Morgunblaðið - 13.01.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1965, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLADIÐ Miðvikudagur 13. janúar 1965 SVARTAR RAFPERLUR •••••••••••• EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY — Hann hefur eyðilagt eina myndina mína með því að teikna á hana. — Já, Fazilet sagði mér það. — Sannast að segja gerði Sylvana mér þar greiða. Anna- bel var spennt fyrir sögum af grimmd og manavonzku. Það var sú hliðin af henni, sem sneri undan birtunni, líklega. Hún lagði undir sig þessa hallarrúst og garðinn í kring. Tracy horfði á hann og vildi ekki stöðva þessar endurminn- ingar hans, en samt ollu þær henni sársauka. En hann tók ekki neitt eftir henni því að allri eftirtekt hans var beint að gömlu rústunum á bakkanum. — Einu sinni þegar ég var að gá að henni hérna, fann ég, að hún var að leika fyrir áhorfenda hóp næturgala og skriðdýra. Það kom einhver viðkvæmni í rödd- ina sem snöggvast. — Hún var að tipla yfir skemmda gólfið, tók lítil spor og söng við sjálfa sig, rétt eins og hún væri á leik- svið. Annabel gat stundum verið töfrandi . . . Þegar ég svo klapp- ai, kom hún hlaupandi til min eins og krakki. Mean Tracy hlustaði, sá hún Annabel fyrir sér, innan um rúst irnar, líðandi um eins og hún væri andi hallarinnar, skemmt- andi og töfrandi á sinn sérstaka hátt. Og gamli sársaukinn, sem nú var nýr, tók að kvelja hana. — Jæja, því er öllu lokið nú. Breytingin á málrómnum hjá Miles kom henni til að líta á hann, snöggt og hún sá reiði í augum hans, sem henni hnykkti við. Hún fór að furða sig á því, hvernig hún hefði nokkurntíma getað litið á hann eins og mann, sem allar tilfinnigar væru dauð- ar hjá. Af þessum manni mátti vænta hvers sem vera vildi. Ahmet beið þeirra er þau stigu á land við Sjávarhúsið. Hann beið þangað til þau höfðu stigið á land, en læddist síðan burt. Ætlaði hann upp í Brekkuhúsið til að gefa frú Erim skýrslu? Nú fyrst datt Tracy það í hug, að Sylvana mundi kannski ekkert verða hrifin af þessu ferðalagi Miies með Tracy með sér. 21 En nú var ekki stundin til að vera neitt að hugsa um frú Erim. Síðan Miles hafði nefnt Sultan Valide á nafn, hafði hún ákveð- i að fara fatur í hallarrústina og svipast þar um. En þá uppgötvaði hún, að Mil- es var að horfa á hana, rétt eins og honum fyndist hún eitthvað dularfull. — Þakka yður fyrir teið, sagði hún. Hann svaraði engu. Það var eins og hún hefði nú vakið aukna eftirtekt hans, eins og hann væri að leita að svarinu við einhverri vandasamri spurningu, sem ætti upptök -sín hjá Tracy Hubbard. Hún hafði það einhvernveginn á tilfinningunni, að hann væri að spyrja sjálfan sig, hversvegna hann hefði' verið svona opinskár við ókunnuga manneskju, sem hann hafði engan áhuga á. Og kannski líka að velta því fyrir sér, hversvegna hun hefði sýnt honum svona mikinn trúnað. Hún skildi það, en hann ekki. Hann hafði enga hugmynd um þetta ósýnilega band, sem tengdi þau saman. — Ég held ég verði að ganga yfir í þorpið, sagði hann og sneri sér frá henni. Tilburðir hans vís uðu frá sér þessu, sem hann hafði verið að hugsa um, vísuðu frá sér möguleikanum á vináttu milli þeirra. Tracy beið þangað til hann var horfinn sjónum, en gekk þá gegn urn marmaraganginn á neðstu hæðinni og að dyrunum, sem lengst voru í burtu og vissu út að akveginum. Þar var engin sála. Hún gekk hratt eftir krók- ótta stígnum, sem hún hafði far- ið í fyrri rannsóknarferð sinni, og komst að hliðinu. Enn var það. ólæst, líklega vegna þess, að Miles hafði gengið gegn um það. En þorpið var í hina áttina, svo að hún mundi ekki hitta hann. Hún flýtti sér eftir veg- inum til hallarinnar. A leiðinni var hún enn að hugsa um það, sem Annabel hafði sagt um Sultan V.alide. Miles sjálfur hafði gefið hugsan- legt svar við þeirri spurningu, þegar hann sagði henni, að Anna bel hefði oft farið í rústirnar. Kannski hafði hún falið eitthvað þar og hefði verið að reyna að segja frá því í æsingnum þegar hún hringdi til hennar til Lon- don, rétt áður en hún dó. Tracy kom að stóra járnhlið- inu, flýtti sér gegn um óræktar- lega garðinn og hljóp léttilega yfir mósaíkgólfið að marmara- tröppunum. Þá heyrði hún rödd innan úr húsinu og maður kom út um dyrnar og beið hennar þar. Það var Murat Erim. VI. Tracy hálfhrasaði í spori en stanzaði síðan og horfði á mann- inn, sem stóð í dyrunum á hall- arrústinni. Murat Erim virtist ekki nærri því eins hissa að sjá hana og hún var að sjá hann. Hann meira að segja brosti til hennar, eins og ósjálfrátt og kom síðan niður þrepin til hennar. Brosið á honum lék um varirn- ar, en náði ekki til svörtu, dul- arfullu augnanna. — Gerði ég yður bilt við? sagði hann. — Það þykir mér leitt. Ég heyrði ekki til yðar fyrr en þér voruð komnar gegn um hliðið. Þótti yður gaman að fara yfir Bosporus með hr. Rarburn? — Já . . . . já, sagði Tracy. ■— Við drukkum te þarna hinu meg- in. Hann kinkaði kolli. — Já, ég bjóst við því. Það er fallegt ú.t- sýni yfir sundið þarna úr veit- ingahúsinu. Báturinn ykkar kom rétt upp að múrnum hérna þeg- ar þið komuð aftur. Ég stóð þarna inni, skiljið þér, — í gluggakróknum. Hann benti á húsið að baki sér. — Þér fyrir- gefið, en ég komst ekki hjá því að heyra ykkur tala saman um frú Radburn. Það virðist svo sem hann viti ekki enn, að þér eruð systir hennar. — Nei, ég hef enn ekki getað sagt honum það, sagði hún. Tracy óskaði einskis frekar en að sleppa burt og geyma með sjálfri sér ástæðuna til þess að hún var þarna komin. Tracy óskaði enskis frekar en að sleppa burt og geyma með sjálfri sér ástæðuna til þess að hún var þarna komin. — Eins og hr. Radburn var að segja, þótti systur yðar afskap- lega vænt um þennan stað, hélt dr. Erim áfram. — Hún kom hingað oft. Stundum var ég að geta mér til um ástæðuna . . En þegar ég spurði hana, hló hún bara og vildi ekki segja mér hana. Er það hugsanlegt, að þér vitið ástæðuna? Tracy hristi höfuðið. Það var hlægilegt að fara að verða hrædd. Þessi maður vildi henni ekkert illt. Og meira að segja hafði hann verið vingjarnlegur við hana í fyrst. En nú hafði hann komizt hættulega nærri sannleik anum í getgátum sínum, og hún reyndi að finna einhverja skýr- ingu, sem gæti beint huga hans frá þeim sannleika. — Það er af því, að hr. Rad- burn sagði mérr að systur minni hefði þótt svo vænt um staðinn. Þessvegna langaði mig að sjá hann aftur. — Og svo hef ég truflað ein- veru yðar, sagði dr. Erim í iðrun- artón. — En kannski getið þér afsakað nærveru mína ofurlítið lengur. Komið þér, þá skal ég sýna yður allt. Þar sem þér meidduð yður í fyrra skiptið, þá fenguð þér ekkert tækifæri til að skoða höllina, þar sem Sultan Valide átti einu sinni heima. Hann tók í hönd hennar og hún gá't ekki annað en gengið upp þrepin og inn í húsið með honum. Framkoma hans hélt áfram að vera íormleg og í stell ingum, en hún fann alveg á sér, að hann athugaði hana vandlega og einkennilega — rétt eins og hann byggist við einhverri opin- berun af hennar hálfu. Hann leiddi hana úr einum salnum í annan og sýndi henni skrautið, sem þar var. Þarna voru skrautlegar mósaíkmyndir, útskornar hurðir og skrautlegt loft. Loksins komu þau inn í aðal- salinn og stönzuðu þar sem gólfið var minnst ?kemmt og horfðu á Bosporus úti fyrir boga gluggunum. Allan tímann meðan Murat Erim hafði verið að sýna Tracy höllina, hafði hann verið að at- huga hana með þessu enkenni- lega og spyrjandi augnatilliti. En nú hristi hann snögglega af sér kurteisisslikjuna og ávarpaði hana snöggt: — Hvar haldið þér, að Anna- bel hafi falið, hvað sem það nú var, sem hún þurfti að fela? spurði hann. —- Hér í þessum sal, kannski? Ég er búinn að leita að því oft og mörgum sinn- um, en húsið vill ekki láta uppi leyndarmálið sitt. Tracy glápti á hann. — Ég veit ekki um hvað þér eruð að tala, sagði hún. — Jú, það held ég einmitt, að þér gerið, sagði hann. — Þér vitið það, því að annars hefðuð þér ekki haft svona mikinn áhuga á þessum með svörtu rafperlunum. En perlurnar voru ekki þær sömu og systir yðar tók. Fáeinar þeirra náðust aftur, en hvorki þessi festi né annað, sem hún stal fannst í dóti henn- ar á eftir, þó að við leituðum vandlega að því. — Stal . . . Annabel? Hún næstum hvíslaði orðin. — Því miður er það ekki nema satt. Það var eins og hver annar sjúkdómur. Við hefðum gjarna gefið henni það, sem hana langaði í, en hún þurfti að læð- ast um húsið á nóttunni og stela, fyrst einhverjum smámunum og síðan þessu. Margir- hlutir sem Sylvana ætlað til útflutnings voru teknir . . . Ekkert sérstak- lega verðmætt, en þó mikils virði fyrir mágkonu mína, sem ætlaði að selja þetta erlendis og fá aura handa þorpsbúunum. — Ég veit ekkert um þetta, tókst Tracy að segja. — En ég get bara ekki trúað, að Anna- bel...... — Hún var mjög falleg, sagði Murat í sorgartón. — En hún var því miður líka á valdi hins illa. Kannski án þess að vita af því sjálf. Ef til vill hefur hún þessvegna verið svo hrifin af þessum stað, með aUa hans ljótu sögu. Og kannski hefur hún þess vegna verið að sækjast eftir te- vélinni handa sjálfri sér’. — Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu á ævi minni, æpti Tracy móðguð. — Annabel gerði hina og þessa vitleysu, en hún var hlý, ástrík og göfuglynd. Það var ekkert illt til í henni. Og hvernig snerist Miles við þessum BEaðburSarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Lynghagi Sími 22-4 80 KALLI KUREKI •*- *- ->f — Teiknari: J. MORA TW0 DAYS MOW'AÍ we AIM’T PROSPSCTOKSf \\lj AS'WEAIM'T \ MAYBE WE HAP IT IN OUR |.\ V/ FOUNDASI&U J 1 HAMPA POZSM TIMES, AN’ Ify \ \(^OF ÖOLD/( PIOM'T eeCO’NIZE \Tfj~' YOU S'POSE THAT MAYBE HE POW’T KWOW K KEPHEAP TUICKEP SOLV ORE AMY BETTER’W US? HE KNEW W£ ( WE POf COULD BE HE WASTRAIUIO’HIMU'—, FOOLED HISSELFf , m 1. „Tveir dagar liðnir og við höf- um ekki fundið nein merki um gull máim.“ „Við erum ekki sérfræðingar á þessu sviði svo að það getur vel verið að við höfum haft gull milli handanna hvað eftir annað án þess að þekkja það.“ 2. „Heldurðu að Rauðkollur hafi leikið á okkur? Hann vissi að við vor um á eftir honum.“ „Ef til vill þekkir hann gull engu betur en við. Það gæti verið að hann hefði haft sjálfan sig að fífli." 3. Ég vona að ég hafi ekki drepið hann fyrir ekkert. Þ-að væri grát- legt.“ „Nú, gullhreinsunin var ekki fals. Þú heyrðir hvað gullhreinsun- armaðurinn sagði. Haltu áfram að leita.4*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.