Morgunblaðið - 13.01.1965, Page 22

Morgunblaðið - 13.01.1965, Page 22
5*0 MORGU N BLADIÐ Miðvikudagur 13. januar 1965 Hvíla átti bezta liöiö - en þaö var kvatt inná vegna óvæntrar mótstöðu * Islendinganna fSl>. körfuknattleiksliðið lék 9. leik sinn í Bandaríkjaförinni í Burlington í Vermontfylki á mánudagskvöld. Mætti liðið þá liði St. Michaels College og unnu Bandarikjamenn með 81 sti,gi gegn 61. Þetta er 9. tap ísl. liðsins vestra. ísl. liðið lék fast og ákveðið en varð að láta í minni pokann vegna meiri hæðar og betri leik Bt. Michaelsmanna, sem ganga undir nafninu „Rauðu riddararn- ir“. „Rauðu riddararnir" komust fljótt í 5—0 en ísl. liðið minnk- aði í 5—4. Þá tókst Bandaríkja- mönnunum aftur að ná góðri for- ystu en ágætur leikkafli ísl. liðs- ins minnkaði forskot Bandaríkja- mannanna í 21—20. f hálfleik var staðan 37—30 fyrir Bt. Michaels-liðið. Jim Dolley vara-miðvörður skólaúrvalsins reyndist mesti skotmaður vallarins. Hann er 1.95 cm að hæð og naut hæðar- mismunar. Hann skoraði 21 stig. Guttormur Ólafsson var stig- hæstur íslendinga með 15 stig, Gunnar Gunnarsson með 14, Sig- urður Ingólfsson og Einar Bolla- son 9 hvor. „Rauðu riddararnir" beittu í byrjun ekki 'sínu frægasta 5 manna liði en er á leið voru 4 þeirra komnir inn á völlinn og voru ekki hvíldir vegna ágætrar mótstöðu ísl. liðsins. „Rauðu riddararnir" eru fræg- ir meðal skólaliða. Þeir unnu 15 af 20 leikjum sínum á s.l. vetri. Lið skólans var 4. bezta lið í öll- um Bandaríkjunum á s.l, ári með 52,2% hittni af leikvelli og annað bezta 1 vítaköstum með 77.4% meðaltal. í bréfurn sem KKÍ hafa borizt frá Boga Þorsteinssyni aðalfarar- stjóra er eins og annars getið frá leikjunum. Við komum með glefsur úr þeim síðar. Uppvíst um mútur og svik meðal enskra atvinnumanna Leikmenn hagræddu úrslitum leikja og högnuðust á TÍU atvinnumenn í enskri knatt- spyrnu — þar á meðal landsliðs- mennimir Peter Swan og Tony Key — komu fyrir sérstakan rétt í Nottingham í gær vegna ákæru um samvinnu í þeim til- gangi að hagræða úrslitum leikja og að svindla í getrauna- starfsemi. ★ Swan, nú miðvörður Sreffield Wed. og Kay, v. framvörður Everton, hafa legið undir grun félagsstjórna sinna síðan ákær- urnar voru settar fram. Báðir lýstu þeir sig saklausa af ákæru um samvinnu um að láta Shef- field tapa leik gegn Ipswich 1962, en þá léku þeir báðir með Sheff. Wed. ★ Aðalákærurnar eru gegn Jam- es Gauld, 34 ára sem áður lék með Swindon og Mansfield Towa og John Fountain sem lék með Swind og York City. Eru þeir sakaðir um samtök til að ráða úrslitum í 15 leikjum. Ákærandinn sagði að í öllum þessum leikjum hefðu þeir tveir og fleiri bundizt samtökum um veðmál um úrslit leikja — þar sem fyrirfram var ákveðið hvern ig úrslitin yrðu. Gauld játaði sig sekan um 15 ákærur. Ákærandinn sagði svo að hann hefði selt söguna um svikin til sunnudagsblaðsins „The People“ fyrir 7090 pund. Flestir hinna 10 ákærðu viður- kenndu ekki ákærurnar. Ákærandinn sagði að þeir sem að samvinnu um svik stóðu hefðu verið kallaðir „the bents“. Þeir sem gerðust „bentarar“ lögðu fnam pen- ingaupphæð til tryggingar því að þeir sæju um að lið þeirra myndi t.apa. Aðrir sáu svo um að framlagðir peningar voru notaðir til veðmála á réttan hátt og þannig ávaxtaðist og jafnvel margfaldaðist fram- lagt fé „bentaranna". ASVEL 7 sinnum meistari á 15 árum 200 félagsmenn keppa í 11 flokkum Rætt við forseta franska liðsins, sem mætti ÍR i Evrópukeppni i körfuknattleik — Okkur hefur fundizt ís- landsheimsóknin sérstaklega ánægjuleg sagði Claude Perb- et forseti franska körfuknatt- leiksliðsins ASVEL er við ræddum við hann á heimili franska sendiherrans sem bauð liðsmönnum og nokkr- um gestum til sín á mánu- daginn. — Þegar við fórum til Eng- lands að leika í 1. umferðinni, var okkur tekið heldur kulda- •lega. Við fengum fyrirgreiðslu um húsnæði og því um likt en utan það og leiksins iétu Englendingarnir okkur aiger- lega afskiptalausa. Hér eru allir boðnir og búnir til að gera allt fyrir okkur. Við finnum hlýjuna — og hvílík- ur munur. — Anægðir með völlinn syðra og aðstæður allar? — Já í einu og öllu verður ekki á betra kosið. — Er ASVEL stórt félag á franskan mælikvarða? — Körfuknattleikur er „minni háttar“ íþrótt í Frakk- landi og fellur til dæmis í skuggann fyrir knattspyrnu sem er langsamlega vinsæl- ust þar af öllum íþróttum. En félag okkar hefur 7 sinn- um unnið Frakklandsmeistara titil síðan 1949 og auk þess tvisvar unnið bikarkeppnina frönsku. Félagið hefur rúrn- lega 200 dygga iðkendur og sendir lið til keppni í 11 flokkum karla, kvenna og unglinga. — Er um nokkra atvinnu- mennsku að ræða í körfu- knattleik í Frakklandi? — Nei, hvorki þar né ann- ars staðar á meginlandinu t. d. Spáni þar sem Evrópubikar- meistararnir Real Madrid eru, er um atvinnumennsku að ræða. Allir eru hreinir áhuga- menn. Leikmennirnir okkar hér klípa af sumarfríi sínu til að geta tekið fþátt i keppni sem þessari. C. Perbet sýndi okkur leik- skrá sem félag hans gefur út í upphafi hverrar 1. deildar- keppni. Leikskránni er dreift kaupa. Hún er eins og óbreytt meðal áhorfenda er miða hvað 56 síður snertir allan veturinn en við hvern leik er skipt um miðjublaðið sem hverju sinni flytur upplýsing- ar um uppstillingu liðanna sem mætast. Af 56 „föstu“ síðunum eru 53 síður auglýs- ingar. Samtals gefa þeir um 35 þús. manns skrána vetur hvern. En af auglýsingum hefur félagið sem svarar 300 þús. ísl. kr. hagnað. Þetta ger- ir félaginu kleift að reka starfsemi sína ár hvert auk annarra tekna. ASVEL er eitt 12 liða í 1. deildinni frönsku. í 2. deild eru einnig 12 lið en 30 lið í 3. deild. Meðal kvenna er einnig keppt í 1. og 2. deild í körfuknattleik í Frakklandi, en þar er félögum skipt eftir legu héraðanna svo . ferða- kostnaður minnki. — Hvernig lízt ykkur á ísl. körfuknattleik? — Vel. Það er greinilegur bartdarískur svipur á leiknum hér. Að mínum dómi leggið þið of mikla áherzlu á ein- staklingstækni og hæg upp- hlaup. Ég held að þið gerið rangt í því að sækja þennan stíl til Bandaríkjamanna. Á Framh. á bls. 23. Þrír bílar iþróttahreyf- ingarinnar DREGIÐ var í landshapp- drætti íþróttasambands ís- lands, sunnudaginn 10. jan s.l. hjá Borgarfógetanum í Reykjavík. Vinningar eru þrjár bifreiðar. Þessi númer komu upp: 56922 Ford Cortina 47438 Ford Cortina 2816 Volkswagen Vinninganna sé vitjað til skrifstofu íþróttasambands íslands, íþróttamiðstöðinni, Laugardal, Reykjavík. Á myndinni sjást við drátt inn, talið frá vinstri: Her- mann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ; Sigurgeir Guðmannsson, framkvæmda- stjóri ÍBR; fulltrúi borgar- fógeta, Sigurður Sveinsson; \ Gunnlaugur J. Briem gjald- I keri ÍSÍ; Guðjón Einarsson | varaforseti ÍSÍ; Sveinn Björns son ritari ÍSÍ; Gísli Halldórs son forseti ÍSÍ og dóttir !Sveins Björnssonar, en hún dregur út vinningsnúmerin, Frakkor unnu síðari leikinn með 68:58 MEISTARALIÐ ÍR og Frakk- anna frá Lyon í körfuknattleik léku aukaleik að Hálogalandi á mánudagskvöld. Var þar um jafnan og góðan leik að ræða og var nú ÍR-liðið allt annað og betra en í „alvöruleiknum" á sunnudag. ÍR tók forystu framan af en í síðari hluta fyrri hálfleiks náðu Frakkarnir öruggu forskoti. í hléi stóð 25—17. Þessu 8 stiga forskoti héldu Frakkar í lokin. Leik lyktaði með 66—58. Goli æft innan- húss í Langordol GOLFÆFINGAR innanhúss hefj ast miðvikudaginn 20. þ.m. í íþróttasalnum við Leikvanginn í Laugardal. Tilhögun æfinganna verður þannig framvegis: Miðvikudaga kl. 20,30—21 fyrir konur; og kl. 21—22,30 fyrir byrjendur. Kennari Þorvaldur Ásgeirsson. — Föstudaga kl. 18,40—20,40 fyrir aðra félagsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.