Morgunblaðið - 13.01.1965, Síða 2

Morgunblaðið - 13.01.1965, Síða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. janúar 1965 * Eigendaskipti að Flugskólanum Þyt Thor Solberg sýnir hér nýja flugvél FYRIR skömmu urðu eigenda- skipti á Flugskólanum Hinn nýi eigandi er Björgvin Hermannsson kaupmaður, og hitti Morgunblaðið hann að máli snöggvast í gær. Var þá staddur hjá Björgvin hinn frægi, norski flugkappi Thor Solberg, sem varð einn af fyrstu mönnum til að fljúga eins hreyfils vél yfir Atlants- hafið, þegar hann árið 1935 flaug frá New York til Nor- egs og hafði þá meðál annars viðkomu á íslandi. Björgvin kvað Flugskólann Þyt hafa yfir að ráða samtals sjö flugvélum. Tvær þeirra eru tveggja hreyfla af gerð- unum Piper Apache og Ero 45. Hinar fimm eru eins hreyfils vélar, sumar hverjar nýlegar, en aðrar eldri og þeiira á meðal hinar traustu Piper Cub vélar, sem flestir flug- menn okkar hafa lært á og aliir Reykvíkingar kannast við frá flugi þeirra yfir borg- inni á undanförnum árum. Sagði Björgvin, að ætlunin væri að festa kaup á þremur til fjórum nýjum eins hreyf- ils flugvélum, til að nota við kennsluna til viðbótar vélum, sem fyrir eru. Einnig yrðu teknar upp nýjar aðferðir við sjálfa kennsluna, og hún end- urbætt á ýmsan hátt. Nemendur við Flugskólann Þyt eru nú milli áttatíu og hundrað, og eru allar líkur á, að þeim fari ört fjölgandi á næstu árum vegna vaxandi gengis islenzku flugfélaganna og aukins áhuga á flugi og flugmálum í landinu. Auk nemendanna nota margir at- vinnuflugmenn flugvélar Þyts bæði til að æfa sig í blind- flugi og svo til að halda við Thor Solberg- (t.h.) og Björgvin Hermannsson við hina flugskírteinum sinum. Kenn- arar við skólann eru fjórir, allt þaulreyndir og traustir flugmenr. Erindi Thor Solberg til ís- lands að þessu sinni er að sýna hér nýja flugvél af gerð- inni Cessna 340. Thor Solberg hlaut heimsfrægð, er hann varð einn fyrstu manna til áð fljúga eins hreyfils flugvél yfir Atlantshafið árið 1935. Flaug Solberg í lítilli opinn'i vél frá New York til Bergen. Leiðin, sem hann valdi lá um Labrador, Grænland, ísland og Færeyjar. Hér lenti hann fyrst á Bíldudal, þá í Reykja- vík og Hornafirði og hélt það- an austur um haf. Á stríðs- árunum rak Thor Solberg flugskóla fyrir bandaríska flugherinn. Lærðu hvorki meira né minna en 10 þúsund menn flug í skóla hans. Var sérstaklega til þess tekið, að ekkert slys kom fyrir við þjálfun þessa gífurlega fjölda flugmanna. Thor Solberg er mörgupi íslendingum kunnur af fyrri komum sínum hingað. Hann stjórnar nú flugskólum í Noregi og fæst við sölu á flugvélum fyrir bandariskar flugvélaverksmiðjur. Cessna 310 er ein fullkomn- asta flugvél af þessari stærð, sem nú er völ á í heiminum. fullkomnu Cessna flugvél. Hún er sex sæta vél og öll mjög rennileg, enda er flug- hraði hennar 330 til 240 mílur á klukkustund. Hún er búin öllum fullkomnustu siglinga- tækjum, sjálfstýringu (auto- pilot) og auk þess ísvarnar- tækjum. Kvaðst Björgvin hafa mik- inn hug á að kaupa vélina, en þó hefði ekkert verið af- ráðið um það ennþá. Ef af kaupunum verður, er ætlunin að nota flugvélina við leigu- flug hér innanlands, en Björgvin telur, að það muni aukast mjög á næstu árurn. f Selfoss fastur í New York Lítil von um samkomulag hjá SÞ í deilu Bandaríkjanua og Sovélríkjanna um kostnað við gæzlulið samlakanna SÞ, New York, 12. jan. (AP-NTB) ALLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna kemur sam- an að nýju eftir jólahlé mánu- daginn 18. þ.m., og er nú verið að gera síðustu tilraunir til að koma á samkomulagi milli Rússa og Bandaríkjamanna varðandi greiðslur vegna gæzluliðs samtakanna. Talið er að mjög hafi dregið úr líkum fyrir samningum í dag þegar kunnugt varð að Bandaríkjamenn hafa neitað að fallast á frestun á því að svipta þau ríki atkvæðisrétti á Allsherjarþinginu, sem skulda samtökunum meira en sem svarar tveggja ára fram- lagi. Hinsvegar hafa Bandaríkja- menn fallizt á að umdeildan kostnað við gæzlulið SÞ megi greiða með frjálsum framlögum aðildarríkjanna. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, hefur verið milligöngumaður í deilu fulltrúa Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. f gær lagði hann fram sáttatillögu frá nokkrum Asíu- og Afríkuríkjum, en til- laga þessi var í tveimur liðum. í fyrsta lagi að felld yrði úr gildi 19. grein stofnskrár SÞ, þar sem ákveðið er að hvert það ríki, er skuldar tveggja ára framlag til samtakanna, skuli missa at- kvæðisrétt. í öðru lagi að greiða megi skuldir vegna gæzluliðs SÞ í Kongó og Austurlöndum með frjálsum samskotum aðildarríkj- anna. Fulltrúar Sovétríkjanna höfðu þegar tilkynnt að þeir gætu fall- izt á þessa tillögu að því tilskyldu að framlag þeirra^til samskot- anna væri ekki tekið sem greiðsla fyrir gæzlukostnað, og að ekki yrði skýrt frá því hvert framlag þeirra væri, né hvenær það yrði innt af hendi. í dag tilkynnti fulltrúi Banda- ríkjanna að bandaríska stjórnin féllist á frjáls samskot til greiðslu á 86 milljón dollara skuld Sovét- ríkjanna, Frakklands og 19 ríkja annarra vegna gæzluliðsins. Hins vegar sagði fulltrúinn að stjórnin neitaði að fella 19. grein stofn- skrárinnar úr gildi. Þegar Allsherjarþingið kom saman í síðasta mánuði varð sam- komulag um að fresta afgreiðslu allra meiriháttar mála um þrjár vikur, meðan reynt yrði að ná samningum um atkvæðisréttinn. Samningar náðust ekki, og um jólin var þinginu frestað til 18. janúar. Var vonazt til að þessi frestur nægði til samninga. Ef samningar takast ekki fyrir mánudag, er eftir að sjá hvort Bandaríkjamönnum tekst að fá nægilega mörg ríki til fylgis við sig til að koma ákvæðum 19. greinar stofnskrárinnar í fram- kvæmd. Talið var, þegar Alis- herjarþingið kom saman í des- ember, að Bandaríkin hefðu tryggt sér nægilegt atkvæða- magn til þessa. En síðan er álitið að margir fulltrúar, bæði hlut- lausra og vestrænna ríkja, hafi skipt 'um skoðun, og séu tregir til að taka þeisa ákvörðun, sem gæti orðið til- þess að Sovétríkin segðu sig úr Sameinuðu þjóðun- um. Stormar og snióalög H®LLISS‘ANT>I, 12. jan; — Það er varla að menn hér á Hellis- sandi muni jafn stirða veðrattu og snjóalög sem nú eru hér um slóðir. Það hefur orðið að senda jarðýtu á vettvang hér í kaup- túninu til þess að halda götun- um opnum. Dag eftir dag er hvassviðri. Þeir fáu bátar sem byrjaðir eru róðra hafa haft sára- lítinn afla en verkfall hefur ekki verið boðað hér þó samningar séu opnir. í dag er skafhríð hér rétt ofan við bæinn og hætt við að áætlunahbíllinn frá Reykja- vík verði lengi á leiðinni, en jarð- ýta átti að fara fyrir bílalsit yfir Fróðarheiði 1 dag — U Drengur fyrir bíl ÞaÐ siys varð á Strandgötu í Hafnarfirði á móts við Þjóð- kirkjuna í gærdag að 10 ára drengur, Bergsteinn Ásbjörnsson, varð fyrir bifreið. Hann var flutt ur á Slysavarðstofuna og virtist aðeins hafa fengið snert af heila- hristingi. EINS og kunnugt er, stendur nú yfir verkfall hafnarverkamanna á austurströnd Bandaríkjannna. Morguniblaðið sneri sér í gær til þriggja stærstu skipafélaganna hér á landi, sem stunda siglinigar til Bandaríkjanna, og spurðist fyrir um áhrif verkfallsins á ferðir skipa þeirra. Óttar Möller, forstjóri Eitn- skipafélags íslands, kvað Sel- foss fastan í New York, vegna verkfallsins. Dettifoss fari einnig til New York frá Dublin, þar sem hann lestar nú. Aðrar siglingar munu ekki á næstunni til Amer- íku hjá Eimskipafélaginu. Tvö skip SÍS munu um það bil að leggja af stað tit Bandaríkj- anna, samkvæmt upplýsingum Hjartar Hjartar, forstjóra skipa- deildar SÍS. Arnarfell fór frá Antwerpen í gær og Jökulfell fer frá Keflavík á morgun. Samkvæmt upplýsingum Gunn- ars Ólafssonar, fulltrúa hjá h.f. Jöklum, fór Langjökull frá Vest- mannaeyjum áleiðis til New York í gær, en önnur skip félagsins munú ekki á förum til Ameríku á næstunni. Roiuisókn hald- ið ófram RANNSÓKN í máli togaranna Péturs Halldórssonar og Robert Hewitt frá London sem teknir voru og kærðir fyrir landlhelgis- brot niú um helgina, var haldið áfram í gær. Sennilegt er að henni Ijúki í dag. Rannsóknar- dómari er Jóhann Níeisson. Dómkvaddir skoðunarmenn voru í gær sendir út með brezka togaranum og Öðni til athugunar á tækjum skipanna. Síðan fóru fram yfirheyrsiur, sem stóðu yfir í gærkvöldi, er blaðið fór I prenntun. Skipstjóri á Róbert Hewitt er Robert Juhn Hutoheon, en á Pétri Halldórssyni Pétur Þor- björnsson. í GÆR var ennþá norðanvind- Skammt undan norður- ur hér á landi oig var heldur ströndinni var hvöss vestan- að herða frostið, orðið mest 7 átt og éljagangur. Lægðin stig í Æðey og víðast 3—6 suðvestur á hafinu var á aust- stig á Norður- og Vesturlandi. urléið, svo áð ekki var útlit Hríðarveður var nyrðra, en fyrir hlýnandi veður, heldur bjartviðri fyrir surrnan. þvert á móti. i — Thor Thors Framhald af bls. 1. úðarkveðjur mínar og ríkis- stjórnar minnar vegna þess missis, sem bæði lönd okkar hafa orðið fyrir vegna þessa ótímabæra fráfalls ambassa- dorsins. Yðar einlægur Lyndon B. Johnson". ★ Þá barst utanríkisráðherra í gær svofelld orðsending frá utanríkisráðherra Bandaríkj- anna: „Það ólli mér mikilli sorg að frétta um andlát Thors Thors ambassadors. Hann hafði frá- bæra eðliskosti sem maður og embættismaður og átti mikinn þátt í því að styrkja hið vin- samlega samband landa vorra. Færi ég yður á þessari sorgar- stundu persónulegar samúðar- kveðjur mínar og samstarfs- manna minna í utanríkisráðu- neytinu. Yðar einlægur Dean Rusk“. Samúðarkveðjur frá U Thant SÞ, New York, 12. jan. (AP) U THANT, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi í dag samúðarkveðjur til frú Ágústu Thors, ekkju Thor Thors sendiherra, og til Guðmundar í. Guðmundsson- air, utanríkisráðherra. í skeyti sínu til frú Ágústu segir U Thant: Mér til mikillar sorgar hefi ég frétt um lát eiginmanns yðar og sendi yður mínar innilegustu samúðarkveðjur. Allir sam- starfsmenn hans hjá Samein- uðu þjóðunum, sem þekktu •''hann og dáðu í löngu og merku starfi hans sem aðal- fulltrúi íslands, munu djúpt sakna hans. Þá segir U Thant í sím- skeyti til utanríkisráðherra, Guðmundar I. GuðmuncLsson- ar að hann hafi fyllzt sorg er hann frétti um lát Thors Thors í Washinigton. „Sem aðalfulltrúi íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum þjónaði hann ekki aðeins landi sínu með mikilli prýði um margra ára skeið, heldur lagði hann einnig af mörkum mikiisvert starf á vegum SÞ. Vildi ég biðja yður að færa meðráð- herrum yðar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.