Morgunblaðið - 13.01.1965, Side 3

Morgunblaðið - 13.01.1965, Side 3
Miðvikudagur 13. janúar 1965 MORGU N BLAÐIÐ 3 t — ÞAI) ER áberandi, að konur eru almennt farnar að snyrta sig betur en áður tíðk- aðist og farnar að kunna að nota snyrtivörur. Andlitssnyrt ingin miðar að því að draga fram það fegursta hjá kon- unni, en hún er einnig tii þess fallin að hylja ýmsa galla. Ef daman er t.d. með áberandi stórt nef, langa höku, há kinn bein eða er breiðleit, þá má hylja hvers konar slíka galla með sérstakri snyrtiaðferð. Þetta sagði okkur Gyða Ólafsdóttir, ung stúlka, sem er nýkomin að utan frá námi í þessum fræðum. Gyða stund aði nám í Kaupmannahöfn vi’ð „Skolen for Intemational skönhedspleje“ I eitt ár, en hefur nú tekið til starfa við Aölaðandi er konan ánægð Hárgreiðslu-, snyrti og nudd- stofu Austurbæjar að Lauga- vegi 13. Við ræddum við Gyðu og Sólborgu Jónsdóttur, annan eiganda fyrirtækisins og feng um hjá þeim ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir kvenþjóð- ina. — Og eru þá stónbrotin and- litsmálverk sem óðast að hverfa úr sögunni, spurðum vi'ð. — Já, mikiil ósköp. — Þó virðist okkur, sagði blaðamaður, að sumar dömur geti vart opnað augun sökum þyhgsla af málningu kring- um augun. — Já, þetta er því miður algengt hjá ungu stúlkunum. Þær nota svört strik og augna skugga til þess að láta augun sýnast stærri, til þess að gera þau áhrifameiri. En slíkt á aldrei að nota í dagsbirtu, því að öll óþarfa málning er til lýta. — Er ekki varasamt, að ungar stúlkur byrji snemma áð snyrta sig? — Jú, það er óheppilegt, sagði Sólborg, því að það vill brenna við að þær noti óiheppi legar snyrtivörur. Oft hugsa þær líka lítið um að taka af sér „mál'verkið“, áður en þær fara að sofa, en slíkt fer mjög illa með hú’ðina. — Það er svo sem mein- laust, þótt þær noti varalit sagði Gyða. En varirnar fölna með tímanum. — Svo? — Já, allar snyrtivörur draga úr litarhaftinu. — En segðu okkur nánar Gyða, hvað þú lærðir ytra í þessum efnum? — Ég lærði handsnyrtingu, fótsnyrtingu, andlits- og lík- amsnudd, ljósabeitingu líf- færafræði og andlitsförðun fyrir sjónvarp og kvikmynd- ir. — Ætlar'ðu þá að sminka ráðherrana okkar, þagar þeir fara að birtast í íslenzka sjón varpinu? — Það er aldrei að vita, sagði Gyða. og brosti. — Þú minntist á beitingu ljósa. Er það mikilvægt atriði? — Já, mjög mikilvægt. Að- ur en byrjað er að nudda í andlitið til dæmis, er það lýst með infra rauðum geisl- um — bláu ljósin gefa víta- mín og brúnan lit — og það gefa kolbogaljós líka. Sólborg lét í ljós mikla ánægju yfir að hafa fengið Gyðu til starfa og hrósaði henni á hvert reipi.. — Ég hafði þýzka stúlku áður, en frétti svo aí Gyðu ytra og krækti í hana þegar hún kom heim. Eins og að framan getur, er þarna allt á sama sta’ð: hárgreiðslustofa, nuddstofa og snyrtistofa. Fimm stúlkur starfa á hárgreiðslustofunni, en þær Gyða og Sólborg eru á nudd- og snyrtideildinni. Þar eru þrír tjaldaðir básar. — Og þið nuddið aðeins kvenfólk, spurðum við. — Já, enn sem komið er. Konurnar koma ekki aðeins til að megra sig, heldur einn- ig til að styrkja sig og hressa andlega og líkamlega. — Hvað tekur nuddmeð- höndlun langan tíma í hvert skipti? — Um 20 mínútur. Kúrarnir eru þetta 10 til 15 sínnum — annan hvern dag, eftir þvi hvað við álítum a’ð viðkom- andi þurfi mikillar meðihöndl- unar við. — Og árangur væntanlega góður? — Það má nefna sem dæmi eina konu, sem grenndist um 16 kg. í einum kúr. Algeng- ast er 10, 8 og 5 kg. — Gefið þið fyrirskipun um strangt mataræði? — Ekki svo mjög. Að vísu segjum við fyrir um ákveð- inn matarkúr, en hann fer eft ir því hvernig viðkomandi er byggður. — En Snúum okkur aftur að snyrtingunni. Getið þið gert eitthvað fyrir dökk hár á fót- leggjum kvenna? — Já, við lýsum þau, þannig að þau sjást ekki. Þau I ver'ða fínni og ljósari. Ef þeim aftur á móti er eytt, þá koma broddar og hárin margfaldast, en margar konur hafa ein- mitt þungar áhyggjur af þessu. Sólborg sagði að lokum: — Kona, sem er vel snyrt og vel klædd, veit að hún er fullkomin og hefur þess vegna öruggara fas. Þess vegna má segja með sanni, að aðlaðandi er konan ánægð. Rit um norræna höggmyndalist Gjaíabók norrænu félaganna Tveir leikskólar byggðir næsta sumar SIAKSIEINAR Gæfuleysi Fram- sóknarflokksins Timinn notaði stór orð í gær i leiðara blaðsins um ágæti Fram- sóknarflokksins. Sagði þar m.a.: „Framsóknarflokkurinn er einu pólitísku fjöldasamtökin á fs- landi, sem hugsanlegt er að efla svo, að hliðstætt verði við hina stóru umbótaflokka í nágranna- löndunum, sem hafa náð þar for- ystunni frá íhaldinu í þessum löndum.“ Svo mörg eru þau orð. Þegar staða Framsóknarflokksins og á- hrif hans i islenzku þjóðlifi eru skoðuð eins og þau eru nú, kem- ur allt annað í ljós en framan- greind draumsýn Tímans ber með sér. Framsóknarflokkurinn er f dag áhrifalitill og reikull henti- stefnuflokkur, sem enginn getur treyst hvorki til hægri eða vinstri. Hann á sér aðeins eitt takmark og það er að komast í rikisstjórn og til þess að ná þvi markmiði svifst hann einskis. Ætli Framsóknarflokkurinn sér að ná þvi markmiði að verða sterkur umbótaflokkur, verður hann að breyta um stefnu. Hann verður að láta af ábyrgðárleysi sínu í þjóðmálum og hazla sér á- kveðinn völl. Framsóknarflokk- urinn getur ekki leikið þann leik áfram, sem öðru fremur á þátt í gæfuleysi og áhrifaleysi hans, að hafa eina stefnu í dag en aðra á morgun, berjast gegn auknum sköttum þessa stundina en krefj- ast aukinna útgjalda rikissjóðs þar á eftir, berjast gegn nauð- synlegum framkvæmdum varn- arliðsins, þegar það þykir henta en lýsa síðan yfir stuðningi við NATO með f jálgum orðum. Það er þetta ábyrgðarleysi og þessi tvískinnungsháttur for- ystumanna Framsóknarfltkks- ins, sem mestan þátt á í gæfu- leysi því og áhrifaleysi á sviði þjóðmála, sem Framsóknarflokk- urinn á nú við að striða. Vilji Framsóknarflokkurinn heita raunverulegur umbótaflokkur, verður hann að breyta stefnu sinni til samræmis við það. Norræna húsið Nýlokið er fundi menntamála- ráðherra allra Norðurlanda í Ósló. Merkilegasta viðfangsefni hans, hvað okkur fslendinga varðar, var án efa Norræna hús- ið, sem í ráði er að koma upp í Reykjavík. Miklar vonir eru að sönnu bundnar við þessa stofn- un. Norræna húsinu er ætlað að vera miðstöð norrænnar sam- vinnu, hvað fsland snertir og mun vafalaust verða til þess að auka menningartengsl fslands og allra hinna Norðurlandaþjóð- anna. NORRÆNU félögin hafa sent félögum sínum gjafabókina Nor- disk skulptur, vandað rit og með fjölmörgum ljósmyndum af höggmyndum. Eru þar kynntir þrír myndhöggvarar frá hverju félaganna í máli og myndum. Dr. Belma Jónsdóttir skrifaði ís- lenzka kaflann og tekur þar fyrir myndhöggvarana Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson og Siigurjón Ólafsson. Eru birtar myndir af 16 verkum þeirra. Ritstjóri þéssarar gjafabókar Banaslys við Keflavíkurvöll ÞAÐ slys varð í nágrenni við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun, að 18 ára gamall varnarliðsmaður í sjóhernum beið bana, er jeppa- bifreið hans hvolfdi á hálum vegL skammt frá bækistöðvum Varnarliðsins. er mag. art, Lars Rostrup Bþjesen, safnvörður í Kaup- mannahöfn. Bókin er gefin út af frumkvæði danska félagsins, en með aðild allra félaganna. Er hún prentuð í 100 þús. eintökum og mun dreifast um Norðurlönd. Tímaritshefti og 2 fréttabréf Félagsriti Norræna félagsins hefur nú verið breytt þannig að út verða gefin tvö fréttabréf á ári, og auk þess eitt vandað myndskreytt tímaritshefti og verður lesmál þess að nokkru prentað á dönskú, norsku og sænsku og gæti því að öðrum þræði þjónað þeim tilgangi að vera kynningarrit um íslenzk málefni meðal norrænu frænd- þjóðanna. Frá þessu er skýrt í nýútkomnum tíðindum frá Norr- æna félaginu. Og segir þar að fyrsta hefti Norrænna tíðinda sé í undirbúningi og muni koma út snemma á árinu 1965. ÁFORMAÐ er að byggja í sumar tvo nýja leikskóla í Reykjavík, annan við Safamýri og hinn við Brekkugerði. Var staðsetning leikskólans í Safamýri samþykkt á síðasta borgarráðsfundi, en hann verðxir reistur til hliðar við smábarnagæzluvöllinn sem þarna er. Byrjað verður á báðum leik- skólunum í vor. Þeir eru svip- aðir að gerð og margir aðrir af leikskólunum í bænum, byggðir eftir teikningu, sem Þór Sand- holt hefur gert og reynzt hefur vel. Er húsið á einni hæð, á sjötta hundrað rúmmetrar að flatarmáli og þar komið fyrir 3 stofum og hreinlætisherbergjum. Hvor skóli tekur rúmlega 60 börn í einu, en venjan hefur ver- ið sú að taka tvo hópa, annan fyrir hádegi, hinn eftir hádegi. í notkun "eru núna slíkir skólar í Drafnarborg, Barónsborg, Brákarborg og Hlíðanborg. Háa- gerðisskólinn er nú sem stendur í leikskólahúsi, sem væntanlega verður brátt tekið úr þeirri not- kun og gert að leikskóla og nú munu semsagt tveir nýir leik- skólar bætast við. Akurey enn n sölulistn AÐ því er Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri á Akranesi, hefur tjáð Morgunblaðinu, hefur ekki enn tekizt að selja togarann Akurey og er hann enn á sölu- lista. Björgvin sagði að ýmsir aðilar hefðu beðið um upplýsingar og verið að velta kaupum fyrir sér, en enn sem komið væri hefði ekkert áþreifanlegt gerzt. Ætlunin er að ísland leggi af mörkum ókeypis lóð undir húsið og taki auk þess þátt í öðrum stofnkostnaði að Ve hluta. Danir, Finnar og Norðmenn munu einn- ig greiða Ve hluta stofnkostnaðar en Svíar 2/6. Hvað rekstrarkostn- að stofnunarinnar snertir, er gert ráð fyrir, að Norðurlönd standi sameiginlega straum af honum. Stjórn Norræna hússins verður skipuð 7 mönnum, þannig að hvert aðildarlandanna skipar sinn manninn hvert, en íslenzka menntamálaráðuneytið skipar auk þess einn fulltrúa í nefnd- ina samkvæmt tilnefningu Há- skóla fslands og annan sam- kvæmt tilnefningu Norræna fé- lagsins. Daglegum rekstri verður þannig hagað, að 3 menn úr þess- ari 7 manna stjórn, þar af vænt- anlega 2 ísléndingar, munu sjá um daglegan rekstur stofnunar- innar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.