Morgunblaðið - 22.01.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1953, Blaðsíða 12
MORGUN BLAÐJÐ Fimmtudagur 22. jan. 1953 í 12 — Frú HeSen ÞórhalSsson Framhald af bls. 7 skólar ætlaðir til húsmæðra- fræðslu. Einr.ig er handavinna og matreiðsla kennd í unglingaskól- um og í menntaskólunum er heim ilishagfræði á meðal námsgrein- anna, sem nemendur mega velja um til undirbúnings undir há- skólanám. MEIRA SAMSTARF Á MILLI FORELDRA OG SKÓLA — Standa félagssamtök kvenna í Kaliforníu með miklum blóma? —- Eitthvað álika og á íslandi, get ég ímyndað mér. Hins vegar er þar mikiu meira um samtök og samstarf foreldra og skóla. Kennarar og aðstandendur nem- enda koma iðulega saman á fundi til að ráða ráðum sínum og til eru mjög öflug félagssamtök hið svokallaða „Samband kennara og foreldra", sem vinna mikið og þarft starf á þessu sviði. Hefur það m.a. átt sinn þátt i þeirri ráð- stöfun, að nemendur í öllum amerískum skólum fá heita mál- tíð í skóianum um hádegið, svo að þau þurfa ekki að fara heim í matarhléinu. — Hafið þér séð mikið af ís- landi? — Nei, fremur lítið. Ég hef farið að Gullfossi og Geysi, aust- ur að Laugavatni og einu sinni norður til Akureyrar. Ég held, að mér hafi hvergi þótt eins fal- legt eins og að Miðdal í Laugar- dal, skammt frá Laugavatni. MARGT BETRA UM ÍSLAND — SUMT LAKARA — Og unið þér yður bærilega hér norður á hjara heims? — Því get ég svarað játandi. Ég er á góðri leið með að verða að Islendingi og sætti mig algjör- lega við orðinn hlut. Fyrst eftir að ég kom leiddist mér hræði- lega, svo að ég hélt, að ég myndi ekki geta búið hér til lengdar, fór aftur til Ameríku og dvaldi þar í eitt ár en var samt ekki ná- lægt því eins ánægð með lífið þar eins og ég hafði búizt við, að ég yrði, svo að ég sneri til ís- lands aftur og nú orðið kann ég ágætlega við mig. Maður verður að taka hlutunum eins og þeir eru — segir frú Helen að lokum — þó að ég sakni ýmislegs að heiman, þá er samt margt, sem mér finnst betra um ísland held- ur en Ameríku, sumt hins vegar lakara — helzt hvað snertir mat- inn og — stundum veðrið. sib. — Mafseðillinn Framhald af bls. ? smátt og smátt. Hita súpuna aft- ur, en má ekki sjóða. Flauelssúpa. IV2 1. mjólk. 45 gr. hveiti, 30 gr. smjörlíki. 30 gr. rúsínur. 25 gr. sykur, salt. Nokkuð af mjóikinni er hitað í suðu. Hveitið er hrært út með því sem eftir er. Jafningnum hrært út í, rúsínur, sykur og smjörlíki sett í um leið. Soðin 5—10 mín., söltuð eftir smekk. Fiskbollur. 400 gr. saxaður fiskur. IV2 msk. hveiti. 1 msk. kartöflumjöl. 2 tsk.. salt. Ve tsk. pipar. 1 litill laukur. 2—3 dl. mjólk, ca. 100 gr. smjörl. að steikja úr. ; Fiskurinn er flakaður og roð- flettur, saxaður 4 sinnum ásamt láuknum. Lát fiskinn í skál og þlanda hveiti, kartöflumjöli, Salti og pipar saman við. Hrærið mjólkinni smátt og smátt í. — Slfiæft þar til það er vel samfellt. — Sjóðið eða steikið bollur til reýnslu. Bollurnar eru síðan Rádning manna mótaðar með skeið og steiktar móbrúnar. Steiktar áfram við lítinn hita í 8—10 mínútur. Heilagfiskisúpa. IV2 kg. heilagfiski. 2 1. vatn. 2— 3 tsk. salt. 1 msk. edik. 3— 4 lárviðarlauf. 50 gr. smjöriíki. 40 gr. hveiti. 1 egg. soðnar sveskjur. Heilagfiskið er hreinsað og skorið í sneiðar.Soðið méð salt- inu, lárviðariaufinu og edikinu, unz beinin eru laus og fiskur- ! inn hvítur í gegn. Súpan síðan bökuð upp. Eggið hrært í súpu- skálinni ásamt sykrinum og súp- unni, smáhellt þar í. Krydduð eftir smekk. Rúllusíld. 3—4 saltsíldar. Síldin er afvötnuð og flökuð. Lögð í edikslög í 3—4 klst. Hvert flak er þerrað. Svolitlu karrýi stráð á. Flakið síðan rúllað upp og skorið í 2—3 sneiðar. Raðað á fat og lítil lauksneið lögð ofan á hverja sneið. Borðað með heitum kartöflum og lauksósu ef vill. Brauðsúpa. 375 gr. rúgbrauð. 2 1. vatn. 1 dl. saft. 100 gr. sykur. 1 sítróna, safinn og guli börkurinn. 1—2 dl. rjómi. Brauðið lagt í bleyti yfir nótt og soðið Vz—1 kist. Sítrónubörk- urinn soðinn með. Brauðið síðan saxað í söxunarvél eða marið gegnum sigti. Hituð aftur og saft og sykur sett í. Sítrónusafinn er settur í um leið og súpan er tekin af. Þeyttur rjómi er settur ofan á súpuskálina eða borinn með. a ir Framhald af bls. 10 sem keppendum á öllum meiri ' háttar mótum, þótt ekki sé alltaf hægt að þiggja boð um þátttöku vegna fjárskorts. Samt er það höfuðskilyrðið, að beztu skíðamennirnir fái sem oftast að sækja erlend skíðamót og reyna sig við beztu menn í hinum ýmsu greinum. Við skulum vona að allt haldi áfram á sömu braut, þótt hægt gangi, og sérstak- lega að vandað verði til und- irbúnings næstu Ólympíu- leika, sem fram fara á Ítalíu. R. MÁLFLUTNINGS- SKRIFSTOFA Einar B .Guðmundsson Guðluugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími: kl. 10—12 1—5 ■ Keflavíkurflugvelli BLAÐINU hefir borizt eftirfar- andi tilkynning frá Féiagsmála- ráðuneytinu: Að gefnu tilefni tilkynr.ir fé- lagsmálaráðuneytið hér með, að ráðningarstarfsemi sú, til varn- arliðsins og amerískra verktaka á Keflavíkurflugvelli, sem fram hefur farið á vegum ráðuneytis- ins að undanförnu, mun hér eft- ir verða með þeim hætti, að starísmaður frá ráðuneytinu — Sigmundur Símonarson — mun verða til viðtals í sérstakri skrif- stofu á Keflavíkurflugvelii kl. 2—6 hvern virkan dag, nema laugardaga (sími 329 Keflavík- urflugvelli). ^ftirleiðis ber því öllum þeim, er ætla að leita sér atvinnu hjá varnarliðinu eða amerískum verktökum á Keflavíkurflugvelii að snúa sér til starfsmanns þessa á skrifstofutíma hans og tekur hann við umsóknum og veitir nauðsynlegar upplýsingar um þá vinnu, sem þar verður að fá. Þá ber einnig því starfsfólki hjá ofangreindum aðilum, sem leita þarf sérstakra upplýsinga í sambandi við starf sitt, eða telur sig hafa undan einhverju að kvarta hvað starfskjör og aðbún- að snertir, að snúa sér til hans og munu þá kvartanir þess tekn- ar til athugunar og úrlausnar af 1 réttum aðilum. Samkvæmt framansögðu verða því hér eftir engar upplýsingar varðandi ráðningar eða starfs- kjör á Keflavikurflugvelli látnar í té í félagsmálaráðuneytinu og er því tilgangslaust að snúa sér þangað í þeim erindum. Ohlin ræðst á siæma f|ár> máEast|óm sænskra fafnaðarmanna Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. STOKKHÓLMI, 20. jan. — Formaður sænska Þjóðfiokksins, Bertil Ohlin, réðist harkalega á fjármálastjórn sænsku jafnaðarmanna- stjórnarinnar, þegar umræður hófust í dag um fjárlagafrurn- varpið. Sagði hann, að veilurnar í fjár- j lagafrumvarpinu væru afleiðing- 1 ar af illri og heimskulegri fjár- málastjórn jafnaðarmannastjórn- arinnar. SOFANDI RÍKISSTJÓRN j Einnig sagði hann, að nauðsyn- j legt væri að safna svo miklum gull- og gjaldeyrisforða í góðær- um, að hægt væri að mæta erfið- leikunum, þegar þeir berðu að dyrum. En þetta kvað hann rík- isstjórnina ekkert hafa íhugað hvað þá farið eftir þcssari meg- inreglu. Formaður Hæg'ri flokksins, Iljalmarson, sagði við þessar um- ræður, að sérstaka áherzlu þyrfti að leggja á varnir landsins og kvað nauðsyn þess, að útbúa sænska herinn öllum nýtízku vopnum. Bsndarísk verkalýðsfélög mé mæla Gyðingaofsóknum Rússa Þ@ir saka aSra um kynþátfaofséknir, en haida þeim uppi sjáifir WASHINGTON. — Samband iðnverkamanna í Bandaríkjunum (CIO) hefur lýst því yfir, að með handtöku 9 lækna og ásökunum gegn þeim um að hafa valdið dauða háttsettra forvígismanna kommúnista, hafi stjórn Ráðstjórnarríkjar.na gerzt sek um ofsóknir gegn Gyðingum. Truman atvinnulaus CINCINNATI, 21. jan. — Tru- man, fyrrv. forseti, er á leið með járnbrautarlest til fæðingarborg- ar sinnar, Independence, Hann sagði blaðamönnum í dag, að hann hefði ekki afráðið hvaða starf hann hyggist að taka sér fyrir hendur. — NTB Heimta að hald verði Sagt á olðusia LONDON, 21. jan. — Fréttir hafa borizt af því að ítalska tank skipið Miriella hafi lagt úr höfn í Abadan, Persíu með 5000 smá- lestir af hráóTíu. Er ferðinni Héit- ið til Genúa. Bréíar hafa sent ítölsku stjórninni orðsendingu, þar sem þeir staðhæfa að olía þessi sé eign brezk-persneska olíufélagsins óg því beri' að leggja hald á farminn, ef hann kemur til ítaliu.___—NTB Viðskipti Finna óg Ungverja. HELSINGFORS, 21. jan. — í dag voru undirri-taxlir viðskiptasamn- ingar milli Finnlands og Ung- verjalands. Gert er ráð fyrir að viðskiptin aukist á árinu. Allan S. Haywood, varafor- seti ClO-sambandsins lét þess getið, að „sú mikla áherzla, sem Sovétforingjarnir leggi á Gyð- ingaætterni þessara fórnardýra, sýni hvað hér liggi á bak við. Þetta eru sömu Gyðingaofsókn- irnar og Hitler framdi og Stalin hefur nú hafið á nýjan leik. Yfirlýsing Haywoods kom út skömmu eftir að Tass-fréttastof- an rússneska tilkynnti opinber- lega, að 9 rússneskir læknar hefðu verið handteknir, sakað- ir um morð tveggja rússneskra íorvígismanna og banatilræði við aðra forystumenn kommún- ista. VERKALÝÐSSAMBÖND LÝÐRÆÐISLANDANNA MÓTMÆLA Þessir 9 læknar, sem flestir eru Gyðingar, voru sakaðir um að hafa gefið rangar sjúkdóms- lýsingar og beitt röngum lækn- ingaaðferðum. Voru þeir sér í lagi ákærðir fyrir dauða Ancírei A. Zadhanov, sem var einn æðsti meðlimur Politburos allt þar til hann lézt á árinu 1948, og Alex- anders S. Scherbakov, sem var foringi framkvæmdaráðs rúss- neska hersins og dó árið 1945. Haywood sagði ennfremur, að „hinn siðmenntaði heimur og verkalýður lýðræðislandanna fylltist viðbjóði við þessar hiá- legu ásakanir og mótmælir ein- dregið þessu mannúðarleysi og ofsóknarbrjálæði einræðisfor- ingjanna. Hin frjálsu verkalýðssam- tök lyðiæðislar.danna ganga á undan í því að mótmæla slíku óréttlæti og augsýnileg- um kynþáttaofsóknum Sevét- stjórnarinnar. Ánægjulepr full- veldlsfagnaður „Suomis" FINNLANDSVINAFELAGIÐ „Suomi“ hafði kvöldfagnað í Oddfellowhúsinu s.l. sunnudags- kvöld til að minnast 35 ára full- veldis Finnlands. Jens Guðbjörns son, form. félagsins setti skemmt unina og stjórnaði henni. Eiríkur Leifsson, aðalræðismað ur Finnlands flutti ávarp, sýnd var ný, mjög falleg kvikmynd frá Finnlandi í eðlilegum litum, sem Erik Juuranto aðalræðismað us fslands í Finnlandi hafði sent hingað í tilefni afmælisins, en myndin er eign utanríkisráðu- neytis Finna. Guðm. Einarsson frá Miðdal flutti skemmtilegt er- indi um Lappland og ferðalag sitt þar um slóðir á s.l. hausti. Gunnhild Lingqvist Ingimundar- son las finnsk ættjarðarkvæði og að lokum var stiginn dans. Meðal gesta félagsins á fagn- aðinum var Ludvig Andersen, stórkaupm., fyrrv. ræðismaður Finna á íslandi, en hann gegndi því starfi um 20 ára skeið. Skemmtunin fór hið bezta fram. ^INALLV ,THE VELLOW WATERS OP THE COLORADO CLOSE OVER t-IIM/ f M A R K Ú S Eftir Ed Dodd * HOLD *ER STEAP'.I l/AKK., BOV... 1 PSTCM HIM ! ■ JYn POUNOINS HEARTS MARk 'OHNNV WATCH AS ANDY 9 PLUNISES POWNWARD/ 1) Markús og Jonni horfa j skelkaðir á það að Andí kastar sér af klettanibb.unni. ofan í fljótið. ✓ 6 ' -áé'T-i,: ÍSZkz&MÉ&Má 2) Andi fellúr ofan í fljótið og | 3) — Við verðum að ná hon- skollitað vatnið lykst yfir hann. um. Verðum að bjarga honum áður en straumurinn tekur hann ■ I niður flúðirnar. 4) — Vertu viðbúinn. Ég stekk fyrir borð til að bjarga honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.