Morgunblaðið - 13.01.1965, Page 6

Morgunblaðið - 13.01.1965, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. januar 1965 ÚTVARP REYKJAVÍK SUNNUDAGINN 3. jan. 1965 var ágæt dagskrá síðdegis, þar sem nokkrir mætir menn og fróðir lýstu því sem þeir höfðu lesið um jólin. Stjórnaði útvarpsstjóri þessum þætti. Um kvöldið unnu Siglfirðingar Húsvíkinga með yfirburðum i þættinum „Kaup- staðirnir keppa“. Kom þetta mér á óvart, því að mikið er látið af þekkingu og menntun Þingey- inga. Kannske hefur þeim fatazt mannavalið eða taiið sig of örugga, nema hvort tveggja hafi verið. A mánudagskvöld talaði An-drés Kristjánsson, ritstjóri, um daginn og veginn. Hann ræddi m.a. um íslenzka bókaút- gáfu og skáldskap. Á sl. ári hefðu verið gefin út um 3 bókaeintök á hvert mannsbarn á landinu. Þær bækur væru að sjálfsögðu misjafnar að gæðum. í nútíma- skáldskap okkar, ijóðum og sög- um, væri margt gott, en fleira lélegt. Á þetta mætti þó ekki horfa of dökkum auigum, því að vafalaust mundu íslendingar einnig hætta að ) skrifa góðar | bækur, ef þeir hættu að skrifa lélegar. Hann taldi, að meira s'if bæri að treysta 5* á tilraunir ungu _ _ skáldanna til að PjV.í. pcr brjótast nýjar leiðir f skáld. Andres skap en hina Kristjansson. eldri U1 ag end. urnýja skáld- skap sinn. Skáld fyndi varla sinn eina rétta tón, nema einu sinni á ævinni. Þá minntist Andrés á jafnvægi í byggð landsins og áhrif Kefla- víkursjónvarpsins, sem hann líkti við uppbiástur lands. Enginn er ég sjónvarpsunn- andi, en finnst stundum, að of mikið hljóti að vera gert af sum- um mönnum úr áhrifum þess á íslenzku þjóðina. Ég held t.d., að Keflavíkursjónvarpið þoli engan samjöfnuð við Útvarp Reykjavík. Ekki a.m.k. við hina vandaðri þætti þess. Eða hver mundi skrúfa fyrir Settu í Bolla- görðum, til að geta ótruflaður notið útsýnis yfir ameriskan kú- reka eða ,,hjartaknosara?“ Fáir íslendingar hafa náð því marki að hljóta viðurnefnið ríki. Er mér tjáð af óljúgfróðum mönnnum, áð einir fjórir hafi fram að þessu átt því láni að fagna að ná fastatökum á því viðurnefni. Einn þessara manna er Einar Sigurðsson, útgerðar- maður úr Vestmannaeyjum, en hann kom fram á blaðamanna- fundi í útvarpinu á mánudags- kvöld. Stjórnandi þáttarjns var að vanda dr. Gunnar G. Schram, en spyrjendur þeir Magnús Kjartansson, ritstjóri og Bene- dikt Gröndal, ritstjóri. Það, sem einkum var spurt um, var sú ákvörðun Einars að segja hraðfrystihús sin 3 úr sam- tökum Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna, en það hefur hann gart með árs fyrirvara. Inn í þetta fléttuðust mörg önnur skild mál, og vörpuðu spúrningar og svör Ijósi á ýmislegt í atvinnulífi okk- ac, sem fróðlegt var að kynnast þótt ennþá sjái þar naumast allir allt í sama ljósi. Verður hér að- eins stiklað á stóru um efni þessa fundar. Einar sagði, að sú ákvörðun sín að sagja frystihúsin úr Sölu- miðstöðinni ætti sér nokkurn að- draganda. Nú hin síðustu árin hefði verið meira frelsi í verzlun, atvinnulífi o.s.frv. en lengi áður. Þar hefði verið vor í lofti. Því væri ekki óeðlilegt, þótt þetta frelsi væri einnig látið ná til út- flutnings fiskafurða. Hann sagð- ist hafa verið einn af stofnendum Sölumiðstöðvarinnar fyrir 25 ár- um. Þá hefðu þeir, sem að þeim samtökum stóðu, verið að brjót- ast undan haftaoki ríkisvaldsins. Einar kvaðst síður en svo vera andvígur Sölumiðstöðinni og mundi hún starfa áfram, en nú teldi hann þörf á enn auknu frelsi, ekki sízt með tilliti til þess, að nú væri miklu meiri eft- irspurn eftir fiski á heimsmark- aðinum en áður. Taldi hann, að unnt ætti að vera að fá hærra fiskverð með harðri kröfupóli- tík á erlendum mörkuðum, en slíkt væri hægara, ef útflutning- urinn nyti fulls frelsis. Síðar barst talið að afkomu togaranna og því, hve rekstur flestra þeirra virtist óarðbær hér við land. f því sambandi taldi Einar margt koma til greina. Flestir togarar okkar væru t.d. nokk- uð við aldur, t.d. 15 þeirra 18 ára, 10, 14 ára oig 4 fjögurra ára. Værum við vafa laust að dragast aftur úr ýmsum öðrum þjóðum í veiðitækni. Þá taldi Einar opin- berar álögur á togaraútgerðina of háar, og einnig væri mjög mikil vægt að hægt væri að landa „í kössum“ úr togurum, eins og t.d. Norðmenn gerðu. Fleira taldi Einar fram, sem endurbæta þyrfti. Að lokum kvaðst hann, þrátt fyrir allt, vera bjartsýnn á íslenzkan sjávarútveg. Við ætt- um að kaupa t.d. 50 mótorbáta næstu 3 árin. Þeir kostuðu ekki meira en sem svaraði einni alumíníumverksmið j u. Ekki gerði Einar mikið úr ríkidæmi sínu. Ríkidæmi manns kæmi ekki í ljós, fyrr en sýnt Einar Sigurðsson. væri hvað hann gæti selt eignir sínar hátt. Eins og stæði væri vafasamt, hvort menn þægju al- mennt togara að gjöf, með það í huga að gera hann út. Auk skipa sinna og fiskvinnslustöðva sagðist hann eiga íbúðarhus upp á tvær milljónir, en þess mætti geta að í húseignum mundu um 60% Reykvíkinga vera milljón- erar . Á miðvikudagskvöld var þrettándavaka. Arnór Sigurjóns- s_on hóf erindaflokk um Ás og Ásverja. Nefndi hann fyrsta er- indi sitt: Ás í Kelduhverfi, oig var það hið fróðlegasta. Næst kvað Páll Stefánsson nokkrar stemmur, rétt til að minna er- lenda menn á, að „vitlausi mað- urinn í útvarpinu“ er enn í fullu fjöri. Síðan annaðist Jónas Jóns- son skemmtidagskrá, sem var fremur þunn í roðinu, þótt hann hefði allgóðum skemmtikröftum á að skipa. Á fimmtudagskvöld var þáttur- inn: „Raddir skálda“, að þessu sinni helgaður Agli Skallagríms- syni. Einar Bragi annaðist þátt- inn með aðstoð góðra upplesara. Lesin voru eftir skáldið kvæðin Höfuðlausn, Arinbjarnarkviða, og Sonartorrek, auk nokkurra vísna. Einar Bragi sagðist telja ólíklegt, að máttugra eftirmæli hefði nokkru sinni verið ort í heiminum en Sonartorrek. Egill Skallagrímsson hefur að því leyti nokkra sérstöðu meðal stórskálda okkar íslendinga, að meiri hluti landsmanna skilur ekki kvæði hans vegna forns orðfæris og kveðskaparhátta. Hryndjandi, stuðlar og rím, þar sem hann beitir því, er að visu auðnumið brageyrðum mönnum, en að öðru leyti verður efni kvæðanna varla meðtekið til hlítar, nema af sérfræðingum. Þetta má segja, að sé kvæðum Egils bæði til framdráttar og trafala. í augum þorra manna fá kvæðin þá fegurð, sem „hríf- ur hugann meira, ef hjúpuð er“, en hinsvegar kemst boðskapur skáldsins öllu lakar til skila. Björn á Skarðsá var „að ráða árið í kring, það Egill kvað á nóttu“. Ekki er víst, að öll hin nýrri atomkvæði okkar hefðu orðið Birni léttari viðfangs, þótt skemmra sé frá honum til nú- tímans en Egils. Hvort hann hefði n-ennt að hanga ár yfir nokkru þeirra, er svo önnur saga. Á föstudagskvöld voru flutt tvö mjög fróðleg erindi, annað siðfræðilegs efnis, en hitt um krabbamein. Fyrra erindið flutti Jóhann Hannesson, prófessor, og var það fyrsta erindið í erinda- flokki, sem nefnist „Siðir og sam- tíð“. Eðlilegra væri að reyna að meta þennan erindaflokk, þegar lenga er á hann liðið, og mun ég því ekki drepa nánar á þenn- an fyrsta sérstaklega. Síðara erindið, um krabba- mein, flutti Hjalti Þórarinsson, læknir. Krabbamein eru mjög mismunandi algeng, eftir því hvaða líffæri er um að ræða. Hér á landi er magakrabbamein lang algengast, og leggst helm- ingur allra hérlendra krabba- meina á það líffæri. Hjá konum er þó krabbamein í brjósti al- gengast, en magakrabbameinið er annað í röðinni. Ef tekin eru fjögur algengustu krabbameinin hjá hvoru kyni, þá er röð tíðn- innar þessi: Karlar: 1. Magakrabbamein 2. Blöðruhálskrabbamein 3. Húðkrabbamein 4. Lungnakrabbamein Konur: 1. Brjóstkra-bbamein 2. Magakrabbamein 3. Leghálskrabbamein 4. Eggjastokkakrabbamein Vel ber að merkja í þessu sambandi, að lungnakrabbamein færist hröðum skrefum í vöxt hér á landi, eins og víða um heim, og taldi Hjalti, að það yrði brátt komið í annað eða þriðja sæti. Taldi hann víst, að meginorsök þeirrar aukningar væru sígarettu reikingar í æ stærri stíl síðustu ár og áratugi. Krabbamein leggst á fólk allt frá þrítuigsaldri (sjálfsagt stund- um yngra) og fram úr. Sjaldgæft er það innan fertugsaldurs, en algengast í hæstu aldursflokkum. Hjalti sagði, að það yrði aldrei of vel brýnt fyrir fólki að leita læknis án tafar, ef einhver ein- kenni bentu til, að um krabba mein gæti verið að ræða. Rönt- genmyndir og aðrar rannsóknir undir læknishendi gætu einar skorið úr um það. Kona með brjóstæxli ætti t.d. að koma táf- arlaust til skoðunar og teldi hann rétt að nema æxlið á brott skil- yrðislaust. Bæði vegna þess, a<5 oft væri nálega ógjörningur aS greina, hvort um illkynja eða meinlaust æxli væri að ræða og í öðru lagi vegna hins, að góð- kynja æxli gæti með tímanum breytzt í illkynja æxli, öðru nafni krabbamein. Margan fleiri fróðleik taldl Hjalti fram um þennan ógnvekj- andi sjúkdóm, sem hér er ekkl rúm til að rekja. Hann sagðist telja það beztan mælikvarða á menningu og þroska þjóðfélags, hvernig það byggi að sjúku fólki. Enn væri hér ófullnægj- andi sjúkrarými til krabbameinsi- leitar. Að lokum hvatti hann menn til að efla starfsemi krabba meinsfélaiganna. Sveinn Kristinsson. FRÍDAGAR í Japan heitir bandarisk gamanmvnd sem Stjörnubió hefur sýnt aff und- anförnu og veriff hefur fjöl- geta því allir fylgzt meff því Myndin er meff ísl. texta og geta því allir fylgst meff því gamni sem fram fer. Eins og nafniff bendir til fjallar mynd- in um frída,ga bandariskra stríffsljósmyndara í Japan sem lenda í ótrúlegustu ævintýr- um — og breyta m.a. geishu- húsi í hæli fyrir munaffarlaus bö'rn og kvænast geishum. Myndin er í litum og cinema- scope og fara Glenn Ford og Donald 0‘Connor meff aðal- hlutverkin. 0 Athyglisverð hugmynd S. skrifar: Um daginn heyrði ég konu hreyfa athyglisverðri hugmynd, — hugmynd, sem eitthvert hinna fjölmörgu félaga, er vinna að málefnum barna, gæti tekið að sér. Konan sagði eitthvað á þessa leið: Á fjölmörgum heimilum mun liggja í drasli mesti urmull af hvers konar leikföngum, sem börn hafa vaxið frá. Fólkinu finnst það ekki geta gefið leik- föngin börnum ættingja og vina, oftast af því að leikföng- in eru farin að láta á sjá. í flestum tilfellum lenda leikföng þessi svo um síðir á öskuhaug- um eða verða eldi að bráð, en víst er, að þau hefðu getað skil- að miklu hlutverki, áður en svo fór. Konan kvaðst telja víst, að einhver barnavinafélögin — eða þá bara nýtt félag, væru reiðu- búin að taka sig til og auglýsa eftir vel með förnum leikföng- um, sem þau sæju síðan um að koma þangað, þar sem þeirra væri þörf, t.d. á heimili fólks, sem við kröpp kjör búa, í sam- ráði við mæðrastyrksnefnd, á hin ýmsu barnaheimili og’ heima vistarskóla barna til sjávar og sveita. Enginn þarf að óttast, að ekki verði nógu margir til þess að vilja taka á móti slík- um gjöfum. Klúbbar eða félög þau, sem þetta tækju að sér, gætu í staðinn fyrir sauma- klúbbakvöld haft leik-fanga- kvöld, lagfært, endurnýjað og búið til sendingar aðsend eða heimsótt leikföng. — S. 6 v 12 v BOSCH há.speiMMike(li í alla bila BR/EDURNIR ORMSSON hJ. Vosturgiótu J. — S4nú M487

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.