Morgunblaðið - 13.01.1965, Page 8

Morgunblaðið - 13.01.1965, Page 8
8 i MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 13. janúar 1965 Dr. l\lo J>r. No. Brezk Technicolor- mynd frá United Artis. Gerð 1962. 195 mín. Tónabíó. ísl. texti. Handrit: Richard Mai- baum o.fl. Aðalkvikmyndari: Ted Moore. Framleiðendur: Harry Saltzmann og Albert R. Broccoli. Leikstjóri: Ter- ence Young. Vart renndi Gullfoss svo í höfn á liðnu ári, að í bókabúðir kaemu «kki staflar af vasabókum með höfunidarnafninu Ian Fleming. ört lækkuðu þessir staflar. Nú er sú margselda hetja þessara reyfara, ruddinn James Bond, framreidd á tjaldinu í Tónabíói, þar sem staðfastlega er vakað yfir því áð allt sem nýtt er í kvikmyndalistinni sé tafarlaust kynnt þjóðinni. Samanber La Notte Antonionis, Skjótið píanó- leikarann eftir Truffaut, o.fl. James Bond er ný tegund reyf- arahetju, algjört afsprengi 20. aldarinnar, hraða hennar um- hugsunarlauss miskunarleysis. Bond er hálfgert súpermenni, engum tilfinningaböndum háður og ekki haldinn þeirri hefð- bundnu kurteisi eldri kollega að biðja fórnarlambið að snúa sér við svo hann þurfi ekki að skjóta það í bakfð. Bond er sama hvað snýr fram eða aftur. Með sörnu köldu yfirvegun og hann með- höndlar skotvopn sinnir hann veika kyninu. Fátt, varla skyld- an við starfið aftrar honum frá að njóta hlunninda fagurra kvenna. Hann gefur sér góðan tíma til að sinna stúlku einni mjög kyn-lega, þótt hann viti að hún vinnur að því að stytta honum aldur, áður en hann skil- ar henni til lögreglunnar. Kvik- myndin Dr. No höfðar af mikilli hugvitsemi til ánægju áhorfand- andans af samanhræringi kyn- iífs og ruddaskapar. Dæmi um þetta sambland má sækja í síð- ustu James Bond-myndina, Gold- finger. I>ar er stúlka drepin á þann hátt, að nakinn líkami henn ar er húðaður með gulli svo hún kafnar. Og aðstandendur mynd- anna viðurkenna hreinskilnir til gang sinnar framleiðslu. Sean Connery, sem nú hefur leiki'ð í þremur Bond-myndum, sagði í viðtali vfð Newsweek í vor um Goldfinger: „Þessi mynd elur á kynórum allra kvæntra manna og helmings piparsveina í heimin- um.“ í Dr. No, er James Bond starfs maður brezku leyniþjónustunnar og ber starfsheitið Agent 007 — tvöfalda 00-ið merkir að hann má drepa hvern og hvenær sem er og það notar hann í ríkum mæli. Hann er sendur með hraði til Jamaiku þegar starfsbróðir hans er myrtur. Á Jamaiku er sífellt verið að reyna að kála Bond, en aúðvitað án árángurs. En Bond kemst fljótt á slóð þess sem þar stendur á bakvið. Það er Dr. No, skyldufantur mynd- arihnar, alræmdur og bilaður vísindamaður, sem búið hefur sér óvinnandi virki á eyju einni. Truflar hann þaðan eldflauga- skot frá Canaveral-höfða. Er þar komin skýringin á geimskotaó- höppum Ameríkana. En Dr. No ætlar sér að klekkja bæði á þeim og Rússum og ná sjálfur heimsyfirráðum. Bond bregður sér út í eyju, en er tekinn til Málflutningsskrifstoía JON N. SlGLRÐöSON Sími 14934 — Laugavegi 10 fanga ásamt hálfberri stúlku, sem er að þvælast þar. Þar kynn ist Bond Dr. No og öllu hans að. Sean Connery virðist ná vel einkennum þessarar raunar ógeð felldu hetju, James Bond. Það er athyglisvert að á síðari tím- um eru „hetjur“ kvikmyndanna sífellt að fjarlægjast hinar gömlu algóðu hetjur og eru stundum all fráhrindandi, frekar og rudda- legar, en samt dáðar af áhorf- endaskaranum. En athyglisverð- asta persónan er Joseph Wise- man í hlutverki Dr. No, yfirveg- aður og djöfullegur og hef'ði gjarnan mátt sjást meira af hon- um. Þrátt fyrir — eða kannske vegna þess — að myndin höfðar til flestra þeirra kennda sem taldar eru lágar, verðúr maður að játa að hafa haft lúmskt gaman af samsetninginum; raun- ar er oft gert grín að öllu saman og myndin verður á stundum Dr. N (Joseph Wiseman) og hefffi James Bond er til hægri. djöfullega kjarnorkuspilverki, neðansjávarstöðvum og pyntinga sérfræðingum. Og í ofsafullum endalokum eyðileggur Bond, auð vitað einsamall, allt heila klabb- ið fyrir vesalings Dr. No, sýður hann í kjarnorkupotti og bjargar síðan sér og stúlkunni áður en allt springur í loft upp. Svo gamnar hann sér vi'ð stúlkuna á heimleiðinni. En nú geta Kanar ekki lengur kennt skúrkinum Dr. No um geimhrakfarir sínar. Þessi samsipuni utan um ótamið grófmennið James Bond mun einn mesti biðill til almannavin- sælda í kvikmyndaheiminum um árabil. Þrjár myndir hafa þegar verið gerðar eftir sögum Flem- ings um manndrápa og njósna- feril Bonds og kannske endast vinsældir hans til þess að það sem eftir er af öllum sögunum 12 verði kvikmyndað og mun þá hrollur fara u-m marga, sem sjá í þessum myndum hættulegar tilhneigingar til siðleysis og of- beldisdýrkunar og jafnvel fas- isma og óttast áhrif þeirar á áhorfendur í þá átt. Slíkt er þó trúlega að taka myndarinnar of alvarlega. Hitt er líklegra sann- ara, a'ð þær spegli að einhverju leyti þessar auknu til'hneigingar í þjóðfélagi nútímans. En yfir- leitt eru myndirnar, a.m.k. Dr. No, of ævintýralegar til að hægt sé að setja þær mikið í samband við venjulegt mannlíf Pg heims- ástand. Sviðsetning á Dr. No er all hug myndarík og hröð. Tæknileg vinnsla á myndinni er jafnan góð, allt frá sérkennilegri sam- felldu (montage) í byrjun og til neðanjarðarstöðva Dr. No. Yfirleitt ber myndin merki þess að prófessjónal fólk hafi unni'ð mátt sjást meira af honum. hálfigerð paródía. En samt vonar maður a!ð slíkar myndir verði ekki mikilsráðandi í kvikmynda- húsum á næstunni. Pétur Ólafsson. Sartre ættleiðir 28 ára gamla konu JEAN-PAUL SARTRE hinn frægi franski rithöfundur og Nobelsverðlaunaskáldið ný- orðna, hefur fyrir skömmu æt\ leitt 28 ára gamla konu, Ar- lette Elkeim að nafni. Kona þessi hefur verið samstarfs- ' , maður Sartre við bókmennta- tímarit hans, Les Tempe Modernes, allt frá 1959. Núna bíður hún aðeins eftir loka- ákvörðun franska dómstóla um, hvort henni leyfist að breyta nafni sínu í ungfrú Elkaim Sartre. Hún skýrði frá því í viðtali nýlega, að hún væri mjög ánægð yfir þess- ari ákvörðun Sartre. „Móðir mín er dáin en faðir minn býr hér í París og er hann al- gjörlega samþykkur ættleið- ingunni, því hann og Sartre hafa rætt málið til hlítar og einnig hefur Simone de Beauvoir kvenrithöfundur- inn fræigi, er verið hefur nán- asti vinur Sartre í fjölmörg ár lýst ánægju sinni yfir ættleið- ingunni." Sukarno sendir Afríkuleií togum boðskap sinn Talið að hann vilji íyrir alla muni forðast árekstra við þá, vegna úrsagnar Indónesa úr SÞ Jakarta og Singapore 11. jan. NTB - AP. Sukarno, forseti Indónesíu hefur sent sérstakan sendiboða til Afríku meff persónuleg bréf til leifftoga nokkurra Afríkuríkja, þar sem forsetinn gerir nánari grein fyrir ástæðum til þess aff Indónesía hefur sagt sig úr sam- tökum Sameinuðu þjóðanna. Er fcaliff aff Sukarno vilji fyrir allan mun forffast árekstra viff Afríku- ríkin vegna þessa, en nær öll Afríku- og Asíulönd, aff undan- skildu Kína og leppríkjum þess, hafa beint eindregnum tilmælum til Indónesíu um að endurskoða afstöðu sína til SÞ. Talið er að Sukarno vilji með bréfaséndingum sínum reyna að forða því, að álit Indónesíu verði rýrt, einkum með tilliti til ráð- stefnu Afríku- og Asíuríkja, sem halda á í Alsír á marz. Fred Mulley, hermálaráðherra Bretlands, er nú staddur í Mal- aysíu til þess að kanna varnir landsins. Hann gaf út yfirlýsingu í dag þar sem hann ítrekaði að Bretar myndu halda fast við lof- orð sín um að senda meiri liðs- auka til Malaysíu ef til alvar- legrar innrásar frá Indónesíu kæmi. Mulley heldur á þriðjudag til Sarawak. Tilkynnt var í Kuala Lumpur i dag að stjórn Malaysíu hefði fyrr um daginn sent SÞ skýrslu um síðustu landgöngur skæruliða Indónesa. Sagði talsmaður utan- ríkisráðuneytis Malaysíu að skýrslan væri send SÞ enda þótt Indónesía hefði gengið úr sam- tökunum, því að Öryggisráðið gæti gripið til aðgerða ef Indónes ar gerðust sekir um árás, enda þótt þeir ættu sjálfir ekki aðild að samtökunum. Orðrómurinn um að enn fleiri skæruliðar hefðu gengið á land í Malaysíu fékk byr undir báða vængi á sunnudag er II smábát- ar fundust mannlausir á SV- strönd Malaya. Hver bátur rúm- ar átta menn og fundust þeir nærri Tanjong Piai, þar sem 24 Indónesar gengu á land á föstu- dag. 13 af þessum 24 skærulið- um hafa verið handteknir. Kínverjar hafa lýst yfir vel- þóknun sinni vegna úrsagnar Indónesa úr SÞ. Segja þeir að SÞ séu á engan hátt heilög sam- tök, sem ekki megi blaka við. „Okkur gengur ágætlega án þeirra (samtakanna)“, segir í op- inberri kínverskri tilkynningu. „Sumir segja að SÞ séu sterk samtök og það sé hættulegt að strjúka tígrisdýrinu um bakið. En nú hefur Sukarno forseti strokið tígrisdýri.“ Arthur Bottomley, samve’dis- málaráðherra Breta, sagði í Framhald á bls. 17 Miklar rigningar hcrjuðu Indland um jólin og ollu flóð víða mikiu tjóni. Meffal annars, sem flóffin skemmdu, var þessi jámhrautar- brú frá meginlandinu út í Dhanushkodi-eyju. Eins og sjá má er lítiff eftir af brúnni annað en skipahliffið. Talið er að 500 manns hafi farizt í flóðunum, en eignatjón er metiff á um 1.000 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.