Morgunblaðið - 13.01.1965, Side 13

Morgunblaðið - 13.01.1965, Side 13
mnoviKudlagur 13. Janúar 1965 MQRG U N B LAÐIÐ 13 Hvað segja þeir í fréttum? Símakerfi allra kaup- túna sjálfvirkt árið 1968 Ö Ð R U hverju flytjum við fréttir af einhverjum fram- kvæmdum, sem verið er að vinna víðs vegar um landið til aukningar og endurbóta á símakerfinu, en slíkar fram- kvæmdir eru mjög umfangs- miklar og örar vegna gífur- legrar aukningar á símanotk- un og einnig því að unnið er að umfangsmikilli áætlun um að tengja símakerfið í öllum kauptúnum landsins sjálfvirka símanum. Er þar miðað við að seint á árinu 1968 verði sjálfvirkt símakerfi komið til allra kaupstaða — og kaup- túna landsins. Við leituðum til póst- og símamálastjóra, Gunn laugs Briem, til að fá hjá hon- um yfirlitsfréttir um aukning- una á símanotkun lands- manna, svo og þeim fram- kvæmdum, sem nú eru í gangi eða eru áformaðar á næst- unni. Það kom í ljós að íslending- ar tala gífurlega mikið í síma, en eru ekki að sama skapi dug legir að skrifa bréf, ef miðað er við aðrar þjóðir. Gunnlaug- ur gaf okkur upp tölur sem gefa þetta til kynna: — Inn- anlandssímtölin jukust á sl. ári um 15%, símtölin við út- lönd um 20%, en símskeyti að- eiiis um 2%. Útlendu símtöl- unum fjölgar hratt með hverju árinu sem líður, eftir því sem fleiri kynnast því hve vel heyrist milli landa og komast upp á að nota sér það. Mest hefur þó aukizt notkunin á „telex“ kerfinu á sl. ári, en á eftir að aukast meir þar eð beðið er eftir stækkun á stöðinni óg fjöl- margir á biðlista. En þau fyrirtæki sem hafa telex og geta því sent beint með tækj- um á skrifstofum sínum og fengið svar þangað frá við- skiptafyrirtækjum sínum er- lendis hafa aukið mjög notk- unina á þessu þægilega tæki, sem bæði sparar fé og tíma, Er nú í ráði að gera telexþjón- ustuna sjálfvirka, svo notend- ur geti sjálfir valið númer við- takanda. Simnotendafjöldinn jókst á sl. ári um 6% og eru símnot- endur á íslandi þá orðnir 43. 200 og hafa 50.600 taltæki, en af þeiih eru 76% símanna sjálfvirkir. — Talfærafjöld- inn er þá 26%, ef miðað er við íbúafjölda, og nota þá aðeins tvær Evrópuþjóðir meira síma en við, 40% Svía hefur síma og 33% Sviss- lendinga, en næst á eftir okk- ur koma Danir með 25% og Norðmenn með 22%. Flestir aðrir Evrópumenn nota langt- um minna síma en við. T. d. hefur aðeins 17% Englendinga síma og 12% Vestur-Þjóð- verja. Hvað póstinn okkar snertir, erum við aftur á móti langtum afkastaminni en þess ar þjóðir. T.d. senda Danir um 90 bréf og kort á mann á ári, en íslendingar um 20. Aukning á póstsendingum hjá íslending um varð líka minni í heild á sl. ári en á símanotkun, send- ing böggla til útlanda jókst þó um 12%, innlendra böggla um 4% og bréf og bréf- spjöld um 17% og var aukningin þar mest í sendingu póstkorta. Mest fjölgaði síma- númerum á Reykjavíkursvæð- inu og í Hafnarfirði- eða um 1800 númer og eru númerin þar því orðin 26.056. Eru nú aðeins' 363 á biðlista, en þeir hafa allir beðið um síma á síðustu mánuðum. Mest hefur aukningin í starfsemi póst- og símaþjónustunnar á sl. ári þó orðið í sparimerkjunum eða um 200%. Kemur þar fram hækkunin á skyldusparnaðin- um í 15%, sem gerð var sl. vor. En önnur merkja- og frí- merkjasala jókst um 20%. Símanotkun Austfjarða tvöfaldaðist í sumar Við allri þessari auknu notk un á síma þarf að bregðast, auk þess sem unnið er að end- urbótum og tæknilegum fram- förum á kerfinu. Og aukning- in á símanotkun er ekki allt- af jöfn eða samkvæmt fyrir- fram áætlun. Núna tvöfaldað- ist t.d. skyndilega á einu sumri símnotkun við Aust- firði. Til að ráða bót á því á nú að fjölga línum. Á síð- asta sumri var fjölsímarásum milli Akureyrar og Egilsstaða fjölgað úr 3 í 8, og í vor verð- ur þeim enn fjölgað í 24. Fjöl- panta efni til sjálfóirka sím- ans í kaupíúnum á vestur- hluta Norðurlands, í Dala- sýslu og á Ströndunum og kemur það seint á þessu ári. Og alveg er komið að því að pantað verði efni í sjálfvirka símann til allra kauptúna á Vestfjörðum og gert ráð fyrir að það komi seint á árinu 1966, en verði sett upp 1967. Gera má svo ráð fyrir að kauptúnin á Austfjörðum fái sjálfvirkan síma ári síðar. — Þá verða öll kauptún á land- inu komin í samband við sjálf- virka kerfið árið 1968, segir póst- og símamálastjóri, og komið að sveitunum. En það kveður hann of langt fram- undan til að vert sé að tala um það, segir þó að möguleiki væri á að koma sveitunum í samband við kerfið á tveimur árum, ef nægur mannskapur væri fyrir hendi og ótak- markað fé. — En hvað um sjálfvirkt samband við útlönd? Áðan . var minnst á sjálfvirkt sam- band fyrir teletextækin? — Tæknilega er ekkert í veginum að koma á sjálfvirku símasambandi við útlönd, en við þorum það ekki ennþá að minnsta kosti. Símtölin eru of dýr, ef verða mistök. T. d. ef krakki hringir óvart til New York og heldur línunni í klukkutíma, þá fær símnot- andinn reikning upp á mörg þúsund krónur. Aftur á móti Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri. hefur farið fram á árinu við undirbúning að sjálfvirku sam bandi við Akureyri, en breyta þurfti báðum stöðvunum o.fl. en það verður sennilega opnað seint í þessum mánuði. Næst kemur þá Dalvík, en þangað nær sjálfvirkt samband í febrúar og rétt á eftir bætist við Húsavík með 400 númer. Þá er verið að koma á sjálf- virku sambandi við Raufar- höfn og Borgarnes, sem verður lokið í vor, en á hvorum stað bætast 200 númer við sjálf- virka kerfið. Næst er á dag- skrá Siglufjörður með 600 númera stöð, Selfoss 400 núm- era stöð, þá stækkun á Akur- eyri um 500 númer og Kefla- islendingar tala mikið í síma, en skrifa lítið af bréfum símarásum frá Húsavík til Raufarhafnar var síðasta sum- ar fjölgað úr 8 í 12 og komið upp 32 fjölsímarásum milli Reykjavíkur og Akureyrar, sem í þessum mánuði á enn að auka upp í 56. Þá er og verið að ljúka við að setja upp 24 rása fjölsíma milli Reykja- víkur og Patreksfjarðar og 12 rása þaðan til ísafjarðar. — Þannig verður að auka línu- fjöldann á mörgum stöðum, svo sem um 24 til Selfoss, 12 til Vopnafjarðar o.s.frv. Allt símakerfið sjálfvirkt Við athugun á þeim tölum, sem fyrir liggja um símanotk- unina, vekur athygli að 41 % af langlínusamtölunum á sl. ári voru afgreidd sjálfvirkt. Það er líka stefnan að gera allt símakerfið á landinu sjálfvirkt og er unnið að því af kappi. Er verið að setja upp sjálf- virkt kerfi í kaupstöðum og kauptúnum á Suður- og Suð- vesturlandi og komið til lands ins efni til þess. Búið er að hefur verið rætt um hálfsjálf- virkt samband, þannig að stúlka á stöðinni velji númer- ið erlendis og afgreiðslan fari því aðeins gegnum einn aðila. En það er ekkert ákveðið enn. — Eykst símanotkun þegar sjálfvirkur sími kemur á ein- hvern stað? — Já, já, t.d. þrefaldaðist símanotkunin þegar sjálfvirka kerfið kom til Keflavíkur. En meðalgjaldið verður ódýrara við að tíminn, sem talað er, er þá reiknaður nákvæmlega, en ekki í viðtalsbilum. Við gerum yfirleitt ráð fyrir að símnotkun tvöfaldist við til- komu sjálfvirka kerfisins. Gunnlaugur skýrir okkur nú nánar frá framkvæmdum í sambandi við breytinguna yfir í sjálfvirkt símakerfi, en í því liggur mikil og margvís- leg vinna. Á sl. ári voru sjálf- virkar stöðvar opnaðar á þrem ur stöðum, Akranes kom inn með 1400 númer, Selás með 200 númer og 2000 númer í Reykjavík. Geysimikil vinna vík um 400 númer og smá- stækkun í Sandgerði og Gerð- um. Á þessum síðasttalda verð ur byrjað fyrri hluta þessa árs og því á að verða lokið síðari hluta ársins. í vor koma líka Hjalteyri og Hrísey inn á sjálf virka kerfið og reiknað er með að taka Eyrarbakka og Þor- lákshöfn inn á árinu. Að auki byrjar vinna síðar á árinu við sjálfvirkt kerfi á Brúarlandi og í Hveragerði, þar sem þarf að byggja hús. Á því að verða lokið fyrri hluta næsta árs. Blaðadeildin í umferðarmiðstöðina? Talið berst að öðrum fratn- kvæmdum, sem í gangi eru og fyrirhugaðar hjá Póst og síma en hér verður að stikla á stóru, því viðtalið er orðið allllangt. Nærri 1700 talstöðvar voru í notkun í landinu í bátum og bílum, þar af 960 byggðar af Landssímanum og leigðar út. í sambandi við radíófjöl- símann þarf að setja upp möstur og stefnuioftnet og voru sett upp 40 slík möstur á síðastliðnu ári. Einnig var sett upp ný strandstöð í Nes- kaupstað fyrir bátana. Á sl. ári var líka lokið við viðbygg- ingu við stöðvarhúsið á Akur- eyri og lokið við stöðva- og starfsmannahús í Vík og í Vest mannaeyjum, en langt er kom ið byggingu símahúss á Siglu- firði og Selfossi, og talsvert á veg komið í Stykkishólmi, Grafarnesi og á Flateyri. Nýlega var opnað pósthús við Suðurlandsbraut og í und- irbúningi er ný póstdeild í nýju umferðarmiðstöðinni, sem verið er að byggja. Er í athugun að flytja blaðadeild pósthússins þangað, sem væri til mikils hagræðis, þar sem blöðin gætu þá farið beint þangað með sendingar sínar og pakkarnir færu svo beint í bílana, sem allir fara frá sama stað. Við það mundi líka rýmka í Pósthúsinu. Viðbygging við Landssímahúsið I sjálfum höfuðstöðvunum í Reykjavík eru einnig áform um stækkun. Er vonast til að hægt verði að byrja á við- byggingu við Landssímahúsið í vor. Þegar á næsta ári verð- ur stækkun á bæjarsímanum, en vegna þröngs húsrýmis verður sú stækkun að flytjast í Grensásstöðina. Stækkun gamla stöðvarhússins er þó enn aðkallandi, ef ekki á að verða símaskortur í Reykja- vík. Símaskráin er í undirbún- ingi, en miklar breytingar eru á henni, bæði vegna nýrra númera og einnig mikilla flutninga manna. Eru 1200— 1500 símaflutningar í Reykja- vík á ári hverju. Nýja síma- skráin kemur út í vor og verð- ur hún í svipuðu formi og áð- ur. Af öðrum viðfangsefnum Landssímans má geta skólans, sem stofnunin rekur vegna skorts á tæknimenntuðu fólki. Þar eru við nám um 90 manns, 50 á loftskeytanám- skeiðum og 42 í símvirkjun. Einnig hefur Landssíminn Framliald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.