. 6,00. Herravesti Golftreyjur Vinnupeysur o. fl. úr bandi, á verksmiðjuvcrði. — Amerískar kuldaúípur á böi-n og fullorðna og jersey- fiit; úti og inni 10% afslátt ur. — I dag: Metravara; mikið niðursett. LAUGAVEG 10 — 3IMI 3367 BEZT At* AVOLtÍA í UORGUNBLAÐINU «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.