Morgunblaðið - 22.01.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1953, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. jan. 1953 MORGVNBLÁ9EB 11 Yfirlit um vega- og brúagerð drið 1952 í BLAÐINU í GÆB var skýrt frá skýrslu vegamátastjára um framkvæmdir í vegamálunum á síðastl. ári. — Bér á eftir fara kaflar þeir úr skýrslunni, er fjalla um framkvarmdir í hinum einstöku ianösfjórð- ungum. Á Suðurlandi var óvenjulítið um nýbyggingar vega, en unn- ið nokkuð víða fyrir smáupp- hæðir í hverjum kaila. Brýr voru byggðar á þessar ár: Laxá í Kjós nokkru fyrír ínnan Keynivelli. Miðskálaá undir Eyjafjöllum. Grenlæk í Landbroti í Skafta- fellssýslu. Djúpá í Fljótshverfi, allmikil brú og eru nú aðeins 2 smáár óbrúaðar á Suðurlanásvegi allt austur að Skeiðarársandi. J»á var sett ný brú á aðalkvís! Skaftár hjá Kirkjubæjarkiaustri. Er það allmikil brú, steinsteypt. Þar var áður járngrindabrú, gömul og ó- traust og hafði sligast undan þungri umferð. Lokið var, er kom fram á haust, við brúargerð á Jökulsá í Lóni ©g er hún langmest þeirra, sem byggðar voru á árinu, svo sem áður hefur verið greirtt frá í út- varpi og blöðunum. Því miður var engirr fjárveit ing úr brúasjóði til framhalds framkvæmda að brúargerð á Hvítá hjá Iðu, en þar var 1951 hafinn nokkur undirbúningur brúargerðar. Fæst væntanlega nokkuð fé til framkvæmda í ár. Þarna er fyrirhuguð ein stærsta og kostnaðarmesta stórbrúin, sem nú og næstu árin verður í smíð- um. Verður það hengibrú, yfir 100 m. löng og er hennar mikil nauðsyn til samgöngubóta í upp- sveitum Árnessýslu. VESTURLAND Á Vesturlandl var víffa tmnið að verulegum vegabótum. Má sér staklega nefna þessar. Uxahryggja- og Lundarreykja- dalsvegur var mjög endurbættur til þess að greiða fyrir fjárflutn- ingunum á síðastliðnu hausti. Er sú leið nú orðin mjög greiðfær sumarvegur um Þingvellí. Þar sem hún er um 15 km. styttri en fyrir Hvalfjörð, mun hún orðin fljótfarnasta leiðin til Borgar- fjarðar. Nokkuð- var unnið að vegabótum í öðrum Borgarfjarð- ardölum, sérstaklega í Hvítár- síðu og brú var gerð á Reykja- dalsá skammt fyrir innan Reyk- holt og á Fitjaá innst í Skorra- dal. Þá var og lokið við kaflann um Álftaneshrepp á Mýrum að Vogalæk. ★ A Snæfellsnesi miðaðí allvel áleiðis lagningu Fróðárheiðar- vegar og er nú komirm góður og tiltölulega snjóléttúr vegur yfir allan vesturhluta heíSarinnar. Má vænta, að lokið verði vega- gerðinni á næstú 2 árum. fíokkr- ar aðrar umbætur voru gerðar m. a. í Hnappadal og byggðar þar 2 smábrýr. Er nú orðið vel akfært að Hraunholti og mun væntanlegur vegur um Heydal til Skógarstrandar lagður það- an, en ekki gagnar aS hefja þá vegagerð fyr en um það bil, erj góður vetrarvegur er kominn um Skógarströndina. Á Útnesvegi voru byggðar smábrýr á Stapagil og Dagverðará og er nú vel ak- | fært þangað. Eftir fá ár er vænst j að leið þessi verði akfær vestur fyrir Snæfellsjökul til Hellis- sands. í botni Álftafjarðar skammt innan við Stykkishólm var gerð brú á Kárastaðaá ásamt vegarspotta þar og er nú kom- ínn allgóður Vegur þá leið til Skógarstrandar. Úr skýrsEu vegamélosifórQ í Dalasýslu voru gerðar 2 smá- brýr á Klofningsvegi innan við Staðarfell, ennfremur brú á Búð- ardalsá á Skarðsströnd. Bættu brýr þessar, ásamt vegabótum í sambandi við þær, allvemiega leiðina fyrir Klofning tii Saur- Geir G. Zoega bæjar, þó eru þar enn nokkrar óbrúaðar ár, sem væntanlega verður bætt úr á næstu árum. Haldið var áfram vegagerð út Skógarströnd áleiðis til Stykkis- hólms og er þar nú að vísu sum- arakfær vegur, en þarf mikilla umbóta. Á Vesturlandsvegi var lítilsháttar unnið að framhaldi í Svínadal og sunnar í Dölum, en mikið vantar enn á, að kominn sé góður vegur í Svinadal og ekki síður í hlíðunum sunnan Gilsfjarðar, en þar er nú lak- asti kafli leiðarinnar vestur að ísafjarðardjúpi. ★ í Barðastrandarsýslu voru all- miklar vegabætur. Reykhólaveg- úr var fullgerður vestur að Stað. Gufudalsvegur varð akfær, en þó ekki fullgerður, út að Sltálanesi. Allstór brú var steypt á Djúpa- ' flalsá og rutt áfram inn með Kollafirði, að Galtará. Reiðveg- urinn þsssa leið lá yfir Gufudals- háls, en akvegurinn er lagður út fyrir háls um Skálanes, meðfram sjó og allmiklu lengri leið. Að vestan var haldið áfram vegagerð um Barðaströnd, bæði fyrir vestan Haga og á Kaflan- um frá Brjánslæk yfir Þing- mannaheiði og varð þar akfært nær því inn að Vattarnesi og að vísu rutt áfram að mestu allt inn að Skálmardalsá. Enn hefur ekkert verið unnið í kaflanum frá Skálmardalsá yfir Klettsháls að Galtará við Kollafjörð, sem er um 20 km. og eru einnig á leið þessari allri nokkrar óbrúaðar ár. Má því ekki vænta, að leiðin frá Þorskafirði til Patreksfjarðar verð; akfær fyr en eftir 3—4 ár, þó jeppafæit verði nokkru fyr. Sunnan Patreksfjarðar var haldið áfram vegagerð og varð akfært út í Örlygshöfn írá Hval- skeii. ★ I IsafjarSarsýsium var aðallega unnið að þessum vegum: Dýar- fjarðarvegur komst nokkuð á- leiðis inn með firðinum að norð- an og er fyrirhugað, að ljúka honum á næsta ári til Þingeyrar. Þarf þá ekki lengur að nota ferju frá Gemlufalli norðan fjarðarins til Þingeyrar. Er þetta að vísu alllöng leið á landi, um 32 km., en ferjuleiðin aðeins rúmlega 2 km. | Fyrir botni ísafjarðar var hald ið áfram vegagerð, sem fyrir- huguð er þaðan yfir hálsinn í Mjóafjarðarbotn og þvínæst út með þeim firði norður að Ögri. Ætti hún að ljúkast á næstu ár- um og jafnframt vegur norðan ísafjarðar út í Reykjanes. Var nokkuð byrjað á þeim vegi. Byggð var brú á Selá á Langa- dalsströnd, skammt utan við Melgraseyri. Er það allmikil brú, steypt, 40 m. löng, enda mun Selá stærsta vatnsfall á Vest- fjörðum. Er þannig orðið akfært út að Ármúla. Eftir fá ár ætti að vera orðið akfært um alla byggð við ísafjarðardjup allt frá Ögri um Reykjanes inn fyrir ísafjarðarbotn út að Ármúla og jafnvel norður yfir Kaldalón, því sýnt er að brúargerð þar verður ekki mjög kostnaðarsöm. Nokkrar endurbætur voru gerðar á Bolungavíkurvegi og mun svo þurfa áfram, því vatns- rennsli og grjóthrun er þar all- mikið fram á veginn og líklegt, að kafli þar verði ekki hættu- laus umferð, nema að takast megi að gera þar nokkra umbót, sem er í athugun. Einnig voru gerðar umbætur á Súðavikurvegi og er nú fyrirhugað að leggja hann áfram inn fyrir Álftafjörð og lengra. Var steypt smábrú á Dvergssteinsá á þeirri leið, skamt innan við Súðavík. í Strandssýslu var haldið áfram vegagerð norðan Bitru- fjarðar og er nú kominn góður vegur um Bitruna nokkuð út fyr- ir Óspakseyri og yfir Bitruháls utarlega til Kollafjarðar. Er þó enn nokkur ógerður kafli. Norð- an Hólmavíkur var byggð allstór steypt brú á Staðará og haldið áfram vegagerð sunnan Bjarnar- fjarðarháls og á hálsinum. Verð- ur sá vegur væntanlega fullgerð- ur úr Staðardalnum yfir hálsinn til Bjarnarfjarðar á næstu árum. Nokkuð var unnið að Selstrand- arvegi, byggð smábrú á Birgisa skammt innan við Dranganes- þorp, og haldið áfram vegagerð þaðan áleiðis til Kaldrauaness. í sumar verður væntanlega byggð brú á Ósá ákammt utan við Hólmavík og þá jafnframt lok- ið við smá vegarkafla um Kálfa- nesflóá. Flytst þá aðalleiðin norð- ur frá Hólmavík þangað, en leggst niður mjög stirður kafli milli Hólmavíkur og Ósa. NORDURLAND í Húnavatnssýsltt var haldið áfram vegagerð um Vatnsnes, og má nú telja þar sæmilega akfært frá Hvammstanga út að Tjörn og inn í Vesturhóp að austan, en þarf þó enn nokkurra endurbóta á köflum. Einnig var unnið tals- vert í Vatnsdalsvegi, og er hann nú orðinn vel góður inn að Ás- brekku. Hinsvegar er enn mjög stirður vegur inn dalinn austan ár. Fyrirhugað er að byggja á sumri komandi brú á Vatnsdalsá, skammt utan við Grímstungu. Nokkuð var unnið í Skaga- strandarvegi fyrir norðan kaup- túnið og í Norðurárdal á leiðinni til Sauðárkróks. ik í Skagafjarðarsýslo var haldið á-fram vegagerð inn Tungusveit og er nú kominn allgóður vegur inn undir Goðdali. Unnið var nokkuð í Siglufjarðarvegi að kaflanum hjá Höfðahólum, og gerðar npkkrar endurbætur í Við víkursveit og á Sauðárkróksbraut til öryggis veti-arumíerð. ★ I Eyjafjarðarsýslu var að heita má lokið Laugalandsvegi inn að Möðruvöllum og hafin vinna við mjög aðkallandi endurbætur á elztu köflum þessa vegar og Eyjafjarðarbrautar, sem þarf hið fyrsta að hækka allvíða til þess að ekki teppist í fyrstu snjóum eins og nú vill verða. Ný smábrú var steypt á Krossastaðaá á Þela- mörk og lokið við stöpla hinnar nýju brúar á Glerá milli Akur- eyrar og Glerárþorps, en þar er fyrirhuguð mjög veruleg breyt- ing á aðalveginum frá Akureyri út í Kræklingahlíð, til þess að rétta úr beygjum og taka af snjó- sæla kafla. Verður Glerárbrúin væntanlega fullgerð á næsta sumri. Á veginum frá Akureyri til Dalvíkur er nær 50 ára gömul hengibrú á Hörgá hjá Möðruvöll- um. Er hún orðin mjög ótraust, og þolir alls ekki umferð þá, sem ' þar er nú. Standa vonir til að fé í fáist til þess að byggja þar nýja I brú í sumar, enda er þess mikil þörf. ★ f Þingeyjarsýslum var lokið við Ljósavatnsskarðsveg og unn- ið fyrir smáupphæðir í mörgum vegaköflum, svo sem í Reykja- hverfi, á Tjörnesi í Mývatnssveit einnig nokkuð í Kelduhverfi, í Raufarhafnarvegi og í Hólsfjalla- vegi á sj’ðsta kaflanum frá Detti- fossi til Axarf jarðar. Þá var hald- ið áfram vegabót á Austurlands- vegi skammt fyrir sunnan Gríms- staði. Brú var byggð á Sandá í Axarfirði. Lokið var við nýja brú 52 m. langa, steyptan boga og landbrýr á Laxá hjá Laxamýri, en 1951 var sett ný brú á Mýrar- kvísl, sem er þar all nærri. Tals- veiðar endurbætur voru og gerð- ar á nokkrum öðrum brúm og veginum frá Húsavík að orku- verinu nýja. Voru umbætur þess- ar nauðsynlegar nú þegar, vegna i flutninga Laxárvirkjunarinnar, enda er svo til ætlazt að virkj- ! unin beri verulegan hluta kostn- aðarins. ^ ’K, • <v AUSTURLAND Á Austurlandi var mjög víða unnið, en yfirleitt þar eins Og annars staðar fyrir smáupphæð- ir í hverjum kafla. í Bakkafirði var byggð brú á Bakkaá og er nú orfíið sæmilega akfært frá Þórshöfn til (Hafna- kauptúns, en brú er ógerð á Staðará og er vappzt. að hún verði byggð í ár. Þegar lokið er vega- bótum í Bakkafirði ásámt nokkr- um ógerðúm smábrúm þar, er fyrirhugað .áð hefja vegagerð úm Sandvíkurheiði til Vopna- fjarðar og myncli þá fást mikil bót samgangna í þessu víðáttu- rhikla. en strjálbyggða héraði. Nokkuð miðaði áleiðis vega- gerð frá Úthéraði um svonefnt Vatnsskarð til Njarðvíkur og Borgarfjarðar. Eru þar enn ólagð ir nær 9 km. til Njarðvíkur, en þaðan til Borgarfjarðar er mjög ófullkominn en jeppafær vegur, um 9 km. Hætt er við, að enn talci 4—5 ár, þar til vegur þessi verður fullgerður. Nokkrar end- urbætur voru gerðar á Austur- landsvegi i Jökuldal og lítilshátt- ar haldið áfram vegi, sem fyrir- hegaðtit "e? ifitffi'ílátlomkStErtSar’ og Valþjófsstaðar inn fyrir Lag- arfljot um brúna á Jökulsá í Fljótsdal, sem gerð var 1951. Verð úr það mjög gagnleg og falleg leið, en mikið er þar enn ógert. Haíin var brúargerð á Keldúá í, Fljótsdal og mun verða fullgerð í ár. í Jökuldal er nú orðið ak- fært, frá Skjöldólfsstöðum inn að Brú og verður væntanlega sett þar brú á Jökulsá í ár. Ópnast þá leið til Hrafnkellsdals, en sú byggð hefur verið mjög einangr- uð. Brýr voru byggðar á Þórisá og'Geitá í Skriðdal og er nú orð- ið akfært um Skriðdal beggja megin Grímsár um Geitárbrúna nýju og brúna á Múlaá hjá Þing- múla, sem byggð var fyrir fá- um árum. Lokið var við veginn, yfir hábungu Fjarðarheiðar millí Héraðs, og Seyðisfjarðar, en þarf en nokkrar vegabætur í heiðar- brekkuaum að aústan, sem vænt- anlega verður lokið á næstu 2—3 árum. Allvel miðaði áfram vega- gerð sunnan Reyðarfjarðar áleiðisr til Fáskrúðsfjarðar, en áður und- anfarin 2 ár hafði vætutíð mjög tafið framkvæmdir. Hæpið er þp að f járveitingin í ár nægi til þess að fært verði um þann smákafla, sem enn er ógerður. Nokkrar ár eru þar óbrúaðar, en vænta má, að Sléttuá, sem er stærst þeirra, verði brúuð í ár og jafnvel einnig einhverjar minni árnar. Nokkuð var unhið að yegagerð milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarð- ar, en munu þó enn nokkur ár, þar til akfært verður allá þessa leið. í Bréiðdal voru byggðar 2 smábrýr og er nú orðinn allgreið- fær vegur um neðri byggðina Og suður til Berufjarðarbotns. Hald- ð var áfram vegabótum" súnnán' Berufjarðar og er nú jeppafært bá leið til Djúpavogs og verður •æntanlega sæmilcga akfær veg- ur eftir nokkur ár. Unnið var aokkuð að vegagerð á Lónsheiði’ ag mS telja, að vegur sé fullgerð- ur úr Lóni upp á háheiði, en baðan er illa akfær' vegur áust- ur yfir til Alftafjarðar og 'mun verða unnið að vagabótum þar á iiæstu árum. Er það langversti kaílinn á ailri aðalleiðinni úm‘ Austurland og ásarnt kaflanum ;unn,an Berufjarðar einú farar- tálmar venjulegum bifreiðuní á langleiðinni urn Austurland til Hornafjarðar að sumarlagi. Á þeirri leið er einn veikur hlekk- ur, sem óhjákvæmilegt verður að bæta úr á næstu árum. Það er brúin yfir LagarfSjót. Hún er nú orðin nær 50 ára, timburfeýú með járnbitum, orðin ótraúist, timbrið farið að feykjast, burð- arþol of lítið og brúin of mjó fyrir umferðina, sem nú er orðin. Verður ekki komizt hjá að bygjjja þarna nýja brú á næstu árum, en hún er 300 m. löng, lengkta brú hér á landi og árbotninn gljúpur niður úr öllu valdi, svo nýja brúin verður mjög kostnáð- arsamt mannvirki. Annað stórfljót er óbrúað á:’ þessari leið, Hofsá í Álftafirði, sem væntanlega fæst bráðlega fé til að brúa. BEZT AÐ AVGLYSA I M ORG LI'kBLAÐHSU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.