Morgunblaðið - 07.03.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.03.1954, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. marz 1954 MORCUNBLAÐIÐ 9 MINMBIVG HWL& mm l]ENEI)!KT$SöPmR Fæddur 20. fúlí 1885 - Dáinn 26. febrúar 1954 |[yegj|||)|-g fnyflHIHllS Sjállstæðisflokksins Hallgrímur Benediktsson. SÚ KYNSLÓÐ, sem hóf þátttöku sína í athafnalífi á íslandi í upp- hafi 20. aldarinnar var borin til mikilla verkefna. Það var því gaefa lands og þjóðar að á þess- am morgni íslenzkrar endurreisn ar komu margir vaskir menn framá athafnasviðið.fuilír áhuga, bjartsýni og trúar. á framtíðina, og sina eigin möguleika til þess að vinna þjóð sinni vel. Einn þeirra var Hallgrímur Benedikts- son, sem á morgun verður bor- inn til grafar hér í Reykjavík. Með honum er horfinn íslend- sngur, sem óx með öldinni af <óvenjulegri giftu og með yfir- lætislausum glæsibrag. Hann bófst af sjálfum sér, ruddi nýjar slóðir á athafnasviði sínu, var sýndur mikill trúnaður af samtíð sinni og iauk ævistarfi sínu við yinsældir og virðingu þjóðar sinn ar. Ag slíkum mönnum er mikill mannskaði. En þeirra er gott að minnast. t t Hallgrímur Benediktsson var Austfirðingur að ætt, fæddur 20. júlí árið 1885 að Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Foreldrar hans voru Guðrún Björnsdóttir frá Stuðl- um í Viðfirði, Þorleifssonar bónda þar. Péturssonar bónda að Karlsskála við Reyðarfjörð og Benedikt Jónsson smiður og bóndi á Refsstað og Rjúpnafelli í Vopnafirði, prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar. Ólst hann síðan upp hjá frænda sínum, séra Birni Þorlákssyni á Dvergasteini og dvaldi þar fram til tvítugsaldurs. Þá hugði hann á skólagöngu og hóf verzlunarnám í Reykjavík. En vegna féleysis stóð sú skóla- vist aðeins árið 1905—1906. Þá var henni lokið og hinn ungi mað ur hvarf til starfa. Vann hann fyrst í stuttan tíma á pósthúsinu í Reykjávík en tók síðan að stunda verzlunarstörf. Við þau vann hann árin 1907—1911. En það ár stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, umboðs- og heildverzl- un, er síðan hefur borið nafn hans. Rak hann hana einn fyrsta áratugínn en síðan í 19 ár í fé- lagi við Hallgrím A. Tuliníus og loks einn síðasta einn og hálfan áratuginn. Þegar Hallgrímur Benedikts- son hóf sjálfstæðan verzlunar- rekstur var innflutningsverzlun- in ennþá að verulegu leyti í er- lendum höndum. Margvislegir erfiðleikai voru á vegi þeirra Islendinga, sem tóku upp bar- áttuna fyrir því að færa verzlun ina inn í landið. En fyrirtæki Hallgríms Benediktssonar sigrað- ist á þeim, færði út kvíarnar og aflaði sér trausts og álits. Heiðar- leiki og prúðmennska eiganda þess mótaði starf þess og öll viðskipti. Síðar gat þetta fyrirtæki af sér ný iðn- og verzlunarfyrirtæki. Hallgrimur Benediktsson varð þannig einn af brautryðjendum innlendrar verzlunar. A því sviði vann hann merkilegt og þjóðnýtt starf. Fyrir það hlaut hann einnig traust stéttarbræðra sinna og hins mikla fjölda viðskiptavina fyrirtækja hans. I þágu íslenzkr- ar verzlunar fórnaði hann veru- legum hluta starfskrafta sinna. t t En þrátt fyrir fjölþætta þátt- töku í athafnalífi þjóðarinnar varð það jafnframt hlutskipti Hallgríms Benediktssonar að taka mikinn þátt í félagsmálum og gegna fjölmörgum opinberum trúnaðarstöðum. Hann átti sæti í Verzlunarráði í fjölda ára og var formaður þess í hálfan ann- an áratug Þá sat hann í áratugi í stjórn Vinnuveitendafélags ís- lands, Eimskipafélags fslands og Sjóvátryggingafélags íslands. í mörg ár var hann í stjórn Ar- vakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, ög formaður hennar síðustu árin. í bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann sæti á árunum 1926—1930 og öðru sinni árin 1946—1954. Varaforseti hennar var hann ár- in 1946—1952 en forseti frá þeim tíma til loka kjörtímabilsins. Á Alþingi átti hann sæti árin 1945—1949 Þess hefur aldrei heyrzt getið, að Hallgrímur Benediktsson væri kjörinn til opinberra starfa vegna þess að hann hefði sjálfur sótzt eftir þeim. Mannkostir hans og það traust, sem hann naut hjá samborgurum sínum ruddu hon- um jafnan brautina til trúnaðar- starfa og áhrifa. t t Hallgrímur Benediktsson var hár maður vexti, grannur, bein- vaxinn og vel limaður. Hann var fríður sýnum og drengilegur í allri framkomu. Málafylgja hans mótaðist jafnan af hógværð og yfirlætisleysi. Meginregla hans í starfi hans var sú, að orðheldni og heiðarleiki væri líklegri til varanlegs gengis en bráðlæti í skjótfenginn gróða. í æsku sinni var Hallgrímur Benediktsson einn fræknasti íþróttamaður þjóðarinnar. Hann vann sæmdarheitið glímukóngur íslands á Þingvöllum árið 1907. Árið 1912 vann hann verðlaun fyrir glímu á Olympíuleikjum í Stokkhólmi. Fyrir þessi afrek og drengskap í hverjum leik, naut hann þegar á unga aldri almennr ar hylli. Hallgrímur Benediktsson kom jafnan fram eins og sannur íþróttamaður. Hann beitti menn aldrei brögðum eða ref jum. Fram koma hans var hrein og bein, mótuð góðvild og laegni. Þannig ÞEGAR Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Reykjavík- ur, féll frá fyrir 2 árum missti bæjarstjórnin forystumann, sem stjórnað hafði fundum hennar í rúman aldarfjórðung með ein- vann hann að áhugamálum sín- um og kom þeim fram. Samstarf hans við aðra menn aflaði hon- um jafnan vina, sem treystu hon- um og mátu mannkosti hans. t t Hinn 6. júlí árið 1918 kvæntist Hallgrímur Benediktsson Ás- laugu Geirsdóttir Zoega rektors, glæsilegri og ágætri konu. Áttu þau fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni. Einn sona sinna misstu þau hjón kornungan. Hin börn þeirra eru Ingileif, gift Gunnari Pálssyni framkvæmdarstjóra, Björn forstjóri Ræsis, kvæntur Sjöfn Kristinsdóttur og Geir bæj- arfulltrúi og héraðsdómslögmað- ur, kvæntur Ernu Finnsdóttur. Öll eru börn þeirra hjóna mann- vænlegt og drengilegt fólk. Hafa synirnir tekið mikinn þátt í at- vinnurekstri föður þeiira síðustu árin. t t Hallgrímur Benediktsson var á 69. aldursári er hann lézt 26. febrúar s.!. En hann var ungur í anda og útliti fram til hinztu stundar. Hans er nú sárt saknað af eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum hans. í hugum fjöl- menns vinahóps geymist einnig minningin um vaskan mann og góðan dreng, sem gekk heill að starfi sínu, Jauk miklu dagsverki og gaf gott fordæmi. Hallgríms Benediktssonar væri þá vel minnst ef íslenzk æska festi sér í minni þær meginreglur, sem hann starfaði eftir og sköpuðu hamingju hans og lífsgengi. Morgunblaðið og starfsfólk þess vottar ástvinum hans og skylduliði einlæga samúð í sorg þess um leið og það þakkar starf hins látna drengskaparmanns. stakri prúðmennsku, háttvísi og réttsýni. Hallgrímur Benediktsson tók við starfi Guðmundar og var forseti bæjarstjórnar um tveggja ára skeið. Það kom strax HALLGRÍMUR Benediktsson var á 69. aldursári þegar hann féll frá. Vinir hans vissu að hann , hafði um nokkurt áraskeið kennt i | hjartabilunar og höfðu því í raun j inni óstæðu til að óttast, að hann i gæti horfið af sjónarsviðinu hve- ! nær sem væri og án fyrirvara. Samt sem áður tókst dauðanum enn að fcoma flestum á óvart. Veldur bar um mest, að miðað við aldur var Hallgrímur hverj- um manni unglegri, glæsilegri og glaðari og karlmennskan, sem einkenndi hann öðrum fremur, var söm og óbreytt. Hallgrímur vakti því vitund um líf og bar- óttu en ekki um dauða og hvíld. Ég kynntist Hallgrími Bene- diktssyni í byrjun aldarinnar. Var í æsku meðal heitustu að- dáenda íþróttakappans og hefi ég engan afreksmann á því sviði dáð til jafns við Hallgrím. Síðan hafa leiðir okkar alltaf legið saman, bæði á sviði athafnalífsins og stjórnmálanna. Við höfum ekki alltaf verið sammála um allt en alltaf um flest og oftast um allt, sem máli skipti. Einhver áhrif kann þetta að hafa á mat mitt á Hallgrími Benediktssyni, því venjulega sjáum við betur kosti samherjanna en andstæðinganna. En sem vinur Hallgríms get ég líka alveg unað dómi annarra um hann. Ég get jafnvel falið andstæðingunum einum að dæma, því sú gifta hefur æfin- lega fylgt Hallgrími, að hann hefur flestum fremur notið rétt- dæmis og sannmælis nærri allra, sem honum kynntust. Er þetta fremur fátítt í návígi íslenzkrar baráttu og ekki sízt um menn, sem verið hafa í fylkingarbrjósti og oftast þar sem bardaginn var harðastur. En furðulegast er þetta bó þegar haft er í huga, að Hallgrímur var alla tíð mikill ofurhugi, kappsamur og fylginn sér og sóknharður ef því var að skipta. Að Hallgrímur samt sem áður naut svo óvenjulegra vinsælda, jafnt samherja sem andstæðinga, stafaði fyrst og fremst af því, að hann barðist jafnan drengi- í ljós, að Hallgrímur fetaði dyggi- lega í fótspor fyrirrennara síns um alla fundarstjórn. Óhaggan- leg réttsýni hans og háttvísi, sam- fara tillitssemi, var einkennandi fyrir allan forsetadóm hans. Ég veit, að ekki aðeins við sam- herjar hans í bæjarstjórninni, heldur einnig fulltrúar minni- hluta flokkanna, eru á einu máli um það, að fundarstjórnin hafi farið honum frábærlega vel úr hendi. Var það jafnan auðfundið, hvilíka virðingu bæjarfulltrúar báru fyrir Hallgrími og hvert traUst hann hafði hjá þeim um fullkomið réttlæti í stjórn og úr- skurðum. Hallgrímur Benediktsson átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur í þrjú kjörtímabil samtals. Fyrst árin 1926—1930 og síðan 1946— 1954. Þessi störf voru einn af ótal þáttum í starfi Hallgríms Benediktssonar fyrir Reykjavík- urborg. Með þingmennsku sinni, forgöngu um mörg þjóðþrifafyr- lega. Menn fundu í Hallgrími margt af því, sem þeir mátu mest hjá kappanum, sem sagði: „Hvat ek veit hvárt ek mun því óvaskari maðr, enn aðrir menn, sem mér þykir meira fyr- ir. en öðrum mönnum at vega menn.“ Menn skildu að það var líkt um Hallgrím og Gunnar á"Hlíð- arenda, að báðir kunnu vel til víga en vildu þó lifa í friði við alla menn. Á ég hér ekki við, að Hallgrímur væri ræðusnill- ingur eða beitti andans brandi af sama afli og leifturhraða sem Gunnar atgeirnum. Þvi fór að mínum dómi fjarri. En hann hafði hlotið i vöggugjöf eða þroskað með sér flest annað —• og það er margt — sem mestu skiptir í baráttu líðandi stund- ar. Farsælar gáfur hans, örugg dómgreind, festa, þrautsegja og kjarkur, virðuleg framkoma og glæsileiki skópu honum traust annarra og leiddu hann víða til öndvegis. En góðgirni hans og drengskapur voru honum svo ör- uggur leiðarvísir, að enda þótt hann væri geðríkur og flestum mönnum kaþpsamari, tókst hon- um að sanna réttmæti þess trausts, sem samherjarnir báru til hans og öðlast jafnframt virð- ingu og hlýhug gagnaðila. Aðrir munu segja hér marg- þætta og merka sögu Hallgríms Benediktssonar. Ég læt nægja að færa honum þakkir allra Sjálf- stæðisrhanna fyrir ágæt störf hans í þógu flokksins og þjóðar- innar. Það eru menn eins og Hallgrímur Benediktsson og hans líkar, atgerfismenn, sem af eigin rammleik öðlast mannaforráð, auð og vcld en varðveita þó þjón- ustulund sína óspilta, sem því valda að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur svo mikils trausts alls al- mennings, sem raun ber vitni um. Hallgríms Benediktssonar verð ur mikið saknað af mörgum. Reykjavík er fátæklegri eftir hvarf hans, a. m. k. í augum eldri kynslóðarinnar. irtæki, og umsvifamiklum at- vinnurekstri, átti Hallgrímur Benediktsson sinn drjúga þátt í velgengni Reykjavíkur. Persónuleiki Hallgríms var á marga lund óvenjulegur. Einstök samvizkusemi og hyggindi ein- kenndu allt hans starf. Prúð- mennskan, háttvísin og dreng- skapurinn báru svo af, að Hall- grímur skar sig úr meðal flestra samferðamanna sinn. Hann sam- einaði í framkomu sinni og starfi á óvenjulegan hátt margt hið bezta úr eðli Islendingsins, bæði úr kristnum og h'eiðnum sið. Hreysti og harðfengi, drengskap- ur, mildi og kærleiksandi héld- ust þar jaínan í hendur. Á sinni tíð var hann afburða maður í íþróttum og kunni flest- um betur stjórn á sér í þeim efn- um. Eins hafði hann öruggt vald á sinum innra ínanni, og þótt vinir hans yrðu þess stund- Framh. á bls. 10. Reykjavíkurbær stendur é stórri þakkarskuld við Hallgrím Benediktsson Ólafur Thors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.