Morgunblaðið - 07.03.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1954, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. marz 1954 Framlu af bls. 9. um varir, að honum ryrini í skap, hafði hann jafnan trausta stjórn á skapi sínu. Reykjavíkurbær stendur í stórri þakkarskuld við Hallgrím ■Benediktsson fyrir líf hans og Starf. Að honum er mikill mannskaði og eftir^já. Við vinir hans tfegum hánri o§ kýrgjunt meira en flesta menn aðra, sem frá hafa fallið. Megi forsjónin gefa okkur sem flesta slíka dugn- aðar- og drengskaparmenn. Gunnar Thoroddsen. Engin stofnun var honum eins hugleikin sem Eimskipafélag Islands heild. Eins og óður er viftið að, stóð hann “þar í- fáratbroddi á hinum erfiðustu tímum og lagði sig mjög fram. Eins og ég gat um í upphafi, hittumst við Hallgrímur Bene- diktsson fyrst í Glímufélaginu Ármann, og það einkennilega gerðist, að einnig meðal okkar gömlu félaga og samherja í Ár- mann bar fundum okkar síðast =aman. Um það leyti sem há- tíðahöld félagsins í tilefni af 65 ira afmæli þess stóðu yfir kom- um við allmargir eldri félagar saman til fundar að Hótel Borg. Á þeim fundi sýndi Hallgrímur Benediktssion eins og isvo oft Sður, hve'rn hág"" ha'ítri bar tih Glímufélagsins Ármann og íþróttamálanna í landinu. íþrótta menn vorir eiga því ekki síður en aðrir um sárt að binda við fráfall hans. Með fráfalli Hallgríms Bene- diktssonar er þungur harmur kveðinn að ástvinum hans og vinum öllum. Verzlunarstéttin í heild minnist hans með virðingu og þakklæti, og allir aðrii, sem þekktu hann, eru honum þakk- látir. Starf hans var þjónusta, — þjónusta við guð og menn, •— lögð fram af ósérhlífni og fullri einlægni. Eggert Kristjánsson. EKKI grunaði okkur samstarfs- menn Hallgríms Benediktssonar, er við sátum fund með honum íyrir örfáum dögum, að við vær- ym þá að kveðja hann í síðasta jsinn. En þessi hefir orðið raun- ip. Hann kenndi lasleika mið- Vikudaginn 24. febrúar og aðeins fyeim dögum síðar var hann lát- inn. ■' Hallgrímur Benediktsson tók sæti í stjórn Eimskipafélags ís- lánds .3. febrúar 1921, þá aðeins 35 ára að aldri. Lætur þannig ri'ærri, er hann nú kveður þennan heim á 69. aldursári, að hann hafi verið hálfan aldur sinn við stjorn arstörf, þar af 3 síðustu árin stjórnarformaður. Hallgrímur Benediktsson var ^vaddur til hinna mikilvægustu trúnaðarstarfa. Hann átti þátt í slofnun og stjórn fjölmargra félaga og fyrirtækja, sem orðið hafa lyftistöng íslenzku athafna- lífi og aukið hagsæld fátækrar smáþjóðar. Með athöfnum sínum og úrræðum markaði hann djúp sþor í atvinnulíf íslendinga. Allsstaðar var hann eftirsóttur óg aldrei brást hann. Engin tofnun var honum þó eins hug- eikin sem Eimskipafélag íslands. Það félag átti hug hans allan og óskiptan. Hann taldi sjálfur, að stofnun Eimskipafélagsins hefði iparkað tímamót í sjálfstæðis-j baráttu íslendinga og það var von hans, að íslendingar ynnu jafnan einhuga að vexti og við- gangi félagsins. Sjálfur vann hann þar gifturíkt starf, sá skipa- stól félagsins margfaldast og áltarfsemina vaxa og eflast. í þeirri þróun átti hann ríkan og farsælan þátt. Eimskipafélag íslands á nú á bak að sjá einum hinna mikil- hæfustu manna, er við sögu þess hafa komið. Skarð það sem orðið hefir við fráfall hins mikilsmetna stjórnarformanns, stendur ófullt og opið. Hallgrímur Benediktsson var sannur gæfumaður. Hreinlyndi hans og skapfesta, glæsimennska og ósvikin karlmannslund — þessir kostir, sem íslendingar meta meira en nokkuð annað — skipuðu honum verðugan sess hvar sem hann fór. Hann kom alls staðar fram til góðs. Hans sakna nú margir og þeir mest, er af honum höfðu nánust kynni. Minnast og margir sannra ánægjustunda á fögru heimili, er honum hafði búið mikilhæf og glæsileg eiginkona. Ekkert var gestum þeirra of gott. Stjórn og framkvæmdastjóri Eimskipafélags íslands þakka Hallgrími Benediktssym öll störfin, sem hann vann í félags- ins þágu. Samtímis er eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum, fluttar innilegar samúðar- kveðjur. Einar Baldvin Guðmundsson. Verzlunarsléttin minnist með virðingu og þakklæti VIÐ Hallgrímur Benediktsson hittumst í fyrsta skipti haustið Í919. Ég hafði farið á glímu- æfingu hjá Glímufélaginu Árimann, en þær voru þá haldnar í. leikfimishúsi Menntaskólans. Síér er þetta kvöld jafn minnis- stætt eins og það hefði verið í gærkvöldi. Það var nokkuð liðið áfjiæfingu og við vorum margir mættir þetta kvöld. Allt í einu viridur Hallgrímur Benedikts- spn sér mn úr dyrunum albúinn t^l leiks. Hann glímdi við okkur hfyern af öðrum með sínum al- k'árma fræknleik og drengskap. S^ðan þetta kvöld finnst mér við ávallt hafa verið vinir. ‘.Harigxímur Benediktsson var ejnstakt glæsimenni með fágaða fr^imkomu og viðurkenndur af öjþum, sem honum kynntust, fyr- H'- drengskap og lipurmer.nsku. ítáð var því eðlilegt, að hann væri eftirsóttur til forystu, enda v^r það þannig, að á hann hlóð- uat margvísleg trúnaðarstörf og þaj ekki sízt meðal verzlunar- stéttarinnar. Hann var einn af s^Ofnendum Félags íslenzkra stór- kaúpmanna og í fyrstu stjórn þgss félags og gegndi því starfi um nokkurt skeið. Var hann heiðursfélagi þar. Hann var einnig einn af stofnendum Félags ísl. byggingaefnakaupmanna og stjjórnarmaður þar um hríð. Loks vþr Hallgrímur einn af stofnend- u|ri Verzlunarráðs íslands og átti siti í stjórn ráðsins frá 1932 til léöO og gegndi þar af formanns- stfeirfum í 15 ár. Undir forustu hans naut Verzlunarráð fslands sívaxandi álits og meðlimum þess fjölgaði stórlega á því tíma- bili. Hailgrímur var mikill velunn- ari Verzlunarmannafél. Reykja- víkur og var gerður að heiðurs- félaga þess á 60 ára afmæli félagsins. Ég hef átt því láni að fagna að • vera náinn samstarfsmaður Hallgríms Benediktssonar um tvo áratugi, fyrst í stjórn Félags íslenzkra stórkaupmanna og síð- arí stjórn Verzlunarráðs íslands frá 1934 til 1950. Mér er því margt minnisstætt frá þessu langa samstarfi. Þegar Hallgrím- ur Benediktsson tók að sér for- mennsku Verzlunarráðs íslands, steðjuðu meiri erfiðleikar að verzlunarstéttinni en hún hafði áður orðið fyrir, og var það þannig öll formennskuár Hall- gríms í V. í., að höft og styrjöld skiptust á. Honum var því alltaf mikill vandi á höndum í þessu starfi. í starfi sínu sem forustumað- ur íslenzkrar verzlunarstéttar naut Hallgrímur Benediktsson óskoraðs trausts. Hann viðhafði þar reglur hins sanna íþrótta- manns. Drengskapur, orðheldni og heiðarleiki í viðskiptum við alla menn var uppistaðan í starfi hans. Þctta var og er viður- kennt jafnt af andstæðingum sem samherjum. íslenzk verzlunarstétt stendur í ómetanlegri þakklætisskuld við Hallgrím Benediktsson fyrir hið mikla og óeigingjarna starf, sem hann vann fyrir stéttina sem Einlægur og ákveðinn fylgjandi hins frjálsa framtaks einstaklingsins ÞAÐ er margs að minnast þegar vinur minn Hallgrímur Bene- diktsson er kvaddur hinsta sinni. Verða þetta þó aðeins fá og fá- tækleg kveðjuorð. Þó að persónulegum fundum okkar bæri ekki að ráði saman fyr en 1934 er hinu þó ekki að leyna, að glögg deili vissi ég áður á Hallgrími, svo mjög sem hann var æskulýð landsins kunnur, sem ímynd fræknleiks og dreng- skapar í leik og íþróttum. En þó Hallgrím bæri hátt á vett- vangi íþróttanna er hitt þó ekki þýðingarminna að nafn hans er skráð glæstum stöfum í sögu íslenzks athafnalífs og annálum félagsmála verzlunarstéttarinnar. Er ég réðzt til Verzlunarráðs íslands 1934 hafði Hallgrímur skömmu áður tekið við for- mennsku, sem hann hélt óslitið til 1950 Samskipti okkar þann áratug, sem ég vann undir hans stjórn voru margháttuð og er ljúft að minnast þeirra, enda þetta sá hluti starfsævi minnar, sem fært hefir mér mesta starfs- gleði og fullnægingu í starfi. Við höfðum jafnan þann hátt á að hittast daglega, oftast ásamt varaformanni ráðsins, sem lengst af var Sveinn M. Sveinsson, Og ræddumst við. Er mér óhætt að fullyrða, að þessir daglegu fundir hafi sjaldan fallið niður, nema sérstakar ástæður lægju til. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hér, hve mikils virði þessar daglegu viðræður voru mér og hve lærdómsríkar, en eitt er víst, að ég fékk hér fágætt tækifæri til að kynnast manninum Hall- grími Benediktssyni, viðhorfum hans til margvíslegra mála og viðbragða hans við ýmiskonar tilvikum daglegs lífs. Að sjálf- sögðu snerust viðræður okkar oftast um vandamál verzlunar- innar og verzlunarstéttarinnar. Á þessum fyrstu árum ríktu hér ströng innflutningshóft og athafnalífi einstaklingsins var í mörgu skorinn þröngur stakkur. Hallgrímur var alla tíð einlægur Og ákveðinn fylgjandi hins frjálsa framtaks einstaklingsins, ekki vegna þröngra einkahagsmuna, heldur var það bjargföst trú hans, að athafnafrelsið væri undirstaða blómlegs atvinnulífs og góðrar afkomu landsins barna. — Við- horf Hallgríms til þessa mikla vandamáls verzlunarinnar, inn- flutningshaftanna, var einkenn- andi fyrir afstöðu hans til margra annarra mála, enda snar þáttur í skaphöfn hans. Hann taldi baráttu stéttarinnar fyrir auknu athafnafrelsi höfuðverkefm Verzl unarráðsins, en samtímis væri það engu þýðingarminna að þessi barátta væri ábyrg og drengileg og kaupsýslumenn virtu settar reglur. Kom hér í ljós löghlýðni hans og meðfædd virðing fyrir lögum og rétti. Það gat og ekki samrýmst réttarmeðvitund hans, að í skjóli haftanna yrðu sköpuð forréttindi einum né neinum til handa. Var hann óþreytandi í því að túlka, að hér bæri að fylgja r.éttum leikreglum. Var og gjarnan hlustað á Hallgrím í þessu efni, því engir, mér vitan- lega, ætluðu honum annað. Félagsmál verzlunarstéttarinn- ar voru Hallgrími kær hugðar- efni. Honum var ljóst, að ung stétt, sem öðrum stéttum frem- ur, samanstendur af einstakling- um, sem oft eiga í harðri sam- keppni innbyrðis þárf að leysa mörg og viðkvæm vandamál. Og einmitt hér voru það meðfæddir eig|injleikar Hallgríms, réttsýni og drengskapur, sem réðu úrslit- um um forystu hans í þessum málum um langt árabil. Hefi ég engan mann þekkt, fyrr né síðar, sem var lægnari að sætta menn og bera klæði á vopnin, ef öldur málefnaágreinings eða baráttu- hitans virtust ætla að rísa of hátt. Einn var sá málefnaflokkur, sem Hallgrímur lé sig miklu skipta, en það voru skólamál verzlunarstéttarinnar. „Mennt er máttur“, og fáum var það ljós- ara en Hallgrími, að fámennri þjóð, sem í efnalegu tilliti á flest sitt undir blómlegri utanríkis- verzlun, ríður á fáu meira, en vel menntuðum og hæfum verzl- unarmönnum. Því var það Hall- grími einlægt gleðiefni, er Verzl- unarskóli íslands öðlaðist rétt til að brottskrá stúdenta. En jafn- franjt er mér minnisstætt við- bragð hans við fundi háskólastú- denta, sem mótmæltu þessum nýju réttindum skólans. Hall- grímur sagði þá: „Ég vona ein- læglega, að þessi mótmæli nem- enda æðstu menntastofnunar landsins byggist á einhverju öðru en andstöðu við samkeppni um embætti eða aðstöðu síðar í lífinu“. Hallgrímur óskaði hér sem annarsstaðar ekki eftir ein- okun eða sérréttindum, heldur frelsi til handa einstaklingnum til athafna og afreka. Ég sagði í upphafi, að margs væri að minnast en þetta eru aðeins fá og fátækleg kveðjuorð og þeim vil ég ljúka með því að segja, að jafnan minnist ég Hall- gríms, er ég heyri góðs manns getið. Oddur Guðjónsson. Sannur íþróttamaður Á YNGRI árum var hann glæsi-1 f jörðum, tvítugur að aldri. legur glímumaður. Hann kom Skömmu síðar gekk hann í hingað í höfuðstaðinn frá Aust-1 Glímufélagið Ármann. Þar hitti hann rn; 5 a. hiná lándskunnu; glímugarpa Sigurjón Pétursson og Guðm. Stefánsson. Urðu þeir síðar beztu glímufélagar hans, um margra ára skeið. Allir þeir, sem muna hinar skemmtilegu Skjaldarglímur Ármanns í Iðnó, meðan þeir félagar tóku þátt í þeim, gleyma ekki glímusnild Hallgríms. Hann vann tvær fyrstu Skjaldarglímurnar, sem hér voru háðar, en Sigurjón þá þriðju og fyrsta Ármanns-skjöld- inn. — Þeir félagar létu sig ekki muna um það, að glíma fullar glímulotur, þótt þær væru þá þrjár mínútur. Það atvikaðist svo, að Hall- grímur tók aldrei þátt í íslands- glimunum, um Grettisbeltið, síð- ar Glímubelti ISI, vegna ferða- laga og umsvifamikils verzlunar reksturs. En fyrsta stórsigurinn vann hann í Þingvallaglímunni 1907, er Friðrik Danakonungur VIII. kom hingað til landsins. Og varð hann þá á svipstundu þjóð- frægur, fyrir þenna frækilega sig ur. Ári síðar fór héðan glímu- flokkur á Ólympíuleikana í Lund únum undir fararstjórn Jóhannes ar Jósefssonar glímukappa, og var Hallgrímur að sjálfsögðu einn af þeim. Og 1912 var Haíl- grímur í íþróttaflokki þeim, sem að ÍSÍ sendi á Olympíuleikina í í Stokkhólmi og þá vann hann Ólympíu-glímubikarinn, sem að landar í Kaupmannahöfn höfðu gefið til verðlauna. Þessi stutta frásögn sýnir hve afburða-glímu- maður Hallgrímur var, Fyrir þessi afrek og fleiri, var hann kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ. Hallgrímur sat í stjórn ÍSÍ um margra ára skeið, og lét þar margt gott af sér leiða eins og í mörgum öðrum félögum og landssamtökum. Hann var t. d. formaður Ármanns frá 1907 til 1914. Átti sæti í stjórn ÍR um nokkra ára skeið, þar sem hann iðkaði fimleika á annan áratug. Þá iðkaði hann og sund, og notaði sjóinn og sólskinið á sumrum, þegar kostur var. Vegna margháttaðra starfa gat Hallgrímur ekki iðkað íþróttir, eins reglulega og hann vildi. En hann lét sig íþróttir og íþrótta- mál jafnan miklu skipta. Enda þekkti hann af eigin raun nyt- semi og gagnsemi íþróttanna. Á hinum haslaða leikvelli, eignað- ist hann marga af sínum beztu vinum. Honum var ljóst að glím- an okkar var ög er einn fegursti gimsteinn þjóðarinnar. Félagsskapur ungra manna upp úr aldamótunum var með öðrum brag en nú er. Menn höfðu meira íyrir íþróttaiðkunum en nú virð- ist vera, enda voru þá færri leik- vellir og leikskálar og skilyrði til fjölbreytts íþróttalífs. Menn lögðu þá oftar land undir fót. Og „vínguðinn“ hafði ekki eins mikil áhrif á störf ungra manna eins og nú virðist vera. Drengskapinn þekktu menn ekki aðeins í orði, heldur og á borði. Þá var handtakið eitt látið nægja, sem fullgilt loforð, sem staðið yrði við, en nú gilda varla undir- ritaðir samningar, með mörgum vitundarvottum. Svo hefir hinum fornu dyggðum forfeðranna hrak að. Menn voru þess þá minnugir, að íþróttirnar voru ekki aðeins til að auka máttinn heldur og manndóminn. Að þær voru ekki aðeins til að efla dáð, heldur og drengskapinn. Að þær voru ekki til að sýnast, heldur til að vera; vera sannur maður, sem vildi hugsa rétt og vilja vel; og verða sem flestum að liði. Og þetta hafa flestir íþróttamenn frá aldamót- unum sýnt og sannað, og þá fyrst og fremst Hallgrímur Benedikts- son. Þessvegna mun hans lengi minnst, ekki aðeins fyrir glímu- snild sína, heldur fyrir að hafa jafnan haldið hinum fornu dyggð um fotírieðranna í heiðri. Þess- vegna blessum vér minningu hans. Bennó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.