Morgunblaðið - 13.01.1965, Side 24

Morgunblaðið - 13.01.1965, Side 24
KELVINATOR KÆLISKAPAR JteLa laugavegi 9. tbl. — Miðvikudagur 13. janúar 1965 Samúðarverkfall boiai í Eyjum Bdtcu af verkfollssvæðinu ekki afgreiddir eftir 17. jan. — Einar Sigurðsson vill úrskurð Félagsdóms Starfsmenn Sæbjargar á Grandagarffi gera að fiskinum, sem þeir fengu frá Grindavík í gær- kvöldi. — lijósm.: Sv. Þ. frá Grindavlk Grindavík, 12. jan. SKX Reykjavíkurbátar og 5 litlir Grindavíkurtoátar réru fró Grindavík í gær til að sækja í soðið fyrir Reykvíkiniga. Aflinn var alls yfir 30 tonn o.g var hann ]>egar fluttur í bæinn á vöru- toílum. Reykjavíkurtoátarnir eru Jón Bjarnason, Freyja, Ásgeir Torfa- so-n, Kiistfojörg, Hanna oig Pálm- ar. — G. K. Kafsnjór í Eyjafirði Mikil ófærð og skemmdir ó símalínum Akureyri, 12. jan. MIKILL snjór setti niður. í giær og í nótt. Hiti var um frost- rnark og snjórinn mjög blautur, svo að snjóflóðaihætta var talin vera á ýmsuim stöðum í grend- inni, svo sem í Dalsmynni, Ekki foefur frétzt af neinum snjóflóð um, en mik'lar skemmdir hafa orðið á símialínum, vegna ísing- ar. Með mongninum tók að frysta og renna. Víða er orðin erfið færð bíl- um foér á götum bæjarins og sumiar göturnar ófærar, en reynt er að halda helztu umferðar- götum sæmilega grei'ðfærum. ófærir með öl'lu, þó kom ein- fover mjólk til bæjarins í diag framan úr Eyjarfirði og úr Hörg árdail. Háfjallatoíll brauzt foing- að frá Dalvík í daig og var 5% tíma á leiðinni. öxnadalsheiði er bráðófær og einnig Dalsmynni en þar er kominn feiknalegur snjór. Elkki hefur verið viðlit a'ð reyna að ryðja vegi 1 daig, enda bæði ofanforíð nokkur og skaf- renningur mikill. Sem dæmi má nefna, að vegurinn fram að Krist nesfoæli var rudidur í gærkvöldi, en í morgun var foann orðinn al- Somkomulag víð hljóðfæra- leikara SÁTTAFUNDUR í vinnudeilu hljóðfæraleikara hófst með sátta- semjara ríkisins, Torfa Hjartar- syni kl. 7:30 í gærkvöldi. Kl. 11 var undirritað samkomulag milli samningsnefnda Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda og Fé- lags íslenzkra hljómlistarmanna, með fyrirvara um samþykki fé- lagafunda, sem boðaðir hafa ver- ið kl. 2 í dag. Enginn sátfafundur EINGINN sáttafundur var í gær í vinnudeilu bátasjómanna og eng- inn fundur hafði verið boðaður, er Morgunblaðið vissi síðast til. VERKAUÝÐSFÉUAG Vest- mannaeyja hefur boðað til sam- úðarverkf ills 18. þ. m., þannig að þeir munu neita að afgreiða báta frá þeim stöðum, þar sem nú stendur yfir verkfall sjó- manna. Fjórir Reykjavíkurbátar hafa verið að veiðum frá Eyjum, þar sem þeir hafa ýmist verið •leigðir þangað eða skráðir utan verkfallssvæðisins. Bátamir eru Arnar, Engey, Akurey og Fórður Jónasson. ‘Útgerðarmönnum i Vestmanna eyjum barst í gær bréf frá Verkalýðsfélaginu, þar sem skýrt er svo frá, að trúnaðarmannaráð félagsins hafi á fundi sínum 10. Iþ.m. samþykkt að fara að tilmæl- um Alþýðusamþands íslands og boða samúðarvinnustöðvun frá og með 18. janúar, þannig að ekki verði afgreiddir síldveiði- eða þorskveiðibátar frá Grindavík, Keflavílj, Hafnarfirði, Reykjavík, Akranesi eða AkureyrL Einar vill skjóta málinu til Félagsdóms Einar Sigurðsson, eigandi Akur eyjar og Engeyjar, skýrði Morg- unblaðinu svo frá í gær, að fyrir áramót hefði verið ákveðið, a5 Akurey, Viðey og Engey yrðu gerðir út frá Vestmannaeyjum I vetur og samningur gerður við Hraðfrystistöðina í Eyjum um leigu á þeim. Á Akuréy og Eng- ey væru skipsmenn allir fná Vestmannaeyjum og hefðu Iþeir toátar þegar farið á veiðar. Hins vegar kvaðst Einar ekki hafa sent Viðey til Eyja, þar sem skipshöfnin á henni væri frá Keflavík. Einar sagðist mundu leita úrskurðar Félagsdóms un» það, hvort ekki sé leyfilegt að leigja út skip í aðrar verstöðvar og gera þau iþar út með mann- skap af staðnum. Einnig kvaðst hann mundu skjóta til Félags- dóms ákvörðun Verkalýðsfélags Vestmannaeyja um áðumefnt samúðarverkfall, og fá álit dóms ins um réttmæti slikra aðgerða. Síld fryst af kappi ■ Eyjum TÍU þátar fengu nm 9 þúsund tunnur sildar á MeðaUandsbugt í fyrrinótt. Síldin er vel fryst- ingarhæf og er nú unnið næst- um aUan sólarhringinn að fryst ingn í Vestmannaeyjum, en þar lögðu 7 bátanna upp aflann. Í fyrradag bárust 7 þúsund tunn- ur á land í Eyjum og var þá þegar tekið að frysta. Einar Sigurðsson, útgerðar- maður, eigandi Hraðfrystistöðv- ar Vestmannaeyja, sagði í við- tali við Morgunblaðið í gær, að frystigeta húsanna fjögurra í Eyjum væri um 500 tonn af síld á sólarhring, en það væri meira magn en mögulegt væri að skipa út á dag, þótt flutinngaskip væru tilbúin í höfninni á staðnum. Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi hjá Sölumðistöð hrað- frystihúsanna, sagði svo frá, að S.H. hefði staðið að fullu við gerða samninga um útflutning á hraðfrystri síld á árinu 1964. Reyndist útflutningurinn vera 15.218 tonn. Guðmundur kvað frekari samninga um sölu frystr ar síldar hafa verið í deiglunni undanfarnar vikur. Flestir þjóðvegir mega heita ófær. — Sv. P. Símalínur slitna víða vegna ísingar VEGNA ísingar, sem hlóðst mjög á símalinur um norðan- vert landið í gær, brotnuðu víða staurar og samband rofnaði. Sam bandslaust er nú með öllu við Húsavík og Raufarhöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Tómassyni, verkfræðingi, slitnuðu línur mest á Fljótsheiði svo að sambandslaust varð við Gestirnir stálu veskinu í FYRRAKVÖLD kærði maður yfir þjófnaði á sparimerkjum og peningum. Hafði maðurinn boðið inn til sín tveimur piltum, en veitti því athygli er þeir voru famir að veski hans var horfið úr jakka sem hann hafði lagt frá sér. í iþví voru um 10 þús. kr. í sparimerkjum og 1500 kr. í reiðufé. — Lögreglan hafði upp á umræddum piltum um nótt- ina, og vom þeir settir inn. Þurftu iþeir síðan að standa fyrir máli sínu hjá rannsóknarlögregl- unni í gær. Húsavik, Raufarhöfn og Egils- staði. Hins vegar er hægt að tala um radíófjölsíma milli Ak- ureyrar og Egilsstaða og milli Hafnar í Hornafirði og Egils- staða. Þá slitnaði samband um tíma I milli Akureyrar og Brúar í Hrútafirði, en tókst að ráða bót á því til bráðabirgðá. Samband rofnaði milli þessara staða gegn um Patreksfjörð. Viðgerðarmenn frá Landssím- anum fóru í snjóbíl upp á Fljóts heiði í gær, en gátu ekkert að hafzt vegna óveðurs, enda voru staurar enn að brotna. Verið er að senda bráðabirgðavír þang- að, svo hægt verði að tengja línuna aftur með því að láta vírinn liggja á jörðinni fyrst um sinn. Féll og fótbrotnaði ÞAÐ slys varð á Bárugötu seint í gærdag, að Bjarni Nikulásson, Unnarstíg 2, féll á hálku og fót- brotnaði. Hann var fluttur í sjúkrahús. Svo til engrar mænuveiki vart síðan bólusetning hófst hér Ahugi almennings orðinn of líiill ENGRAR mænusóttar hefur að heita má orðið vart hér á landi síðan farið var að bólu setja gegn veikinni fyrir 8 árum. Alltaf eru bólusett ung börn og skólabörn í Reykja- vík, og öðrum gefinn kostur á bólusetningu við og við. Var geysilegur áhugi meðal almennings fyrir bólusetningu í fyrstu, en nú síðustu árin hafa miklu færri en æskilegt er, komið til bólusetningar. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Jóni Sigurðssyni, borgar- lækni, er leitað var frétta af mænusóttarbólusetningu, ár- angri hennar og tilhögun. Alltaf hefur verið notað Salk-bóluefni hér á landi sem hefur reynzt mjög vel hér, og því ekki þótti ástæða til að breyta yfir í Sabin-bóluefni, sem kom síðar á markaðinn og hefur einnig verið reynt í mörgum löndum. Beðið er átekta og fylgzt með reynsl- unni af báðum efnunum er- lendis. • MEIRA TÓMLÆTI EN ÆSKILEGT ER. Bólusetning gegn mænu- veiki hófst fyrst hér í Reykja vík í septembermánuði árið 1956. Árin áður var mikið um mænuveiki, svo sem skýrslur sýna: 1952 11 tilf. m/lömun 19 án 1953 6 — — 1 — 1954 5 — — 6 — 1955 133 — —- 700 — 1956 31 — — 289 — Síðan hefur að heita má ekki orðið vart mænusóttar hér á landi. Hefur því ávallt síðan verið fylgt í Reykjavík að bólusetja ungbörn í Heilsuverndarstöðinni, nema foreldrar óski annars, svo og skólabörn, sem ekki hafa feng ið 4 bólusetningar og gefa eldri bæjarbúum við og við kost á bólusetningu í Heilsu verndarstöðinni. Fyrstu árin sýndi fólk mikinn áhuga á bólusetningu og má segja að mikill hluti bæjarbúa, a.m.k. undir fimmtugs aldri sé all- vel bólusettur, þ.e. 3—4 sinn um, að því er borgarlæknir telur. En nú síðast sýndi fólk þessu meira tómlæti en æski- legt er og komu aðeins 828 til bólusetningar, þrátt fyrir ítrekaðar áuglýsingar. Til sam anburðar má geta þess, að í fyrstu komu tugþúsundir manna og 1961 komu 3326 manns. • SALK EÐA SABIN BÓLUEFNI. Þar sem bólusetning gegn Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.