Morgunblaðið - 07.03.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1954, Blaðsíða 16
Veðurúilil í dag: AUhvnss NA. Lcttskýjað. Samlal við Jórunni Viðar á bls. 8. 9 Ólag reið á skipið á miðum úti. ÞAÐ SVIPLEGA slys vildi til í fyrrakvöld á miðum úti, er ólag reið á togarann Geir frá Reykjavík, að einn skipverjanna, Níels P. Guðmundsson háseti, til heimilis hér í Reykjavík, beið bana. ) Togarinn Geir hafði verið á* veiðum um tvo sólarhringa út af Snæfellsjökli er slysið vildi til. Skipverjar voru margir að vinnu á þilfari. Verið var að .ganga frá botnvörpunni stjórn- jborðsmegin, því slæmt veður var í aðsigi. Ólagið reið á skipið bakborðs- xnegin, en þar var Níels heitinn. lir ólagið var um garð gengið, Jkom í ljós að Níels hafði hlotið Jjöfuðhögg, en ekki missti hann ineðvitundina. w Var farið með hann niður, og iionum hjúkrað, en honum þyngdi skjótt. Togaranum var þegar siglt áleiðis til Reykjavík- úr. — Laust fyrir miðnætti lézt Níels af afleiðingum höfuðhöggs- ins, en við það mun höfuðkúpan hafa brotnað. Togarinn Geir kom hingað til Reykjavíkur um klukkan 11 í gærmorgun. t t Níels P Guðmundsson var 32 ára, ættaður úr Hnífsdal. Hann Jætur eftir sig konu, Kristínu Guðmundsdóttur og misseris- gamalt barn. Níels var þaulvanur togarasjómaður og hafði verið á iogaranum Geir í rúmlega tvö ár. Hér í bænum átti Níels heitinn heima að Eskihlíð 29. Kynning á íslenzkum hestum í Skollandi SAMÞYKKT var á Búnaðarþingi að beina þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að veitt yrði fé til kynningar á íslenzkum hestum í Skotlandi á næsta vori. Var samþykkt svohljóðandi til- laga um þetta mál: „Búnaðarþing óskar eindregið eftir því að ríkisstjórnin veiti fé til kynningar á íslenzkum hest- um, í Skotlandi á næsta vori. Þetta verði framkvæmt þannig að keyþtir verði 8 hestar og send ir út, ásamt kennara í hesta- mennsku og ráðunaut Búnaðar- félags íslands í hrossarækt. S'kulu þeir dvelja í reiðskóla í Skotlandi um tíma í vor til þess að kynna þar ágæti íslenzkra hesta og kenna þar íslenzka hestamennsku samkvæmt framkomnu tilboði. Kostnaður við framkvæmd þessa er áætlaður allt að kr. 60.000.00.“ Matsvemuskóliim Nú er hver síðastur að sjá hina merku sýningu Jóns Stefánssonar, sem haldin er í Listvinasalnum við Freyjugötu. Sýningunni lýkur í kvöld kl. 23.00, og er ekki útlit fyrir, að henni verði framlengt. ! Sýningin hefur verið fjölsótt að undanförnu, og hefur sýningar- gestum þótt mikill fengur í að sjá nýjustu verk þessa málara. Þess I skal getið að í dag verður sýningin opnuð kl. 10 f. h. til hægðar- I auka þeim, er betur eiga heimangengt á þeim tíma dags. Mynd- in hér fyrir ofan er af einni blómamynd Jóns Stefánssonar. Erfiðasti dasnirinn við Togarasjómaður deyr af völdum höfuðhöggs uC mjólkurflutningana í gær FÆRÐIN Á VEGUM í AUSTUR- SVEITUM ORÐIN MJÖG SLÆM INÓTT er leið var unnið í Samsölunni að mjólkurvinnslu, því svo seint komust mjólkurbílarnir að austan í gærkvöldi. — Höfðu þeir þá verið á leiðinni frá því eldsnemma um morguninn. iGóður afli sfðustu viku hjá Sand- gerðiibálum 'SANDGERÐI, 6. marz: — Al- jnenn hafa bátarnir hér róið 4 {s’óðra í viku, þó hafa 2 bátar farið 5 róðra, þeir mb. Mummi og Hétur Jónsson. Beztur afli var 4. jþ.m. Þá hafði Mummi 20.285 kg. Næstir voru Víðir með 17.860 kg. og Guðbjörg með 15.400 kg. — Hægsti báturinn var þann dag jneð 5.700 kg. Vikan hefur verið flestum bátum góð og hafa 3 æstu bátarnir fengið frá 47.000 g. upp í 67.000 kg. Búist er við ‘íf.lmennu ræði í nótt. f dag beittu ;bátarnir loðnu og er það í fyrsta þkipti á vertíðinni, annar hafa 'þeir beitt síld. — Axel. í gær var slíkt fárviðri, að íullorðnir karlmenn réðu sér •«?kki í hvössustu byljunum. Einn ‘maður fauk og viðbeinsbrotnaði, ;<én meiðslin eru ekki talin alvar- tteg. Það var Bessi Guðlaugsson, eem fyrir þessu slysi varð. BÁTUR FAUK Á HAF ÚT Aftök þessi hafa ollið nokkr- •um skemmdum hér. Þakplötur íuku af húsi, sem verið var að íjárnklæða og árabátur, nokkuð ’titór, sem var hér í fjörunni, um }30 metra fyrir ofan sjávarmál, jífannst ekki í morgun, er talið að SAMGÖNGUMÁLARÁÐUNYT- IÐ hefur samkv. lögum nr. 82/ 1947 um Matsveina- og veitinga- þjónaskóla og lögum nr. 83/1952 um breytingu á þeim lögum, skip að til 4 ára Tryggva Þorfinnsson matreiðslumann sem formann skólanefndar þess skóla. Aðrir skólanefndarmenn hafa jafn- framt verið skipaðir þeir Böðv- ar Steinþórsson formaður Sam- bands matreiðslu- og framreiðslu manna, Pétur Daníelsson varafor maður Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, Haraldur Hjálmarsson varaformaður deild ar fiskiskipamatsveina innan S. M. F. og Sigurður B. Gröndal framreiðslumaður. Iþróiíagefraun ÚRSLIT getraunaleikjanna í gær urðu þessi: 111 — 21x — 222 — 1x2. hann hafi fokið á haf út og sé algjörlega glataður. KAUPSTAÐURINN MJÓLKURLAUS Allir vegir tepptust í fyrrinótt og hefur kaupstaðurinn verið mjólkurlaus nú í tvo daga. Eftir hádegið í dag var farið á snjó- bíl til þess að sækja mjólk að Laxamýri en þangað er 8 km leið. Bíllinn er búinn að vera um tvo tíma og er ennþá ókomin að Laxamýri. Hér á Húsavík eru meira en mannhæðarháir skaflar á götunum og öll umferð teppt. — Fréttaritari. Merkjasala Hvíla- bandsins í dag í DAG hefur Hvítabarwlið merkja sölu til ágóða fyrir ljósastofu sína. Ljósastofan hefur nú starf- að í 2 ár og verið mikið sótt. Læknar bæjarins hafa sýnt vel- vilja sinn í því að vísa þeim börn um þanðað sem þeir telja aðþurfi ljósböð, og eru þar nú um 70 börn, enda mikill lasleiki í bæn- um. Sá ljóður er á að félagið á ekki sjálft húsnæði yfir þessa starf- semi sína, en bærinn hefur sýnt félaginu þá vinsemd að láta það hafa húsnæði hingað til, en það mun ekki hægt framvegis, því nóg er til af húsnæðislausu. fólki í bænum, Það er því takmark Hvíta- bandsins að ljósastofan fái í fram tíðinni sitt eigið húsnæði og með það fyrir augum er efnt til þess- arar merkjasölu. Treysta félagskonur bæjarbú- um til að sýna málefninu velvild og kaupa merki félagsins er seld verða í dag.___________ RKi deiid þakkar Á MERKJASLUDEGI Rauða Krossins í Keflavíkur- og Njarð- víkurdeild, seldust merki þar syðra fyrir kr. 4350.00. Hefur stjórn deildarinnar beðið Mbl. að færa sölubörnum þakkir fyr- ir dugnað þeirra. Fréttaritari Mbl. á Selfossi símaði í gærkvöldi, að mjög erfiðlega hefði gengið í gærdag að ná mjólkinni saman í sveit- unum. — í þrjár sveitir varð ekki komizt: Biskupstungur, Gríms- r.es og í Laugardalinn. í aðrar sveitir var færðin mjög þung, eins austur í Rangárvallasýslu. Snjóýtur höfðu tæplega við vegna skafrennings. Bílarnir, sem fóru austur í Holtin í gær- morgun, komust til Selfoss milli kl. 7—8 í gærkvöldi. — Bílarn- ir, sem voru sendir í Hreppana voru ókomnir kl. 8.30 í gærkvöldi. Krísuvíkurvegurinn er snjó- léttur, en Hellisheiðin er ófær orð in. Mjólkurbílarnir komust yfir heiðina um kl. 5,30 í gærdag, en hingað til bæjarins komu þeir milli kl. 9—10 í gærkvöldi. Næg mjólk verður hér í bænum í dag. Strax og veðrinu slotar, en spáð er minnkandi norðanátt, munu snjóýturnár ryðja vegina í aust- ursveitum. Á þessum vetri hafa mjólkur- flutningarnir ekki verið jáfn miklum erfiðleikum bundnir og í gær. Kjölur lagður að nýjum báli á Akran. AKRANESI, 6. marz: — f dag var lagður kjölur að nýjum bát á dráttarbraut Þorgeirs Jósefs- sonar á Akranesi. Eigandi báts- ins sem þarna á að smíða, er sam vinnufélagið Guðfinnur í Kefla- vík. — Oddur. Aframhaldandi slórhrið á Húsavík, Mjólkurlaus bær HÚSAVÍK, 6. marz. — f gær og fyrradag hefur geisað mikið óveð- ur hér á Húsavík. í dag er áframhaldandi stórhríð, þótt veð- •urhæðin fari minnkandi, er snjókoma sízt minni. Um IðJðö tenm. 7 í aí síijó ekið úr Miðbænum UNDANFARIÐ hafa daglega um 70 verkamenn unnið að snjó- mokstri á götum bæjarins og 12 vörubílar, sem við snjóakstur hafa veríð, hafa flutt úr helztu umferðargötum í Miðbænum 10.000 teningsmetra af snjó. í út- hverfum bæjarins hafa snjóýtur verið að verki, en þar er snjónum ýtt til hliðar til að gera umferð- ina greiðari og hættuminni. Dýnamid hvellhett- um stollð í GÆRKVÖLDI var birt viðvör- un frá hreppstjóranum í Njarð- víkurhreppi til barna og forráða- manna þeirra vegna þess að stol- ið hefir verið úr læstri geymslu nokkrum hvellhettum, sem þar voru geymdar. Þær geta verið hættulegar í meðförum unglinga, Tveggja ára barn fann eina slíka hvellhettu í gærdag er það var að leik skammt frá hreppstjóra- bústaðnum. Talið er að innbrot- ið í geymsluna hafi verið framið í fyrrinótt eða nóttina þar á und- an. Stjórnarkjör í FéL :! ísl. raSvirkja í DAG verður gengið til stjórnar- kosningar I Fél. ísl. rafvirkja hér í bæ. — Um 270 rafvirkjar eru á kjörskrá. — Stjórn og trúnaðar- mannaráð félagsins ber fram A- listann_ og eru efstu menn hans þeir: Óskar Hallgrímsson, Þor- valdur Gröndal, Gunnar Guð- mundsson, Kristján Benediktsson og Guðmundur Jónsson. Kjörfundur hefst kl. 2 í dag og lýkur kl. 10 í kvöld og verð- ur í skrifstofu félagsins í Eddu- húsinu við Lindargötu. Akranesbátarnir i voru með 135 tonn í gær AKRANESI, 6. marz: — Afli bát- anna í gær var samtals 135 tonn Hæstur var Keilir með 11 % tonn. 16 bátar eru á sjó héðan í dag. Tveir snéru aftur í nótt. Ekki er vitað um afla. — Oddur. SJÁLFSTÆÐISKONUR Þær sjálfstæðiskonur, sem ekki eru enn búnar að fá sér að- göngumiða að afmælisfagnaði sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat- ar, sem verður í Sjálfstæðishús^ inu á naánudagskvöldið, geta keypt þá í dag hjá Maríu Maack, Þingholtsstræti 25. Skákcmvígið 1 HAFNARFJÖRÐUR 28. leikur Hafnarfjarðar: Dg5—e3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.