Morgunblaðið - 07.03.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1954, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. marz 1954 Pí>rpmMa Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rítstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. » Lesbók: Árni Óla, sími'3046, Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sínff 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. t lausasölu 1 krónu eintakie „Tæklfærin bjólnst feÉli.11 ji§nt“ Handritamáiið og fregn Poiitiken FREGN sú, sem danska blaðið Politiken birti s.l. fösudag um það, sem það kallar tillögur dönsku stjórnarinnar í handrita- niálinu hafa vakið mikla athygli og undrun meðal íslendinga. Kjarni þessara tillagna er sá, að Danir og íslendingar skuli eiga hin íslehzku handrit, sem geymd hafa verið í Kaupmannahöfn, sameiginlega um allan aldur. Vísindastöðvum skuli komið upp í Kaupmannahöfn og Reykjavík til rannsókna á handritunum og sérstakri nefnd falið það hlut- verk, að skipta þeim milli hinna tveggja rannsókiiarstöðva. Hvað felst raunverulega í þess- um „tillögum“? ★ Ekkert annað en það, að í stað þess fyrirheits margra merkra Dana, að afhenda fs-, lendingum handritin virðist vera í uppsiglingu danskt til- boð um að íslendingar fái ekkert handrit, ekki eitt ein- asta. Samkvæmt frásögn Politiken eiga hin íslenzku handrit öll að verða sameign íslendinga og Dana. En það þýðir auðvitað það að íslend- ingar ættu ekkert þeirra einir. ★ Fyllsta ástæða er til þess að leggja áherzlu á það, að engar formlegar tillögur hafa borizt ís- lenzkum stjórnarvöldum frá dönsku stjórninni um þetta efni. Bæði forsætis- og menntamála- ráðherra Dana hafa einnig neitað að staðfesta fregn Politiken. ★ Á því færi einnig bezt, að slíkt tilboð, sem byggt væri á grundvelli svipaðra tillagna og þeirra sem hið danska blað hefur birt, kæmi aldrei fram. Það gæti aldrei orðið sam- komulagsgrundvöllur í hand- ritamálinu. Svo óra fjarlægar eru þessar tillögur hugmynd- um íslendinga um lausn þessa viðkvæma máls. ★ Það er miður farið að danskt blað skuli hafa tekið þetta mál upp með þeim hætti, sem raun ber vitni. Virðist þar frekar vera að verki hneigð til þess að skapa uppnám um málið en vilji til þess að stuðla að lausn þess. Um afstöðu okkar Íslendinga til handritanna og heimflutnings þeirra er óþarfi að fjölyrða. Við lítum á þau sem dýrmætustu menningarverðmæti þessarar litlu þjóðar. Þó deilt hafi verið um hinn lagalega eignarrétt þeirra getur enginn með rökum véfengt hinn siðferðilega rétt okkar til þeirra. Þessi handrit eru skráð á íslandi, um íslenzk og samnorræn mál og sögu, og af islenzkum mönnum. Á íslandi voru þessi menningarverðmæti varðveitt í margar og dimmar ald ir. í vörzlu Danakonungs og danskra stofnana komust þau að- eins vegna þess, að konungur fs- lands og menntastofnanir voru í Kaupmannahöfn. Allt eru þetta staðreyndir, sem eigi verða sniðgengnar opnum augum. ★ Hitt skiptir og ekki síður máli, að hvergi eru jafn góð skilyrði til vísindalegra rann- sókna á hinum íslenzku hand- ritum og einmitt í því landi, sem hefur skapað þau. Þar stendur öndvegisstofnun nor- rænna fræða í heiminum, Há- skóli íslands. Þar lifir mikill og einlægur áhugi fyrir rann- sóknum fornritanna, iitgáfu þeirra og fjölbreyttri vísinda- starfsemi í sambandi við þau. ★ Því fer víðsfjarri að íslending- ar vilji einir sitja að þessum gagnmerku handritum, sem stór- fellda þýðingu hafa haft fyrir allt norrænt menningarlíf og sögu. Þeir munu þvert á móti leggja allt kapp á að skapa sem bezta aðstöðu norrænna vísinda- manna og annara erlendra vís- indamanna til rannsókna og vinnu við þau. Samgöngur við' ísland eru nú einnig orðnar það greiðar, að erlendir vísindamenn eiga auðvelt með að koma hing- að og dvelja hér. ★ Af ummælum margra danskra stjórnmálamanna og menntamanna höfum við ís- lendingar ríka ástæðu til þess að ætla, að þessi rök hafi fund ið hljómgrunn í Danmörku. Þessvegna koma „tillögur“ þær, sem Politiken birtir og telur að styðjist við stefnu dönsku stjórnarinnar, okkur mjög á óvart. En það er von íslenzku þjóðarinnar að tilboð byggt á slíkum tillögum verði aldrei sent ríkisstjórn íslands. — ÞÉR MEGIÐ ekki fara að gera hertt veðu:- út af mér, eg er hvorki undrabarn eða útlending- ur — heldur bara. venjuleg manneskja, sem sit heima og spiJa á píanóið mitt, alvön því að krakkarnir komi og geri að mér aðsúg, leggist ofan á pedalana, haldi fyrir augun á mér og þar fram eftir götunum. — SKEYTTI HVORKI UM STAÐ NÉ STUND Þetta sagði frú Jórunn Viðar m. a. er ég í fyrradag um hádegis leytið gægðist rétt sem snöggv- ast inn í Austurbæjarbíó þar sem hún sat á Jeiksviðinu og æfði sig af kappi á píanó undir hljómleika sem hún ætlar að halda n.k. þriðjudag. Tónarnir fylltu mann- lausan, myrkan og hálfkaldan salinn, en listakonuna varðaði augsýnilega hvorki um stað né stund, hún sat þarna við hljóð- færið í ermalangri ullarpeysu og hafði hugann allan við hljóm- listina. t TÓNLISTARSTARFSEMI FRÚ JÓRUNNAR Það er óþarfi að kynna Jór- Sfutt heimsákn á hiiomlisfaræfingu h|á Jórnnni Viðar sm heídiir hér píanéhijómleika n=k. þriðjydag — Listakonuna varðaði augsýnilega hvorki um stað né stund — hún hafði hugann allan við hljómlistina. — Ljósm. Mbl. Ó. K. M. unni Viðar mörgum orðum fyrir lesendum. Hún er þegar fyrir \Jefuaharull ábri^ar: Veikur hlekkur í yörnunum UM ÞAÐ verður ekki deilt með rökum, að löndin við austanvert Miðjarðarhaf eru veikur hlekkur í vaínarkerfi lýðræðisþjóðanna. Grikkland og Tyrkland hafa að vísu tekið öflugan þátt í Atlants- hafsbandalaginu, en Palestína, Sýrland og Egyptaland standa ut- an þess. Enn fremur Persía og írak. En einmitt í þessum lönd- um eru ein hin eftirsóttustu hern- aðarleg verðmæti, sem er olían. Það er ekkert launungarmál, að Rússar hafa um langt skeið litið þau ágirndaraugum, og haldið uppi öflugum áróðri og mold- vörpustarfsemi í þessum löndum. Það, sem einkum hefir torveld- að sameiginlegar varnaraðgerðir og samtök í þessum heimshluta, er andúð Arabaþjóðanna á Bret- um, og hversu frumstæðir þjóð- félagshættir þessara þjóða eru. Gamalt lénsskipulag og höfðingja veldi hefir staðið eðlilegri þró- un og efnahagslegri uppbyggingu fyrir þrifum. En aukinn skilningur virðist þó vera að skapast á nauðsyn ssmeiginlegra varnaraðgerða þar eystra. Tyrkland og Pakistan eru nú í þann mund að bindast sam- tökum um gagnkvæma öryggis- aðstoð. Og Pakistanbúar hafa feng- ið loforð fyrir efnahags- og hernaðarlegri aðstoð Banda- ríkjanna. Slíkri aðstoð hafa Indverjar hins vegar hafnað. Virðast því miður nokkrar líkur á því, að þeir hafi ekki fullan skilning á þeirri hættu, sem að þeim steðjar úr aust- urátt. Er nú svo komið, að fylgi kommúnista fer vaxandi í Indlandi. í nýafstöðnum kosningum í einu héraði Ind- lands beið flokkur Nehrus al- varlegan hnekki. Athugasemd frá LITLA KLÁUSI. SVOHLJÓÐANDI bréf hefir mér borizt frá Litla Kláusi: „Velvakandi minn! Fyrir nokkru sá ég í pistlum þínum smá grein, sem mig lang- ar til að gera fáeinar athuga- semdir við. Hún fjallaði um dag- skrá íslenzkra Ríkisútvarpsins, hvort ekki væri mögulegt að lengja hana frá því, sem nú er. Það var bent á ýmsa hluta dags- ins sem hreint ekki neitt væri í útvarpinu, hvernig átti fólk, sem kom heim úr vinnu sinni kl. 5 að komast af útvarpslaust í tvo til þrjá klukkutíma? — spurði greinarhöfundur. Vönduð dagskrá aðalatriði. ÞAÐ er nú svo og svo er nú það ^ — en ég er hreint ekki viss um, að mér væri nokkur þægð í því, að dagskrá útvarpsins yrði ! lengd. Ég teldi hlustendum miklu I betur gert frá hálfu Ríkisútvarps- 1 ins, að það legði áherzlu á að vanda, sem allra bezt til ráðstöf- unar þess tíma, sem það hefur nú til útsendingar á dagskrá sinni. Það er miklu meiri fengur í stuttri og vandaðri dagskrá heldur en langri og lélegri. En það kostar mikið að halda uppi fjölbreyttri og vandaðri útvarps- dagskrá, og það er þessvegna, að ég er ekki viss um, að Ríkisút- varpið að svo stöddu væri þess umkomið að auka mjög við út- sendingartíma sinn. Eins og eitur í beinum. EN SVO er það annað atriði, ekki veigaminna, að ég hygg í þessu sambandi: Mér finnst það einkennilegt, að fólk geti verið í nokkrum vandræðum með að verja frítíma sínum að vinnu lok- inni á daginn, þannig að því þurfi ekki að leiðast, þó að það hafi ekki útvarpsglymjanda í eyrunum. Mér finnst þvert á móti dásamlegt að hafa einhverntíma frið, svo að ég geti snúið mér ó- áreittur að mínum eigin hugðar- efnum, lesið mér góða bók, eða fengizt við önnur viðfangsefni, sem útheimta ró og næði. „Lestu þá þína bók í þínu horni — fyrir lokuðu útvarpstækinu og lofaðu hinum að hlusta, sem það kjósa heldur“ — kann ofangreindur greinarhöfundur og hans líkar að svara til — og ég skal glaður fallast á það. En það er bara þetta, sem mér finnst ástæða til sð vekja á athygli: Það er eins og eitur í beinum sumra manna aðj J eiga nokkurn tíma kyrrláta stund, útvarpið, grammófónninn eða bióið er orðið hluti af sjálf- um þeim. Þeir vilja bókstaflega ekki né nenna að reyna hið minnsta til að afla sér sjálfir dægrastyttingar — það verður að leggja það allt upp í hendurnar á þeim. — Með þökk fyrir birt- inguna. — Litli KIáus“. Héraðsdómur í frímerkja-máli. ÓN Magnússon hefir skrifað mér á ný og beðið mig að láta ekki hjá líða að birta nið- urlagið af bréfi því, sem hann skrifaði mér áður og birtist. hér — án niðurlagsins, og var það af þeirri ástæðu, að ég hafði birt, ekki fyrir mjög löngu grein sama efnis. En hvað um það, hér birti ég samt niðurlagið á um- ræddu bréfi sem var ein máls- grein úr héraðsdómi, er uppkveð inn var í Vestmannaeyjum h. 21. apríl 1953, þar sem deilt var um eignarrétt á notuðu frímerki, er verið hafði á póstávísun, en nið- urstaða héraðsdómsins var stað- fest af Hæstarétti 26. apríl s.l. í héraðsdómnum segir: 19. MGR. 17. gr. póstlaganna áskilur löggjafinn póststjórn inni eignarrétt að frímerkjum, sem límd eru á eyðublöð, sem póststjórnin þarf að halda, sem fylgiskjali með bókhaldi sínu. Er þetta fyililega heimilt og á einskis manns rétt gengið (letur- br. bréfritara), þó að viðtakandi eyðublaðanna sé þar með svift- ur tækifæri til að hagnýta sér frímerkin endurgjaldslaust, (let urbr. bréír.).“ löngu landskunn orðin fyrir tón- listarstarfsemi sína, en listmennt un sína Jilaut hún bæði hér við tónlistarskólann og úti í Berlín og New York. Hún hefir margoft komið fram opinberlega, bæði í úfvarpi og á sjálfstæðum hljóm- leikum og Reykvíkingum er í fersku minni ballettinn hcnnar, ÓJafur Liljurós, sem sýndur var í Iðnó í fyrravetur, en áður hafði hún samið annan ballet, „Eld- inn“, sem færður var upp hér í Reykjavík á síðasta listamanna- þingi, árið 1950. Auk þess hefir hún samið fjölda sönglaga, sem mörg hafa náð miklum vinsæld- um. BYRJAÐI 3JA ÁRA — Hvenær byrjuðuð þér að leika á píanó? — Ég var 3ja ára. Það þótti ekk ert undursamlegt við það heima, heJdur þvert á móti sem hver annar sjálfsagður hlutur. Ættingj ar mínir í báðar ættir hafa verið sísyngjandi og spilandi alla tíð, ég var engin undantekning. — Hvað ætlið þér að leika fyrir okkur á þriðjudaginn? — I fyrsta lagi fjögur moments musicaux eftir Schubert, síðan krómatíska fantasíu og fúgu eftir Bach, síðan Kreisleriana op. 16 eftir Schuman. Það er dásamlegt verk, og hið lengsta á efnis- skránni, tekur um 35 mínútur. Síðast ætJa ég svo að leika Scerzo í h-moll, marzurka og tvær études eftir Chopin. ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ BERJA SÉR — Gefst yður nægilegt tóm til tónlistariðkana yðar jafnhliða húsmóðurstarfinu? — Nægilegt og nægilegt ekki. Víst gæti ég stundum þegið að hafa betra næði en það hefir líka sína kosti að geta alltaf ver- ið heima við og gripið stundina, þegar hún gefst frá störfum heim iJisins til að taka í píanóið. Mér finnst að minnsta kosti, að við konurnar höfum enga ástæðu til að vera að berja okkur yfir því, hvað illa sé með okkur farið, ég heJd, að aumingja karlmennirnir hafi líka sína erfiðleika við að stríða, þeir þurfa að vinna úti, við kennslu eða annað á daginn og taka svo sín eigin verkefni til viðbótar, þegar heim kemur, Nei, segir frú Jórunn að lokum, Jistamaður er alltaf listamaður, hvort heldur sem er karl eða kona, tækifærin bjóðast báðum jafnt. sib. Gefa blóð til að mótmæla. CHICAGO 6. marz: — 35 menn frá Puerto Rico, sem staddir voru hér í bæ, gáfu blóð á sjúkrahúsi til að sýna andúð sína á morðtil- ræðinu í bandarísku fulltrúadeild j inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.