Morgunblaðið - 13.01.1965, Síða 15

Morgunblaðið - 13.01.1965, Síða 15
Miðvikudagur 13. janúar 1965 MORCUNBLAÐIÐ 15 Kriísieff býr við allgóð lífsskilyrði ■» SWEIUE^’”” — en sfolt hans er sært og hann er blfur yfír vanþakklæti fyrri vina og kunningfa • Þrír mánuðir eru nú liðnir frá l>ví Nikita Krúsjeff var hrakinn frá völdum í Sovét- ríkjunum. Fáar fregnir hafa borizt af honum, sem mark var á takanði — þar til nú, að vestrænum fréttamönnum hefur tekizt að afla sér áreið anlegra upplýsinga um hagi hans. Hafa þeir t.d. komizt að þvi, aö Krúsjeff lifir mjög eint angruðu lífi á litlu sveitasetri u.þ.b. 40 km. vestan við Moskvu. Býr hann við allsæmi leg efnahagsskilyrði en er sagður bitur mjög yfir van- þakklæti vina og kunningja. Hinir nýju valdhafar Sovét ríkjanna buðu Krúsjeff til um ráða rúmgóða og þægilega íbúð í bezta íbúðarhveríi Moskvu, á Leninhæð — en hann hafnaði því boði — kaus heldur að setjast að á litlu sveitasetri, sem stjórnin á, rétt hjá Usovo, 40 km. .vestan við Moskvu. Setrið er um- kringt miklum furuskógi og þar gefst Krúsjeff tækifæri til að iðka eftirlætisíþrótt sína, veiðar. Hann var löngum orð- lögð skytta og veiðir þarna heizt hreindýr, dádýr og héra. Á þessu sama sveitasetri dvaldist Krúsjeff, þegar Ric- hard Nixon, fyrrum varafor- seti Bandaríkjanna, heimsótti hann og þar dvaldist einnig eitt sinn fjölskylda banda- ríska sendiherrans í Moskvu, Llewellyns Thompsons, í boði Krúsj ef f-fj ölsky ldunnar. Hvorki Krúsjeff sjálfur né fjölskylda hans virðast í beinni hættu. En orðstír hans hefur verið hnekkt svo um munar og hið ríka stolt hans er sagt mjög sært. Honum fellur þungt sú auðmýking að vera dæmdur til stjórnmála- legrar einangrunar. Haft er þó fyrir satt, að það sé Krús- jeff sjálfum að kenna, að hann hefur hvergi komið fram opin berlega frá því hann var hrak- inn frá völdum. Hann heíur neitað að taka á móti þeim fjölda erlendra sendinefnda, sem komið hafa til Moskvu til þess að leita hans eigin skýringa á því, sem gerðist í Kreml hiná örlagaríku daga í október. Og hann hefur neit að afdráttarlaust öllum ósk- um blaðamanna um viðtöl eða ummæli um stjórnmálaástand ið. Krúsjeff lét eitt sinn svo um mælt, að hann — forsætis- ráðherra Sovétríkjanna — ætti ekki annað jarðneskra gæða en fötin sín, og mun það satt vera. Fjöiskyldan á engar eignir, hvorki í föstu né lausu. Ekki þurfa þau Krús- jeff-hjónin þó að líða skort, því sjálfur hefur Krúsjeff hæstu eftirlaun, sem veitt eru háttar sovézkum borgurum eru nokkru sinm veitt — 300 rúblur á mánuði, eða sem svar ar u.þ.b. 14.500 ísl. kr., og Fyrir utan íbúðarhúsið á sv eitasetrinu við Usova. Með Krús jeff er m.a. Frol Koslov, til vinstri. kona hans Nina, fær auk þess hæstu eftirlaun, sem veitt eru almennum borgurum, 120 rúblur, eða sem svarar nærri 6000 ísl. kr. Þessi laun nægja þeim að vísu ekki til að lifa jafn góðu lífi og áður — en þó allsæmiíegu. Auk þess búa þau húsaleigufrítt, hafa til um ráða góða bifreið á sovézkan mælikvarða, einkabílstjóra og fimm manna þjónustulið, er ríkið leggur þeim til. íbúð- inni, sem þeim var boðið^ í Moskvu, er látin standa auð, ef þau skyldu gerast leið á einverunni í skóginum og sækja aftur til borgarglaums- ins. Á sveitasetrinu hefur Krús jeff aðstöðu til að stunda bæði garðrækt og svínarækt,' sem hann hefur mikinn áhuga á. Hefur hann unnið að til- raunum með svínaeldi, rækt- að verðlaunagripi, og gert til- raunir með ýmsar frætegund- ir, sem hann hefur fengið sendar frá bandarískum vini sínum, Roswell Garst, bónda í Iowa. Um helgar koma börn hans, tengdabörn og barnabörn í heimsókn. Er hann sagður ganga með barnabörnunum um skóginn klukkustundum saman og segja þeim frá þ'eim æfintýrum, er hann býr yfir. Af fjölskyldunni og nánustu vinum er þetta að segja: Alexei Adsjubei, tengdason urinn, sem var ritstjóri „Iz- vestija“ er nú aðstoðarritstjóri mánáðarritsins „Sovétríkin". Er hann sagður í miklu dá- læti meðal annarra starfs- manna þar. Hann hefur ekki látið stöðuskiptin hafa nein teljandi áhrif á sitt góða skap og er hrókur alls fagnaðar. Rada, kona hans er efir sem áður aðstoðarritstjóri mánað- arritsins „Vísindin og lífið“. Júlía, dqttir Krúsjeffs, vinnur að sögn hjá fréttastofunni „Novosti“. Hefur hún skrif- stofu rétt hjá skrifstofu Galinu Brezhnev, dóttur nú- verandi aðalritara kommún- istaflokksins. Ekki fylgir þess ' NOKWtAY éfacUe- Zj ) NOVAYA Laninc|roa^7'^£ v/ CQreva ■/3aKc ' 5/áoscow >\ SOVBET ÍLJNttON " /<£ 'Volgo^rad #S * Vorkuta^/; (fr Krossinn sýnir staðsetningu sveitasetursins við Usova. um fregnum, hvað Viktor Gontar, eiginmaður Júlíu að- hefst, — hvort hann er ennþá framkvæmdastjóri Kiev-ball- ettsins. Pavel Satiúkov, fyrrum að- alritstjóri „Pravda“, hefur nú með höndum pólitískt ábyrgð arstarf hjá blaðinu „Flokks- lífið“, aðalmálgagni miðstjórn ar kommúnistaflokksins. — Mikhail Kharlamov, áður yfir maður útvarps og sjónvarps, er nú varaformaður stærsta bókaforlags Sovétríkjanna, er gefur út pólitísk rit. Oleg TroijanskovskS og Vladimir Lebedev, persónuleg ir ráðgjafar Krúsjeffs og helztu ræðusmiðir hans, eru nú í starfsliði Kosygins. Fyrst eftir að Krúsjeff féll úr valdastóli var mikið um það rætt, að nokkrir ráðherr- ar aðrir myndu fara sömu leið — og voru þá einkum tilgreindir Rodion Malinov- sky, landvarnaráðh. Andrei Gromyko, utanríkisráðherrá, og Ekaterina Furtseva menntamálaráðherra, en þau sitja enn — hvað svo sem síðar verður. Svo er og um flesta þá er nærri stóðu Krús jeff í embættum. Sjálfur heldur Krúsjeff enn þá — í orði kveðnu a.m.k. — stöðu sinni sem meðlimur Miðstjórnarinnar, Æðsta ráðs ins og stjórnar þess. Að öllu óbreyttu heidur hann þeim stöðum til næsta flokksþings a.m.k. — en það verður haldið í lok þessa árs. - hívað segja jbe/> / fréttum Framhald af bls. 13 með höndum starfsemi fyrir aðra aðila, rekur t.d. loran- stöðvarnar í Vík og á Sandi. Og í ársbyrjun 1964 hefur hann fyrir Ríkisútvarpið séð um rekstur sendistöðvarinnar á Vatnsenda og endurvarps- stöðvanna, svo og um uppsetn- ingu nýja 100 kw sendisins á Vatnsendahæð, sem bráðum verður tekinn í notkun. Sjón- varpið kemur einnig við sögu, því Landssímanum var á síð- asta ári falið af Ríkisútvarp- inu að gera tæknilega sjón- varpsáætlun og nýlega að gera útboðslýsingu af tækni- búnaði fyrir 1. skref áætlun- arinnar. Eins og sjá má af ofan- greindu komum við ekki að tómum kofunum, þegar við gengum á fund póst- og síma- málastjóra til að spyrja hvað hann segði í fréttum. Og þeg- ar við vorum búin að heyra um alla þá starfsemi, sem þar er í gangi, og í undirbúningi, lék okkur forvitni á að vita hve margt fólk starfar hjá pósti og síma, og þeirri spurn- ingu svaraði Gunnlaugur Briem að lokum: — Hjá pósti og sfma vinna að jafnaði 1300 reglubundnir starfsmenn, auk 200—300 manna á tíma- eða vikukaupi. Flestir starfsmannanna vinna við rekstur og viðhald, en lítill hluti þeirra við nýframkvæmd ir. Einkum þarf mikið af verka mönnum í Reykjavík, þar sem t.d. voru grafnir á sl. ári 40 km langir skurðir fyrir jarð- síma, þar af 40% með skurð- gröfum. — E. Pá. - Verkfall Framhald af bls. 1. félagsmenn hefðu fellt tilboðið vegna þess, að þeir hefðu ekki skilið það. Sömu sögu hefur James Reynolds, aðstoðar verka málaráðherra að segja. Samkvæmt tilboði atvinnurek enda á tímakaup hafnarverka- manna að hækka um 80 sent (kr. 34,40) á næstu fjórum árum. Af þessari upphæð bætast 35 cent við grunnkaupið, sem nú er 3,26 dollarar á tímann (kr. 140,-). Þá er gert ráð fyrir að hafnar- verkamönnum verði tryggð 1.600 tíma vinna á ári, frídög- um er fjölgað og ellilífeyrir auk inn. Það sem vekur grunsemdir meðal hafnarverkamannanna er ákvadði um að í hverjum vinnu- flokki skulu aðeins vera 17 menn í stað 20 áður. Gleason, formaður ILA, segir hins vegar að engin ástæða sé til að ótt- ast þetta ákvæði meðan félags- mönnum er tryggð 1600 stunda vinna á ári. Telur hann tilboð atvinnurekenda eitt hið bezta, sem fram hefur komið í sögu ILA. IJtfall Þórarinn frá Steintúni: ÚTFALL. Reykjavík, 1964. ÞAÐ vekur athygli að á nokkr- um árum kveða sér hljóðs fjögur skáld frá einni afskekktri byggð. — byggðinni við Bakkaflóa — þrjú Ijóðskáld og eitt söguskáld. Þrjú þessara skálda eru orðin þjóðkunn: Magnús Stefánsson (Örn Arnarson), Kristján frá Djúpalæk og Jakob Jónasson. Sá fjórði, Þórarinn frá Steintúni, kveður sér hljóðs nú í fyrsta sinn með lítilli ljóðabók og athyglis- verðri’, sem hann nefnir Útfaii. Að efni eru ljóðin mörg orð- knappar mótaðar myndir — nátt- úrulýsingar og lífsviðhorf. Því til staðfestu tilfæri ég ljóðið Vaka með undirfyrirsögninni: Stjörnu- Oddi dvaldist úti um nætur, þar sem í einu og sama ljóði bregður fyrir báðum þessum einkennum: Ljáðu mér auðmýkt, eg fell þér til fóta — fáðu mér sýn til að skynja og njóta alheimskraftur, sem öllu stjórnar! Eg á ekkert nógu dýrt til fórnar — Mjöllin bylgjast sem brúðarslæða, um brúnir og leiti til yztu hæða. Allt hið ljóta og einskisnýta er falið undir feldinum hvíta. Geisast um hvolfin geislavendir. Hver glitrandi stjarna til hæða , bendir. Tónar í litum tifra í kyrrðinni. Töfrandi fegurð í nálægð og firðinni. Af norðurljósum nóttin logar, þau rísa og hníga sem rósabogar. Mörg bera ljóð — og stökur — bókarinnar þess vitni að höfund- urinn er bæði ljóðhagur og orð- hagur. Bæði að formi og efni eru ljóðin frumleg og forvitnileg. í bókarlok bindur höfundur nafn sitt í þessum ljóðlínum: Helmingnum af heiti mínu hafrar aka. Annar er þar sem eldar braka. Halldór Stefánsson. Hrafnistumenn þakka lieimsóknir Nú eins og áður við áramót, óska vistmenn á Hrafnistu að koma á framfæri þökkum til allra þeirra, sem að vikið hafa þeim góðu me'ð ýmsu móti á liðnu ári. Það er um svo mikið og margt að ræða að engin tök eru á að telja það upp í einstökum atrið- um. Á kvöldvökum heimilisins, sem haldnar eru með stuttu milli bili hefir verið um hönd haft bæði gaman og alvara og að sjálfsögðu hefr því margt ágætis fólk komið þar við sögu. Ut af heimilinu hefir heimilis fólkinu verið boðið til skenimt- ana, jafnvel í svo stórum stíl, að segja má að haldnar hafi ver- ið fyrir það sérstakar leiksýning- ar eins og leiksýning Leikfélags Kópavogs, skömmu fyrir hátíðar. Eins og að líkum lætur, bar jólin hæst í fjölda heimsókna. Skyldir oig vandalausir komu þá til að glc^ðja sína gömlu vini á margvíslegan hátt. Nú í byrjun nýja ársins heim- sótti okkur svo Karlakórinn Fóst bræður og söng.fyrir vistmenn, við mikinn fögnuð og var það í sjálfu sér stór viðiburður að heyra söng þeirra 40 félaga 'hljóma um salarkynni heimilis- ins. Öllum þeim, sem stuðla að heill og hamingju Hrafnistu og þeirra, sem þar búa, eru hérmeð þakkir færðar með ósk um gott farsælt ár. Hrafnistu, 7. janúar 1965. Sigurjón Einarsson ★ VERKFALL Brússel, 12. jan. NTB Engin lausn er fyrirsjáanleg i verkfalii fimm þúsund starfs- manna belgiska olíu- og benzíniðnaðarins, sem hófst í gær. Víða hefur verið tekin upp benzínskömmtun, og skorað er á húseigendur að spara olíu til upplvitunar. Verkalýðsfélcgin hafa snúið sér til samtakanna í nærliggj- andi löndum um að stöðva benzín- og olíuflutninga til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.